Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018 --- ALLT A EINUM STAD � HÓT E L R E K S T U R Komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegri verslun að Hátúni 6a Hágæða rúmföt, handklæði og fallegar hönnunarvörur fyrir heimilið Eigum úrval af sængurvera settum Percale ofin – Micro bómul l, egypskri og indverskri bó mull Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is Baldur Arnarson, Jón Birgir Eiríksson og Guðni Einarsson Eigendur ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience hafa keypt marg- ar bújarðir og fasteignir í Fljótunum í Skagafirði. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa þeir sýnt áhuga á fleiri bújörðum í Fljótunum. Félag með nafninu Eleven Exper- ience er ekki skráð í fyrirtækjaskrá. Fram kom í Morgunblaðinu haustið 2015 að eigandi félagsins sé Chad R. Pike, yfirmaður hjá fjárfestinga- sjóðnum Blackstone í Evrópu. Að sögn Hauks B. Sigmarssonar, framkvæmdastjóra Green High- lander, sér það félag um rekstur lúxushótelsins Deplar Farm í Fljót- um. Reksturinn sé í samvinnu við alþjóðlega ferðaþjónustufyrirtækið Eleven Experience í Colorado. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er Green Highlander eitt félaga sem skráð er í eigu hollenska félagsins Sun Ray Shadow Houdstermaatschappij BV. Það er eigandi fjárfestingafélags- ins Blue Elver hf. í Reykjavík. Samkvæmt hollensku fyrirtækja- skránni er Sun Ray Shadow, sem virð- ist heita eftir laxveiðiflugu, skráð í eigu félagsins Mos Eisley Cantina (LLC) í Delaware í Bandaríkjunum. Þess má geta að það félag hefur sama nafn og bar sem kom við sögu í kvik- myndinni Stjörnustríð. Michiel Frans Emiel Nijhuis er skráður stjórnandi Sun Ray Shadow. Hann er stjórnar- maður í tengdum félögum á Íslandi. 100% hlutur í þremur félögum Samkvæmt ársreikningi Blue Elver 2016 átti félagið 100% hlut í félögun- um Fljótabakka, Black Sheep og Green Highlander. Þá átti það 60% hlut í félaginu Hölkna. John Harald Örneberg er skráður fyrir 40% hlut í Hölkna í gegnum félagið Varpland hf. Eignir þess voru rúmar 317 milljónir í árslok 2016. Örneberg var alþjóðlegur fjárfestir sem hefur meðal annars fjárfest í timbri. Blue Elver var í ársreikningi 2016 skilgreint sem fjárfestingafélag. Rekstrartap var 456,2 milljónir á árinu. Eigið fé félagsins í lok árs 2016 var jákvætt um 3.014 milljónir en var um 2.014 milljónir í byrjun sama árs. Langtímakröfur á tengda aðila námu um 3,36 milljörðum króna. Hálft stöðugildi var hjá félaginu og námu launagreiðslur 21,8 milljónum. Friðleifur E. Guðmundsson var fram- kvæmdastjóri. Með honum í stjórn var áðurnefndur Michiel Nijhuis, sem var þá jafnframt framkvæmdastjóri Black Sheep og Green Highlander. John Albert Featherman var þá fram- kvæmdastjóri Hölkna. Aðalstarfsemi Hölkna var skipulagning ferða og út- leiga á gistirými. Aðalstarfsemi Black Sheep og Green Highlander var starf- semi eignarhaldsfélaga. Ársreikn- ingar félaganna fyrir 2017 eru óbirtir. Eignir í Reykjavík Nokkrar eignir eru í félögunum. Samkvæmt ársreikningi Black Sheep átti félagið fasteignir á Ránargötu og Smiðjustíg í Reykjavík. Bókfært verð var alls rúmlega 385 milljónir. Samkvæmt ársreikningi 2016 var aðalstarfsemi Fljótabakka leiga at- vinnuhúsnæðis. Þá kemur fram á vef Skagafjarðar að Green Highlander sótti vorið 2016 um rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitinga á Deplum. Rekstur hótelsins er sem áður segir í samstarfi við Eleven Experience. Höfuðstöðvar þess félags eru að sögn Hauks í Colorado í Bandaríkjunum. Eleven Experience er með hótel víða um heim, meðal annars í Banda- ríkjunum, á Bahamaeyjum, Síle og í Frakklandi. Fram kom í atvinnuaug- lýsingu Green Highlander að Eleven Experience bjóði „lúxusgistingu á heimsmælikvarða og skipuleggi ógleymanlegar ævintýraferðir og upp- lifanir sérsniðnar að óskum hvers og eins“. Reksturinn á Deplum hafi hafist í apríl 2016. Samkvæmt vefsíðu Ele- ven Experience kostar herbergi á Deplum um 252 þúsund krónur á nótt. Hófst með Deplum Fasteignirnar í Fljótunum eru skráðar á félagið Fljótabakka. Við- skiptin hófust með kaupum á Deplum í