Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018
✝ Þóra SigríðurHelgadóttir
fæddist í Reykjavík
18. febrúar 1946,
hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ 28. júní
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Helgi Krist-
inn Gíslason, f. 24.
apríl 1909, d. 1.
apríl 1988 og Ing-
unn Jónasdóttir, f. 16. nóvember
1919, d. 22. september 1990.
Systkini: Kristbjörg, f. 1943,
d. 2016, Jónas, f. 1948 og Gísli, f.
1957.
Þóra Sigríður giftist Gissuri
Tryggvasyni árið 1965 en þau
skildu árið 1983.
Börn þeirra eru: 1) Hrefna, f.
1966, maki Arnar Hreiðarsson,
Þóra eignaðist fimm lang-
ömmubörn, þau eru: Jón Benja-
mín, Arnar Gísli, Fanndís Alda,
Klara Dís og Diljá Inga.
Lengst af bjó Þóra ásamt fjöl-
skyldu sinni á Skúlagötu 64 í
Reykjavík þar sem hún gekk í
Austurbæjarskóla og síðar í
Gagnfræðaskólann við Lind-
argötu. Að grunnskólagöngu
lokinni stundaði hún nám við
Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands. Árið 1965 flutti Þóra vest-
ur í Stykkishólm ásamt fyrrver-
andi eiginmanni sínum. Þar var
hún fyrst um sinn húsmóðir og
hóf síðar störf sem læknaritari á
St. Franciskusspítalanum.
Árið 1983 þegar leiðir hennar
og Gissurar skildi flutti hún aft-
ur heim í höfuðborgina þar sem
hún vann hjá Almannavörnum
ríkisins og á skrifstofu Bíla-
borgar. Þóra útskrifaðist sem
sjúkraliði og vann lengi sem
slíkur. Hennar síðasti vinnu-
staður var Elliheimlið Grund en
þar starfaði hún þar til hún lét
af störfum vegna aldurs.
Útför Þóru hefur farið fram.
f. 1966. Börn þeirra
eru Gissur, f. 1984,
Hreiðar, f. 1990,
Sunna Rós, f. 1992,
sambýlismaður
Ramunas Kanec-
kas, f. 1993. 2) Ing-
unn Alda, f. 1969,
maki Hjálmar Ingi
Magnússon, f. 1968,
börn þeirra eru
Sara Diljá, f. 1989,
gift Birki Rúnari
Jóhannssyni, f. 1985, Magnús
Ingi, f. 1993, sambýliskona Lilja
Björk Indriðadóttir, f. 1992. 3)
Elsa, f. 1975, maki Þorbjörn
Svanþórsson, f. 1977, börn
þeirra eru: Alexander Máni, f.
2000, Halla Sól, f. 2004, Patrek-
ur Þór, f. 2010, Lilja Karen, f.
2011. 4) Einar Örn, f. 1982, unn-
usta Hilary Graffox, f. 1989.
Mamma er farin, við vissum að
það kæmi að því en ekki að það
myndi gerast svona fljótt. Æskuár
okkar þegar öll fjölskyldan bjó í
Stykkishólmi einkennast af glað-
værð og gestagangi, minningar
frá sunnudögum þegar messan
var í útvarpinu og lærið í ofninum,
borið fram með rauðkáli og græn-
um baunum. Minningar um köku-
ilm sem fyllti angan alla daga og
vinir okkar kepptust um að koma
heim til okkar í drekkutíma og
mamma sat við eldhúsborðið með
málband um hálsinn og með
nokkra títuprjóna í munni og
saumaði á okkur fatnað. Mamma
vann sem læknaritari hjá St.
