Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 49
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Samnefndur frumburðurAnda frá því í hitteðfyrravakti verðskuldaða athygli á honum, enda frábær plata þar á ferð, „glúrið tölvupopp“ eins og ég ræddi í pistli um málið. Platan var fyrst og síðast eitthvað svo skemmtileg; fjörlegir og nánast kímileitir taktar, tölvuleikjaflipp og „viljandi hallærishljóðgervlar“ eins og ég kallaði það víst. „Eins og ef Gior- gio Moro- der hefði verið beð- inn um að semja tón- listina við Donkey Kong Jr. Það er einhver galgopaháttur í gangi sem nær manni algerlega,“ sagði enn- fremur. Það var hin merka út- gáfa Lady Boy Records sem gaf þá plötu út, sem kassettu í fimm- tíu eintökum en einnig er hægt að nálgast streymi á bandcamp. Nýja platan er átta laga og kemur út á vegum hins nýstofn- aða listahóps Skýlið. Platan kem- ur út í takmörkuðu upplagi eða í 500 eintökum á tólf tommu vínyl. Í kjölfarið mun svo plötunni verða dreift stafrænt á allar helstu streymisveitur. Lítið var vitað um manninn á bak við Anda er hann ruddist fram á sviðið en það upplýsist hér með að Hafn- firðingurinn Andri Eyjólfsson stendur á bak við verkefnið. Tón- listarferill hans hófst er hann hóf nám sitt við Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar á klassískan gítar og að námi loknu gegndi hann kenn- una segir að Andri sæki m.a. inn- blástur í ítalska diskóið svokall- aða, „Italo Disco“, og svo er glettnislega bætt við að hans framreiðslu mætti jafnvel kalla „Íslandó diskó“. Í samtali við blaðamann lýsti Andri lítillega verkferlinu: „Að mörgu leyti samdi ég þessa plötu á svipaðan hátt og þá fyrri. Við gerð beggja notaði ég til dæmis gítar-lúppur til að búa til bassa, ryþma og lag- línur sem ég færði síðan inn í tölvuna og breytti í rafhljóð. Ég er klassískur gítarleikari að mennt og hafði varla neina þekk- ingu á danstónlist við gerð fyrstu plötunnar, hvað þá öllum þeim ólíku stefnum og straumum sem til eru innan greinarinnar.“ Andri segist svo hafa skólað sig aðeins betur til hvað gerð þess- arar plötu varðaði: „Þegar ég byrjaði á Allt í einu kynnti ég mér betur um hvað raftónlist snýst og tók þann lærdóm inní músíkina. Mig langaði t.a.m. í fyrstu að gera einhverskonar teknótónlist og lék mér með svo- kallaða hring-takta, sem eru mjög dáleiðandi. Taktpælingarn- ar urðu svo reyndar það eina sem eftir stóð sem áþreifanlegur inn- blástur úr heimi teknósins.“ Andi heldur línu fyrri plötunnar ann- ars svona meira og minna. Jú, segja má að þessi sé straumlínu- lagaðri; meira teknó – eins og til- gangurinn var – en galgopahátt- urinn og gleðin er þarna vissu- lega og jarðbindur smíðarnar ef svo mætti segja. Fortíð Andra mótar verkið þá sömuleiðis. Þetta eru í grunninn „lög“ af poppkyni, fremur en naumhyggjuleg hljóð- verk. Orðstír Anda hefur jafnt og þétt verið að byggjast upp. Hann hefur spilað reglubundið á tón- leikum og nýverið kom út safn- plata á vegum HFN Music í Þýskalandi þar sem lag Anda, „Spúkí Woogie“, má finna á með- al laga fleiri íslenskra tónlistar- manna. Andans maður »Meira teknó – einsog tilgangurinn var – en galgopahátturinn og gleðin er þarna vissulega og jarðbindur smíðarnar ef svo mætti segja. Raftónlistarmaðurinn Andi gaf út aðra plötu sína í vikunni og kallast hún Allt í einu. arastöðu við skólann í þrjú ár. Nokkrum árum síðar samhliða námi sínu við Háskóla Íslands í kvikmynda- og bókmenntafræði byrjaði Andri, eftir stutt hlé frá tónlist, að semja raftónlist vegna sívaxandi áhuga á þeim geira. Í fréttatilkynningu um nýju plöt- Svalur Það er Andri nokkur Eyjólfsson sem stendur á bak við Anda-nafnið. Ljósmynd/Heimir Gestur Valdimarsson MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018 Sólrún Bragadóttir sópransöng- kona, Ágúst Ólafsson barítón og Jón Sigurðsson píanóleikari koma fram á tónleikum hátíðarinnar Englar og menn í Strandarkirkju á morgun kl. 14. Tónleikarnir bera yfirskriftina Himnamóðirin bjarta og á þeim munu þau m.a. flytja verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Þórðarson, Eyþór Stefánsson, Merikanto, Bach, Verdi, Wagner og Luzzi. Aðgangseyrir á tónleikana er 2.900 kr. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sópran Sólrún Bragadóttir. Himnamóðirin bjarta í Strandarkirkju Sönghátíð í Hafnarborg lýkur nú um helgina með tvennum tón- leikum. Þeir fyrri fara fram í dag kl. 17 en þá snúa bökum saman tvö dúó, Funi og Duo Atlantica, og flytja íslensk, ensk, skosk og írsk þjóðlög. Dúó Atlantica skipa Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítar- leikari og Funa þau Bára Gríms- dóttir sem syngur og leikur á kantele og shruti box og Chris Foster sem syngur og leikur á gít- ar og langspil. Einnig koma fram börn í söngsmiðju Sönghátíðar sem Ingibjörg Fríða og Sigurður Ingi stjórna. Lokatónleikarnir nefnast Fullveldi 1918-2018 og fara fram annað kvöld kl. 20 en þá verður aldarafmæli fullveldis Íslands fagnað með flutningi á há- punktum íslenskrar söngsögu lið- innar aldar, eins og það er orðað í tilkynningu. Flytjendur eru Þóra Einarsdóttir sópran, Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir mezzósópran, Francisco Javier Jáuregui gítar- leikari, Ástríður Alda Sigurðar- dóttir píanóleikari og Ásta Marý Stefánsdóttir sópran. Raddfagrar Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Þóra Einarsdóttir sópran. Sönghátíð lýkur í Hafnarborg Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Fullkominn ferðafélagi ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.