Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018 Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Sýn hf. hefur gert kröfu á hendur Símanum hf. um greiðslu skaðabóta vegna tjóns sem félagið telur sig hafa orðið fyrir vegna aðgerða Sím- ans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjarskiptalög- um. Fer Sýn, sem er er móðurfélag Vodafone, fram á rúmlega 1,9 millj- arða í skaðabætur, sem er það tjón sem félagið hafi orðið fyrir á tíma- bilinu 15. október 2015 til 30. júní 2018. Í tilkynningunni um kröfuna til Kauphallar frá Sýn hf., áður Fjar- skipti hf., segir einnig að Sýn krefjist bóta fyrir það tjón sem félagið telur sig enn verða fyrir, sem og það tjón sem félagið telur sig eiga eftir að verða fyrir á þeim tíma sem muni líða þangað til Síminn lætur af að- gerðunum og þar til Sýn hefur unnið til baka þau viðskipti sem hafa tapast vegna brots Símans. Brot gegn fjölmiðlalögum Í ákvörðun Póst- og fjarskipta- stofnunar frá því í byrjun júlí kemur fram að Síminn hafi brotið gegn fjöl- miðlalögum með því að beina við- skiptum viðskiptavina Sjónvarps Símans að tengdu fjarskiptafyrir- tæki frá 1. október 2015. Sýn og Gagnaveita Reykjavíkur kvörtuðu til Póst- og fjarskiptastofnunar yfir broti Símans, en Síminn og dóttur- félag hans, Míla ehf., hafa mótmælt því að brot hafi átt sér stað. Síminn gagnrýndi jafnframt niðurstöðu stofnunarinnar og telur hana m.a. skaðlega samkeppni. Þá hyggst Sím- inn kæra niðurstöðuna. Forstjóri Símans, Orri Hauksson, segir að lögfræðilega sé ekki heil brú í skaðabótakröfum Vodafone, móð- urfélags Sýnar, á hendur Símanum og hafnar þeim sem gjörsamlega til- hæfulausum. Að auki virðist kröf- urnar settar fram gegni betri vitund, segir í tilkynningu frá Orra til mbl.is í gær vegna fréttaflutnings af mál- inu. „PFS tók sérstaklega fram í úr- skurði sínum að Síminn hefði getað komist hjá hinu meinta broti með öðrum hætti en að semja við Voda- fone, þ.a. skaði Vodafone getur eng- inn verið, jafnvel ekki fræðilega. Slík leið, sk. OTT-leið (e. over-the-top), þ.e. sérstök sjónvarpslausn sem hægt er að nýta yfir hvaða internet- tengingu sem er, verður einmitt far- in á næstu vikum,“ segir í tilkynn- ingu Orra. Fengu ekki kröfuna á undan Orri sagði í samtali við mbl.is í gær að Vodafone hefði ekki verið bú- ið að birta Símanum kröfurnar þegar send hefði verið tilkynning til Kaup- hallarinnar og fjölmiðla. Segir hann það sýna hversu lítil alvara sé í kröf- unni sjálfri af hálfu Vodafone. Auk þess hafi Vodafone sýnt af sér sömu hegðun í mörg ár og hið meinta brot Símans snýst um. „Krafan, sem Vodafone hefur nú auglýst í fjölmiðl- um til þess eins að valda skaða, gæti því ekki verið fáránlegri.“ Að endingu segir Orri að Voda- fone hafi bætt við sig mun fleiri við- skiptavinum en Síminn í IPTV (IPTV er sjónvarpsþjónusta sem er tekin í gegnum netið, innsk. blaða- manns) á því tímabili sem Vodafone segist hafa orðið fyrir skaða. Sýn fer fram á 1,9 milljarða í bætur  Sýn hf. hefur lagt fram skaðabótakröfu á hendur Símanum hf. Ljósmynd/Aðsend Starfsemi Vodafone er dótturfélag Sýnar, sem áður hét Fjarskipti hf. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Deilur standa nú yfir um ætterni hvals sem veiddur var síðastliðinn sunnudag og mun það skera úr um hvort dráp hans hafi verið löglegt. Margir, þar á meðal sérfræðingar á snærum BBC, telja að um steypi- reyði sé að ræða og þar með hafi hvalurinn verið friðaður. Kristján Loftsson, formaður Hvals hf., segir að um blendingsafkvæmi steypi- reyðar og langreyðar hafi verið að ræða og að drápið sé þar með lög- legt. Afkvæmi steypireyða og lang- reyða eru sjaldséð en þó vel þekkt. „Okkur hafa borist fimm dæmi um blending steypireyðar og lang- reyðar,“ sagði Gísli Arnór Víkings- son, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. „Sá fyrsti sem uppgötvaðist var veiddur 1986, sem hluti af þáverandi vísinda- veiðiprógrammi. Þá var það í fyrsta sinn sem sýnt var fram á að stór- hveli gætu blandast í náttúrunni. Síðan veiddist annað eintak árið 1989 og síðan mundu einhverjir eft- ir skrýtnum hval sem veiðst hafði fimm árum fyrr. Hann var grafinn upp og reyndist þá vera þriðji blendingurinn. Síðan hvalveiðar hófust að nýju hafa svo fundist tveir, þannig að þeir eru alls fimm.