Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018 ✝ Ragnar Sig-urðsson var fæddur í Króki í Suðursveit þann 28. nóvember 1926. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði á Höfn þann 8. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Gíslason frá Vagn- stöðum í Suðursveit f. 14.10. 1886, d. 16.09. 1968 og Þorbjörg Teitsdóttir frá Lambleiks- stöðum á Mýrum f. 29.08. 1889, d. 24.07. 1978. Systkini hans voru Benedikt f. 27.03. 1914, d. 13.09. 1994. Hulda f. 13.11. 1915, d. 09.09. 1989. Sigríður f. 28.11. 1919, d. 11.01. 2012. Gísli Ragnar f. 6.11. 1923, dó í bernsku. Skafti Þór f. 16.12. 1930, d. 3.12. 1956. Ragnar ólst upp í Króki, en árið 1948 keypti hann Gamla- Garð, næsta bæ við Krók, flutt- ist þangað ásamt foreldrum sín- mönnum lykillinn að skilningi á því hvernig nýta má stökk- breytt gen til þess að fjárstofn verði ofurfrjósamur. Eru þær rannsóknir þekktar hjá fræði- mönnum á þessu sviði um allan heim. Ragnar var hafsjór að fróð- leik og þegar gerðir voru sjón- varpsþættir um eyðibýli á Ís- landi var tekið við hann langt sjónvarpsviðtal og leysti hann það einstaklega vel eins og hon- um var einum lagið. Ragnar var ókvæntur og barnlaus en með sinni einstöku hlýju og væntumþykju hafði hann afgerandi áhrif á uppeldi fjölmargra barna, skyldra sem óskyldra, sem nutu sum- ardvalar í Gamla-Garði, sum hver ár eftir ár. Eftir að Ragnar var að mestu hættur búskap bjó hann áfram í Gamla-Garði, þökk sé aðstoð nágranna í Lækjarhúsum og annarra sveitunga enda var hann einstaklega vinsæll og vinamargur. Útför Ragnars fer fram frá Kálfafellsstaðarkirkju í dag, laugardaginn 14. júlí 2018, klukkan 14. um og Skafta bróð- ur sínum, og bjó þar til dauðadags. Ragnar naut ekki skólagöngu umfram fáa vetur í farskóla en hann var fróðleikfús og sjálfmenntaður og einstaklega glögg- ur og góður bóndi. Hann var annál- aður ræktunar- maður jafnt á hross sem sauðfé. Hann ræktaði fjárstofn af ofurfrjósömu fé af svonefndu Þokukyni, sem svo var nefnt því það var komið út af ánni Þoku frá Smyrlabjörgum, og var það undantekning ef ær hans voru ekki þrí- eða fjórlembdar. Í grein í Bændablaðinu 18. desember 2014, eftir Jón Viðar Jónmundsson, kemur fram að vandað og ítarlegt sauðfjár- bókhald Ragnars í Gamla- Garði, Karls Bjarnasonar á Smyrlabjörgum og fleiri bænda í Suðursveit, varð vísinda- Látinn er í hárri elli kær móð- urbróðir minn, Ragnar Sigurðs- son, bóndi í Gamla-Garði í Suð- ursveit. Mínar fyrstu bernskuminning- ar eru flesta tengdar Gamla- Garði. Þangað fór ég öll sumur, fyrst með foreldrum mínum í sumarleyfum þeirra og svo strax og ég hafði aldur til í sumardvöl. Stór hluti minnar kynslóðar borg- arbarna naut þeirra forréttinda að fá að fara í sveit á sumrin. Við fórum um leið og skóla lauk að vori og oftar en ekki var skólinn byrjaður þegar við skiluðum okk- ur, því ekki mátti missa af rétt- unum að hausti. Ég man vordagana þegar við Ragnar frændi vorum að gæta fjárins í Kambtúninu og byggðum heilan bóndabæ á Kambinum. Ég man þegar Ragnar frændi hugg- aði mig þegar gráa ærin hennar ömmu stangaði mig um koll því hún hélt að ég ætlaði að taka frá henni lambið. Ég man þegar ég var sendur með nokkra hænu- unga með mér eitt vorið því Ragnar frændi ætlaði að rækta upp nýjan stofn af varphænum. Ég man þegar við Ragnar frændi rákum féð inní Sultartungur og það var björt vornótt þegar