Morgunblaðið - 14.07.2018, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2018
Í dag kveð ég Óla
mág minn. Hugur-
inn flakkar til baka,
allt til 9́4 þegar Óli
og Unnur taka sam-
an og hann er kynntur inn í fjöl-
skylduna. Ég rétt 17 ára krakki í
hans augum og ég skildi ekkert
hvaðan þessi maður kom. Hann
var öðruvísi en ég átti að venjast.
Óli kom til dyranna eins og hann
var klæddur. Í orðins fyllstu
merkingu. Hann var með ein-
dæmum hreinskilinn og sagði ná-
kvæmlega það sem honum fannst.
Það var ekki alltaf einfalt að finna
sameiginleg málefni þar sem við
náðum einhverju flugi. Td. þótti
honum hljóðfæri vera skrapatól,
námsbækur margar hverjar vera
góður eldiviður og allt sem tengd-
ist listum óskiljanlegur fíflaskap-
ur. En Óli var skemmtilega orð-
heppinn og í seinni tíð þegar ég
kynntist honum betur kunni ég að
meta kímnigáfu hans. Við gátum
skellihlegið saman yfir kolsvört-
um húmor. Óli vissi hver hann var
og álit annarra skipti hann engu
máli og ég dáðist að honum í
laumi fyrir þennan eiginleika.
Hann mætti veikindum sínum
af fullu æðruleysi og talaði mjög
opinskátt um þau fram undir það
síðasta. Fyrir stuttu þar sem
hann var í innlögn á líknardeild
eyddum við tíma saman. Við syst-
urnar möluðum saman í bak-
grunninum meðan hann reyndi að
hvíla sig. Mér þykir svo innilega
vænt um hann og þessar síðustu
stundir okkar saman. Í eitt skipt-
ið töluðum við saman um lífið og
tilveruna. Ég líkti lífinu við ferða-
lag og við töluðum um að enginn
veit hversu löng ferðin í gegnum
lífið yrði en hann sagði hreinskiln-
ingslega að honum þætti ferðin
sín of stutt og þætti staðan ekki
sanngjörn. Það er svo yfirþyrm-
andi sorglegt að þetta var ferðin
sem honum var úthlutað. Við-
burðarík og nóg um að vera en
bara allt of stutt.
Á þessum tímamótum hugsa
ég til systur minnar og frænd-
systkina sem eftir sitja í sárum.
Það er mér þungbært að reyna að
setja mig í þeirra spor, og svo
máttlaust að reyna að veita hugg-
un á svona stundu. Eina hugg-
unin er að minnast Óla og um-
vefja skilaboðin sem hann skildi
eftir sig. Skilaboðin um að nota
tímann sinn vel á jörðinni, sýna
þeim sem við elskum hversu
miklu máli þeir skipta og njóta.
Bara njóta.
Ég kveð og vitna að lokum í
popplag;
Það er sumt sem maður saknar
vöku megin við,
Ólafur Guðröður
Leósson
✝ Ólafur Guð-röður Leósson
fæddist 22. desem-
ber 1961. Hann lést
4. júlí 2018. Ólafur
var jarðsunginn 13.
júlí 2018.
leggst útaf
á mér slokknar
svíf um önnur svið.
Í svefnrofunum finn ég
sofa lengur vil
þegar svefninn verður
eilífur
finn ég aldrei aftur til.
(Björn Jörundur og
Daníel Ágúst)
Þín mágkona,
Hanna Jóna.
