Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018
Verð frá 178.225 kr + vsk.
Upplýsingar í síma 698 1539 og siggi@pmt.is – Til sýnis og sölu hjá Pmt Krókhálsi 1.
ATH: Takmarkaðmagn. Næsta sending áætluð í september.
Rafdrifin brettatjakkur með
Lithium rafhlöðu.
Aðeins 125kg án brettis.
Snýst á punktinum með lóðréttan
kjálka og lendir ekki í sjálfheldu.
FRUMKVÖÐULL
NÝUNGA OG KOSTA
ETNA ehf.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Ísland vann yfirburðasigur í kosn-
ingu í mannréttindaráð Sameinuðu
þjóðanna á allsherjarþingi stofnun-
arinnar í gær. Þar hlutu Íslendingar
172 atkvæði af 173 greiddum til að
ganga í ráðið. Frakkland hlaut eitt
atkvæði en fimm sátu hjá.
Þegar var ljóst að Ísland myndi að
öllum líkindum vinna kosninguna
þar sem Vesturlönd höfðu sammælst
um að styðja Íslendinga til að taka
við sæti Bandaríkjamanna. Banda-
ríkjamenn sögðu sig úr ráðinu í síð-
asta mánuði vegna ósættis með
áherslur þess og Ísland mun setjast í
þeirra stað til lok kjörtímabilsins,
eða í um 18 mánuði.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík-
isráðherra sagði í viðtali við mbl.is að
ánægjulegt væri að svo breið sam-
staða hefði myndast meðal Vestur-
landa um framboð Íslendinga. Þó
þyrfti að hafa í huga að setu í ráðinu
fylgdi ábyrgð sem Íslendingar
þyrftu að vera viðbúnir til að axla.
„Þetta kemur til vegna þess að við
höfum verið að vanda okkur í mann-
réttindamálum bæði heima og á er-
lendum vettvangi. Þá höfum við haft
forystu um ýmis mál sem fastanefnd-
in hefur fylgt eftir, svo sem stöðu
mannréttinda á Filippseyjum,“ sagði
Guðlaugur. Sagði hann jafnframt að
Íslendingar myndu í ráðinu beita sér
fyrir jafnréttismálum og sérstaklega
réttindum hinsegin fólks.
Munu ýta eftir umbótum
Guðlaugur sagðist hafa átt gott
samtal við Nikki Haley, sendiherra
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð-
unum, í aðdraganda kosninganna.
Haley hafði kallað mannréttindaráð-
ið „forarpytt pólitískrar hlutdrægni“
þegar hún lýsti yfir útgöngu Banda-
ríkjamanna úr því. Guðlaugur telur
að samstarf verði þó áfram gott við
Bandaríkjamenn á sviðum mann-
réttinda.
Í viðtalinu sagðist Guðlaugur von-
ast eftir því að umbótum verði komið
á í mannréttindaráðinu og kerfis-
breytingar gerðar til að auka ábyrgð
aðildarríkjanna. „Ég hef kallað sér-
staklega eftir því að þær þjóðir sem
sitja í mannréttindaráðinu séu til
fyrirmyndar í mannréttindum. Þá
hef ég tiltekið sérstaklega Sádi-Ar-
abíu, Filippseyjar, Venesúela, svo
einhver lönd séu nefnd.“
Guðlaugur sagði tímann munu
leiða í ljós hvort Íslendingar gætu
keyrt erindi sín áfram í ráðinu.
„Framfarir á sviði mannréttinda
hafa aldrei átt sér stað án baráttu,“
sagði hann.
Ísland komið í mannréttindaráðið
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Kosning Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna við atkvæðagreiðsluna í mannréttindaráðið.
Ísland hlaut afgerandi stuðning í kosningum SÞ „Þetta kemur til vegna þess að við höfum verið að
vanda okkur í mannréttindamálum bæði heima og á erlendum vettvangi,“ segir utanríkisráðherra
Þessari mynd náði ljósmyndari
Morgunblaðsins þegar hann lá mar-
flatur í rigningunni á Laugavegi í
gærkvöldi. Ljóst er að þar verður
hann fram á þriðjudag ætli hann að
bíða eftir að sólin komi til Reykja-
víkur.
Nokkuð milt veður verður um allt
land í dag en útlit er fyrir að þurrt
verði um landið í kvöld. Þá mun
byrja að rigna aftur í nótt og í fyrra-
málið en mikilli rigningu er spáð
víða um Vestur- og Austurland í
morgunsárið. Líklega mun þó sjást
til sólar á Austurlandi þegar líða fer
á morgundaginn og verður að líkum
nokkuð sólríkt þar á mánudag.
