Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 21
AFP
Viðræður Donald Trump Bandaríkjaforseti á fundi með Theresu May í
Chequers, sveitasetri forsætisráðherraembættisins nálægt London, í gær.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Donald Trump Bandaríkjaforseti dró
í land með gagnrýni sína á brexit-
stefnu ríkisstjórnar breskra íhalds-
manna í samningaviðræðunum við
Evrópusambandið eftir að ummæli
hans höfðu vakið hörð viðbrögð
margra stjórnmálamanna í gær, þ. á
m. þingmanna Íhaldsflokksins. And-
stæðingar áframhaldandi aðildar
Bretlands að innri markaði og tolla-
bandalagi ESB í þingflokki íhalds-
manna sögðu hins vegar að gagnrýni
Trumps á brexit-stefnuna væri „full-
komlega réttmæt“.
Nokkrir stjórnmálskýrendur
sögðu að ádeila Trumps í viðtali við
breska dagblaðið The Sun hefði verið
áfall fyrir Theresu May forsætisráð-
herra sem stendur höllum fæti eftir
afsagnir Boris Johnsons sem utan-
ríkisráðherra og Davids Davis sem
brexit-ráðherra vegna málamiðlunar-
samkomulags stjórnarinnar í deilunni
um útgöngu Bretlands úr Evrópu-
sambandinu. Aðrir stjórnmála-
skýrendur bentu á að um 70% Breta
hafa neikvæð viðhorf til Trumps ef
marka má skoðanakannanir og óvin-
sældir hans gætu aukist í Bretlandi
þar sem líklegt væri að litið yrði á
gagnrýni hans sem óæskileg afskipti
af innanríkismálum Breta. Þeir töldu
því ólíklegt að ádeila Trumps yrði til
þess að margir Bretar snerust gegn
brexit-stefnu stjórnarinnar og sögðu
hugsanlegt að hún yrði jafnvel til þess
að fólk fyndi til samúðar með May í
vandræðum hennar.
Um 60 af 316 þingmönnum Íhalds-
flokksins eru andvígir því að Bretland
verði áfram í innri markaði og tolla-
bandalagi ESB og bundið af reglum
þess um fjórþætta frelsið svokallaða.
Samkvæmt nýlegu málamiðlunar-
samkomulagi stjórnarinnar eiga regl-
ur ESB um frjálst flæði varnings að
gilda í Bretlandi eftir útgönguna.
Brexit-sinnarnir eru andvígir þessu
og óttast að samkomulagið verði til
þess að samningamenn ESB krefjist
enn meiri tilslakana af hálfu Breta.
Trump sagði í viðtalinu við The Sun
áður en hélt í heimsókn til Bretlands í
fyrradag að málamiðlunarsamkomu-
lagið myndi „sennilega“ verða til þess
að vonir May um viðskiptasamning
við Bandaríkin yrðu að engu. Þessi
yfirlýsing ætti raunar ekki að koma á
óvart því að talið er að málamiðlunar-
samkomulagið torveldi viðskipta-
samning við Bandaríkin vegna þess
að stjórn May gerir ráð fyrir því að
Bretland verði bundið af reglum ESB
um frjálst flæði varnings og landbún-
aðarinnflutnings, eins og fréttaskýr-
andi CNN benti á.
Hreinskilni Trumps kom May í
vandræði vegna þess að hún hefur
haldið því fram Bretar geti gert við-
skiptasamning við Bandaríkin og
fleiri lönd þrátt fyrir tilslakanir
bresku stjórnarinnar í málamiðlunar-
samkomulaginu. Hún áréttaði þetta í
ræðu sem hún flutti í kvöldverðarboði
til heiðurs forsetanum í London í
fyrrakvöld, skömmu áður en The Sun
birti viðtalið við Trump á vefsíðu
sinni.
Trump kvaðst hafa ráðlagt May að
haga útgöngunni úr ESB með öðrum
hætti en hún hefði ekki farið að ráði
hans. „Samingurinn sem hún hyggst
ná er mjög frábrugðinn þeim sem
fólkið greiddi atkvæði með,“ sagði
hann og skírskotaði til þjóðarat-
kvæðisins árið 2016 þegar Bretar
samþykktu útgöngu úr ESB.
Hann lýsti einnig yfir stuðningi við
Boris Johnson sem er talinn á meðal
hugsanlegra keppinauta May í
Íhaldsflokknum verði reynt að steypa
henni af stóli leiðtoga flokksins.
Trump kvaðst telja að Johnson yrði
mjög góður forsætisráðherra.
Samningur mögulegur
Forsetinn dró þó í land með gagn-
rýnina á blaðamannafundi með May
eftir viðræður þeirra í gær. Hann
kvaðst telja það „mögulegt“ að við-
skiptasamningur næðist milli land-
anna. „Hvað sem þú gerir er það í lagi
okkar vegna, sjáðu bara til þess að við
getum átt viðskipti okkar í milli, það
eitt skiptir máli,“ sagði þá forsetinn.
Hann fór lofsamlegum orðum um
May, sagði að hún væri „frábær
kona“ og viðurkenndi að brexit-deilan
væri mjög erfitt mál.