Franciskusspítala og varð strax
mjög góð vinkona systranna, hún
kenndi nokkrum þeirra íslensku
uppúr íslenskubókum okkar við
eldhúsborðið heima. Hún söng
með kirkjukórnum í Stykkishólmi
og fengum við eldri systur oft að
vera uppi á lofti hjá kórnum í
gömlu kirkjunni á meðan verið var
að messa. Lífið tók u-beygju þeg-
ar mamma og pabbi skildu og við
tóku nýjar áskoranir. Hún gerði
eins vel og hún gat úr sínum að-
stæðum, vann á daginn og fór í
kvöldskóla og varð sjúkraliði. Hún
hafði ekki eins mikinn tíma fyrir
yngri börnin sín og hún hefði vilj-
að. Mamma var konan sem sagði
okkur að ef hún hefði öll börnin í
heiminum fyrir framan sig sem
hún mætti velja þá væru það við
systkinin sem hún hefði valið, hún
elskaði okkur og hún var mjög
stolt af öllu því sem við gerðum.
Hvað hún varð stolt af barnabörn-
unum sínum og enn meira af
barnabarnabörnum og fylltu
myndir af þeim allt herbergið sem
hún bjó í seinustu ár. Það er sárt
að missa mömmu sína. Seinustu ár
hafa verið mömmu erfið sökum
veikinda, því er það okkar huggun
að henni sé núna farið að líða bet-
ur og sé aftur orðin lík sér eins og
hún var. Elsku mamma, við hugs-
um til þín á hverjum degi og við
lofum að vera dugleg að hugsa
hvert um annað, við erum hin fjög-
ur fræknu.
Þú varst alltaf svo góð við mig,
ég fékk athygli þína óskipta,
þú lifðir fyrir mig,
hlustaðir á mig,
talaðir við mig,
leiðbeindir mér,
lékst við mig,
sýndir mér þolinmæði,
agaðir mig í kærleika,
sagðir mér sögur,
fræddir mig
og baðst með mér.
Þú varst alltaf svo nærgætin
og skilningsrík,
umhyggjusöm og hjartahlý.
Þú varst skjól mitt og varnarþing.
Við stóðum saman í blíðu og stríðu,
vorum sannir vinir.
Mér þótti svo undur vænt um þig,
elsku mamma mín.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Blessuð sé minning þín, elsku
mamma, hvíl í friði.
Hrefna, Ingunn Alda,
Elsa, Einar Örn
og fjölskyldur.
Elsku amma, mín, það er skrítið
að þú skulir allt í einu vera farin
frá okkur, þú hefur alltaf verið
hluti af mínu lífi. Ég man góðu
stundirnar okkar, þegar við hlóg-
um saman að prakkarasögunum,
og hvað þú varst stolt af Klöru litlu
þegar ég varð mamma. Minningar
þegar ég og Klara komum í heim-
sókn til þín ylja mér, þér fannst
svo gaman þegar ég kom. Ég vildi
að ég hefði getað hitt þig áður en
þú fórst en ég finn og veit að þú lít-
ur eftir okkur og fallegar minning-
ar um þig lifa. Ég sakna þín, elsku
amma mín, og ég óska þess eins að
þú hvílir í friði.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Blessuð sé minning þín, amma
mín.
Þín
Sunna Rós Arnarsdóttir
og fjölskylda.
Elsku amma.
Okkar samskipti hafa verið
allskonar í gegnum árin og margs
er að minnast.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
þig að en ég átta mig á því núna
hvað það kenndi mér margt og ég
er þakklát fyrir að hafa hitt þig
tæpri viku fyrir andlát þitt og
fengið síðasta faðmlagið, ég mun
geyma það vel í hjarta mínu.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Takk amma fyrir allt sem þú
varst. Góða ferð í sumarlandið, ég
minnist þín með hlýju.
Þín
Sara Diljá.
Þóra Sigríður
Helgadóttir
Ástin mín, Darri. Þá er komið
að því sem ég óttaðist mest. Þau
voru ófá skiptin sem ég fór með
þig upp á spítala til að leita hjálpar
og það átti alltaf að vera í „síðasta
skiptið“. Nú var þetta komið gott
og þú ætlaðir að koma til baka og
vera til staðar fyrir mig og Maríu
Sól. Við fórum líka þó nokkuð mik-
ið í alls konar ráðgjöf, sem aug-
ljóslega bar ekki tilætlaðan árang-
ur. Ég ætla að spóla ca. 3-4 ár
aftur í tímann (og fyrir það) og
faðma þann tíma. Þann tíma ætla
ég að muna.