við komum ríðandi heim. Ég man þegar við Ragnar frændi teymd- um hana Hyrnu út í Hestgerði að hitta nautið. Ég man þegar Ragn- ar frændi kenndi mér að keyra dráttarvélina á milli heysátanna á túninu. Ég man þegar Ragnar frændi trúði mér fyrir að keyra dráttarvélina einn suður að Brunnum. Ég man hvernig Ragn- ar frændi kenndi og leiðbeindi þannig að mann langaði að læra meira. Ég man þegar við Ragnar frændi mönuðum hvor annan hærra og hærra upp í Heiðnagil og hættum ekki fyrr en við stóð- um ánægðir með okkur uppi á Fallastakkanöf. Ég man silungs- veiði, eggjaleit, mótauppslátt og steypuvinnu, heyskap, útreiðar- túra, smalamennsku, réttir, kúa- rekstur, mjaltir og fleira og fleira. Ég man bjarta bernskudaga við leik og störf hjá ömmu og afa og Ragnari frænda í Gamla-Garði. Ég man líka nýlegar heimsóknir í Gamla-Garð þar sem við Ragnar frændi sátum og spjölluðum um liðna tíð og glampann sem kom í augu hans og kankvíst brosið, því hann var bæði jákvæður og mikill húmoristi. Hann var einnig stál- minnugur og hélt andlegri reisn sinni fram á síðustu stundu. Það taldist vart til tíðina þótt fræði- menn dveldu hjá honum daglangt til að sækja í þekkingar- og reynslubrunn hans varðandi ör- nefni og ótalmargt fleira. Heiðar bóli ég bý. Þar sem birkið og fjalldrapinn grær. Nei, ég vildi’ ekki borgir né blikandi torg fyrir býlið í heiðanna ró. (Brewster M. Higley) Ragnar lagði ekki miklar línur fyrir útför sína en bað þó um að „Fram í heiðanna ró“ yrði sungið yfir sér. Það kemur mér ekki á óvart, því þótt hann gæti verið hrókur alls fagnaðar á manna- mótum, undi hann sér hvergi bet- ur en heima í Gamla-Garði. Hann var mikið náttúrubarn, gjör- þekkti sveitina sína og bar virð- ingu fyrir henni og því sem hún gaf af sér. Nú hefur Ragnar frændi lokið sinni löngu ævi sem hófst í fjós- baðstofunni í Króki og haldið þann veg sem við förum öll. Hann skilur eftir sig sjóð af minningum. Hvíldu í friði kæri frændi. Örn (Öddi). Ragnar frændi í Gamla Garði hefur kvatt. Ragnar var „litli bróðir“ hennar mömmu og með þeim alltaf miklir kærleikar. Ég á eftir að sakna hans mikið. Þrátt fyrir aldursmuninn var vinátta okkar mikil og var hann mér afar kær. Ragnar bjó í Gamla Garði í Borgarhöfn frá árinu 1948 er hann fluttist þangað með foreldr- um sínum og bróður. Ég fór fyrst í sveit í Gamla Garð ásamt Svölu systur sumarið 1967, sem síðar átti eftir að verða „sveitin okkar“ hjóna. Notuðum við Bjössi og synir okkar hvert tækifæri til að heimsækja frænda í Gamla Garð. Ragnar var fróður og stálminn- ugur fram á síðasta dag, sögðum við sem yngri vorum að hægt væri að fletta upp í honum eins og bók. Hann var frekar dulur um sinn hag og er hann fór að eldast og spurt var um heilsuna sagðist hann oftast hafa það gott þó svo að heilsan væri byrjuð að bila. Ragnar hafði góðan húmor og var oft fljótur að sjá það spaugilega í hlutunum. Af mörgu er að taka er ég hugsa 40 ár aftur í tímann þeg- ar við hjónin fórum að venja kom- ur okkar í Gamla Garð. Ragnar og Bjössi maðurinn minn urðu strax mestu mátar og brölluðu ýmis- legt, hvort sem var í heyskap, vélaviðgerðum eða öðru. Við frændi áttum oft skemmtilegt spjall þegar hann var að segja mér frá lífinu eins og það var í sveitinni áður fyrr og mörgu fleiru. Hann bjó og vann einn vet- ur í Reykjavík og sagði mér að þá hefði sér leiðst. Síðan kom hann ekki til Reykjavíkur