Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 4. J Ú L Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 164. tölublað 106. árgangur
SYNGJA DJASS
UNDIR FJÖLL-
UNUM
AFKASTA-
MIKIÐ
TVÍEYKI
ÖMER OG JÓHANNA 12RAGNHEIÐUR OG KRISTJANA 47
Morgunblaðið/Hari
Sáttur Aron er ánægður með góðar við-
tökur nýju plötunnar sinnar, Trúpíter.
Rapparinn Aron Can heldur tón-
leika á Húrra í kvöld, laugardags-
kvöld. Aron gaf nýverið út nýja plötu,
Trúpíter, og hefur verið duglegur að
spila undanfarið. Hann hefur farið í
tvígang til Noregs að spila í sumar og
segir Norðmenn og Svía vera sér-
staklega hrifna af tónlist hans en Ar-
on rappar og syngur oftast á íslensku.
Hann segir það ekki hindrun að hann
rappi á íslensku. „Það dýrka það allir.
Bara svo allir viti það þá breytir engu
hvort þú syngur á íslensku eða ensku.
Ef þú ert nógu örugg eða öruggur og
ef þér finnst þú vera að gera góða
tónlist þá er það að fara að virka. Þú
skilur ekkert hvað margir rapparar
eru að segja þó að þeir rappi á
ensku.“ »46
Íslenskan engin
hindrun fyrir
rappara í útrás
Baldur Arnarson
Jón Birgir Eiríksson
Erlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á að kaupa
2.300 hektara jörð í Fljótunum. Þeir eiga þar
lúxushótelið Deplar Farm og nokkrar jarðir.
Eigendur Deplar Farm stofnuðu nokkur fé-
lög um reksturinn. Íslenska móðurfélagið er í
eigu hollensks félags, Sun Ray Shadow. Það er
aftur í eigu félags í Bandaríkjunum.
Ársreikningar íslensku félaganna benda til að
fjárfestingin í Fljótunum nemi milljörðum. Þá
benda ársreikningarnir til að íslensku félögin
séu tengd fjölda erlendra félaga.
Fjárfestingin í Fljótum er ein stærsta ein-
staka erlenda fjárfestingin í fágætisferða-
mennsku á Íslandi. Haukur B. Sigmarsson,
framkvæmdastjóri félagsins Green Highlander,
segir reksturinn á Deplum hafa skapað fjölda
starfa. Reksturinn hafi gengið vel. Um 50 manns
starfi nú við hótelið á Deplum. Leitað sé til
heimamanna við kaup á þjónustu.
Hafa áhyggjur af uppkaupum á jörðum
Skiptar skoðanir eru um jarðakaupin. Stefán
Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skaga-
fjarðar, segir ráðið ekki hafa tekið jarðakaupin
til athugunar. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af
stöðunni, ekki aðeins þarna, heldur almennt
vegna uppkaupa á jörðum sem kaupendur ætla
ekki til nytja,“ segir Stefán Vagn sem telur ríkið
þurfa að grípa til aðgerða. Vandinn sé almennur
og á landsvísu.
„Ég held að boltinn sé hjá ríkisvaldinu, þetta
verður að byrja þar,“ segir hann. „Mér skilst á
Sigurði Inga [Jóhannssyni, samgöngu- og sveit-
arstjórnarráðherra], að hann ætli að setja af
stað vinnu í þessum málum á landsvísu. Það
verður fróðlegt að fylgjast með og við munum
klárlega gera það,“ segir Stefán Vagn.
Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöð-
um, segir starfsemina á Deplum geta gert mikið
fyrir atvinnulífið. Hin hliðin á peningnum sé sú
að samfélaginu á svæðinu gæti stafað hætta af.
„Við höfum áhyggjur af því að það sé verið að
kaupa upp þessar jarðir sem losna, án þess að
þar verði föst búseta,“ segir Jóhannes.
Kostnaðarsamt að halda við húsum
Gunnar Steingrímsson, bóndi í Stórholti í
Fljótum, seldi erlendum eigendum Depla tvær
fasteignir í Haganesvík. Önnur þeirra var áður
hús samvinnufélagsins. Gunnar segir það kosta
sitt að halda við svo gömlum eignum. Hann hafi
ekki lengur not fyrir þær.
Skoða kaup á stórri bújörð
Erlendir aðilar sýna áhuga á 2.300 hektara jörð í Fljótunum í Skagafirði
Eiga nokkrar jarðir í Fljótunum Heimamenn hafa áhyggjur af kaupum
F L J Ó T I N
Í S K AG A-
F I R Ð I
Jarðir í Fljótunum
seldar erlendum aðila
SELD
SELD
SELD
SELD
SELD
SELD
SELD
Efra-Haganes
Hreppsendaá
Deplar
Lundur
Knappsstaðir
Steinavellir
Stóra-Brekka
MMilljarða fjárfesting í Fljótunum »18-19
Sérstakir öryggisskápar utan um miðalda-
handritin tvö, Ormsbók og Reykjabók Njálu, eru
tilbúnir og voru fluttir í Listasafn Íslands í gær.
Þar hefst sýningin Lífsblómið – Fullveldi Íslands
í 100 ár næstkomandi þriðjudag. Skáparnir, sem
eru úr stáli og með 15 mm hertu gleri, standast
ýtrustu öryggiskröfur sem gerðar eru til vernd-
ar handritunum. Fyrirtækið Prófílstál sá um
smíði skápanna og voru þeir feðgar Alexander
Bridde og Guðni Alexandersson Bridde að
leggja lokahönd á verkið þegar ljósmyndara
Morgunblaðsins bar að garði í gær. Alexander,
sem er eigandi Prófílstáls, segir að hann sé afar
ánægður með að fyrirtæki hans komi að verk-
efninu. Arkitektastofan Arkibúllan sá um hönn-
un og fjölmargir aðrir aðilar, m.a. frá Árna-
stofnun auk brunaverkfræðinga, hafa einnig
lagt hönd á plóg við gerð öryggisskápanna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Öryggisskápar smíðaðir fyrir miðaldahandritin
Öllum Íslendingum, sem eru
fæddir árið 1918 og fyrr, er boðið
til hátíðarsamkomu á fimmtudag-
inn í tilefni af fullveldisafmælinu.
Í þessum hópi eru 64, þegar hafa
19 staðfest komu sína, og að sögn
Ragnheiðar Ingimarsdóttur, fram-
kvæmdastjóra afmælisnefndar, er
þetta í fyrsta skiptið sem öllum Ís-
lendingum sem eru á 100. aldursári
eða eldri er boðið saman til veislu.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti
Íslands, mun ávarpa „fullveldis-
börnin“ og tónlist verður flutt. »6
64 fullveldisbörnum
boðið til veislu