Ætla að muna ferðina okkar til
Sønderborg, Kiel og þegar þú
þóttist eiga fund í Køben svo ég
myndi þiggja far þangað (þegar
ég fór á tónleikana með Kings of
Leon og það var svo heitt að augn-
blýanturinn minn bráðnaði). Vá
hvað við hlógum. Odense, tón-
leikar með Santana! Þvílík upplif-
un. Ófáar ferðir til Flensburg og
margt fleira.
María Sól, yndið okkar, kom í
heiminn þann 13. mars 2014 og
fljótlega eftir það fóru veikindi þín
að aukast. Við létum þó eins og allt
léki í lyndi, í tvö ár að minnsta
kosti. Alltaf var haldið í vonina.
Ég var enn að vona að þetta væri á
réttri leið seinustu mánaðamót
þegar þú talaðir um að koma 6.
júní til að setja hjálpardekkin
undir hjólið hennar Maríu. Ég
heyrði ekkert í þér nema SMS
daginn fyrir próf, þann 12. júní, og
bað þig um að tala við mig daginn
eftir, því ég væri stressuð og
þyrfti tíma til undirbúnings . Ég
las það á skrifum þínum að þú
varst ekki edrú. Ég heyrði ekki í
þér aftur, en þriðjudaginn 19. júní
Darri Ólason
✝ Darri fæddist íReykjavík 25.
maí 1971. Hann lést í
Esbjerg, Danmörku,
19. júní 2018.
Kveðjustund fyrir
ættingja Darra og
vini var haldin í Foss-
vogskapellu 10. júlí
2018. Jarðsett var
sama dag á Lundi í
Lundarreykjadal.
kom lögreglan heim til
okkar Maríu Sólar til
að tilkynna mér að þú
hefðir fundist látinn
fyrr þann sama dag.
Ég grét ekki. Ég skalf
og kom ekki upp orði
af viti. Náði þó að
koma því út úr mér að
ég væri búin að bíða
eftir þessu.
Þrátt fyrir okkar
sögu þá elskaði ég þig
og geri enn, og á alltaf eftir að gera
það. Ég ætla að segja Maríu Sól
góðu sögurnar af þér og vona, og
geri ráð fyrir að ég fái góða aðstoð
við það.
María Sól saknar þín og er að
reyna að skilja að þú komir ekki
aftur... „hvar er hann? á spítala?“
„Já.“ Getur ekki læknirinn bara
vakið hann?“ (Ekki orðrétt því hún
talar blandaða ísl-dönsku).
Fjallið sem þögult fylgdi mér eftir hvert
skref
hvert fótmál sem ég steig, nú er það
horfið.
Á beru svæði leita augu mín athvarfs.
Um eilífð á burtu fjallið sem fylgdi mér
eftir
til fjærstu vega, gnæfði traust mér að
baki.
Horfið mitt skjól og hreinu, svalandi
skuggar.
Nú hélar kuldinn hár mín þegar ég sef
og hvarmar mínir brenna þegar ég vaki.
(Hannes Pétursson)
Ég vona svo heitt og innilega að
þú hafir fundið frið í hjarta þínu og
trúi því að við hittumst aftur!
Þínar alltaf,
Kristín og María Sól.
Góður félagi er fallinn frá, alltof
fljótt.
Leiðir okkar Darra lágu saman
í útvarpinu þegar frjálst útvarp
var nýlega hafið. Darri var áhuga-
samur um þennan nýja vettvang
og skapaði sér fljótt nafn á meðal
samstarfsmanna og hlustenda.
Hann kom alltaf vel fyrir, virtist
feiminn í fasi og var venjulega hlé-
drægur í samskiptum. Það er ekki
hægt að segja að hann hafi verið
frekur á athyglina, því þvert á
móti lét hann lítið á sér bera og var
frekar til baka, en ákaflega vina-
legur í samskiptum alla tíð. Hann
var ljúfur og góður strákur – með
stórt hjarta.