nema af nauðsyn. Ragnar hafði gaman af að taka í spil og fór oftast á spila- kvöld þegar þau voru haldin. Spil- aði við sveitunga sína brids, hornafjarðarmanna og vist svo eitthvað sé nefnt. Hann hafði gaman af félagsmálum og tók þátt í starfi Sósíalistaflokksins og sat meðal annars þing flokksins á einhverjum tíma. Hann hafði góða söngrödd og var í kirkjukór í Kálfafellsstaðarkirkju um skeið. Hann tók þátt í starfi Ungmenna- félagsins á sínum tíma og lék meðal annars í Ráðskonu Bakka- bræðra eins og fram kom í sjón- varpsþætti RÚV sem gerður var fyrir nokkrum árum um eyðibýli á Íslandi þar sem Guðni Kolbeins- son tók viðtal við hann um eyði- býlið Suðurhús í Borgarhöfn. Stóð hann sig með stakri prýði eins og hann hefði ekki gert ann- að, þá að verða níræður og mundi eftir ótrúlegustu hlutum varðandi byggingu hússins og bræðurna sem þar bjuggu. Ragnar hafði gaman af börnum og héldu mörg þeirra sem höfðu verið í sveit hjá honum tryggð við hann fram á fullorðinsár. Það var honum mik- ið áfall þegar hann skyndilega sá á eftir tveimur vinum sem voru áratugum yngri en hann. Halldóri í Lækjarhúsum og Bjössa mínum með tveggja ára millibili. Við Ragnar höfðum þann sið að talast gjarnan við á föstudagskvöldum þegar hann var búinn að horfa á Útsvarið og spjalla um hvað þessi eða hinn hefði staðið sig vel. Það verður skrýtið að heyra ekki leng- ur í honum á föstudagskvöldum eða aðra daga og kvöld. Ég kveð elsku frænda með miklum sökn- uði og þakka honum allar stund- irnar sem ég og mín fjölskylda höfum átt með honum í gegnum árin. Hafi hann hjartans þökk fyr- ir allt og allt. Hulda Ólafsdóttir. Það er fagurt um að litast í Borgarhöfn í Suðursveit. Þar eru bæirnir í skjóli undir hamrahlíð með fell á báða bóga. Til austurs ber Fallastakkanöf við himin, ægifögur stuðlabergsþyrping, en í vesturátt blasa við tignarleg fjöll eins og Papbýlisfjall eða Staðar- fjall. Að fjallabaki er jökulskjöld- ur en til suðurs er vítt útsýni til hafsins. „Hann er góður granni, Ragn- ar,“ sagði Gunnar á Vagnsstöðum um bróðurson sinn í Gamla-Garði. Þessi orð lýsa Ragnari vel en í Borgarhöfn var bæjartorfa og samskiptin milli bæjanna náin. Ef reisa þurfti hlöðu eða íbúðarhús hjálpuðust sveitungarnir að, sam- vinna og samheldni var alltaf í fyrirrúmi. Ragnar var glöggur bóndi og undan hans fé komu óvenju marg- ar þrílembur og bú hans iðulega með þeim afurðahæstu. Hann ræktaði einnig hesta, ekki há- vaxna en góða reiðhesta. Ekki alls fyrir löngu hitti ég hann og Þór- arin frænda hans á Vagnsstöðum og fórum við að Kambstúni, en sögur herma að þar séu fornar verbúðir. Ýmsar rústir sáust sem þeir frændur kunnu glögg skil á. Ein þeirra var stærst og var al- mennt talin elst eða frá tímum vermanna sem róið höfðu frá Hálsum þar skammt frá. Í þessari ferð sagði Ragnar frá ýmsu sem á daga hans hafði drifið, meðal ann- ars hafði hann leikið á sviði austur á Höfn fyrir margt löngu. Það er eins og þessi kynslóð hafi getað gert alla hluti, hvort heldur þeir töldust verklegir eða andans mál. Ragnar var þægilegur í um- gengni og prúðmenni, myndar- legur og jákvæður og iðulega brá fyrir glettni í svip hans. Þegar maður hugsar til þess að Ragnar fæddist á þriðja tug síðustu aldar má ljóst vera að ævi hans í Suð- ursveit bauð upp á mikla þróun. Þegar hann fæðist eru enn al- mennt torfbæir og störfin unnin með einföldum