Fallinn er frá vinur okkar Óli á
Ljónsstöðum langt fyrir aldur
fram. Hann hefur nú lokið sínu
síðasta verki sem var baráttan við
krabbameinið. Óli tók það verk
eins og önnur og gerði það vel. Af
umhyggju fyrir sínu fólki vann
hann í því að ganga frá málum og
hnýta lausa enda eins og mögu-
legt var áður en að lokakveðjunni
kæmi. Við bræðurnir kynntumst
þeim Ljónsstaðabræðrum upp úr
því að við slitum barnskónum og
áttum með þeim margar ógleym-
anlegar stundir í kring um fjalla-
ferðir og jeppabrasið í Ljóns-
staðaskemmunni, þegar best lét
fóru gistinætur til fjalla yfir 30 á
einum vetri svo ljóst er að dellan
var mikil. Oft var glatt á hjalla í
þessum ferðum og margs að
minnast þegar litið er til baka. Óli
var hreinskilinn maður og lá ekki
á skoðunum sínum við nokkurn
mann en hann sá líka oft í fólki og
hugmyndum þess eitthvað sem
ekki allir sáu, gaf því tíma, athygli
og studdi í því sem verið var að
gera, hlutirnir urðu að veruleika
og virkuðu. Frá þessum sam-
skiptum við Óla fóru menn ríkir
reynslu og vináttu og tilbúnari að
takast á við lífið. Þeir eru margir
bíleigendurnir sem Óli dró að
landi hvort sem um smíði, við-
gerðir, bilanagreiningu eða vara-
hlutaútvegun var að ræða og
verður stóll hans seint mannaður
svo jafnað verði hvað það varðar.
Þegar kom að því að Óli næði sér
í konu brá hann ekki út af verk-
lagi sínu, vandaði sig, gerði það
vel og gerði það einu sinni. Það
var mikil gæfa þegar Óli og Unn-
ur kynntust og voru þau samhent
í leik og starfi svo eftir var tekið.
Upp eru komin þrjú mannvænleg
börn, myndarlegt heimili og hlut-
ur í öflugu fyrirtæki. Stofnun fjöl-
skyldna dró ekki úr ánægju okkar
félaganna að hittast, og þó árin
liðu og lengra væri á milli sam-
verustunda var alltaf um nóg að
ræða eins og menn hefðu hist í
gær og þráðurinn tekinn upp eftir
því.
Við kveðjum Óla með söknuði
en varðveitum í huga og hjörtum
okkar minningu um góðan dreng.
Unni, Skúla, Leu og Oddnýju
sem og öllum á Ljónsstöðum vott-
um við okkar dýpstu samúð.
Skúfslækjarbræður,
Magnús, Árni og
Ólafur, og fjöl-
skyldur þeirra.
Það ríkir ringul-
reið í huga okkar og
hjarta, Agga mín.
Hugurinn gleðst yf-
ir því að þú sért
laus úr þessari skelfilegu ánauð,
en hjartað grætur og saknar þess
Ragnheiður
Arnoldsdóttir
✝ RagnheiðurArnoldsdóttir
fæddist 11. nóv-
ember 1941. Hún
lést 24. júní 2018.
Útförin fór fram
4. júlí 2018.
sem einu sinni var.
Þú varst góð vin-
kona og frábær
ferðafélagi og nú
streyma minning-
arnar fram eins og
flaumurinn í Ölfusá.
Þakka þér fyrir
samveruna alla,
Agga mín, hún var
okkur mjög dýr-
mæt.
Megi allt gott
geyma þig.
Ester og Ingibjörg (Bíbí).
✝ KristinnÁgúst Jóhann-
esson fæddist í
Reykjavík 8. októ-
ber 1949. Hann
lést á heimili sínu
í Nödinge, Sví-
þjóð, 25. nóv-
ember 2017.
Foreldrar hans
voru Jóhannes
Gunnarsson járn-
smiður, f. 25.
ágúst 1917, d. 25. júlí 1982,
og Krístín Karlsdóttir póst-
freyja, f. 18. júlí 1919, d. 21.
apríl 1994. Kristinn átti fjög-
ur systkini, þau eru: Karla
Karladóttir, f. 25. febrúar
1939, d. 13. september 2006,
Sigríður Erna, f. 10. janúar
1942, Egill Örn, f. 24. júlí
1944, og Sæmund-
ur Karl, f. 8. nóv-
ember 1952.
