Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018 það var á Birkihlíðinni, spítalan- um þar sem hún var alltaf lasin þessi elska síðustu ár eða brosandi út að eyrum á Hraunbúðum þar sem hún dvaldi til æviloka. Mig langar að setja nokkrar línur með sem koma ofarlega í huga mér: Til þín ég hugsa, staldra við. Sendi ljós og kveðju hlýja. Bjartar minningar lifa ævina á enda. Ég vil biðja góðan guð að blessa minninguna um yndislega eigin- konu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu. Björg (Bogga). Elsku amma. Mér finnst einhvern veginn svo óraunverulegt að setjast niður og skrifa minningargrein um þig. En ömmur og afar eru því miður ekki eilíf. Ég hugsa að þið afi hafið ekki alveg búist við því þegar ég fædd- ist að þar með mynduð þið ekki losna við mig þar sem ég hef alltaf verið föst við ykkur. Ef þið voruð að gera eitthvað eða brasa eitt- hvað þá var ég alveg pottþétt þar líka að fylgjast með eða hjálpa til sem hefur kennt mér allt sem ég kann og get gert sjálf. Enda eru ófár minningarnar sem ég á af Birkihlíðinni að brasa með þér og Nýju eða þér og afa. Hugsa að ég gæti skrifað heila bók af minning- um ef ég vildi. Sama hvort það var að spila, leggja kapal, baka, laga kakó, elda, reyta arfa, sólböðin í lautinni, raka, skera rabbarbara og búa til sultu eða mála, alltaf var ég á svæðinu að brasa með ykkur og er þar svo sem enn í dag nema núna reyni ég að gera hlutina sem þið afi getið ekki lengur gert. Hugsa samt að ég geti aldrei borgað ykkur til baka allt sem ég hef fengið að gera með ykkur eða þið gert fyrir og með mér. Eins og að prjóna sokkana sem ég gat ekki prjónað í grunnskóla þar sem ég fékk svo mikla klígju þegar garnið nuddaðist við prjón- ana, auðvitað reddaðir þú því fyrir mig, eða þegar að við þrjú, ég, þú og afi, sátum nokkra daga í röð að líma og sauma saman kjólinn úr pollagallaefninu sem ég hannaði fyrir einhverja keppni. Eða sum- arbústaðarferðin í Ölfusborgir þar sem við ákváðum að keyra á Þing- velli 17. júní þar sem það var eitt- hvert stórafmæli og við enduðum á að sitja í bíl í næstum átta klukkutíma þar sem bílaröðin var endalaus. En mikið skemmtum við okkur samt í steikjandi hita í leðurklædda bílnum. Þegar gullið okkar fæddist græjuðuð þið mamma nýja áklæð- ið utan um bastvögguna og þú varst að klára að sauma síðustu sporin þegar við komum heim á Birkihlíðina þar sem við mæðgin áttum bæði okkar fyrsta lögheim- ili. Enda verður Birkihlíð 11 alltaf mitt aðalheimili því alveg sama hvað við fluttum oft þegar ég var lítil þá var Birkihlíðin alltaf fastur punktur og draumaheimilið mitt. Síðustu dagar eru búnir að vera erfiðir þar sem þú hefur alltaf ver- ið svolítið eins og mín önnur mamma frekar en amma. Gullið okkar, sem átti einhverja strengi til þín og þú til hans þar sem þið þurftuð ekki að tala til að skilja hvort annað, er mikið búin að spyrja um það hvar þú verðir í kirkjugarðinum og var svo fegin að vita að þú yrðir hjá Sigurði þannig að hann myndi rata til þín að spjalla eins og hann hefur gert við Sigurð. Elsku amma mín, ég veit þú passar englana mína tvo eins og ég mun halda áfram að passa afa og Grétar Inga eins og ég lofaði þér á síðustu metrunum þínum hjá okkur. Elsku amma mín, takk fyrir allt og allt og ég borga þér þegar ég verð orðin stór (eins og þú sagðir alltaf við mig). Þín nafna, Sigríður Árdís Ágústsdóttir. Í dag kveðjum við elsku ömmu. Það var yndislegt að eiga ömmu eins og ömmu Sirrý, frá því við munum eftir okkur var amma allt- af heima í Birkihlíðinni. Í minn- ingunni situr hún á eldhúsbekkn- um með eitthvert gotterí á borðum, heimsins bestu pönnu- kökur, lagtertuna góðu eða klein- ur. Með prjóna eða heklunál í