“ Fleiri tegundir frekar en færri Venjulega eru afkvæmi steypi- reyða og langreyða ófrjó en und- antekningar á þeirri reglu þekkjast þó. „Það er eitt dæmi um svona blending sem gekk með afkvæmi þegar hann veiddist,“ sagði Gísli. „Fóstrið var að vísu mjög lítið og stuttan veg komið miðað við árs- tíma. Það er ekki hægt að segja með vissu hvort það hefði komist á legg, en þó er víst að það varð frjóvgun.“ Aðspurður hvort hægt sé að kalla langreyðar og steypireyðar mis- munandi dýrategundir ef þær geta eignast frjó afkvæmi saman sagði Gísli að mörkin milli tegunda séu ekki alltaf eins skýr og manni er kennt í grunnlíffræði. Líffræðingar séu þó ekkert að flýta sér að lýsa eins ólík dýr og steypireyði og lang- reyði sömu tegundina. Miklu frekar sé tilhneigingin meðal líffræðinga að skipta tegundum niður í enn fleiri tegundir. „Það hefur komið til tals að kljúfa langreyðir niður í tvær teg- undir eftir norðurhveli og suður- hveli,“ sagði Gísli. „Þær eru tölu- vert ólíkar og það er enginn samgangur á milli og hefur ekki verið lengi.“ Að sögn Gísla er algengt að hval- ir í dýragörðum eignist blendings- afkvæmi, jafnvel hvalategundir sem taldar eru mjög fjarskyldar eins og grindhvalir og höfrungar. AFP Hvalir Langreyður gægist upp úr sjónum nærri Gloucester í Massachusetts 10. maí síðastliðinn. Óskýrar línur milli hvalategundanna  Blendingsafkvæmi ólíkra hvala algeng í dýragörðum Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum. Getum boðið mjög gott verð á flugi, hótelum og rútu, svo og íslenskan fararstjóra ef þess er óskað. www.transatlantic.is Sími 588 8900 GLÆSILEGAR MIÐALDA BORGIR Í A-EVRÓPU Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsibyggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Búdapest hefur verið kölluð heilsuborg Evrópu en baðmenningu Ungverja má rekja hundruðir ára aftur í tímann. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningar- áhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg Póllands, staðsett við landamæri Tjékklands og Þýskalands. Wroclaw var kosinn menningarborg Evrópu 2016. Wrocalw er ekki bara vinsæl meðal ferðamann, heldur lika meðal Pólverja sjálfra, hún hefur svo mikið uppá að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg með svo margt fyrir ferðamanninngerir hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augnayndi með fagran arkitektur frá fyrri tímum, mikið er af söfnum og menningarviðburðir í borginni hafa ætið verð fjölbreyttir. Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kasta- linn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI WROCLAW BÚDAPEST NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ Vilnius, Gdansk, Krakow, Varsjá, Bratislava Vínarborg og Brugge Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónass Sími 520 5200 – ferdir.is Vesturvör 34, 200 Kópavogur, outgoing@gjtravel.is Fararstjóri Emil Örn Kristjánsson Norður England Skemmtileg ferð um Norður England Gist í hinni fornu borg Jórvík, þar sem Egill Skallgrímsson gerði garðinn frægan, ekið um Jóvíkurheiðar að Norðursjávar- ströndinni og einnig yfir Pennínafjöllin til Vatnahéraðsins, innblásturs skálda og listamanna. Í lok ferðar er gist í stórborginni Manchester. Morgunverður og kvöldverður innifalið og allar skoðunarferðir. o 5. - 10. september Verð 162.500 miðað við gistingu í tvíbýli. „Það hefur ekkert tilvik komið inn um slíkt,“ segir Sigurður G. Mark- ússon, framkvæmdastjóri inn- kaupasviðs Krónunnar, aðspurður hvort einhver hafi sýkst af salmó- nellu vegna kótiletta sem Krónan kallaði inn í gær. Kótiletturnar sem um ræðir eru grísakótilettur frá Spáni og hafa verið seldar undir merkjum Krón- unnar um árabil en Sigurður segir að þær séu ávallt salmónellupróf- aðar áður en þær séu sendar hing- að til lands. „Í þessu tilviki kemur heilbrigð- iseftirlitið í reglubundið eftirlit eins og þeir gera og taka einhverja tugi af vörum til að taka sýni úr. Ein af þessum vörum greinist en fullnað- argreiningu er ekki lokið,“ segir Sigurður og bætir við: „Þegar svona kemur upp á er til öryggis farið í fulla innköllun.“ Hann segist ekki hafa nákvæmar tölur yfir hversu mörgum pakkn- ingum hefur verið skilað inn en segir það þó vera sáralítið enn sem komið er. teitur@mbl.is Ekki vitað um salmonellusýkingu frá svíni Morgunblaðið/Arnaldur Svínakjöt Ekki er vitað til þess að fólk hafi veikst af kjötinu sem var innkallað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.