Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 27
MESSUR 27Á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018
ÁRBÆJARKIRKJA | Sameiginleg útiguðsþjón-
usta Árbæjar-, Grafarholts- og Grafar-
vogssafnaðar í Elliðaárdalnum (á bak við Árbæj-
arkirkju) kl. 11. Reynir Jónasson leikur á
harmóníku og félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða
söng. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir flytur hug-
vekju. Á eftir verður boðið upp á grillaðar pylsur
og gos.
ÁSKIRKJA | Áskirkja verður lokuð til júlíloka
vegna sumarleyfa sóknarprests og starfsfólks
kirkjunnar. Ekkert helgihald verður í kirkjunni fyrr
en eftir verslunarmannahelgi.
BORGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20.
Prestur Elínborg Sturludóttir. Organisti Steinunn
Árnadóttir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Morgunmessa kl. 11. Kór
Bústaðakirkju og kantor Jónas Þórir. Messu-
þjónar aðstoða. Prestur Pálmi Matthíasson.
Hressing í safnaðarheimili eftir messu.
Dómkirkja Krists konungs, Landakoti |
Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á
íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18, og mán., mið. og fös. kl. 8,
lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, sr. Sveinn Val-
geirsson prédikar og þjónar. Félagar úr Dóm-
kórnum syngja. Minnum á bílastæðin við Al-
þingi.
GARÐAKIRKJA | Sameiginleg messa Garða-
og Bessastaðasóknar kl. 11. Organisti Bjartur
Logi Guðnason og prestur Hans Guðberg Al-
freðsson.
GRAFARVOGSKIRKJA | Útiguðsþjónusta
þriggja safnaða í Nónholti. Pílagrímsganga kl.
10.15 frá Grafarvogskirkju, Árbæjarkirkju og
Guðríðarkirkju. Prestar frá söfnuðunum þremur
þjóna. Tónlistaratriði og léttar veitingar.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Sunnudag-
inn kl. 11:00 verður útiguðsþjónusta Grafar-
vogs-, Grafarholts- og Árbæjarsafnaðar haldin í
Elliðaárdalnum við Árbæjarkirkju. Prestar frá
söfnuðunum þremur þjóna. Reynir Jónasson
leikur á harmóníku. Félagar úr kór Árbæjarkirkju
leiða söng og boðið verður upp á grillaðar pylsur
að messu lokinni.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgistund kl.
11 með orgelleik, íhugun, bænagjörð og sam-
félaginu um Guðs borð. Douglas A Brotchie leik-
ur á orgelið. Sr Jón Helgi Þórarinsson leiðir
stundina. Kaffisopi á eftir.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Dr. Sig-
urður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr
Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er
Lára Bryndís Eggertsdóttir. Alþjóðlegt orgel-
sumar: Tónleikar laugard. kl. 12 og sunnud. kl.
17. Loreto Aramendi, organisti frá Spáni, leikur.
Fyrirbænarguðsþjónusta þriðjud. kl. 10:30. Ár-
degismessa miðvikud. kl. 8. Alþjóðlegt orgel-
sumar: Tónleikar fimmtud. kl. 12. Þórunn Elín
Pétursdóttir sópran og Lenka Mátéová org-
anisti.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti
Steinar Logi Helgason. Prestur Eiríkur Jóhanns-
son.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sumarhelgistund
verður í Hjallakirkju sunnudaginn kl. 11. Prestur
er sr. Guðni Már Harðarson.
HVERAGERÐISKIRKJA | Guðsþjónusta 15.
júlí kl. 14. í umsjá Félags fyrrum þjónandi
presta. Séra Gunnar Björnsson prédikar og
þjónar fyrir altari.
LÁGAFELLSKIRKJA | Kyrrðar- og bænastund
verður í Lágafellskirkju kl. 11. Þórður Sigurð-
arson organisti leiðir tónlistina og sr. Arndís G.
Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari.
NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór
Neskirkju leiða safnaðarsöng. Prestur Skúli S.
Ólafsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir
messu.
SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Guðsþjón-
usta kl. 14. Sigrún Steingrímsdóttir organisti
stjórnar almennum safnaðarsöng. Prestur Krist-
inn Ágúst Friðfinnsson.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Kirkjukórinn
syngur, organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Prestur
Guðbjörg Arnardóttir.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólaf-
ur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir
altari. Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgel.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11.
Kristján Valur Ingólfsson prédikar og þjónar fyrir
altari. Organisti Jón Bjarnason. Flytjendur tón-
listar á Sumartónleikum helgarinnar taka þátt í
messunni.
ÞINGVALLAKIRKJA | Messa sunnudag kl. 14.
Sr. Jón Helgi Þórarinsson prédikar og þjónar fyrir
altari. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson.
Ljósmynd/Sigurður Ægisson
Kirkjur Víðidalstungukirkja.
