Morgunblaðið - 14.07.2018, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018
✝ Sigríður Ólafs-dóttir fæddist í
Gíslholti Vest-
mannaeyjum 22.
júlí 1931. Hún lést
á dvalarheimilinu
Hraunbúðum 30.
júní 2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Kristín Jónsdóttir
frá Rauðsbakka í
A-Eyjafjöllum, f.
22. mars 1898, d. 19. apríl
1969, og Ólafur Vigfússon frá
Raufarfelli, f. 21. ágúst 1891, d.
15. maí 1974. Systkini Sirrýjar
eru Vigfús, f. 13. apríl 1918, d.
25. október 2000, Kristný, f. 8.
júlí 1921, d. 24. nóvember 2006,
Jóna Margrét, f. 13. apríl 1924,
d. 4. ágúst 1944, Ágúst, f. 1.
ágúst 1927, d. 29. júlí 2003.
Guðjón, f. 1. nóvember 1935.
Jóna Margrét eignaðist Jón
Ólaf 18. júlí 1944, hún lést af
barnsförum og var Jón Ólafur
alinn upp sem eitt af systk-
inunum.
Sirrý, eins og hún var kölluð
af vinum og ættingjum, giftist
17. október 1953 eftirlifandi
eiginmanni sínum, Tryggva
Ágústi Sigurðssyni vélstjóra, f.
16. febrúar 1931. Foreldrar
Tryggvi Steinn, giftur Guðnýju
Erlu, börn þeirra Sigurður
Hjálmar og Sædís Lilja. 5)
Kristný Sigurbjörg Tryggva-
dóttir, gift Gretari Þór Sæ-
valdssyni. Börn þeirra Svava
Kristín, Kristgeir Orri og
Ágúst Emil.
Sirrý ólst upp í Gíslholti og
bjó alla sína ævi í Vestmanna-
eyjum fyrir utan þann tíma
sem eldgosið í Eyjum stóð yfir.
Sirrý og Tryggvi hófu sinn bú-
skap við Faxastíg 53 en byggðu
sér síðar hús við Grænuhlíð 3
en það varð eldgosinu að bráð
árið 1973. Sirrý var alla tíð
mikil Eyjamanneskja sem sést
best á því að hún var flutt aft-
ur til Eyja í september 1973 til
að aðstoða við hreinsun eftir
gosið. Það ár keyptu Sirrý og
Tryggvi sér hús við Birkihlíð
11 þar sem hún bjó þar til hún
fluttist á dvalarheimilið Hraun-
búðir árið 2016.
Sirrý vann við fiskvinnslu
ásamt afgreiðslu- og þjón-
ustustörfum. Hún var einnig
mjög virk í félagsstörfum fyrir
bæði knattspyrnufélagið Tý og
ÍBV, en Sirrý sat í stjórn Týs
árið 1979. Ásamt því að vera
öflug í hinum ýmsu sjálf-
boðastörfum starfaði hún einn-
ig fyrir Slysavarnafélagið Ey-
kyndil. Þessu sinnti hún
meðfram því að vera húsmóðir
á stóru heimili.
Útför Sigríðar verður gerð
frá Landakirkju í dag, 14. júlí
2018, og hefst athöfnin kl. 14.
Tryggva voru Sig-
urður Hjálm-
arsson, f. 17. októ-
ber 1900, d. 29. júlí
1981, og Klara
Tryggvadóttir, f.
1. október 1906, d.
9. október 1997.
Tryggvi og Sirrý
eignuðust fimm
börn, þau eru: 1)
Ólafur Kristinn
Tryggvason, f. 30.
mars 1951, giftur Björgu Pét-
ursdóttur. Sonur þeirra
Tryggvi Ágúst. 2) Hallgrímur
Tryggvason, f. 9. nóvember
1952, giftur Ásdísi Sævalds-
dóttur, börn þeirra a) Anna
Rós, gift Páli Hjarðar, börn
þeirra Almar Benedikt, Ásdís
Halla og Ari Páll. b) Halla
Björk gift Karli Haraldssyni,
dætur þeirra Guðbjörg og
Katla Svava. c) Sævald Páll,
unnusta hans Fjóla Sif, börn
þeirra Ríkharður Páll og Ásdís.
d) Einar Ottó. 3) Sigurður
Hjálmar Tryggvason, f. 20. jan-
úar 1956, d. 10. febrúar 2004.
