Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018
✝ Grétar Ólafs-son tæknifræð-
ingur fæddist 14.
ágúst 1935 á Pat-
reksfirði. Hann lést
8. júní 2018 á
Hjúkrunarheim-
ilinu Lögmannshlíð
á Akureyri.
Foreldrar Grét-
ars voru Ólafur
Ólafsson, f. 7. júní
1909 á Patreksfirði,
d. 31. ágúst 1973, og Sólveig
Snæbjörnsdóttir, f. 19. desem-
ber 1915 á Tannanesi í Tálkna-
firði, d. 6. september 1999.
Systkini Grétars eru Ásdís
Ólafsdóttir, f. á Patreksfirði
5.október 1936, Ólafur Ólafsson,
f. á Patreksfirði 4. febrúar 1938,
d. 23. maí 2013, Örn Snævar
Ólafsson, f. á Patreksfirði 12.
febrúar 1940, d. 17. febrúar
1962, Ómar Ólafsson, f. á Pat-
reksfirði 10. ágúst 1941, d. 11.
júlí 2016, Halldór Ólafsson, f. á
Patreksfirði 14. mars 1948, og
Katrín Ólafsdóttir, f. á Akureyri
27. mars 1951, d. 25. maí 2001.
3.maí 1990. M. Agnes Ósk Egils-
dóttir. Ólafur á fjögur barna-
börn; Snorri, Jenný, Gígja,
María.
Grétar ólst upp á Patreksfirði
til 15 ára aldurs en þá flutti hann
ásamt fjölskyldu sinni til Ak-
ureyrar. Grétar og Helga hófu
búskap á Akureyri og bjuggu
þar lengst af. Grétar lærði tré-
smíðar á Akureyri hjá tengda-
föður sínum Jóni Sigurjónssyni.
Hann stundaði nám í tæknifræði
í Danmörk á árunum 1965-1968.
Grétar sinnti ýmsum störfum
eftir að hann kom heim úr námi
og má þar m.a. nefna vinnu hjá
ÍSAL í álverinu í Straumsvík,
hjá SÍS við sambandsverksmiðj-
urnar á Akureyri, við Laxár-
virkjun, umdæmisstjóri hjá
Vegagerðinni á Akureyri, verk-
efnastjóri hjá Ármannsfelli í
Reykjavík.
Grétar stundaði smábátaút-
gerð frá 1975 þar til hann missti
heilsuna 2015.
Útför Grétars fór fram frá
Akureyrarkirkju 25. júní 2018 í
kyrrþey.
Grétar giftist 27.
október 1956 Helgu
Jónsdóttur, f. á Ak-
ureyri 17. október
1937.
Börn þeirra eru
1) Jón Sævar Grét-
arsson, f. á Ak-
ureyri 21. október
1955. Börn hans
eru a) Helga Þórey
Jónsdóttir, f. á Ak-
ureyri 15. nóv-
ember 1975. b) Margrét Harpa
Jónsdóttir, f. á Akureyri 29.
september 1981. c) Sólrún Dögg
Jónsdóttir, f. á Akureyri 13.
ágúst 1984. M. Albert Brynjar
Magnússon.
Jón á sex barnabörn; Tindur,
Alexander Máni, Arnar Snær,
Aldís Dögg, Jón Þór, Anna Mar-
grét
2) Ólafur Grétarsson, f. á
Akureyri 11. maí 1961. K. 1989,
Jenný Guðmundsdóttir, f. á Ak-
ureyri. Börn þeirra eru a) Stella
Ólafsdóttir, f. á Akureyri 24. júlí
1980. M. Hjalti Gylfason. b)
Grétar Ólafsson, f. á Akureyri
Það er ekki laust við að ég líti
yfir farinn veg við fráfall afa
míns, Grétars Ólafssonar. Afi
Grétar var einn skemmtilegasti
maður sem ég hef nokkrun tím-
ann kynnst. Alla mína tíð hef ég
fengið að heyra hvað hann afi
minn sé nú fínn og frábær kall og
hvað ég sé heppin að eiga hann að
sem afa. Það er allt satt, afi Grét-
ar var alveg meiriháttar.