Orð dagsins: Jesús
mettar 4 þús. manna.
(Mark. 8)
Jens Þórðarson,
framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs Ice-
landair, sagði í viðtali
við Morgunblaðið 5.
júlí síðastliðinn að
fyrirtækinu væri
hollt að hafa öflugan
keppinaut. Flug-
markaðurinn væri sí-
breytilegur og
sveiflukenndur.
Áskoranir lægju í mikil sam-
keppni. Icelandair er að bregðast
við með uppstokkun fargjalda-
úrvals, straumlínulögun, nýjum
flugvélum og sókn á mörkuðum.
Jens hefur lög að mæla. Að
sjálfsögðu hefur Icelandair gott af
samkeppni. Öll fyrirtæki hafa það.
Lærdómurinn afþakkaður
Icelandair fékk tækifæri fyrir 15
árum til að læra af samkeppni,
þegar Iceland Express tók til
starfa. Því boði var ekki tekið. Þá-
verandi forráðamenn Icelandair
voru steintröll, fastir í gamalli ein-
okunarhugsun. Að vísu sögðu þeir
oftar en einu sinni að þeir fögnuðu
allri samkeppni. En þeir meintu
ekkert með því og misstu fyrir
vikið af kennslutímanum. Þeir
lækkuðu fargjöld um meira en
helming á samkeppnisleiðunum
tveimur til að koma í veg fyrir að
Iceland Express fengi nægileg við-
skipti eða ráðrúm til verðbreyt-
inga. Á tveimur árum fórnaði Ice-
landair farþegatekjum upp á
rúmlega 20 milljarða króna, fram-
reiknað til núvirðis, til að drepa
Iceland Express.
Samráð í stað samkeppni
Þegar tekist hafði að hrekja
stofnendur Iceland Express út úr
félaginu komst það í hendur fyrr-
verandi varaformanns stjórnar
Icelandair fyrir lítinn pening. Aft-
ur á móti ætlaði hann sér ekkert í
samkeppni. Þess í stað
hóf hann náið sam-
starf við formann
stjórnar Icelandair og
á skömmum tíma
hækkuðu fargjöld
beggja félaganna
verulega. Samhliða
flugu þeir kumpánar
svo í margmilljarða
króna kollsteypur með
sviðna jörð á eftir sér
en það er önnur saga.
Icelandair varð af
möguleikanum til að takast á við
þá nýju og fersku samkeppni sem
fylgdi tilkomu lágfargjaldafélaga.
Fullyrða má að Icelandair hafi
misst 8-9 ára forskot sem ella
hefði fengist með því að læra af
samkeppni á heilbrigðum grund-
velli.
Ógæfa Icelandair
Allt aðrir einstaklingar halda nú
um stjórnvölinn hjá Icelandair.
Þeir hafa verið á hraðnámskeiði til
að lifa af í óvægnu samkeppnis-
umhverfi. Að sjálfsögðu hefði það
komið Icelandair betur að hafa
fengið meiri aðlögunartíma. Félag-
ið hefði fyrr náð fókus og skorið
burt fituna. Það stæði betur að
vígi. Ógæfa Icelandair á sínum
tíma fólst í vanhæfum stjórn-
endum og stjórnarmönnum sem
tóku eigin hag framyfir hagsmuni
fyrirtækisins.
„Við fögnum allri
samkeppni“
Eftir Ólaf
Hauksson
Ólafur Hauksson
» Icelandair fékk tæki-
færi fyrir 15 árum til
að læra af samkeppni,
þegar Iceland Express
tók til starfa. Því boði
var ekki tekið.
Höfundur starfar við almannatengsl
og var meðal stofnenda Iceland Ex-
press.
olafur@proforma.is
Það er ekki aðeins veðrið sem pirrar
stóran hluta þjóðarinnar þessa dag-
ana, eins og að það væri ekki nóg,
heldur eru ýmsar ráðstafanir af
manna völdum til þess fallnar að
gera mönnum gramt í geði.
Það er t.d. engin regla, nú í langan
tíma, hvenær kvöldfréttir eru í sjón-
varpi og jafnvel á Rás 2 líka þegar sá
gállinn er á íþróttafríkum RÚV, og
allt er þetta út af HM, sem gert er
ráð fyrir að allir vilji fylgjast með.
Nú er það skiljanlegt, sálfræði-
lega, að keppnislið vilji koma sér í
ham og tjúni sig sem mest upp til að
ná sem bestum árangri, en er það
nauðsynlegt að æra alla þjóðina fyrir
ekki merkilegra en þetta?
Ég hef þá trú að það verði margur
feginn þegar þessu lýkur og menn
geti gengið að sínum fréttum vísum
á réttum tíma, þó að gúrkutíð sé. Við
höfum þó alla vega ljósmæðurnar.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Það er margt sem pirrar
HM 2018 Margir eru pirraðir vegna útsendinga frá HM.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Atvinna