4) Klara Tryggvadóttir, f. 14.
september 1961. Börn hennar
a) Sigríður Árdís, sonur hennar
Gretar Ingi. b) Jón Kristinn,
sonur hans Hákon Ari. c)
Elsku ótrúlega mamma mín.
Ég hef alltaf hugsað til þín þeg-
ar forsetinn veitir orður og hef oft
sagt að mamma mín ætti að fá
orðu eftir sitt ótrúlega lífshlaup en
það er auðvitað bara mín upplifun
á þér. Heimilislífið var oft og tíð-
um frekar erfitt og ýmislegt sem
gekk á. Mér finnst engu líkara en
að þú hafir verið þræll, svo mörg
voru verkefnin, en rosalega já-
kvæður og glaður þræll. Þú vildir
aldrei neinu henda og bar Birki-
hlíðin þess merki. Já, já, það kom
sér kannski vel stundum, en við
vorum alls ekki sammála um það
hverju átti að henda og hverju
ekki, það var helst á þessum til-
tektardögum sem varð einhver
ágreiningur okkar á milli, þar sem
ég er ekkert sérlega rík af þol-
inmæði gat ég orðið mjög pirruð
við þig.
Ég er yngst af okkur fimm
systkinunum og við vorum miserf-
ið, sumir töluðu of lítið og aðrir of
mikið. Ég var í síðari hópnum eins
og fór nú ekki fram hjá neinum og
sérstaklega ekki þér mamma mín.
Ég þarf líka að játa á mig frekjuna
og hef ég oft skammast mín fyrir
það hvað ég var leiðinleg við þig á
yngri árum, mér bara fannst þú
alltaf svo gömul. Ég kaus frekar
að þú værir heima en að koma á
danssýningarnar eða aðra við-
burði hjá mér þar sem jafnaldrar
mínir gætu mögulega fattað að þú
værir mamma mín. En ég áttaði
mig nú fljótlega á því að ég átti
auðvitað bestu mömmuna sem
gerði allt fyrir mig. Stundum
fékkstu það verkefni að sauma á
mig kjól eða dress sem ég sá
mynd af í einhverju blaði, þar var
að sjálfsögðu ekkert snið og ekki
var hægt að „googla“ sniðið, en því
var bara reddað eins og öllu öðru.
Mamma mín, þú og pabbi geng-
uð í gegnum verstu lífsreynslu
sem fólk gengur í gegnum að lifa
barnið sitt, Sigurður þinn var allt-
af í huga þér alla daga, enda hélt
hann þér vel við efnið með öllum
sínum ótrúlegu uppátækjum og
veikindum alveg fram á síðasta
dag. Þú komst nú líka við það að
vera veik mamma mín, eins mikið
og þú hataðir ketti þá áttir þú það
sameiginlegt með þeim að eiga
þér níu líf, en að kvarta var ekki
þinn stíll.
Týs-þjóðhátíð, Shell-mót og
þrettándinn, sem ég hélt nú lengi
vel að þú hefðir fundið upp, enda
var ég alin upp við það að tröllin
voru búin til í kjallaranum á
Grænuhlíðinni. Á meðan heilsan
gaf áttir þú stóran þátt í öllum
þessum viðburðum, enda varstu
mikil félagsvera og varst ósérhlíf-
inn dugnaðarforkur. Svo voru það
líka launuðu vinnurnar, Fiskiðjan,
sjúkrahúsið, Skútinn og það var
nú ekkert skrýtið að skrokkurinn
hafi verið búinn.
Elsku mamma, það var svo gott
að sjá hvað þér leið vel á Hraun-
búðum þessi tvö ár sem þú bjóst
þar. Þar sastu og horfðir á íþrótt-
ir, þá helst fótbolta, beinar út-
sendingar eða endursýningar, það
skipti ekki öllu máli, þetta var allt-
af jafnspennandi. Á leikdögum
færðum við þér svo bjór eða sérrí
sem gladdi þig mjög en þér fannst
við þó kannski skammta þér helst
til naumlega.
Elsku mamma mín, vonandi er
fjör á þjóðhátíðinni hjá þér.
Ég lofa að passa pabba.
Guð geymi þig.
Þín
Kristný.