áhöldum. Kyn- slóðaskiptin framundan fólu í sér byltingu með rafvæðingu, vélum og brúun jökulánna sem rufu ein- angrun sveitarinnar. Enn sér vart fyrir endann á þessari þróun. Ragnar bjó alla tíð í Borgar- höfn og er einn síðasti fulltrúi sinnar kynslóðar þar. Á hugann leitar minning frá þeim tíma er undirritaður var í sveit í Borgar- höfn, strákur úr Reykjavík. Það er verið að smala til að rýja féð. Allir sem vettlingi geta valdið taka þátt. Komið er með safnið of- an af heiðinni og það rekið í hlaðna réttina á Borgarhafnar- hálsi. Það er búið á öllum bæjum í Borgarhöfn og yfirleitt einhverjir krakkar í sveit á hverjum bæ. Kynslóðir eru mættar og það er mikið um að vera. Þegar um hæg- ist að afloknu verki fer hver til síns heima. Allt hefur sinn tíma. Að hafa kynnst Ragnari og ná- grönnum hans í Borgarhöfn er ómetanlegt. Þessi kynslóð bjó yfir gæsku og æðruleysi sem lét eng- an ósnortinn. Blessuð sé minning Ragnars í Gamla-Garði. Jóhann Helgason. Í dag kveðjum við hinstu kveðju kæran vin og nágranna til margra ára, hann Ragnar í Gamla Garði. Minningarnar hrannast upp sem fæstar verða þó raktar hér heldur geymum í brjóstum okkar hvert og eitt. Ragnar átti því láni að fagna að fá í vöggugjöf heilbrigða sál og hraustan líkama og það var ekki fyrr en fljótlega upp úr seinustu áramótum sem við sáum virkilega farið að halla undan fæti. Það var svo um miðj- an júní að hann var fluttur á Hjúkrunarheimilið á Höfn til að- hlynningar og fékk fréttirnar sáru sem margir óttast og enginn vil fá um að krabbamein væri búið að taka sér bólfestu í lungna- himnu. Eftir það fjaraði ótrúlega hratt undan og lífslöngunin smám saman dofnaði. Það var svo þrem vikum frá því hann kom austur á hjúkrunarheimilið að hann sofn- aði hinsta svefni. Þó aldurinn væri hár urðu endalokin í hugum okkar fjölskyldunnar hvorki tímabær né sársaukalaus. Við minnumst tímanna við heyskap, smalamennsku, sauðburð og fleira þar sem hjálpast var að eft- ir þörfum. Ragnar var liðtækur þegar þurfti að hjálpa kind sem ekki gat borið og kenndi okkur sem yngri vorum handtökin, hon- um fannst við þyrftum að læra það. Hann unni sveitinni sinni og var bóndi af lífi og sál. Hann hafði ótakmarkaðan áhuga á sauðfjár- rækt og sú vinna skilaði sér bæði hvað varðaði frjósemi og fall- þunga. Hann ræktaði einnig góð hross, hafði yndi af þeim og átti margar góðar stundir á hestbaki við leik og störf. Alltaf var Ragn- ar tilbúinn að hjálpa ef á þurfti að halda og ýmis handtökin átti hann við byggingarvinnu og fleira í Lækjarhúsum. Hann var einstak- lega barngóður og fengu börnin okkar að njóta kærleika hans. Margar stundir átti hann með þeim að spila, púsla og tefla. Nokkrum dögum áður en Ragnar yfirgaf heimilið sitt í hinsta sinn kom Ívar Örn lítill sex ára frændi hans í heimsókn og að sjálfsögðu var taflið dregið fram. Hann hafði svo gaman af hversu duglegur og skýr litli snáðinn var. Það er margs að minnast, en við erum fyrst og fremst þakklát fyrir fölskvalausa tryggð og vináttu öll þessi ár. Það er sem fólkið dapurt höfði drúpi er dúfa þinnar sálar flýgur hjá þú sýndir okkur veg að draumadjúpi er dásemd þína fengum við að sjá. Og sál þín fólk að draumadjúpi er dafnað fær á leiði lítil jurt því minning þín er ljós í lífi okkar sem lifir þó þú hafir flogið burt. (Kristján Hreinsson) Takk fyrir samfylgdina, kæri vinur, og góða nótt. Þóra og