Morgunblaðið - 14.07.2018, Side 52

Morgunblaðið - 14.07.2018, Side 52
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 195. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Trump, May og Katrín Jakobsdóttir 2. Bakveikur - ekki fullur 3. „Við höfum aldrei séð annað eins“ 4. WOW air tapaði 2,4 milljörðum …  Þungarokkssveitin Sólstafir kemur til með að hita upp fyrir ensku hljóm- sveitina Paradise Lost, eina kunnustu öfgarokkssveit heims, á tónleikaferð þeirrar síðarnefndu um Norður- Ameríku í október. Fyrstu tónleikarn- ir fara fram 2. október í Baltimore en þeir síðustu 21. október San Franc- isco. Hljómsveitin Atlas Moth verður einnig með í för. Paradise Lost var stofnuð fyrir 30 árum í Halifax á Englandi og þykir af- ar áhrifamikil hljómsveit í málmgeira þungarokksins. Morgunblaðið/Eggert Sólstafir hita upp fyrir Paradise Lost  Skipuleggjendur tónleika banda- rísku rokksveitarinnar Guns N’ Roses hafa sett 2.000 aðgöngumiða til við- bótar í sölu á vefsíðunni show.is og stefnir því í að tónleikarnir, sem fram fara á Laugardalsvelli, verði þeir fjöl- mennustu í Íslandssögunni. Þá hefur verið tilkynnt að íslenska rokksveitin Brain Police muni sjá um upphitun fyrir bandaríska kollega sína. Tónleik- arnir fara fram 24. júlí og verður hleypt inn frá kl. 17. Búnaðurinn sem fylgir Guns N’ Roses er ekkert smáræði og fyllir hvorki meira né minna en 45 gáma, skv. til- kynningu frá skipuleggjendum, og vega herlegheitin um 1.300 tonn. Meðal þess sem flutt verð- ur til landsins er stærsta svið sem sett hefur verið upp hér á landi, 65 metra breitt með þremur gríð- arstórum skjám. Sala á aukamið- unum er þegar haf- in á show.is. »6 2.000 miðum bætt við FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Léttir smám saman til norðaustanlands en stöku skúrir vestan til. Gengur í austan 5-15 seint í kvöld með rigningu sunnanlands. Hiti 10 til 20 stig. Á sunnudag Austlæg og síðar breytileg átt með rigningu um allt land en styttir upp norðaustan til síðdegis. Hiti 7 til 17 stig, svalast á norðanverðum Vestfjörðum. Á mánudag Norðlæg átt, 3-10 m/s. Léttir til á vestanverðu landinu en lítils háttar væta með norðurströndinni fram yfir hádegi en skúrir austanlands. Hiti 7 til 17 stig. Frakkar og Króatar mætast í úrslita- leik heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu karla í Moskvu á morgun. Frakkar hafa einu sinni orðið heims- meistarar í knattspyrnu karla, fyrir 20 árum á heimavelli. Króatar hafa aldrei komist nær því að vinna titilinn en nú. Áður en flautað verður til úr- slitaleiksins mætast Belgar og Eng- lendingar í bronsleik mótsins. »1 Úrslitastund HM nálgast í Moskvuborg Víkingur Reykjavík tók á móti Keflavík í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knatt- spyrnu í gær en leiknum lauk með 1:0-sigri heima- manna. Það var Arnþór Ingi Kristinsson sem skoraði eina mark leiksins á 4. mín- útu. Víkingar eru komnir í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig en Keflavík er sem fyrr á botninum með 3 stig. »3 Víkingar í fimmta sæti deildarinnar Sjaldan eru fréttir af leikmannaskipt- um í NBA-deildinni á sumrin þess virði að eyða í þau prentsvertu, þótt frá því séu undantekningar. Svo