apríl 2011. Þar var reist um 2.500 fer- metra lúxushótel. Það er langverð- mætasta fasteignin í eignasafninu en hún var metin á 2,8 milljarða í árslok 2016. Fljótabakki keypti svo sjö eignir til viðbótar í Fljótum árin 2012-2017. Upplýsingar um landamerki voru ekki tiltækar hjá sýslumanni. Fljótabakki hefur meðal annars keypt jörðina Lund (land 1) sem Guð- rún frá Lundi er kennd við. Þá keypti Fljótabakki tvær fast- eignir í Haganesvík í febrúar 2017. Með þeim á Fljótabakki eignir um öll Fljótin, frá Haganesi við Fljótavík og til Hreppsendaár Ólafsfjarðarmegin. Seldi gamla kaupfélagið Gunnar Steingrímsson, bóndi í Stórholti í Fljótum, var seljandi eign- anna í Haganesvík. Annars vegar seldi hann gamalt verslunarhús sem var í eigu Samvinnufélags Fljóta- manna og hins vegar helmingshlut í Milljarða fjárfesting í Fljótunum  Erlendir aðilar hafa byggt lúxushótel og keypt fjölda jarða og bæja í Fljótunum í Skagafirði  Tengsl við mörg erlend félög  Eignarhaldið skráð í Hollandi en hluthafinn í Bandaríkjunum Fasteignir í Skagafirði í eigu Fljótabakka Hreppsendaá Ól afs fjö rð ur Hofsós F L Ó K A D A L U R L á gh e i ð i F L JÓ T Deplar Lundur Knappsstaðir Bjarnargil Brúnastaðir Hraun Efra-Haganes Krakavellir Stóra-Brekka Steinavellir Bergland M iklavatn Fljótavík Stífluvatn Fl jó ta á Flókadalsá Siglufjörður Kaup Fljótabakka í Fljótunum Jörð Kaupdagur Fasteignamat 2019 Ræktað land Bókfært verð 31.12.2016* Deplar 26. apríl 2011 296.607 19,5 ha. 2.806.271 Knappsstaðir 30. október 2012 9.593 9.4 ha. 30.218 Stóra-Brekka 8. september2014 41.052 42,1 ha. 34.339 Hreppsendaá 22. janúar 2015 1.281 10.221 Steinavellir 5. júlí 2016 930 6,7 ha. Lundur, land 1 5. febrúar 2017 3.830 57,4 ha. Efra-Haganes 1, lóð 2 27. febrúar 2017 10.915 Efra-Haganes 1, lóð 3 27. febrúar 2017 3.468 Samtals 367.676 135,1 ha. 2.881.049 Upphæðir eru í þús.kr. Kortagrunnur: openstreetmap.org. Heimild: Fasteignamatið. *Ársreikningur Fljótabakka 2016. Ljósmynd/Eleven Experience Deplar Farm Verkefnið er eitt það umfangsmesta í fágætisferðamennsku á Íslandi. Gestum er boðið upp á þyrluferðir og fjölbreytta afþreyingu. Jarðir sem eiga aðild að Veiðifélagi Miklavatns og Fljótaár eru 32 talsins. Félagið Fljótabakki á eina af jörðunum, Stóru-Brekku, og fer með eitt at- kvæði. Aðrar jarðir félagsins í Austur-Fljótum eru ofan uppistöðustíflu við Skeiðsfoss. Þar sem fiskur gengur ekki lengra en að stíflunni nær aðild að veiðifélaginu ekki til jarða ofan stíflu. Nýr samningur um rekstur árinnar var gerður í fyrrahaust við Veiðiklúbb Íslands til fimm ára. Hótelið á Deplum nýtir stóran hluta leyfa í ánni, en veitt er á fjórum stöngum. Í samræmi við jarðareign Rarik í Austur-Fljótum á fyrirtækið sex at- kvæði, en samkvæmt verklagsreglum fyrirtækisins skulu fulltrúar þess sitja hjá við atkvæðagreiðslu og láta heimamenn um stjórn mála. Með kaupum á Hrauni I og II myndi Fljótabakki eiga samtals þrjú atkvæði í Veiði- félagi Miklavatns og Fljótaár. Jörðin Steinavellir í Flókadal er í eigu Fljóta- bakka og liggur að Flókadalsá. Þannig á Fljótabakki aðild að Veiðifélaginu Flóka ásamt eigendum 23 annarra jarða. Veiðiréttindi fylgja jörðum FÉLAGIÐ FLJÓTABAKKI OG JARÐAKAUP Í FLJÓTUM Haukur B. Sig- marsson, fram- kvæmdastjóri Green Highlan- der, segir um 50 manns starfa á hótelinu Deplar Farm. Hann segir heima- menn og aðflutt starfsfólk í starfsliðinu. Leitað sé til iðnaðarmanna í ná- grenninu og sveitunga um ýmis verkefni. Hann segir aðspurður að hótelið hafi „klárlega verið lyftistöng fyrir Fljótin“. Þegar fjallað var um hótelið í Morgun- blaðinu haustið 2015 áttu um 60 manns lögheimili í sveitinni. Morgunblaðið sendi skriflega fyrirspurn til Eleven Experience. Var þar m.a. spurt um umfang jarðakaupa, veiðiréttindi í sveit- inni og um endanlegt eignarhald á móðurfélaginu Sun Ray Shadow, sem Haukur sagði í eigu Chad R. Pike. Þá var spurt um áætlaða veltu í ár og um félög sem sögð eru tengd félög í ársreikningum íslenskra dótturfélaga. Svar hafði ekki borist í gærkvöldi. Haukur B. Sigmarsson Uppgrip fyrir sveitina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.