höndunum. Amma var einstak- lega blíð og góð kona. Hún gaf okkur alltaf tíma þegar við kom- um í heimsókn, hvort sem það var spjall, leggja kapal með henni, spila eða hvað sem er. Amma var svipmikill persónuleiki sem lét óspart skoðanir sínar í ljós, hún hafði margar sögur að segja og það var gaman að hlusta á hana segja frá, hvort sem það var frá Grænuhlíðinni, eldgosinu, hvernig hún fann upp þrettándann ásamt fleirum, vinnu á vertíðum og margt fleira. Amma fór á elliheimili fyrir um tveim árum og það tók smátíma að venjast því að heimsækja hana þangað, að hún væri ekki lengur við eldhúsborðið í Birkihlíðinni. Hún elskaði að fá okkur í heim- sókn með barnabarnabörnin og var stundum pínu svekkt ef maður kom í heimsókn án þeirra. Sama gestrisnin var á elló og alltaf þeg- ar kíkt var á ömmu var nammi- skúffan opnuð og hún steinhissa á okkur ungu foreldrunum að leyfa ekki litlu barnabarnabörnunum hennar að fá „bara einn“ súkku- laðimola. En við þurftum þó að passa okkur á því að koma samt ekki í heimsókn á elló þegar það var íþróttaleikur í sjónvarpinu því þá var athyglin öll þar, enda fylgd- ist hún með öllum íþróttum fram á síðasta dag. Amma var íþrótta- áhugamanneskja af guðs náð og fannst í fyrri tíð ekkert skemmti- legra en að heyra gengi okkar þegar við kepptum í handbolta og fótbolta. Auðvitað fyrir Tý því það var hennar lið og hefði aldrei kom- ið til greina að velja annað lið. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Anna Rós, Halla Björk, Sævald Páll og Einar Ottó. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku amma gamla. Ég hef allt- af elskað þig og mun alltaf elska þig. Þú varst besta amma í heimi, þú ert á góðum stað núna. Amen. Þinn Gretar Ingi Helgason. Elsku amma Sirrý, nú sit ég hér og skrifa þessi orð og trúi því ekki að þú sért búin að kveðja í síðasta skipti. Það er svo erfitt að lýsa því hversu mikils virði þú varst mér og öllum sem þér þótti vænt um. Alltaf var svo gott og gaman að koma á Birkihlíðina til ykkar afa Tryggva. Alltaf var tími til að spila og leika, maður var alltaf velkom- inn og ekki fannst þér verra ef Sigurður Hjálmar og Sædís Lilja komu líka. Þessar stundir og miklu fleiri eru mér dýrmætar nú. Það var alltaf stutt í hláturinn og gleðina hjá þér. Þín verður sárt saknað, elsku amma Sirrý mín. Þinn Tryggvi Stein og fjölskylda. Hún Sigríður mágkona mín er sofnuð svefninum langa. Við fjöl- skyldan kölluðum hana Lillu, en aðrir vinir Sirrý. Það er svo sem ekkert víst að hún hafi orðið hvíld- inni fegin, því hún var óvenjulega lifandi og hress manneskja og allt- af til í allt. Hún elskaði allar íþrótt- ir og þó einkum fótbolta. Hún lá fárveik á sóttarsæng þegar HM byrjaði, en fékk sér samt bláa landliðspeysu og reis upp í sjúkra- rúminu og horfði á fótboltann. Við mágkonurnar vorum nú ekki allt- af á sama máli (en hvaða mágkon- ur eru það?) og körpuðum oft um hlutina, en oftast hafði hún nú bet- ur og við sættumst heilum sáttum. Hún var mér mjög hjálpleg á fyrstu búskaparárum mínum, t.d. hafði ég aldrei straujað karl- mannsskyrtu. Gaui maðurinn minn, litli bróðir hennar, átti bara tvær og þar sem hann var skrif- stofumaður gekk hann alltaf í jakkafötum svo að skyrturnar varð að strauja á hverjum degi. Hún Lilla var óforbetranlegur Týrari og átti stóran þátt í að gera þrettándann að því sem hann hef- ur orðið með árunum og fyrr á ár- um var hún vakin og sofin yfir Týs-þjóðhátíðunum. Ég hafði mjög gaman af því þegar við eignuðumst yndislegan kettling og ég sagði henni að hann hefði ættarnafnið Týr. Þá sagði mín kona: Mér er alveg sama þó hann heiti Týr, ég ætla samt ekki að passa hann fyrir þig! Hún var nefnilega enginn kattavinur, var meira