Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018
SKECHERS FLEX APPEAL 2.0 DÖMUSKÓR MEÐ
MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 36-41
DÖMUSKÓR
KRINGLU OG SMÁRALIND
7.797
VERÐ ÁÐUR 12.995
40%
AFSLÁTTUR
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Kunningsskapur okkar hófstfyrir fimm árum þegarÖmer var aðeins 17 ára ogvar að leita sér að
samstarfsaðila fyrir Erasmus-
verkefni sem hann hafði fengið hug-
mynd að og langaði að hrinda í fram-
kvæmd,“ segir Jóhanna Ingvarsdóttir
um upphaf samstarfs og vináttu henn-
ar og ungs tyrknesks manns, Ömer
Gülmez, sem nú er orðinn 22 ára.
„Það var mín gæfa að hitta á Jó-
hönnu, við vinnum svo vel saman. Ég
sækist eftir því erfiða og fjarlæga og
ákvað því að teygja mig alla leið til Ís-
lands þegar ég fór af stað með þetta
fyrsta verkefni. Þó ég hafi verið að-
eins sautján ára og hún nærri fjórum
áratugum eldri, þá fundum við strax
að við áttum vel saman sem vinnandi
teymi. Þetta snýst allt um tilfinning-
una, að tengja við manneskju og eiga
auðvelt með að vinna saman. Gagn-
kvæmt traust er grundvallaratriði, en
auk þess er ekkert gaman ef sam-
vinna er formleg og fólk finnur ekki
tengingu,“ segir Ömer og Jóhanna
bætir við að henni finnist aldrei að
hún sé að tala við kornungan mann,
heldur fullorðinn jafningja.
„Við grínumst stundum með að
Jóhanna sé orðin íslenska stjúp-
mamma mín,“ segir Ömer og hlær.
Jóhanna segir að samvinna
þeirra fari að mestu leyti fram á skila-
boðaskjóðunni á fésbók og að þau tali
þar saman nánast fimm sinnum á dag.
„Ömer er svo kappsamur að hann
hringir stundum á sunnudags-
morgnum til að segja mér frá nýjustu
hugmyndunum sem hann fær. Hann
áttar sig ekki á því að ég þarf að sofa
út,“ segir Jóhanna.
„Ef fólk ætlar að komast áfram í
lífinu, þá þarf það að vera opið fyrir
hverskonar tækifærum, þannig vinn
ég, ég loka ekki á neitt fyrirfram,“
segir Jóhanna og telur það vera
ástæðu þess að henni hafi gengið svo
vel sem raun ber vitni að fá styrki
vegna þeirra fjögurra verkefna sem
hún og Ömer hafa unnið saman.
Fara með hópana út í heim
Þessi fjögur Erasmus-verkefni
sem Jóhanna og Ömer hafa haft
frumkvæði að snúast öll um svokölluð
ungmennaskipti milli skóla í ólíkum
löndum, fyrir nemendur á aldrinum
18-22 ára, undir merkjum óhefðbund-
innar menntunar.
„Þetta snýst um gagnvirkni, þau
læra í gegnum leiki og miðla hvert
öðru með jafningjafræðslu. Hvert
verkefni hefur verið með fjórar sam-
starfsþjóðir, níu þátttakendur frá
hverju landi eða samtals 36 manns í
það heila. Hver hópur býr til kynn-
ingar fyrirfram um þema verkefnis
hverju sinni um ástand mála í sínum
heimalöndum og deilir því meðal jafn-
aldra frá öðrum löndum þegar hóp-
arnir koma saman í fyrirfram völdum
löndum auk þess sem ímyndunarafl-
inu er gefinn frjáls taumur þegar hóp-
arnir halda sín menningarkvöld og
kynna land, siði, mat, músík og aðrar
þjóðlegar hefðir,“ segir Jóhanna sem
sótt hefur um styrki vegna verkefn-
anna hjá landsskrifstofu Erasmus á
Íslandi. En þar er við marga að keppa
og umsóknarferlið tekur langan tíma,
því bíða þarf í tvo til þrjá mánuði eftir
svari.