Darri var í gamla daga mikill á
velli og hann hafði jafn mikla og
þykka rödd, sem hljómaði vel í
ljósvakanum, þannig að eftir var
tekið. Hann kunni líka að nota
hana rétt og hann hefði, ef hann
hefði viljað, getað skapað sér mörg
tækifæri á þeim vettvangi. Hann
átti svo sannarlega framtíðina fyr-
ir sér í fjölmiðlum. Við hinir hljóm-
uðum heldur hjáróma við hliðina á
Darra. Okkur hina langaði alltaf
að hafa svona útvarpsrödd eins og
hann hafði; djúpa, þykka og kraft-
mikla. Hann varð fljótt þekktur í
„bransanum“ – strákurinn með
stóru röddina.
Stóri og hlédrægi strákurinn
sem ég kynntist, þroskaðist upp í
snjallan myndarlegan mann sem
tók ábyrgð á sjálfum sér, um-
breytti sér og fór ávallt sínar eigin
leiðir í lífinu. Þó að útvarpið hafi
ekki orðið hans aðalstarf, sem það
klárlega hefði getað orðið, þá fann
hann sína fjöl á öðrum vettvangi.
Við sem höfum þurft að glíma
við lífið, jafnvel á mörgum víg-
stöðvum í einu, þekkjum að þó að
allt virðist slétt og fellt á yfirborð-
inu er ólga undir niðri. Það er ekki
hægt að festa fingur á ástæðum
þess að lífið býður okkur upp á
slíkar áskoranir og það er ekki
sjálfsagt að halda jafnvæginu þeg-
ar gefur á í lífsins ólgusjó. Ástæð-
urnar eru milljón eða ein og ein-
staklingsbundnar. Hundarnir
svörtu koma þegar maður á síst
von á og þeir gefa ekkert eftir og
eru frekir á athygli og stundum
ganga þeir of langt.
Það var sárt að sjá að Darri
okkar væri fallinn. Við munum
ekki fá að heyra í miklu röddinni
hans aftur. Hans verður saknað
um leið og minningar um góðan og
elskulegan dreng lifa því það er
ekki oft á lífsleiðinni að maður hitt-
ir dreng eins og Darra.
Ég vil senda börnum og fjöl-
skyldu Darra Ólasonar mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Jón Axel Ólafsson.
✝ Trausti S.Björnsson
fæddist á
Hvammstanga 2.
júní 1932. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 1. júní
2018.
Eftirlifandi eig-
inkona hans er Ás-
laug Hilmars-
dóttir. Þau hófu
búskap 1952 og bjuggu alla tíð
á Smáratúni 40 í Keflavík.
Trausti starfaði hjá varnarlið-
inu á Keflavíkurflugvelli í 48
ár sem versl-
unarstjóri hjá Navy
Exchange.
Dætur þeirra
eru; 1) Hrefna
Traustadóttir, maki
Kristján Helgason,
börn Hrefnu eru
Áslaug Thelma,
Leifur og Guðrún
Lísa Einarsbörn. 2)
Bára Traustadóttir,
hennar synir eru
Trausti Freyr Reynisson og
Baldur Benjamín Sveinsson.
Útförin fór fram 15. júní
2018 í Keflavíkurkirkju.
Ljúfmennið og lífskúnstnerinn
Trausti Björnsson hefur kvatt
okkur eftir erfið veikindi.
Eftir rúmlega hálfrar aldar
skuggalausa vináttu er margt í
sjóði minninganna sem mér er
ljúft er að rifja upp.
Trausti vann mestallan sinn
starfsaldur sem verslunarstjóri
hjá Varnarliðinu á Keflavíkur-
flugvelli og hlaut fyrir störf sín
margar viðurkenningar frá hern-
um. Þetta var stór vinnustaður
með tugi starfsmanna en aldrei
heyrði ég honum hallmælt í starfi,
sem hefur örugglega oft á tíðum
verið mikill línudans.
Hringbrautin var enn holótt og
ómalbikuð þegar Trausti og Ás-
laug höfðu komið sér upp falleg-
um garði við hús sitt í Smára-
túninu.
Margar voru úrtöluraddirnar
um að ekki væri hægt að rækta
neitt í Keflavík sökum sjávarseltu
og vinda. Trausti afsannaði það
rækilega og ekki liðu mörg ár þar
til þau fengu fyrstu viðurkenn-
ingu fyrir einstakan garð sinn og
þær urðu margar í gegnum árin.
