Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég var með bjórsmökkun um daginn þar sem ég kynnti fjórar tegundir af íslenskum bjór sem innihéldu m.a. mangó. Vinkona mín Díanna Sjöfn Jóhannesdóttir las upp úr ljóðabók sinni Freyju og svo var ég með spurn- ingakeppni sem var vel sótt. Þar var góð stemning í keppninni og í ljós kom mikið keppnisskap hjá þátttakendum. Í verðlaun var gjafabréf í ís- búð,“ segir Andrea Ósk Sigurbjörns- dóttir, há- skólanemi í tóm- stunda- og félagsmálafræði og kynjafræði sem leigir eina af þjónustu- íbúðum aldraðra í Norðurbrún gegn því að sinna félagsstarfi og aðstoð við íbúanna. Hún segir að vinkona hennar hafi bent sér á að hún væri tilvalin í starfið og því hafi hún sótt um. Andrea segist vera vinur og ná- granni íbúanna í Norðurbrún. „Ég er til staðar, spjalla við íbúana, heyri sögur um líf þeirra og minningar og stend fyrir alls konar viðburðum. Af um 60 íbúum mæta 12 til 15 á hvern viðburð,“ segir Andrea sem oft er boðið í heimsókn til nágranna sinna til að skoða myndir og spjalla. „Ég er ekki með fasta viðtalstíma en ætla að prófa það í haust. Ég hjálpa líka við tæknivandamál og er að reyna að ná fólki aðeins út fyrir þægindahringinn. Ég kenni þeim og hvet til þess að panta öðru hvoru mat af netinu til að fá tilbreytingu frá heimsenda matnum sem flestir fá,“ segir Andrea sem segir ekkert því til fyrirstöðu að eldra fólk geti nýtt sér tölvutækni ef það hafi réttu græjurnar. „Ég er oftast með viðburði eftir kaffi og nú er ég að útbúa möppu með íslenskum lögum því íbúarnir hafa mikinn áhuga á samsöng. Svo er spenningur fyrir matreiðslu- kvöldi og kokteilagerð.“ Andrea segir að þegar hún setji upp auglýsingar um viðburð fái íbú- arnir mikinn áhuga á því sem hún sé að gera og spyrji allan daginn um það sem fram eigi að fara. Í næstu viku verður Andrea með vegan-ískvöld þar sem hún kynnir íbúum vegan-ís og vegan-sælgæti. Hún er sjálfboðaliði í jafningja- fræðslu Samtakanna ’78 og ætlar að fá vinkonu sína til þess að vera með hinsegin fræðslu í haust. „Þá ætlum við að ræða mál sem voru tabú þegar íbúar Norður- brúnar voru að alast upp. Ég ætla líka að kanna hvort eitthvert pizzu- fyrirtæki sé ekki tilbúið að senda okkur pizzur meðan á fræðslunni stendur,“ segir Andrea sem telur að hlusta eigi meira á vilja eldri borgara og setja meira fjármagn í félagsstarf. Forvitin um tattúið Berglind Arna Gestsdóttir, for- stöðumaður á Norðurbrún 1, segir að Reykjavíkurborg hafi komið með hugmyndina síðastliðið haust að því að bjóða háskólanemum að leigja þjónustuíbúðir aldraðra gegn því að þeir sinntu félagsstarfi og aðstoð við íbúana í 40 klukkustundir á mánuði. Þjónustuíbúðir í Norður- brún 1 og við Lönguhlíð urðu fyrir valinu og fluttu tveir háskólanemar í íbúðirnar í vor en verkefnið mun standa til 1. júní 2019. Notendaráð sem skipað er not- endum þjónustu í Norðurbrún tók þátt í undirbúningi verkefnisins og vali á háskólanemanum í Norður- brún, Andreu Ósk Sigurbjörns- dóttur. „Viðvera Andreu lengir daginn fyrir heimilismenn en samskiptin eru að mestu leyti eftir að reglu- bundinni dagskrá er lokið,“ segir Berglind Arna sem segir íbúa í Norðurbrún áhugasama um að kynnast menningu, orðaforða og klæðaburði unga fólksins. „Þau eru mjög forvitin um tattúið sem Andrea er með og spennt að sjá í hvers konar fatnaði hún mæt- ir. Andrea brúar að mínu mati bilið milli kynslóða og íbúarnir líta á hana sem nágranna sem myndað hefur við þá vinatengsl frekar en starfsmann.