fjölskyldurnar frá Lækjarhúsum. Ragnar Sigurðsson Ég hugsa um ömmu Sigrúnu og finn samstundis lykt af þykkum geisla- sóp; sólgul og brosandi lykt. Ég sé líka aragrúa blóma og jurta og sé ekki alveg hvar hún endar og blómin byrja. Amma dó einmitt þegar geislasópurinn stóð í sem mestum blóma, svignandi undan þunga blóma sinna. Einhvern veginn gat hún ekki farið á öðrum tíma, því fyrir mér er hún allt sem blómstrar, allar jurtir fjöl- földuðust í kringum hana og hún var þannig að hún gat ekki látið Sigrún Flóvenz Ólafsdóttir ✝ Sigrún Ólafs-dóttir fæddist 17. ágúst 1927. Hún lést 27. júní 2018. Útför Sigrúnar fór fram frá Foss- vogskirkju 5. júlí 2018. blóm ekki blómstra. Ef það var mögu- leiki á að fá afleggj- ara úr laufblaði sem féll af einhverri plöntu reyndi hún alltaf að rækta hann. Ég naut þess að vera einn afleggjara hennar, bæði sem barn þegar við fjöl- skyldan eyddum sumrunum og jólum á Kópavogs- brautinni og sem sambýliskona hennar í nokkur ár þegar ég var orðin fullorðin. Þegar ég var barn vorum við amma sem límdar saman allan daginn ýmist að leika í garðinum, spila Kleppara og Hæ-gosa og borða ristað brauð með kavíar. Seinna bauð hún mér að vera sambýliskona sín þegar afi var fallinn frá, minnið hennar farið að gefa sig og ég staurblönk. Svona var ég heppin að fá að upp- lifa hana á ólíkum tímabilum. Það er varla hægt að hugsa sér betri húsfélaga og þótt það hafi verið erfitt að sjá hana missa tökin á tilverunni var hún alltaf söm við sig, skælbrosandi, róleg og alltaf til staðar þegar ég var óviss með sjálfa mig og framtíðina. Amma trúði á lífið, fegurðina og kærleikann, en umfram allt þakklætið. Hún sá heiminn allan í samhengi. Sá hvað skipti máli og gat svo auðveldlega sleppt því sem engu máli skiptir og hló allt- af að mistökum sínum. Mér er minnisstætt hvað hún talaði mik- ið um það hvað hún væri heppin, hvað allir hefðu verið henni góðir og hversu ótrúlega gott við hefð- um það hér á landi. Oft fannst mér það nánast barnalegt, en það var ég sem ekki skildi dýptina í því sem hún var að segja. Hún var sannarlega og einlægt þakk- lát í hjarta sínu og hafði kjark til að fagna því upphátt og þannig knúði hún áfram lífið sem hún óskaði sér. Það tók mig langan tíma að átta mig á því hversu mikið ríkidæmi þannig hugsana- háttur væri. Ég fékk eins mikla hlýju, yl og næringu sem ég gat óskað mér hjá henni sem mun endast mér til æviloka. Ég veit að hún hefði aldrei beðið um neitt í staðinn en þegar Huginn minn fæddist fannst mér ég geta gefið henni eitthvað til baka enda kom hann sem sólargeisli inn í líf okkar og hún veltist um gólfið með honum síðustu árin. Ég held að heimurinn þurfi fleira fólk eins og ömmu, mann- eskju sem sá allsnægtina í öllu í kringum sig og þakkaði fyrir það, var öðrum hjálpleg og lagði sitt á vogarskálarnar þar sem hún gat. Á dánardegi hennar voru nokkur birkitré gróðursett í fallega garð- inum hennar bara nokkrum tím- um áður en hún dó. Þau standa í miðjum garðinum ung og falleg. Einhvern veginn get ég ekki séð það öðruvísi en að andi hennar hafi komið sér fyrir í þeim. Ég mun alltaf sakna hennar og er lífinu óendanlega þakklát fyrir að hafa leyft mér að ganga við hliðina á svo einstakri mann- eskju. Elísabet Brynhildardóttir. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Guðmundur Baldvinsson, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.