Þegar ég var krakki eyddi ég
miklum tíma hjá ömmu og afa á
Akureyri. Ég er elsta barnabarn-
ið þeirra og þau voru sjálf svo
ung þegar ég fæddist að þau
hefðu hæglega getað verið for-
eldrar mínir. Amma sá til þess að
ég myndaði góð tengsl við fjöl-
skylduna hennar á Holtagötunni
og afi fór með mig í Hlíðarfjall,
batt á mig snæri og kenndi mér á
skíði.
Þessi ár eru sveipuð dýrðar-
ljóma. Afa datt eitt og annað
óvenjulegt í hug, til dæmis elsk-
aði hann að klippa hárið á okkur
systrum við takmarkaðar undir-
tektir foreldra okkar. Afa fannst
hann ægilega góður hárgreiðslu-
maður og sagði ánægður með sig:
„Núna ertu sko flott!“ Afi keypti
handa mér tyggjó og brenni í
Smurstöð Þórshamars og borð-
uðum það rúntandi á rauða Fí-
atnum hans og ömmu. Hann
spurði mig oft hvort hann væri
ekki alveg örugglega myndarleg-
asti og skemmtilegasti afinn og
það kom ekkert annað til greina
en að segja já.
Árin liðu og ég flutti að norðan
en alltaf héldust tengslin góð.
Þegar amma veiktist árið 2000
tók afi yfir öll þeirra samskipti og
þá kynntist ég honum á alveg
nýjan hátt. Hann var oft
skemmtilegur og pólitískur,
hringdi í mig til að hlæja að því
hvað Jónas Kristjánsson hefði
verið fúll á blogginu sínu í dag
eða segja skoðun sína á stjórn-
málafólki eða dagskránni á Rás 1.
Afrek hans á tónlistarsviðinu eru
efni í sérkafla því afi Grétar var
afskaplega listrænn og tónelskur.
Hann spilaði fyrir mig á orgel og
harmóníku þegar ég kom í heim-
sókn og eftir hann liggja sérlega
fallegar vatnslitamyndir.
Þegar Tindur sonur minn
fæddist fékk ég að sjá afa í hlut-
verki langafa og fórst honum það
einstaklega vel úr hendi. Þótt 74
ár skildu að tengdust þeir vina-
böndum og við hittum ömmu og
afa hér og þar um landið þegar
þau voru á ferðinni á húsbílnum
sínum. Veikindi afa hófust fyrir
þremur árum og höfðu djúp áhrif
á fjölskylduna. Að sjá þennan líf-
lega mann bundinn í hjólastól á
hjúkrunarheimili með enga bata-
von var sársaukafullt. Hefði það
ekki verið fyrir lífsgleði afa hefði
þessi tími verið óbærilegur, því
þegar honum leið vel sást glitta í
sömu kátínu og einkenndi hann
alltaf. Hann elskaði að vera faðm-
aður og gladdist mjög þegar ég
sagði honum að ég væri að kenna
Tindi á skíði í Hlíðarfjalli eins og
hann kenndi mér. Í síðasta skipti
sem við hittumst sýndi ég honum
nýju harmóníkuna mína og við
Tindur rúlluðum okkur á gólfinu í
byssó og hann og amma skelli-
hlógu.
Ég vil þakka starfsfólkinu í
Árgerði í Lögmannshlíð á Akur-
eyri sérstaklega vel fyrir hvað
þau hafa hugsað vel um elsku afa
minn, en fyrst og fremst vil ég
þakka pabba, Stínu frænku og
sérstaklega Margréti Hörpu
systur minni fyrir að hugsa vel
um ömmu og afa. Fyrir það verð
ég ævinlega þakklát.