Laugardaginn 30 júní sl. yfir-
gaf elsku mamma þetta líf. Það er
margs að minnast þegar maður
hugsar til baka til þess þegar ég
var lítill drengur á Faxastígnum
þar sem mamma og pabbi höfðu
stofnað heimili á neðri hæðinni hjá
ömmu Klöru. Einnig þegar við
fjölskyldan fluttum í nýtt hús að
Grænuhlíð 3 sem mamma og
pabbi höfðu byggt sér. Það var
nóg að gera meðan á byggingunni
stóð, mamma að skafa timbur og
nagldraga og pabbi í vinnu. Hún
lét ekki sitt eftir liggja í þeirri
byggingu, enda dugnaðarforkur.
Það kom sér vel að æskuheimili
mömmu var handan við túnið bak
við okkur því þar voru við systk-
inin í pössun hjá ömmu í Gíslholti.
Ég er ekki hissa á því að Græna-
hlíð 3 hafi ávallt verið efst í huga
mömmu fram á síðasta dag.
Mamma saumaði á okkur fjöl-
skylduna nánast öll föt sem við
áttum í þá daga. Á æskuárum
mínum var mamma mikið að vas-
ast í íþróttastarfi, þá sérstaklega
handbolta sem hún hafði alla tíð
mikinn áhuga á og hafði spilað
þegar hún var ung og þá auðvitað
með Tý. Eitt sinn var mamma að
fara sem fararstjóri með hand-
boltastelpur þegar ég var 10 ára
gamall. Fékk ég að fara með og
var það mín fyrsta ferð til Reykja-
víkur. Við vorum náin alla tíð við
mamma, hún var ekki með mynd
af Elvis Presley eða Beckham í
veskinu sínu, nei hún var með
myndir af mér í veskinu sínu alla
tíð. Kannski þess vegna var ég
alltaf hálfgerður mömmupeyi.
Þegar ég var í skólanum og
hafði smíðað eitthvert dót í smíði
sem leit kannski ekkert allt of vel
út, kláraði mamma það í eldhúsinu
heima, slípaði, pússaði og lakkaði
svo þetta liti þokkalega út fyrir
skólasýninguna.
Þrettándinn hjá mömmu var í
hávegum hafður enda sáu Týrarar
um hann. Í kjallaranum á Grænu-
hlíðinni byrjaði lítil tröllasmiðja
ca. 1965, þar voru þær systur,
mamma og Nýja, í essinu sínu að
búa til tröll. Ef vantaði ull þá hljóp
Nýja yfir túnið í Gíslholt og klippti
ullarlaf af rollunum sem mamma
síðan límdi á tröllin, skipti ekki
máli þótt skítakleprarnir héngu úr
ullinni, þetta varð að vera flott.
Gosnóttin er okkur mjög minn-
isstæð eins og öllum sem hana
upplifðu. En hjá okkur hvarf
mamma stuttu eftir að gosið hófst,
hvað var hún að gera? Hún hljóp
austur alla Grænuhlíðina til að
ganga úr skugga um það að allir í
götunni væru vaknaðir, þetta lýsir
mömmu best. Allir aðrir en hún
sjálf voru alltaf í fyrsta sæti hjá
henni. Hún var alltaf mjög hjálp-
söm og tilbúin að aðstoða alla ef
með þyrfti.
Það var mömmu mikið áfall
þegar Grænahlíð 3 fór undir
hraun. En það var engin uppgjöf,
áfram skyldi haldið og fluttu
mamma og pabbi til baka strax í
september sama ár og í nóvember
keyptu þau sér hús að Birkihlíð 11
og bjó hún þar allt til þess tíma er
hún fór á Hraunbúðir fyrir rúm-
um tveimur árum.
Elsku mamma, nú hefur þú
fundið hvíldina. Síðasta hálfa árið
hefur verið þér erfitt en aldrei
heyrðist í þér kvarta. Vonandi ert
þú komin á þann stað þar sem þér
líður vel.
Elsku pabbi, þú vermir þér við
minningar góðrar konu.
Þinn
Hallgrímur.
Elsku tengdamóðir mín er dá-
in, ég trúi þessu varla enn, þessi
yndislega og brosmilda tengdó.
Ég þarf bara að sætta mig við
það.
Mínar minningar hefjast þegar
ég kynnist Óla Kristni manninum
mínum frá Vestmannaeyjum, þá
kynnist ég tengdamóður minni
sem var á flótta ásamt fjölskyldu
undan eldgosinu 1973 í Eyjum.
