Morgunblaðið - 14.07.2018, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 14.07.2018, Qupperneq 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018 Bryndís Þórðardóttir á 30 ára afmæli á morgun. Hún er í afmælis-ferð á Ítalíu með félögunum. „Ég er í fríi á Ítalíu. Við fórum tilPísa, svo Cinque Terre, svo til Toskana og næst er stefnan sett á Flórens, þar sem við verðum í góða viku.“ Bryndís er sannarlega ekki fjarri vinum á afmælisdaginn. „Á morgun ætla ég bara að njóta ítalskr- ar sólar, liggja við sundlaugina og enda kvöldið á góðum mat.“ Ekki furða að Bryndís fagni tímamótunum í útlöndum, hún virðist una sér best á alþjóðavettvangi. Ferill hennar ber þess merki. Hún er með BA í spænsku og viðskiptafræði frá HÍ frá árinu 2015, svo meist- aragráðu í evrópskri og alþjóðaviðskiptastjórnun, nám sem hún sótti í þremur löndum, Spáni, Frakklandi og Englandi. „Ég er bara svona tungumálakona með áhuga á viðskiptum, sem sækir mikið í bók- menntir, listir og menningu,“ segir Bryndís og bætir við hýr í bragði: „Ég vann svo á Morgunblaðinu sumarið eftir BA-námið.“ Bryndís er markaðsfulltrúi hjá Bioeffect. Það er snyrtivöruframleið- andi sem gerir húðvörur eftir hávísindalegri uppskrift. „Bioeffect framleiðir húðvörur með virka efninu EGF. Það viðheldur unglegu út- liti húðarinnar og heldur henni hraustri. Vörurnar hafa farið sigurför um heiminn. Ég sé svona aðallega um að halda utan um markaðs- herferðir bæði á netinu og svo samfélagsmiðlum almennt ásamt öðrum verkefnum,“ segir Bryndís og talar af auðséðri ástríðu um starfið sitt. „Það er virkilega margt skemmtilegt að gerast hjá Bioeffect þessa dagana.“ Í afmælisferð Bryndís stillir sér upp fyrir myndatöku með fjallaþorp í Cinque Terre í baksýn. Bæirnir þar eru á heimsminjaskrá UNESCO. Með meistaragráðu frá þremur löndum Bryndís Þórðardóttir – þrítug á morgun K olbeinn Bjarnason fæddist 14. júlí 1958 í Reykjavík og ólst upp í Laugarneshverfinu. Amma hans, Sigríður, tók mikinn þátt í uppeldi hans og bróðurins, Sigfúsar. Skyldunámið stundaði Kolbeinn í Laugarnesskól- anum og Laugalækjarskólanum og hóf jafnframt ungur nám við Barna- músíkskólann. Í Laugarnesskólanum var (og er) sunginn morgunsöngur hvern dag og þar héngu (og hanga enn) á veggjum olíumálverk Jóhanns Briem. Kvikmyndasýningar voru uppi í risi og þar heillaðist Kolbeinn af raftónlist Magnúsar Blöndal Jó- hannssonar, tónlist sem hann samdi fyrir Surtseyjarmynd Ósvalds Knudsen. Kolbeinn var á sumrum í sveit á Læk í Ölfusi og Ljósalandi í Vopna- firði, eitt sumar á hvorum stað. Á Ljósalandi var gengið á reka, nýttur æðardúnn og selur veiddur. Kol- beinn var síðan fjögur sumur á Syðra-Hvarfi í Svarfaðardal (ellegar ysta bæ austan ár í Skíðadal, svo fyllstu nákvæmni sé gætt, en Skíð- dælingar eru líka Svarfdælingar). Þar kynntist hann sönglistinni í margradda söng fjölskyldunnar á kvöldvökum og las allt heildarritsafn Gunnars Gunnarssonar, föður- bróður bóndans. Hin myrka lífssýn Gunnars, eins og hún kemur fram í Ströndinni, Vargi í Véum og Sælir eru einfaldir, hafði mótandi áhrif á barnshugann. Kolbeinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina vorið 1977 og burtfararprófi í flautuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1979. Á þessum árum var hann félagi í kvikmyndaklúbbnum Fjala- kettinum og heillaðist einkum af myndmáli Ingmars Bergmans og ákafri tilvistar- og trúarlegri leit meistarans. Kolbeinn uppgötvaði síðar að hann hafði fæðst á fertug- asta afmælisdegi þessa kvikmynda- skálds. Kolbeinn ástundaði lítt bó- hemskan lífsstíl menningar- mafíunnar, sem hann vissulega tilheyrði, heldur gegndi ýmsum ábyrgðarstöðum innan ungtempl- arahreyfingarinnar á þessum árum, sat meðal annars í stjórn Norrænu ungtemplarasamtakanna og starfaði Kolbeinn Bjarnason tónlistarmaður – 60 ára Morgunblaðið/Jim Smart Stórafmæli Kolbeinn við leiði Bergmans í kirkjugarðinum á Fårö, lítilli eyju norður af Gotlandi, í júní 2018. Frá tónlist til texta Caput Kolbeinn og félagar í tónlist- arhópnum Caput árið 1990. Reykjavík Kotryna Bieliunaite fæddist 18. september 2017 kl. 16.14. Hún vó 3.420 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Viktorija Sedbaraite og Andrius Bieliunas. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isLaugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.