Helga Þórey Jónsdóttir.
Grétar Ólafsson
Við fyrirvara-
laust andlát vinar
míns, Guðbrands að Smáhömr-
um í Tungusveit, er mér mjög
illa brugðið. Þegar ég man fyrst
til mín var afi hans, Karl Að-
alsteinsson, að hefja fjárræktar-
fánann hátt á loft á höfuðbólinu
og síðan enn hærra Björn faðir
Guðbrands. Ekki voru seglin
lækkuð með einstakri fjár-
manns- og ræktunarsnilli vinar
míns. Smáhamrahjörðin er nú
hvað alla eftirsóknarverðustu
kosti snertir í hreinum yfir-
burðaflokki. Þetta vita auðvitað
þeir sem eitthvað koma nálægt
þessari búgrein. Hitt vita
kannski færri að Brandur lét sér
ekki nægja að vaka yfir sinni
hjörð, hann var líka vökumaður
fyrir sína stétt, lengi formaður
sauðfjárræktarfélagsins í sinni
sveit, formaður Sauðfjárræktar-
Guðbrandur
Björnsson
✝ GuðbrandurBjörnsson
fæddist 31. desem-
ber 1953. Hann lést
27. júní 2018.
Útför Guðbrands
fór fram frá
Hólmavíkurkirkju
7. júlí 2018 klukkan
13.
félags Strandasýslu
og vakinn og sofinn
í málefnum okkar á
landsvísu, enda af-
burðaglöggur og til-
lögugóður á þeim
vettvangi.
Við framleiðslu-
takmarkanirnar
sem gripið var til á
níunda áratug síð-
ustu aldar hafði ég
mig nokkuð í
frammi á ritvellinum, stóryrtur
og illskeyttur og því af sumum
talinn ígildi minks í hænsnakofa
þáverandi bændaforystu. Enn
virðast sumir muna þetta, ekki
síst Brandur, sem hin seinni ár
átti það iðulega til að hringja og
hvetja mig til að taka upp þráð-
inn að nýju því ekki veitti af. Ég
hafnaði þeirri málaleitan ævin-
lega, slíkt ætti að vera hlutverk
yngri og málum kunnugri
bænda.
Þegar ég brá á það ráð haust-
ið 2015 að koma fé mínu í fóstur
hjá bændum í Tungusveit og
Staðardal til að geta dvalið sunn-
an heiða um veturinn var hluti
þess á fóðrum hjá Brandi og
þegar ég ákvað að leggja út árar
á ný eyddi hann öllu tali um
greiðslur fyrir umsýslu og fóður,
sér væri nóg umbun að eiga þátt
í að halda mér eitthvað áfram
innan sauðfjárbændaraða. Sama
var uppi á teningunum við til-
færslu lamba frá hans ofurfrjó-
sömu hjörð til minnar hófstillt-
ari. Ekki veit ég hverjum svona
tilfærslulömb reiknast vítt um
byggðir landsins, en hjá Brandi
var úrskurðurinn klár; eigandi
ærinnar sem fóstrar lambið á
það sem hún skilar að hausti.
Viku fyrir andlát hans áttum
við langt símtal þar sem gengið
var frá bókhaldsþættinum í
þessum tilfærslum. Brandur
sagði mér svo hvernig ærnar
hefðu farið af höndum hjá sér og
var bjartsýnn um væna dilka í
haust. Ég spurði hann hvort
hann væri búinn að ganga frá
sauðfjárvorbók. Hann hló og
sagði að það myndi víst verða
töluvert langt í það, önnur störf
yrðu að ganga fyrir. Nú velti ég
því fyrir mér hver kemur Smá-
hamraánum til bjargar á þeim
vettvangi sem öðrum.
