Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018 Reykjavík Ungur maður æfði sig í fjölbreyttum hjólabrettakúnstum framan við tónlistarhúsið Hörpu og sýndi þar mikla fimi. Hari Í dag, 14. júlí, er þjóðhátíðardagur franska lýðveldisins og hefur verið haldinn hátíðlegur á hverju ári frá 1880. Þennan dag fer jafnan fram viðamikil hersýning á Champs-Élysées í París, haldnir eru úti- dansleikir og efnt til flugeldasýninga. En 14. júlí kemur líka við sögu utan landsteinanna því hann tengist töku Bastillunnar og gild- um frönsku byltingarinnar sem birtust í mannréttinda- og borg- arayfirlýsingunni árið 1789. Bastillan var bæði virki og fang- elsi og tákn um gerræði konungs- valdsins. Atburðurinn þegar múg- urinn í París náði virkinu á sitt vald 14. júlí 1789 er oft talinn marka upphaf frönsku bylting- arinnar. Sumir sagnfræðingar vilja jafnvel rekja jarðveg hennar til gossins í Lakagígum árið 1783. Það sem vakti fyrir lýðnum í París með töku Bastillunnar var samt ekki endilega að leysa fáeina fanga úr prísund, heldur að komast yfir púður og hergögn til að verjast hersveitum Lúðvíks 16., en þær höfðu verið kvaddar út til að kæfa múgæsingarnar. Ári síðar, 14. júlí 1790, var haldið upp á töku Bastillunnar í mikilli hátíð um allt land, svokallaðri „sambandshátíð“. Það var Lafayette mark- greifi, foringi varn- arsveitar Parísar, sem hafði frumkvæðið að hátíðahöldunum. Þau áttu að þjappa þjóð- inni saman og slá þannig á byltingarhit- ann. Það fór á annan veg; byltingin æddi áfram og ruddi öllu úr vegi sem fyrir varð og opn- aði Napóleon Bonaparte leiðina til valda. 14. júlí vísar því í senn til töku Bastillunnar árið 1789 og tilraun- arinnar til þjóðarsáttar árið 1790. Það var undir þeim formerkjum að 6. júlí 1880 tókst að afla samþykkis franska þingsins, þar sem lýðveld- issinnar höfðu meirihluta, við að 14. júlí yrði þjóðhátíðardagur. Þótt dagurinn sé þjóðhátíðar- dagur Frakka á hann hljómgrunn um allan heim því hann er tákn um baráttuna gegn geðþótta og gerræði. Á Íslandi hafði Magnús Stephensen konferensráð miklar mætur á Jean-Jacques Rousseau og dreifði nýjum hugmyndum með stofnun „Hins íslenska lands- uppfræðingarfélags“ og með út- gáfu eins fyrsta íslenska tímarits- ins, „Minnisverðra tíðinda“, sem fjallaði ítarlega um frönsku bylt- inguna. Ég var ungur maður í utanrík- isþjónustu Frakklands og starfaði í Austur-Berlín árið 1989, þegar tveggja alda afmælis frönsku bylt- ingarinnar var minnst. Fáum mán- uðum síðar varð ég vitni að því að máttur þessara hugsjóna frá upp- lýsingaröld hafði ekkert skerst. Hugmyndirnar um mannréttindi, frelsi, jafnrétti og réttlæti eru undirstöður lýðveldisríkja á okkar tímum og brenna jafnheitt á okkur nú sem fyrr. Því eru gildar ástæð- ur fyrir alla að fagna 14. júlí og úrslitaleik franska landsliðsins í fótbolta. Áfram Frakkland! Eftir Graham Paul »Hugsjónirnar sem byltingin í Frakk- landi 1789 byggðist á höfðu áhrif langt út fyrir landsteinana, þar á meðal á Íslandi, og eru enn í fullu gildi. Graham Paul Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi. ambafrance@ambafrance-is.org Bastillan tekin, 14. júlí 1789. Yfirlýsingin um mann- og borgararéttindi frá 26. ágúst 1789. 14. júlí – þjóðhátíðar- dagur Frakklands Á meðan lestr- arfærni barna er að þróast er mjög mikilvægt að viðhalda henni utan skólatíma og þá sérstaklega í skólafríum. Lestrar- stundirnar þurfa hvorki að vera mjög langar né örar því nóg er að lesa í um 15 mínútur annan hvern dag til að koma í veg fyrir að krökkum fari aft- ur í lestri. Með því að setja lesturinn á dagskrá er því stuðlað að bættri lestrarfærni auk þess sem lesskilningur og orðaforði eykst. Best er þó að lesa eitthvað á hverjum degi. Foreldrar eru bestu lestrarfyrirmyndir barna sinna og árangursríkast ef allir lesa reglulega. Fjöl- skyldan ætti því að sameinast um að lesa yfir sumartímann. Börnum þykir skemmtilegt ef fleiri lesa sömu bókina til að hægt sé að ræða innihald hennar líkt og þekkist í bóka- klúbbum og leshringjum. Margar barnabækur höfða vel til fullorðinna líka og því kjörið fyrir mömmur, pabba, afa og ömmur að lesa sömu bók og barnið velur. Það að ræða efni bókarinnar dýpkar líka skilning lesandans, óháð aldri. Tilvalið er fyrir fjölskyldur að heimsækja bókasöfnin í sumar og ná sér þar í áhuga- verðar bækur. Á bókasöfnum geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi og eru bækur lán- aðar frítt til ungmenna 17 ára og yngri. Það getur skipt sköpum fyrir unga lesendur að hafa aðgang að spennandi lesefni og þá eru starfsmenn á bókasöfnum í lykilstöðu til að hjálpa þeim að finna bækur við sitt hæfi, bæði hvað varðar erf- iðleika textans og efni sem höfðar til þeirra. Það er líka gam- an og gagnlegt að skiptast á bókum við vini og ættingja. Einnig er töluvert af lestrarleikjum í gangi í sumar og má þar nefna sumarlæs- isdagatal Menntamálastofn- unar og Söguboltann sem geta virkað sem góð hvatning fyrir fjölskyldur. Aðalatriðið er skilaboðin um mikilvægi reglulegs lest- urs allra sem enn eru að ná tökum á lestrarfærninni, það getur reynst erfitt að þurfa að æfa lestur þrotlaust fram í nóvember þegar skólinn hefst aftur í haust, einungis til að ná aftur færninni sem barnið bjó yfir þegar sumarfríið hófst. Verum dugleg að lesa í sumar Eftir Hafdísi Guðrúnu Hilmarsdóttur » Foreldrar eru bestu lestrar- fyrirmyndirnar og árangursríkast ef allir lesa reglulega. Fjölskyldan ætti því að sameinast um að lesa yfir sumartímann. Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir Höfundur er sérfræðingur í læsi hjá Menntamálastofnun. hafdis.gudrun.hilmars- dottir@mms.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.