“ Verkefnið er stutt á veg komið en það er almenn ánægja með störf Andreu og íbúar eru duglegir að taka þátt í því sem hún hefur upp á að bjóða. Tæknikennsla og heimspeki „Ég hef farið með íbúum í vett- vangsferð bæði sem félagsskapur og stuðningur, haldið fyrirlestur um klassíska heimspeki sem gekk mjög vel og íbúarnir tengdu vel við,“ seg- ir Sverrir Heiðar, háskólanemi í hugbúnaðarverkfræði sem býr nú í Lönguhlíð og bætir við að hann skipuleggi stundum gönguferðir um helgar, bíókvöld á virkum dögum og boccia. „Ég spjalla oft við íbúana í mat- ar- og kaffitímum og sest reglulega með þeim í blómaskálann til að spjalla um lífið og tilveruna. Einnig hef ég boðið upp á tæknilega kennslu, aðstoðað við ýmis tækni- vandamál, segi frá því nýjasta í heimi tækni og vísinda og útskýri hvaða áhrif það geti haft á sam- félagið,“ segir Sverrir og bætir við að hann spili oft skrafl við einn íbú- ann sem sé orðinn hundrað ára og þau skemmti sér bæði jafn vel. Færir ferskan blæ í húsið Anna Hermannsdóttir, for- stöðumaður þjónustuíbúða og fé- lagsmiðstöðvarinnar í Lönguhlíð, segir verkefnið með búsetu há- skólanema í þjónustuíbúð hafa gengið mjög vel það sem af er. „Háskólaneminn hefur stutt við einstaklinga sem hér búa, spjallað við þá og gert með þeim nýja hluti eins og fyrirlestur um heimspeki, sem lagðist vel í íbúa Lönguhlíðar, og sett upp HM-stofu í setustofunni sem var til þess hugsuð að hvetja íbúana til að fylgjast með knatt- spyrnuleikjum Íslands á HM. Í setustofunni myndaðist mjög góð stemming,“ segir Anna. Hún bendir á að verkefnið sé tilraunaverkefni sem sé frekar stutt á veg komið og það verði metið í lok þess. „Að fá ungan háskólanema eykur auðvitað á fjölbreytileika hússins og færir ferskan blæ í samveru íbú- anna,“ segir Anna og bætir við að einstaklingsstundirnar sem há- skólaneminn veiti íbúum séu dýr- mætar. Hún geti ekki betur séð en að flestir íbúar Lönguhlíðar séu já- kvæðir í garð unga nágrannans. Háskólanemar uppfæra eldri borgara  Háskólanemendur búa í þjónustuíbúðum aldraðra og sinna félagsstarfi í húsunum  Bjórsmökk- un, vegan-ískynning og hinsegin fræðsla í Norðurbrún  Skrafl og heimspekifyrirlestur í Lönguhlíð Mogunblaðið/Eggert Norðurbrún Íbúar í þjónustuíbúðum í Norðurbrún taka þátt í viðburðum sem yngsti íbúinn Andrea býður upp á. Ingibjörg Pétursdóttir „Ég hef búið hér í 6 ár og það er yndislegt að vera búin að fá And- reu í húsið,“ segir Ingibjörg Pét- ursdóttir, íbúi í Norðurbrún. Hún segist ekki drekka mikinn bjór en hafi þó tekið þátt í bjór- smökkuninni til að vera með og gengið nokkuð vel í spurn- ingakeppninni. „Mér finnst ekkert skrýtið að hún skuli búa með okkur og hef aldrei litið ungt fólk öðrum augum en fullorðna,“ segir Ingibjörg en hún og Andrea uppgötvuðu að þær ættu sameiginlegan vin þegar Andrea bauð vini þeirra, háni Mar- gréti, í mat í Norðurbrún. Yndislegt að fá Andreu í húsið SAMSTARF YNGRI OG ELDRI KYNSLÓÐA Ánægð Ingibjörgu Pétursdóttur líkar vel við uppátæki Andreu í Norðurbrún. Guðrún Kristjándóttir „Það er upplífgandi og mjög gott að hafa unga manninn hjá okkur. Hann er afskaplega þægilegur og kemur og skraflar við mig, það þykir mér afskaplega gaman. Við vinnum á víxl og það er líka gam- an,“ segir Guðrún Kristjándóttir, 100 ára íbúi í Lönguhlíð um unga háskólanemann sem býr í húsinu. „Mér finnst sniðugt að blanda sam- an yngri og eldri og ég held að fólk hér sé duglegt að taka þátt í fé- lagsstarfinu en ég heyri svo illa að ég tek lítinn þátt í öðru en að skrafla. Skrafl sem er líkt því að gera krossgátur er skemmtilegt og það koma svo mörg skemmtileg orð út úr því,“ segir Guðrún sem telur sig nokkuð góða í spilinu. „Ég lærði af systur minni sem var betri en ég en hún vildi alltaf vinna. Það var meira keppnisskap í henni,“ segir Guðrún sem að sögn hefur átt fimm góð ár í Lönguhlíð. Hún segir að allir séu afskalega góðir við sig, bæði starfsfók og íbúar og hana skorti ekkert. Auk þess sé hún heppin að eiga mikið af ungu frændfólki sem hugsi vel um hana og skrafli við hana. Guðrún hefur unun af skrafli Skraflari Guðrún Kristjánsdóttir heldur á afmæliskveðju á skraflborði. Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.