Þó að búskaparlegar aðstæð-
ur og staðhættir allir gerist
varla ólíkari en hjá okkur
Brandi, hann í fjöruborðinu við
þjóðveg og ég í afdal, gekk ekki
hnífurinn milli okkar þegar um
sauðfé var að ræða.
Sauðkindin er sál vors lands.
Sómi og prýði eigandans.
Flytur líf í fjallasal.
Færir arð um strönd og dal.
Indriði Aðalsteinsson,
Skjaldfönn.
Elsku amma, hvar
á ég að byrja. Helga
Ísleifsdóttir amma
mín er dáin, þetta er
eitthvað sem enginn
getur undirbúið sig
fyrir. En þó höfðum við fjölskyld-
an nokkurn tíma með þér á gjör-
gæsludeild til að kveðja þig. Þetta
voru stutt en samt svo rosalega
erfið veikindi og þú barðist allt til
enda eins og hetja. Ég hafði það
alltaf á tilfinningunni að þú mynd-
ir sigrast á þessum veikindum, en
stundum verður maður einfald-
lega að gefast upp, það er víst ekki
hægt að vinna alltaf. Þetta sagði
minn gamli íþróttakennari og síð-
ar samstarfsmaður mér svo oft.
Þegar ég hugsa til baka þá sé
ég hversu mikil áhrif þú hafðir á
mína æsku. Og ekki hægt að koma
fyrir í nokkrum línum. Í gegnum
mín erfðistu ár voruð þið afi mín
stoð og stytta. Ég eyddi mörgum
tímum með hjá ykkur. Mér eru
líka alltaf minnisstæð öll þau ára-
mót sem við eyddum saman. Ár-
mót hafa alltaf verið mín uppá-
haldshátíð, þegar ég var lítill var
ég þó ekki hrifinn af flugeldum og
sagði þá gjarnan: „Amma, við
skulum bara vera inni!“ og það
Helga Ísleifsdóttir
✝ Helga Ísleifs-dóttir fæddist
15. ágúst 1941. Hún
lést 28. júní 2018.
Útför Helgu fór
fram 11. júlí 2018.
gerðum við. Svo þeg-
ar ég eldist og eign-
ast peyja þá tók hann
við: „Amma, við skul-
um bara vera inni.“
Það er nefnilega svo
gott að vera inni og
finna fyrir örygginu
hjá ömmu heldur en
að vera úti í spreng-
ingum og látum. Í
mínum huga hefur
þú ávallt verið tákn-
mynd öryggis. Ég fann alltaf fyrir
öryggi í kringum þig og með þér.
En nú hefur þú kvatt okkur og ég
veit að þú munt halda áfram að
vaka yfir okkur og fylla okkur ör-
yggi.
Við kveðjum þig kæra amma
með kinnar votar af tárum
á ást þinni enginn vafi
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju- og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Ágúst Leó Sigurðsson.
Guðríður Helga Ísleifsdóttir,
eins og hún hét fullu nafni, fæddist
á Hvolsvelli 15. ágúst árið 1941,
dóttir Ísleifs Einarssonar og Þor-
gerðar Diðriksdóttur. Helga ólst
upp á þeim tíma er litla kauptúnið
var að verða til og hefur áreiðan-
lega verið mikið að gera í leik og
starfi barnanna þar. Hún var
næstelst þriggja systkina, þeirra
Birgis og Diðriks. En foreldrar
hennar voru einir af fyrstu íbúun-
um á Hvolsvelli. Eftirlifandi eig-
inmaður Helgu er Erlingur Ólafs-
son. Helga og Erlingur eignuðust
þrjú börn, þau Brynju, Ísleif og
Báru.
Það var öllum erfitt að trúa því
að Helga væri farin eftir snögg
veikindi. En í raun svo líkt henni
að drífa það af sem hún stóð í. Á
stundum sem þessum er margs að
minnast.