fyrir hunda. Hún var gift jafnaldra sínum og skólabróður, Tryggva Sigurðssyni vélstjóra, og eignuðust þau fimm börn: Ólaf Kristin, Hallgrím, Sig- urð Hjálmar, sem dó tæplega fimmtugur, Klöru og Kristnýju. Svo eru öll tengdabörnin, barna- börnin og einhver ósköp af barna- börnum, enda voru þau hjón mikl- ar barnagælur og börnin hændust mjög að þeim. Elsku Lilla, við Gaui þökkum þér allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Vertu Guði falin. Þín mágkona, Hólmfríður Ólafsdóttir. Elsku amma. Sumir eru ódauðlegir, eða hvað? Það hélt ég allavega. Sterk- ari manneskju er erfitt að finna og eftir að hafa heyrt sögur af þér fyrir mína tíð þá á ég hreinlega ekki orð til að lýsa þér. Þú varst svo dugleg, sterk og uppfull af ást. Allt frá fyrsta degi hef ég eytt miklum tíma í Birkihlíðinni hjá þér og afa. Þar var ég snemma farin að prjóna, sauma og baka pönnukökur með þér á milli þess sem við sátum að spila. Þeir sem þig þekktu vita að þér fannst nú gott að fá þér einn bjór og þótti það lítið mál. Hinsvegar kom snemma upp vandamál þegar ég var farin að stelast oftar en góðu hófu gegndi í bjórinn án þinnar vitundar, að ég hélt. Tókstu þá á það ráð að kaupa pilsner handa mér, það var jú skárra að ég drykki pilsner en bjórinn. Það má því með sanni segja að þú hafir komið mér á bragðið ansi snemma. Íþróttir og fótboltinn voru alltaf eitt af þínu uppáhalds- sjónvarpsefni, við áttum það sam- eiginlegt, og hér áður vissirðu allt um leikinn og leikmenn. En núna á seinni árum var minnið aðeins farið að gefa sig hjá þér og gleymi ég seint deginum þegar við sátum saman inná Hraunbúðum og horfðum á spennandi fótboltaleik þar sem Leiknir og Bayern Münc- hen áttust við. Það muna fáir eftir þeim leik enda var þetta viðureign Leicester og Manchester United (LEI – MUN) en það var ekki að- almálið, þetta var fótbolti og við elskuðum leikinn. Elsku amma, ég elska þig. Þín verður sárt saknað. Ég passa afa fyrir þig. Skál fyrir þér. Þín Svava Kristín. Þegar sólin stígur upp yfir jök- ulinn og geislar hennar glæða Eyjarnar lífi, kviknaði á deginum. Grænahlíðin og austurbærinn, veröld sem var, vaknaði til lífsins og öldurnar sem í milljónatali svella að brjósti Eyjanna austur á Urðum í taktföstum dansi við klappirnar var undraveröld. Leik- svæði okkar peyjanna í austur- bænum. Í Grænuhlíðinni reis upp önnur sól á hverjum degi, vestast í götunni í húsi númer 3, hún Sirrý í Gíslholti. Það geislaði af henni krafturinn og gleðin sem gerðu hana svo stórfenglega og sjálf- sagða og hluta af lífi okkar og æsku í austurbænum. Sirrý hafði tök á okkur ólátabelgjunum sem vorum eins og maurar á ferð og flugi út um allt með tilheyrandi látum, braki og brestum. Ég man enn eftir henni úti á palli með slæðu á höfðinu í rósóttum Hag- kaupsslopp kallandi á okkur og reyna að ná tökum á ástandinu. Þá voru þeir ekki ónýtir í slíkum fé- lagskap bræðurnir á Grænuhlíð 3, Óli Kristinn, Hallgrímur og Sig- urður Hjálmar. Þeir þrír voru á við meðal íbúðahverfi í gaura- gangi og uppátækjum en í dag væri slíku hverfi lokað fyrir al- menningi til að steypa alla í sama mót greininga og aðgerðarleysis. Það kom sér vel að Sirrý hafði stóra og fallega rödd sem heyrðist víða í hverfinu þegar nöfn son- anna hljómuðu um allt og allir heyrðu nema þeir. En undir niðri skildi hún þetta allt svo vel og brosið hennar fallega bræddi hvern meðal peyja eins og smjör. Hún bjó fjölskyldunni heimili í túnjaðri æskuheimilisins í Gísl- holti og það var stutt að hlaupa yf- ir á Landagötuna í fjárhúsin eða kaffi hjá foreldrum hennar. Sirrý hljóp við fót yfir túnið og hallaði undir flatt á göngunni eins og hún væri að berjast á móti austan- brælunni. Umhverfið