Eins og áður segir mun sólin
þerra Reykvíkinga á þriðjudag en
þá mun verða heiðskírt um allt Vest-
urland ef spár Veðurstofunnar
reynast sannar. Sólin verður þó
skammgóður vermir því á miðviku-
dag mun aftur byrja að rigna víða
um land. Morgunblaðið/Hari
Sólin læt-
ur sjá sig á
þriðjudag
Legið í rigningunni og beðið eftir sólinni
Skýr merki eru um ókyrrð í Öræfa-
jökli en fjallið hefur þanist út a.m.k.
frá áramótum 2016-17. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá almannavarna-
deild ríkislögreglustjóra. Þenslunni
fylgir aukin jarðskjálftavirkni og af-
lögun. Engin merki eru um að hraði
þenslunnar fari minnkandi þó svo að
jarðhitavirkni hafi minnkað frá því í
desember sl. Er orsök þenslunnar
talin vera innskot vegna nýrrar kviku
í rótum eldstöðvarinnar.
Kristín Jónsdóttir, jarðskjálfta-
fræðingur og hópstjóri nátt-
úruvárvöktunar hjá Veðurstofu Ís-
lands, segir í samtali við Morgun-
blaðið að engar örar breytingar séu í
Öræfajökli. „Þenslunni fylgir auðvit-
að meiri skjálftavirkni, sem hefur
aukist smátt og smátt á síðustu ár-
um,“ segir Kristín. „Tilkynning al-
mannavarna er fyrst og fremst að
lýsa ástandinu eins og það hefur verið
í langan tíma.“
Merki um
ókyrrð í
Öræfajökli
Fjallið hefur
þanist út síðustu ár
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Skógræktin varar við því að trjá-
gróður við Skógafoss verði skertur.
Þá mælir hún einnig með því að
stuðlað verði að útbreiðslu birkis við
Skógafoss, m.a. til varnar áföllum
vegna náttúruhamfara.
Þetta og fleira kemur fram í um-
sögn við drög að stjórnunar- og
verndaráætlun fyrir náttúruvættið
Skógafoss sem Skógræktin sendi
Umhverfisstofnun á dögunum.
Útsýni ekki vandamál
„Okkar áherslur eru kannski fyrst
að viðhalda skóginum fyrir neðan
fossinn. Það er þarna reitur sem var
settur upp á sínum tíma, niðri við
vegamótin á Skógum. Sumir hafa
haft mikið á móti honum vegna þess
að hann skyggi á útsýni frá vegin-
um,“ segir Hreinn Óskarsson, sviðs-
stjóri samhæfingarsviðs Skógrækt-
arinnar, í samtali við Morgunblaðið.
„Í rauninni er það ekki stóra
vandamálið sýnist mér. Þeir sem
þekkja vel til vita það að fossinn sést
bara mjög vel frá brúnni. Skógurinn
á aldrei eftir að skyggja á þar,“ segir
Hreinn en í drögunum segir m.a.: „Í
deiliskipulagi er gert ráð fyrir að
skógrækt vegna landgræðslu verði
áfram á jaðarsvæði friðlýsta svæð-
isins og lagt er til að skógurinn verði
grisjaður til að opna betur sýn að
Skógafossi frá þjóðvegi.“
Hreinn segir þó skóginn framan
við Skógafoss ekki vera eina atriðið
sem Skógræktin beitir sér fyrir,
landsvæðið á heiðinni fyrir ofan
þarfnist einnig meiri athygli.
Vilja byggja upp skóginn
„Í mínum huga er aðalatriðið
kannski það að við hefðum viljað að
það hefði verið lögð meiri áhersla á
að koma upp kjarri og birkiskógi
uppi í heiðinni fyrir ofan þar sem er
alveg ógurleg jarðvegseyðing.“
Í drögunum frá Umhverfisstofnun
segir á öðrum stað: „Ekki er gert ráð
fyrir að frekari skógrækt verði innan
náttúruvættisins.“
Við þetta gerir Skógræktin einnig
athugasemd og bendir á að Skóga-
foss sé á rauðum lista Umhverfis-
stofnunar yfir svæði í hættu vegna
mikillar ásóknar ferðamanna.
„Fossinn sést mjög vel“
Gera athuga-
semdir við áætl-
anir um Skógafoss
Morgunblaðið/Ómar
Vinsæll Skógafoss er eitt þekktasta
kennileitið undir Eyjafjöllum.