Ég kynntist mágkonu minni
Helgu Ísleifsdóttur fyrst um ára-
mótin 1966 þegar ég og bróðir
hennar ákváðum að halda áramót-
in á Hvolsvelli á heimili þeirra
Helgu og Ella.
Helga tók unglingnum mér af
mikilli hlýju og allt frá þeirri
stundu höfum við Helga átt
ómældar stundir saman ásamt
fjölskyldum okkar. Ég minnist
Helgu sem duglegrar, úrræða-
góðrar konu, snöggrar í öllum
hreyfingum með glettni í augum
og auðvelt að ræða við hana um
heima og geima. Allt sem hún tók
sér fyrir hendur var gert af natni
en ekki síður af mikilli drift. Væri
maður á göngu með henni var
óvíst að maður hefði við henni. En
mikil breyting varð á öllum hreyf-
ingum hennar eftir að hún hafði
orðið fyrir umferðaróhappi sem
varð til þess að fæturnir urðu
aldrei þeir sömu eftir.
Helga var mikil hagleikskona.
Allt sem hún tók sér fyrir hendur,
saumaskapur, prjón, hekl, föndur
og hvaðeina sem áhugi hennar
stóð til í það og það skiptið lék í
höndum hennar.
Helga var greiðvikin og vék sér
ekki undan ef til hennar var leitað
varðandi ráð eða aðstoð.
Á sama hátt hugsaði hún mikið
og vel um móður sína, bæði þegar
hún þurfti á hjálp hennar að halda
á meðan hún bjó ein og ekki síður
eftir að hún var komin inn á hjúkr-
unarheimili. Hvort sem um var að
ræða viðhald á fötum eða ýmsar
útréttingar fyrir hana. Helga sló
ekki slöku við eftir að móðir henn-
ar dó og hugsaði einstaklega vel
um leiði foreldra sinna.
Elsku Elli og fjölskyldur. Við
Diðrik vottum ykkur okkar
dýpstu samúð.
Elsku Helga mín, hvíl í friði.
Takk fyrir allt og allt.
Kristín Á. Guðmundsdóttir.
✝ Björn G. Sig-urðsson fæddist
á Akureyri 27. júní
1957. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 1. júlí 2018.
Foreldrar hans
voru Saga Jóns-
dóttir, Rauðá, f. 18.
ágúst 1938, d. 17.
júní 2004, og Sig-
urður Björnsson,
Keflavík, f. 25. maí
1936, d. 23. febrúar 2011. Uppeld-
isfaðir Björns er Grímur Vilj-
hálmsson, Rauðá, f. 11. ágúst
1936. Systkini Björns eru Vil-
hjálmur Grímsson, Rauðá, og
Guðný Ingibjörg Grímsdóttir,
Laugum.
Sambýliskona Björns var Guð-
rún Guðmundsdóttir, f. 1956, áttu
þau engin börn saman.
Björn átti fjögur börn, þau
Malan Sörensen (móðir Margreth
Dalsenni), f. 7. nóvember 1979,
eiginmaður hennar er Edvard
Sörensen, eiga þau saman fjögur
börn: Rógvi, f. 1998, Brian, f.
2005, Eivör, f. 2007,
og Ari, f. 2009.
Fyrrverandi sam-
býliskona Björns er
Ingibjörg Sigurð-
ardóttir, f. 1959.
Börn þeirra eru:
Hólmfríður Helga, f.
16. janúar 1985, eig-
inmaður Sigurþór
Brynjar Sveinsson,
eiga þau saman þau
Sigurbjörn Kristján,
f. 2007, og Ingibjörgu Jónu, f.
2008. Grímur Freyr, f. 5. janúar
1987, sambýliskona er Ásta
María Guðmundsdóttir, eiga þau
saman þau Natan Breka, f. 2012,
og Christel Dís, f. 2013. Saga
Karen, f. 29. maí 1989, sambýlis-
maður er Ari Trausti Ámunda-
son, Saga á dóttur úr fyrra sam-
bandi, Tanyu Rós Hlynsdóttur, f.