Á þeim tíma ákváðum við Óli
Kristinn að gifta okkur 1974 og
fluttum í kjölfarið til Eyja þar sem
ég kynntist tengdó betur og síðar
þegar móðir mín dó sama ár og ég
átti drenginn minn gekk hún mér í
móðurstað.
Eftir 10 ár fluttum við til Ála-
borgar þar sem maðurinn minn
hóf nám í háskólanum þar og þá
vildi svo til að þegar sonur okkar
þurfti að fara í aðgerð til Köben og
ég nýstigin upp úr aðgerð sjálf,
maðurinn minn í miðjum prófum,
gerði tengdó sér lítið fyrir og flaug
til Köben til að hitta okkur
Tryggva Ágúst son minn og ég hef
aldrei getað þakkað þér nóg fyrir
þá hjálp, yndislega tengdamóðir.
Þó að ekki væri alltaf frí hjá
okkur af spítalanum þar sem við
vorum í herbergi þar, áttum við
yndislegar stundir saman og má
segja að þarna hefðum við kynnst
hvor annarri á nýjan leik, rápuð-
um í jólabúðir og fengum okkur
stundum bjór á kantinum saman
eftir langt rölt.
Já við vorum sannarlega vin-
konur ég og tengdó og gátum tal-
að um allt og ekkert saman yfir
sérrí í horninu á stofunni í Birki-
hlíðinni.
Á seinni árum var því miður
ekki mikið af heimsóknum til Eyja
en alltaf hlakkaði ég til að hitta
mína brosmildu tengdó hvort sem
Sigríður
Ólafsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Elskuleg móðir okkar,
HALLFRÍÐUR S. BRYNJÓLFSDÓTTIR
frá Hrísey,
lést á Hrafnistu, Laugarási, 3. júlí.
Jarðsett verður frá Grafarvogskirkju
16. júlí klukkan 13.
Fyrir hönd maka, ættingja og annarra fjölskyldumeðlima,
Unnur Markúsdóttir Bisgaard
Brynjólfur Markússon
Jörundur Markússon
Markús Sveinn Markússon
Erlendur Markússon
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HÓLMFRÍÐUR FRIÐGEIRSDÓTTIR
Holla,
Sunnuhvoli, Raufarhöfn,
lést á Dvalarheimilinu Hvammi
fimmtudaginn 5. júlí. Jarðsungið verður frá Raufarhafnarkirkju
þriðjudaginn 17. júlí klukkan 14.
Vilmundur Þór Jónasson
Valgeir Jónasson Kristín Böðvarsdóttir
Gunnar Finnbogi Jónasson Þórhildur Hrönn Þorgeirsdóttir
barnabörn og langömmubörn
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRA SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR,
Árskógum 2, Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
fimmtudaginn 28. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fjölskyldan þakkar fyrir þann
hlýhug og samúð sem þeim hefur verið sýnd.
Hrefna Gissurardóttir Arnar Hreiðarsson
Ingunn Alda Gissurardóttir Hjálmar Ingi Magnússon
Elsa Gissurardóttir Þorbjörn Svanþórsson
Einar Örn Gissurarson Hilary Graffox
barnabörn og barnabarnabörn
HELGA SVANA ÓLAFSDÓTTIR,
kennari í Bolungarvík,
lést á hjúkrunarheimilinu Bergi
miðvikudaginn 11. júlí.
Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík
laugardaginn 21. júlí klukkan 14.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar
látnu er bent á Sjálfsbjörg og slysavarnardeildirnar í
Bolungarvík.
Svanhildur, Steinunn, Egill, María,
Ólafur Helgi, Guðrún, Rögnvaldur
Okkar kærleiksríki,
FILIPPUS BJÖRGVINSSON,
Sólheimum 25, Reykjavík,
er látinn. Hann verður jarðsunginn frá
Áskirkju þriðjudaginn 31. júlí klukkan 13:00.
Sjöfn Árnadóttir
Selma Filippusdóttir
Björgvin Filippusson Kolbrún J. Gunnarsdóttir
og afabörn
Ástkær faðir minn, afi, sonur og bróðir,
ÞORMAR SKAFTASON,
Laugarbökkum,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Akureyri sunnudaginn 8. júlí. Hann verður
jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju
fimmtudaginn 19. júlí klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast hans er bent á endurhæfingarsjóð
Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks.
Karl Gunnar Þormarsson
og börn
Edda Stefáns Þórarinsdóttir
og systkini hins látna