var þó nýlega þegar LeBron James ákvað að yfirgefa Cleveland Cavaliers og gera samning við Los Angeles Lakers fyrsta júlí síðastliðinn. Enda er um að ræða fremsta körfu- knattleiksmann sinnar kynslóðar auk þess sem skipti hans breyta hlutföllum milli Vestur- og Aust- urdeildar. »4 Margt breytist með komu James til Lakers Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í stærsta fjósi á Íslandi, sem er á bænum Flatey skammt vestan við Hornafjörð, var á dögunum opnaður veitingastaður. Fjósið var tekið í notkun fyrir nokkrum árum og á annarri hæð í steinsteyptri bygg- ingu í norðurhluta hússins var ágætt rými sem forsvarsmenn búsins sáu að mætti nýta fyrir gesti og gang- andi. Ákveðið að nýta tækifærið og útkoman er óvenjulegur veitinga- staður sem strax hefur vakið tals- verða athygli. Hæfir vel saman „Hugsunin í upphafi var ekki sú að fara í veitingarekstur jafnframt búrekstri. En hugmyndin kom þó fljótlega eftir að uppbyggingin hófst og sé rétt að málum staðið á þetta vel saman,“ segir Hjalti Þór Vign- isson. Hann er framkvæmdastjóri Selbakka ehf. sem á og rekur búið. Selbakki er í eigu sjávarútvegsfyr- irtækisins Skinneyjar-Þinganess á Höfn í Hornafirði. Fjósið á Flatey er stórbygging, þar sem í dag eru alls 200 mjólkandi kýr sem verður bráð- lega fjölgað um 40. Þá er fjöldi ann- ars nautpenings í fjósinu. „Þegar Skinney-Þinganes kom inn í búreksturinn á Flatey á sínum tíma var ætlunin að renna styrkari stoðum undir atvinnulíf hér á svæð- inu. Sjávarútvegurinn verður auðvit- að alltaf númer eitt í okkar starf- semi, en við horfum til annarra átta eins og við á hverju sinni,“ segir Hjalti Þór. Fræðsluefni í fjósinu Í fjósinu á Flatey hefur nú verið útbúið ýmislegt fræðsluefni, svo sem um gripina, mjaltaþjónana og fóður- kerfin en allt í byggingunni er sam- kvæmt nýjustu tísku og tækni, sem mörgum kann að þykja framandleg. Og svo er það veitingastaðurinn, sem Óðinn Eymundsson veitir for- stöðu, en þar má fá nautasteikur og annað lostæti frá Flatey og súpu úr Hornafjarðarhumri svo eitthvað sé nefnt. Þá er, að sögn Hjalta Þórs, í skoðun að setja upp gerilsneyðing- artæki í Flatey, svo bjóða megi gest- um upp á drykkjarmjólk eða vinna osta og slíkt úr mjólkinni. Að bjóða upp á veitingar úr hráefni í héraði og beint frá býli skapi sérstöðuna. „Ferðafólk hefur mikinn áhuga á því að kynna sér búrekstur og at- vinnulífið á hverjum stað. Hér á Höfn spyrja margir um hvort mögu- legt sé að skoða fiskvinnsluna okkar, sem við höfum ekki mikil tök á þótt stundum séu gerðar undantekn- ingar. En kannski skoðum við það betur á næstu árum að skapa að- stöðu til slíks,“ segir Hjalti Þór sem bætir við að fyrri sláttur sé langt kominn í Flatey, nytin í kúnum góð og búreksturinn í föstum skorðum. Veitingar í Flateyjarfjósi  Nautakjöt og humar á stærsta kúabúi landsins Eldhúsfólk Maria Boghean, Svandís Dóra Jónsdóttir, Óðinn Eymundsson og Helga Valdís Helgadóttir. Stórbygging Hundruð gripa eru í fjósinu á Flatey og mjólkandi kýr þar verða brátt orðnar 240 talsins. Gestagangur Bjarni Benediktsson, þá forsætisráð- herra, kom við á Flatey sl. haust og kynnti sér búskap.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.