2008, svo eiga Saga og Ari saman
Margréti Lilju, f. 2014, og Rakel
Ýri, f. 2017.
Útför Björns fer fram í Þor-
geirskirkju við Ljósavatn í dag,
14. júlí 2018, klukkan 14.
Ég veit ekki hvar ég á að byrja.
Þann 1. júlí sl. missti ég föður
minn, klettinn minn!
Alveg sama hvað var, ég gat
hringt í pabba!
Nú er ég búin að reyna að rifja
upp uppáhaldsminningar mínar
um hann, en þær eru bara svo
margar að ég get varla talið þær
upp. Sem barn, að fara með þér að
veiða, að fá að sitja fyrir framan
þig á snjósleða og stýra, þegar þú
gafst mér fyrsta og annan bílinn
minn áður en ég fékk prófið!
Sem minnir mig á hversu oft þú
skiptir um bíla, ég var ekkert alltaf
svo viss um hvaða bíl við áttum, sem
er ofboðslega fyndið að hugsa til.
Þú varst alltaf gleðigjafi! Alveg
sama hvar var gleðskapur, þú
varst svo sannarlega þar!
Eins og þorrablótin hérna í Ár-
skógi, alltaf varst þú með stórar
dollur af hákarli og fórst á milli
borða að bjóða fólki, ég tók við því
þegar þú varst fjarverandi á
sjúkrahúsi fyrir einhverjum árum
og ég skal lofa þér því að þetta
verður mitt hlutverk á þessum
blótum hér eftir! Í þinni minningu!
Hann var í mínum augum sterk-
asti maður í heimi. En ég veit það
að þetta var þrjóskan sem hélt
honum gangandi, bókstaflega!
Stundum finnst mér líka eins
og hann hafi þekkt bara alla!
Hann var svo sannarlega vinur
vina sinna, ef fólk þurfti þó það
væri ekki nema öxl að gráta á, þá
var hann mættur, sama hvað
klukkan var.
Barnabörnin þín elskaðir þú út
fyrir allt og þau þig. Það var svo
ótrúlegt hvað þú náðir vel til allra
barna í lífi þínu, alveg sama hvort
það voru barnabörn eða börn vina.
Þau drógust að þér.
Barnabörnin voru ekki öll af
þínu blóði, en þau voru samt alltaf
barnabörnin þín. Sem var svo ynd-
islegt við þig og við öll eigum eftir
að sakna svo mikið!
Hann elsku pabbi minn, sem
gekk í gegnum svo margt í lífinu,
en sama hvað hafði gengið á, þá
stóð hann alltaf upp aftur, nema
því miður í þetta skipti.
Ég á alltaf eftir að halda í minn-
inguna um þegar ég heimsótti þig
daginn eftir slysið, þú varst svo
kátur í gegnum sársaukann, raul-
aðir lög og meira að segja fannst
takt í einhverju lagi úr hljóði sem
vélin sem stjórnaði lyfjunum þín-
um gaf frá sér þegar eitt kláraðist.
Svo hummaðirðu laglínuna og dill-
aðir þér í takt. Við vorum svo viss
um að þú myndir rífa þig upp úr
þessu eins og öllu sem þú hafðir
gengið í gegnum.
Aðfaranótt dánardags móður
þinnar þurfti svo að setja þig í
öndunarvél og svæfa þig, það tók
á, en við héldum í vonina um að þú
myndir rífa þetta af þér.
Svo kom kallið og 1. júlí 2018 er
og verður erfiðasti dagur sem ég
hef gengið í gegnum. Ég mun
halda uppi minningu þinni, sama
hvernig ég fer að því.
Elska þig, pabbi minn, sjáumst
vonandi hinumegin. Elska þig allt-
af!
Þín dóttir,
Hólmfríður Helga.
Björn G.
Sigurðsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is