Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hæg þróun í vissu sambandi veld- ur þér vonbrigðum. Hún er vísbending um að þú eigir að halda áfram á þeirri leið sem þú hefur verið á. 20. apríl - 20. maí  Naut Í dag eru líkur á að þú lendir í deil- um vegna sameignar. Hafðu þetta hugfast. Einnig er mögulegt að þú reynir að fá ein- hvern til þess að breyta lífi sínu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það eru miklir umbreytingatímar hjá þér og þú færð tækifæri til að öðlast mikla reynslu ef þú heldur rétt á spil- unum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Láttu ekki ummæli annarra í þinn garð skemma fyrir þér daginn. Möguleik- arnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hundshaus og hendur í skauti. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú fyllist andúð í garð einhvers og finnst að gerðar séu meiri kröfur til þín en annarra. Reyndu að finna lausn sem sættir öll sjónarmið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú gætir lent í óþægilegri aðstöðu er þú leitast við að aðstoða vin í vanda. Talaðu aðeins við þann sem þú treystir fullkomlega fyrir þínum málum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt þér þyki gott að viðra hugmyndir þínar við aðra skaltu fara varlega í þeim efnum núna svo þeim verði ekki stolið frá þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Samræður munu koma þér á óvart í dag. Vertu með svörin við algeng- um spurningum á reiðum höndum og þá er allt klárt. Leitaðu ráða ef þú vilt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er nú einu sinni svo að stundum þarf að gera fleira en gott þykir. Vinnufélagarnir eru samstarfsfúsir og þér er hlýtt til þeirra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gerðu allt sem í þínu valdi stendur til þess að bjóða skilgreiningum byrginn. Gefðu öðrum færi á að vega og meta það sem þú segir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú veltir fyrir þér lífinu og til- verunni þessa dagana. Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það eru margir fúsir til þess að rétta þér hjálparhönd en einhverra hluta vegna vilt þú ekki þiggja aðstoð. Samskipti við vini þína kunna að verða sérkennileg í dag. Þegar Víkverji mundar að þessusinni stílvopnið, reikar hugurinn aftur í tímann. Víkverji var barn, kannski hálfstálpaður, og foreldrar hans ræddust við inni í stofu. Móðir Víkverja var að fara þess á leit við föð- ur hans að þau keyptu Morgunblaðið, það vantaði „meiri menningu inn á heimilið“. Faðir Víkverja, frjálslyndur vinstrimaður, tók þá upp gamalt eintak af Morgunblaðinu og las upp úr Vík- verja. Það þótti honum duga sem rök gegn áskrift að Mogganum. x x x Víkverji var enda íhaldssamur í þátíð. Og er enn, eðli íhaldsseminnar samkvæmt. Hann hefur vitaskuld slak- að á taumunum á mörgum sviðum en á tveimur rígheldur hann í hefðirnar. Það er á sviði mannanafna annars veg- ar og í trúmálum hins vegar. Ef Vík- verji fengi í þessum efnum að heita ein- ráður, vildi hann helst hverfa aftur til átjándu aldar. x x x Það sauð til dæmis á Víkverja þegarhann sat á hamborgarastað í vik- unni. Þar heyrði hann út undan sér í móður skamma barnið sitt og ávarpa það í sífellu báðum nöfnunum sem það bar. Danir segja að elskað barn beri mörg nöfn. Víkverja þykir því alveg öf- ugt farið. Eða kannski hefði Gunnar Aron á Hlíðarenda bara verið „geggjað nafn“. x x x Víkverji er sennilega ekki fyrstur tilað amast við þessum ósið. Og hann er sannarlega ekki fyrstur til að amast við guðleysi Íslendinga. Nútíma- mönnum þykir göfug afstaða að vera á móti kirkjunni. En á sama tíma og þeir lýsa glaðir yfir að enginn Guð sé til, bíða þeir í biðröðum eftir strigaskóm. Hvaða máttarvöld eru þar við lýði? x x x Kannski er Víkverji óttalega gam-aldags. Kannski hefðu þessi við- horf hans líka gengið fram af föður hans forðum. En, Víkverji sjálfur heitir bara einu nafni. Kristin nútímamóðir hefði kannski haft annan háttinn á og skírt hann Víkverja Helga. Eða enn verra, að heiðinn nútímafaðir hefði fengið að ráða og nefnt hann Víkverja Frey. Leggjum tvínefnunum – í guð- anna bænum. vikverji@mbl.is Víkverji Blessun Drottins auðgar og erfiði mannsins bætir engu við hana. (Orðskviðirnir 10.22) Laugardagsgátan er sem endra-nær eftir Guðmund Arnfinns- son: Þjóðlegur er þessi bragur. Þokkafullan megum sjá. Limaburður löngum fagur. Línu stundum framinn á. Helgi Seljan svarar: Í þjóðdönsunum þykir gott, af þokka stiginn hver einn dans. Létt með limaburðinn flott, í línudansi er aldrei stanz. Helgi R. Einarsson á þessa lausn: Aulinn Óli Skans og hún Vala hans gætu hér með glans giskað strax á dans. Guðrún Bjarnadóttir leysir gát- una þannig: Í þjóðdönsunum þrauka má, ég þrái tangódans á eftir. Ef ballettdansinn brúka á, er býsn hvað línudansinn heftir. „Þá er það lausnin,“ skrifar Harpa á Hjarðarfelli: Þjóðdans með þokka og friði. Þessi dans við kvæði. Listdans er leikinn á sviði. Línudans á þræði. Þessi er skýring Guðmundar: Danskvæði er þjóðlegt þetta. Þokkafullur ballett dans. Í dansi limir létt sig fetta. Línudansinn stíg með glans. Þá er limra: Á dansleiknum Fjólu fangaði og fimur um gólfið sprangaði Innbæjar-Ljótur, hinn ágengi þrjótur, hann gekk ekki lengra, en langaði. Og síðan er ný gáta eftir Guð- mund: Vætusamt er veðurfar, versna stöðugt horfurnar, helst er þá til huggunar að halda sig við gáturnar. Oft hann til úr bréfi bjó. Betri þó úr tré á sjó. Hann er dáta höfuðfat. Á höfði flugfreyjunnar sat. Helgi R. Einarsson lét þessa limru fylgja sinni lausn, – „Eftir langan göngudag með skemmtilegu fólki á Jersey varð þessi til“: Við þráum öll lífsins listir, lostinn þó dýpst þar ristir, en Benni segir (sjaldan hann þegir): „Þeir síðustu verða þyrstir.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Far þú í dans en gættu við hvern þú stígur Í klípu „ÉG MYNDI BJÓÐA ÞÉR INN, EN ÉG GLEYMDI AÐ RYKSUGA UNDIR SÓFANUM.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „KASTAÐU ÞEIM LENGRA!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gefast aldrei upp á draumum þínum. ER ÉG EKKI SVALUR, LÍSA? ÉG ER HÉRNA HVER SAGÐI ÞETTA?! MANNESKJAN SEM FINNST ÞÚ EKKI VERA SVALUR ÞESSI POKI ER MEÐ NÓG TIL ÞESS AÐ ENDAST OKKUR Í LANGAN TÍMA! ER HANN FULLUR AF PENINGUM? NEI, ÞETTA ER POKAPOKI! Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.