Trausti var mikill fagurkeri og
bar heimili þeirra hjóna og garður
þess fagurt vitni. Garðurinn
þeirra var alla tíð einn sá falleg-
asti í bænum okkar.
Trausti var hafsjór af fróðleik
um allt sem viðkom ræktun og
nutum við hjónin ljúfrar leiðsagn-
ar hans við garðrækt einkum í
sumarhúsalandi okkar.
Trausti og Áslaug nutu þess að
ferðast og fóru víða. Við hjónin
vorum ferðafélagar þeirra í
nokkrum yndislegum ferðum og
var Trausti gjarnan fararstjóri og
fórst það mjög vel úr hendi. Hann
var geysilega vel lesinn og hafði
ætíð kynnt sér sögu lands og þjóð-
ar áður en haldið var af stað. Við
höfðum verið saman í dansskóla í
mörg ár og var Trausti duglegur
við að leita uppi danshús í erlend-
um borgum, eins og aðrir leita að
golfvöllum, til að við gætum tekið
sporið flest kvöld.
Árið 1979 festu Trausti og
minn maður kaup á 700 skógar-
plöntum til gróðursetningar. Við
tóku þrjú ár þar sem þeir félagar
ásamt fjölskyldu og vinum unnu
við að koma þessum pokaplöntum
niður í Grímsnesinu. Þetta var
löngu fyrir tíma vatnsveitu á
svæðinu og var vatnsöflun mikil
vinna. Við höfðum fest kaup á
landi við hliðina á Trausta og Ás-
laugu nokkrum árum áður og var
Trausti óþreytandi við að gefa
okkur góð ráð um allt sem við kom
því að setjast að í sveitinni.
Í dag er löngu búið að rífa niður
allar girðingar sem skildu að
hektarana okkar og leggja göngu-
stíg á milli bústaða.
Eftir stendur yndisleg minning
um fallega sumardaga með þeim
hjónum, þar sem við nutum
ávaxta af vinnusemi þeirra félaga.
Trausti skilur eftir sig mikinn æv-
intýraheim í sveitinni með falleg-
um skógi og stígum sem afkom-
endur njóta ríkulega.
Trausti var mikill fjölskyldu-
maður og barnabörnin voru hon-
um mikil gleði og naut hann mjög
návistar þeirra. Hann var hlé-
drægur maður og kærði sig ekki
um sviðsljósið og kom það því ekki
á óvart að útförin hans færi fram í
kyrrþey.
Ég sé þá fyrir mér félagana,
Héðinn minn og Trausta, í Sum-
arlandinu að spá í nýtt yrki í trjá-
rækt.
Elsku Áslaug, Bíbí, Bára og
fjölskyldur, mínar innilegustu
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Minningar um góðan dreng munu
lifa með okkur öllum.
Bergþóra G. Bergsteinsdóttir.
Trausti S. Björnsson
Elsku Edda.
Við Pétur vorum
bara rétt um tvítugt
þegar við fluttum á
Njálsgötuna, bara börn rétt að
byrja að feta sig í lífinu saman. Þú
tókst okkur opnum örmum og um-
vafðir okkur þeim kærleik sem
alltaf einkenndi þig. Það var alltaf
Edda Bára
Guðbjartsdóttir
✝ Edda BáraGuðbjarts-
dóttir fæddist 27.
september 1961.
Hún lést 2. júlí
2018. Úför Eddu
Báru fór fram 13.
júlí 2018.
pláss við matarborð-
ið, það var alltaf tími
í spjall, það var alltaf
félagsskapur, það
var alltaf ást og gleði
í boði hjá þér. Betri
nágranna var ekki
hægt að hugsa sér
fyrir okkur eða
börnin okkar sem
fæddust meðan við
bjuggum á Njálsgöt-
unni.
Fráfall þitt skilur eftir stórt
skarð.
Okkar dýpstu samúðarkveðjur
til Ingólfs og aðstandenda.
Alma og Pétur.