Gagnrýni
Trumps vakti
hörð viðbrögð
Dró í land með ádeilu á stefnu May
„Svona gera menn ekki“
» „Kanntu enga mannasiði,
herra forseti?“ sagði Sam Gyi-
mah, aðstoðarráðherra bresku
stjórnarinnar, eftir að Trump
gagnrýndi Brexit-stefnu hennar.
» Fleiri þingmenn íhaldsmanna
gagnrýndu gestinn fyrir ókurt-
eisi. „Trump er staðráðinn í að
móðga forsætisráðherrann okk-
ar,“ sagði Sarah Woollaston,
formaður heilbrigðisnefndar
þingsins. „Ef fylgispekt við
Trump er það gjald sem þarf að
greiða fyrir samning við Banda-
ríkin er hann ekki þess virði.“
» Þingmenn Verkamanna-
flokksins tóku í sama streng, þ.
á m. Emily Thornberry. „Hún er
gestgjafi hans. Hvað kenndi
mamma hans honum? Svona
gera menn ekki,“ sagði hún.
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2018 Ford F-350 Limited
Litur: Stone Grey / Cocoa að innan.
6,7L Diesel ,440 Hö, 925 ft of torque
með sóllúgu (twin panel moon roof), upphituð/loftkæld
sæti, heithúðaðan pall, fjarstart, trappa í hlera og Driver
altert-pakki.
VERÐ
10.890.000 m.vsk
2018 GMC Sierra SLT
Litur: Stone blue, svartur að innan.
6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ,
vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi,
upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur.
VERÐ
9.590.000 m.vsk
2018 Chevrolet LTZ
Litur: Cajun Red, svartur að innan.
6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ,
vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi,
upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur.
VERÐ
9.590.000 m.vsk
2016 Suburban LTZ
7 manna bíll, 4 kapteinsstólar. Með sóllúgu, hiti í stýri,
loftkæld og hituð sæti.
22” felgur. 5,3L V8, 355 hö. Keyrður 2400km.
VERÐ
12.990.000 m.vsk
Stjórn Alþjóðaskáksambandsins,
FIDE, tilkynnti í gær að hún hefði
ákveðið að víkja forseta þess, Kirsan
Iljúmsjínov, frá störfum til janúar á
næsta ári vegna þess að hann hefði
brotið siðareglur sambandsins.
Iljúmsjínov er fyrrverandi forseti
rússneska lýðveldisins Kalmykíu og
var fyrst kjörinn forseti FIDE árið
1995. Hann hefur verið mjög um-
deildur, m.a. vegna yfirlýsingar hans
árið 1999 um að hann hefði átt fund
með geimverum.
Í tilkynningu frá FIDE segir að
siðanefnd sambandsins hafi komist
að þeirri niðurstöðu að Iljúmsjínov
hafi brotið siðareglur þess og honum
hafi því verið vikið frá til janúar
næstkomandi. Hann kvaðst ætla að
áfrýja ákvörðuninni til Alþjóða-
íþróttadómstólsins, CAS, og sagði að
hún væri af „pólitískum rótum runn-
in“.
Áður hafði FIDE skýrt frá því að
bankareikningum sambandsins
hefði verið lokað vegna þess að Ilj-
úmsjínov er á bannlista bandarískra
yfirvalda vegna fjárhagslegra
tengsla hans við sýrlensk stjórnvöld
og Ríki íslams, samtök íslamista.
Iljúmsjínov hefur sagt að hann
sækist ekki eftir endurkjöri í for-
setakosningum FIDE sem fara fram
í október. Talið er að með því að
víkja Iljúmsjínov frá til janúar vilji
stjórn FIDE koma í veg fyrir að
honum snúist hugur og hann bjóði
sig fram aftur, að sögn rússneska
blaðsins Kommersant.
Forseta FIDE vikið frá störfum
Markmiðið að hindra að hann sækist eftir endurkjöri
Tugir þúsunda manna tóku þátt í götumótmælum gegn
stefnu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í miðborg
Lundúna í gær í tilefni af heimsókn hans til Bretlands.
„Engan Trump, ekkert Ku Klux Klan, engin fasísk
Bandaríki,“ hrópuðu mótmælendurnir. „Trump er
kvenhatari, karlremba, hommahatari, útlendingahat-
ari, elur á fordómum,“ hefur fréttaveitan AFP eftir 42
ára konu á meðal mótmælendanna. Mótmælagöngunni
lauk við opinbert aðsetur forsætisráðherra Bretlands
sem varð fyrsti þjóðarleiðtoginn til að heimsækja
Trump eftir að hann tók við embættinu á síðasta ári og
bauð honum í heimsókn til Bretlands. „Skammastu
þín!“ hrópuðu mótmælendurnir.
Lundúnabúar, sem fylgdust með mótmælunum, virt-
ust styðja þau. „Honum er nær – það er eins og vand-
ræðaunglingur sé við völd í stórveldinu,“ hefur AFP
eftir 47 ára vegfaranda í miðborginni.
Trump dvelur í Skotlandi um helgina og heldur til
Helsinki annað kvöld. Hann ræðir þar við Vladimír
Pútín Rússlandsforseta á mánudag.
AFP
Uppblásinn Trump Mótmælendur blása upp loftbelg með mynd af appelsínugulu ungbarni í líki Trumps.
Tugir þúsunda mótmæltu stefnu Trumps