og aðstæð- urnar í Eyjum höfðu slík mótandi áhrif á fólk. Hún lét aldrei stoppa sig, var baráttukona og gallharður Týrari, ein af listrænu stjórnend- um þrettándans í Eyjum í áratugi. Kjallarinn á Grænuhlíðinni var fæðingarstaður tröllanna og þar glæddi Sirrý baujur, belgi og netahringi lífi sem gerðu augu barna að undirskálum og full- orðna orðlausa af gleði. Þannig var heimatilbúin gleði neistinn í lífi Sirrýjar í Gíslholti sem hún smitaði í okkar peyjanna og við búum að. Það er kannski núna sem maður sér þessa mynd full- gerða, þegar Sirrý hefur lokið dagsverki sínu fyrir fjölskylduna og samfélagið í Eyjum. Hún var þannig kona að skarð hennar verðu ekki fyllt. En minningin um Sirrý í Gíslholti er þeim mun sterkari fyrir okkur sem nú erum smátt og smátt að tínast úr þeirri veröld sem var og við tilheyrðum og kveðjum. Sirrý er eftirminni- legur persónuleiki og allar heim- sóknir til hennar á Birkihlíðina og síðustu árin á Hraunbúðir hafa skilið eftir sig hlýju og góðar minningar sem við eigum saman. Sirrý hefur leyst landfestar og ró- ið á önnur mið þar sem hún verður áfram öflugur liðsmaður í því sem þarf að græja og gera. Sól Grænu- hlíðarinnar er gengin til viðar en áfram halda öldurnar að svella á brjóstum Eyjunnar og taktfast klappið ómar fyrir minningu Sir- rýjar í Gíslholti. Ég votta Tryggva og fjölskyld- unni alla samúð. Ásmundur Friðriksson. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför INGIBJARGAR SIGURLAUGSDÓTTUR hjúkrunarfræðings, Túngötu 20, Ísafirði. Sigurl. Birgir Ólafsson Þórdís Erla Þórðardóttir Karen Sigurlaugsdóttir Eysteinn Eiríksson Birna Sigurlaugsdóttir Jón Lárus Sigurðsson Hjörtur Leó Guðjónsson Inga Þórs Ingvadóttir Harpa Hlíf Guðjónsdóttir Þökkum innilega alla samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, stjúpföður, afa og langafa, MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða fyrir frábæra umönnun og umhyggju undanfarin ár. Elín Helga Magnúsdóttir Fannar Eyfjörð Skjaldarson Bjarkey Magnúsdóttir Jón Bernódusson Martína Bernódusson Þuríður Bernódusdóttir Gísli Erlingsson barnabörn og barnabarnabörn systkinin frá Borgarhóli Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, LÁRUSAR JAKOBS HELGASONAR geðlæknis. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á Vífilsstaðaspítala fyrir hlýhug og góða umönnun. Ragnhildur Jónsdóttir Marta Lárusdóttir Ólafur Þór Ævarsson Helgi Lárusson Hólmfríður Haraldsdóttir Guðrún Lárusdóttir Vignir Sigurðsson Rafnar Lárusson Þorbjörg M. Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, ELÍN MAGNÚSDÓTTIR frá Ballará, Klofningshreppi, Dalasýslu, lést á heimili sínu, Stuðlaseli 19, 10. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. júlí klukkan 13. Magnús Elís Sverrisson Dagbjört Rósa Valdimarsdóttir Ólafía Guðný Sverrisdóttir Torfi Guðmundur Sigurðsson Erla Björk Sverrisdóttir Þorvaldur Keran Sverrisson Tracy Faustina Sverrisson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa fjölskyldunni stuðning og vinarhug við andlát og útför okkar hjartkæru EYRÚNAR RANNVEIGAR ÞORLÁKSDÓTTUR, Krossi, Ölfusi og heiðruðu minningu hennar á margvíslegan hátt. Fjölskyldan þakkar öllum þeim sem sýndu Eyrúnu kærleika og tryggð í veikindum hennar og óskar ykkur Guðs blessunar. Ragnheiður Lúðvíksdóttir Þorsteinn J. Vilmundarson Magnús Arnulf Lúðvíksson Laufey Jónsdóttir ömmubörn, langömmubörn, systkini og aðrir aðstandendur Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG BJÖRNSDÓTTIR, Rifshalakoti, lést þriðjudaginn 26. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum samúð og hlýhug. Björn Jónsson Sigurlín Jónsdóttir Vigdís Jónsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.