„Fyrsta verkefnið okkar Ömers
var fjölmenningarverkefni þar sem
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ tók á
móti erlendum ungmennum frá
þremur löndum, Rúmeníu, Litháen
og Tyrklandi. Þau voru í sjö daga á Ís-
landi og ég leigði rútu og bílstjóra og
fór með hópinn víða um Ísland. Ég
fékk þrjá kennara úr skólanum til liðs
við mig,“ segir Jóhanna og bætir við
að þetta fyrsta verkefni hafi verið
stórkostleg byrjun á framtíðarsam-
starfi þeirra Ömers. „Annað verkefni
okkar snerist um netfíkn og eitur-
lyfjafíkn og í hópnum voru, auk nem-
enda frá Íslandi, krakkar frá Tyrk-
landi, Litháen og Spáni. Borgar-
holtsskóli var með okkur og hópurinn
hittist á Tenerife og á Íslandi. Þriðja
verkefnið fjallaði um flóttamanna-
vanda og fjölmenningu, og við unnum
það með Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti. Þá hittist nemendahópurinn á
Tenerife og í Grikklandi.“
Finnst Íslendingar gestrisnir
Þau hafa nýlega fengið já við
fjórða verkefninu og vinna það með
Fjölbrautaskóla Snæfellinga, en það
fjallar um loftslagsbreytingar og
hnattræna hlýnun, endurvinnslu og
endurnýjanlega orkugjafa. Sá hópur
hittist á Tenerife og á Möltu í haust.
„Ég hélt nýlega fund hér heima hjá
mér með öllum hópstjórum þess verk-
efnis, við vorum að plana dagskrána
og negla allt niður. Þetta var eins og
ítölsk fjölskylda, ég skipaði fólki í
hlutverk, á grillið, í salatið, kartöfl-
urnar og fleira. Ég henti börnunum
mínum út til að koma fundargestum
fyrir í gistingu og nágrannakona mín
leigði út íbúðina sína fyrir restina af
fólkinu, en hún er vön að gera það
þegar fjölmennir fundir erlendra aðila
eru hjá mér. Hún fer þá í sumarhúsið
sitt á meðan. Þetta snýst um að redda
sér,“ segir Jóhanna.
Jóhanna starfar sjálfstætt að
þróun og ritun Evrópuumsókna með
sínu tengslaneti úti í Evrópu, sem er
orðið býsna stórt og fer stækkandi.
„Ég ákvað að búa til mína eigin vinnu-
veröld fyrir fjórum árum þegar ég
stóð uppi atvinnulaus, 53 ára. Ég flétt-
aði inn í þá veröld mín helstu áhuga-
mál, ferðalög og ólíka menningar-
heima, auk þess sem mér hefur alltaf
fundist skemmtilegt að vinna með
ungu fólki. Á þessum fjórum árum hef
ég landað samtals tíu mjög fjöl-
breyttum Erasmus-verkefnum fyrir
sjö aðila og fengið styrki fyrir samtals
147 milljónir króna. Ég er bara nokk-
uð ánægð með mig, ég er orðin 57 ára
og þarf orðið að hafna beiðnum um
samstarf frá útlöndum þó að hefð-
bundin atvinnuleit hér heima á Íslandi
hafi lítinn árangur borið fyrir konu á
sextugsaldri.“
Ömer er nú í sinni þriðju Íslands-
heimsókn, en hann er að læra bygg-
ingaverkfræði í háskóla í Ankara
heima í Tyrklandi. „Hann bað mig um
að redda sér starfsnámi á Íslandi í
sumar og þeir hjá Vegagerðinni tóku
okkur vel. Þar hefur hann verið und-
anfarnar vikur. Hann elskar Ísland og
byrjar alla morgna á því að lesa
mbl.is, visi.is og aðra miðla, bregður
þýðingarvél á fréttirnar,“ segir Jó-
hanna en Ömer bætir við að margt sé
líkt með Íslendingum og Tyrkjum.
„Ég hef komið til 15 landa í heiminum
en hér á Íslandi mæti ég meiri gest-
risni en annars staðar. Grunngildin á
Íslandi eru líka svipuð og heima, mér
líður ekki eins og ég sé útlendingur
hér.“
Aldursmunur truflar þau ekki
Þó tæplega fjörutíu ár skilji þau að í aldri þá gengur samvinna þeirra fullkomlega fyrir sig. Þau segja gagnkvæmt traust vera grundvallar-
atriði í samvinnu sem og tilfinninguna fyrir manneskjunni sem unnið er með. Saman hafa þau landað fjórum stórum ungmennaskipta-
verkefnum á þeim fjórum árum sem þau hafa þekkst. Og þau eru hvergi nærri hætt. Ömer og Jóhanna eru afkastamikið tvíeyki.
Gaman Jóhanna (þriðja t.h) og Ömer (blákæddur fremst) 2017 með þátttakendum frá fjórum löndum á Tenerife.
Ömer og Jóhanna Á Grikklandi 2017 í Erasmus-verkefni um flóttamenn.
Namm Loftur Árni Björgvinsson, kennari við Fjölbrautaskóla Snæfellinga,
kynnir þeim Hector Fernandez og Carlos Ventura íslenskan hákarl.