Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018
Það má segja að þetta hafi veriðerfið fréttavika fyrir Reykja-
víkurborg, þar sem upp komst að
borgin hefði annars vegar brotið
jafnréttislög við ráðningu borgar-
lögmanns, og hins vegar að Héraðs-
dómur Reykjavíkur hefði dæmt
borgina til þess að greiða einum
starfsmanni ráðhússins skaðabætur
vegna slæmrar framgöngu skrif-
stofustjóra skrifstofu borgarstjóra
og borgarritara gagnvart honum.
Dómur undirréttarins, sem féll íbyrjun júní, er nokkuð afdrátt-
arlaus, og má af honum ráða að dóm-
aranum hafi gjörsamlega ofboðið
framkoma skrifstofustjórans, þar
sem hann ritaði meðal annars:
Um þá skilyrðislausu hlýðni semskrifstofustjórinn virðist ætlast
til af stefnanda verður sagt það eitt
að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars
og hlýðniskyldu hins eru undirmenn
ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna
sinna. Að mati dómsins er þessi
framkoma skrifstofustjórans í það
minnsta óvirðing, ef ekki lítilsvirðing
við samstarfsmann, sem er auk þess
kynslóð eldri en hún og ætti, þó ekki
nema vegna starfsreynslu sinnar, til-
kall til örlítillar virðingar.“
Viðbrögðin við þessum alvarlegaáfellisdómi eru kannski ekki
síður athyglisverð en hið afdrátt-
arlausa orðalag, en þau hafa ein-
kennst af þögninni einni.
Fróðlegt hefði verið að sjá hvern-ig sumir þeir sem nú skipa
meirihluta með minnihlutastuðning
kjósenda á bak við sig hefðu brugðist
við, ef álíka mál hefðu komið upp í
valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Lík-
lega hefðu þeir þá fundið málið á ný.
Hringleikahúsið
við Tjörnina
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 13.7., kl. 18.00
Reykjavík 11 rigning
Bolungarvík 10 alskýjað
Akureyri 11 rigning
Nuuk 13 léttskýjað
Þórshöfn 11 þoka
Ósló 26 heiðskírt
Kaupmannahöfn 25 heiðskírt
Stokkhólmur 26 heiðskírt
Helsinki 26 heiðskírt
Lúxemborg 22 heiðskírt
Brussel 25 léttskýjað
Dublin 19 skýjað
Glasgow 19 skýjað
London 23 skúrir
París 26 skúrir
Amsterdam 21 léttskýjað
Hamborg 21 léttskýjað
Berlín 25 þrumuveður
Vín 23 skúrir
Moskva 24 heiðskírt
Algarve 21 heiðskírt
Madríd 31 léttskýjað
Barcelona 27 heiðskírt
Mallorca 34 heiðskírt
Róm 30 heiðskírt
Aþena 31 léttskýjað
Winnipeg 28 léttskýjað
Montreal 26 skýjað
New York 26 heiðskírt
Chicago 27 þoka
Orlando 32 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
14. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:39 23:29
ÍSAFJÖRÐUR 3:03 24:15
SIGLUFJÖRÐUR 2:44 23:59
DJÚPIVOGUR 2:59 23:08
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
„Það sem ég heyri mest af er í upp-
sveitum Suðurlands. Svæsnast í Blá-
skógabyggð, Hrunamannahreppi og
á öðrum slóðum þar í kring,“ segir
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur
hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, í
samtali við Morgunblaðið um hvar
lúsmýið, sem hefur leikið margan
manninn grátt,
hefur breitt úr sér
það sem af er
sumri.
Einnig er mikið
um lúsmý í Kjós-
arhreppi, en mýið
hefur náð öflugri
fótfestu á Suð-
vesturlandi á síð-
ustu árum og fær-
ist nú sunnar.
Eitthvað er um lúsmý í Fljótshlíð, að
sögn Erlings, en í mun minna magni
og ku mýið ekki vera eins ágengt þar.
Aðspurður hvort hann þekkti til til-
vika aðeins norðar frá bólfestu lús-
mýsins í Kjós, s.s. í Borgarfirði, segist
Erling ekki hafa heyrt af því. Þó hefur
orðið vart við lúsmý norðan við Hval-
fjörð og í Skorradal undanfarin ár,
bætir Erling við.„Ég er búinn að vera
fjarri þannig að ég er ekki alveg
„tengdur“ við þetta allt saman, og fólk
hefur átt erfitt með að ná í mig til að
kvarta,“ segir Erling léttur í bragði.
Þrátt fyrir vætusamt sumar á Suð-
ur- og Suðvesturlandi hefur lúsmýið
nýtt sér þá lygnu og þurru daga, sem
hafa komið. „Það þarf bara að vera
logn og það er nú oft lygnt við sum-
arhús, sem eru umlukin trjágróðri.
Fólk sleppur við mýið þar sem golan
er,“ segir Erling.
Hann vill ekki meina að það lúsmý
sem bítur fólk sé nýr landnemi. „Ég
hef ákveðnar vísbendingar um að
lúsmýið hafi verið hér lengi. Eitthvað
hefur þó gerst sem veldur því að
mýinu hefur fjölgað. Ýmsum öðrum
tegundum hefur einnig fjölgað hratt
og er ég að reyna að tengja þá fjölgun
við hlýnandi loftslag.“
Engan bilbug að
finna á lúsmýinu
Ansi svæsið í uppsveitum Suðurlands
Kjósin
Bláskóga-
byggð
Hrunamanna-
hreppur
Flóinn
Fljótshlíð
Útbreiðsla lúsmýs
Ljósmynd/ Erling Ólafsson
Lúsmý Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir að það kæmi ekki á óvart
ef lúsmýið dreifði sér víðar á næstu árum ef áfram heldur að hlýna.
Erling
Ólafsson
Þvotturinn verður barnaleikur.
Sápuskömmtun er sjálfvirk.
TwinDos með tveimur fösum.
Fyrir hvítan og litaðan fatnað.
Treystu Miele W1 þvottavélum með TwinDos
fyrir því sem skiptir þig mestu máli. Þú
verður sannarlega í góðum höndum.
Innbyggða og sjálfvirka skömmtunarkerfið
auk þvottaefnafasanna tveggja vinna
fullkomlega saman. Þetta tryggir að rétt
magn af réttri tegund þvottaefnis er
skammtað inn á réttum tímapunkti –
fyrir fullkominn þvottaárangur og án
þess að nota of mikið þvottaefni.
Fyrir allt sem þér þykir virkilega
vænt um.
Miele. ImmerBesser.
**þegar keypt
er Miele W1
með TwinDos
þangað til
8. mars 2019
Fríar hálfs árs birgðir
af þvottaefni**
Íslenskar
leiðbeiningar
Allt um sjávarútveg