Hinn 8. nóv-
ember 1969
kvæntist Kristinn
Sigrúnu Önnu
Ingibergsdóttur, f.
27. febrúar 1947,
börn þeirra eru:
Ingibergur, f. 7.
júní 1969, kvænt-
ur Lindy Louise
Podmore og eiga þau saman
tvö börn, Amy Louise og Luke
Daniel, Erna Rós, f. 12. júlí
1971, gift Haraldi Smára
Gunnlaugssyni, og eiga þau
saman tvö börn, Guðmund
Karel og Jóhönnu Karen,
Hanna Björk, f. 25. ágúst
1975, gift Helga Vattnes og
eiga þau saman þrjá syni,
Kristjón Örn, Sigþór Ara og
Tómas Helga. Kristinn og Sig-
rún slitu samvistir árið 1985.
Kristinn flytur til Svíþjóðar
árið 1989 ásamt unnustu
sinni, Katrínu Kjartansdóttur.
Kristinn kvænist Katrínu 11.
nóvember 1999. Fyrir átti
Katrín tvo syni, þá Kristin
Þorsteinsson og Andra Þor-
steinsson. Kristinn er kvæntur
Sigríði Olgu Magnúsdóttur,
saman eiga þau Klöru, Char-
lottu og Margréti Katrínu.
Andri er giftur Mary Joy Re-
pato og saman eiga þau Þor-
stein Romulo. Saman eign-
uðust Kristinn Ágúst og
Katrín, Jóhannes Gunnar, f.
15. september 1993. Auk þess
átti Kristinn Berglindi, f. 16.
febrúar 1973. Hún á þrjú
börn, Björn Daníel, Ármann
Daða og Guðrúnu Lind. Sam-
býlismaður hennar er Stefán
Guðmundsson.
Útför Kristins hefur farið
fram í kyrrþey.
Elsku pabbi.
Það er sérstakt að skrifa til
þín kveðjuorð svona mörgum
mánuðum eftir að þú kvaddir
þennan heim. En síðan þá hafa
orðin komið og farið en minn-
ingin um þig er ljós.
Það voru miklar tilfinningar
sem áttu sér stað við komu
okkar til Svíþjóðar á köldum og
dimmum nóvemberdegi síðasta
árs, þegar við lentum loksins í
Gautaborg. Svo sárt að vera í
fyrsta sinn síðan þú fluttir út
árið 1989 saman komnar syst-
urnar til Svíþjóðar til að heim-
sækja þig en að geta ekki hitt
þig við eðlilegar aðstæður á
heimilinu þínu. Þar hefðum við
getað setið löngum stundum og
rætt heima og geima. Í staðinn
einkenndist þessi heimsókn af
sorg, ótta og vanlíðan. Þarna
dvöldum við saman á þínu
heimili ásamt Kötu og Jóhann-
esi bróður, en þú varst því mið-
ur ekki með okkur. Það var
okkur áfall að sjá þig á sjúkra-
húsinu svo umkomulausan og
veikan. En þó hlýnaði okkur
um hjartarætur að sjá ljómann
sem kom yfir andlit þitt þegar
þú sást okkur og hvíslaðir lág-
um rómi „Prinsessurnar mín-
ar.“ Það veitti okkur þá trú að
enn væri von. Von um að þú
sem alltaf varst svo stór og
sterkur í okkar huga myndir
sigrast á þessum veikindum.
Það að horfa á þig, elsku pabbi,
hverfa inn í klær krabbans, var
sárara en tárum tók.
Það var á stuttum tíma sem
líkaminn gafst upp. Þú kallaðir
eftir hjálp og sagðist vilja ljúka
þessu, þú „orkaðir“ ekki meira
eins og þú orðaðir það. Það var
því með mikilli angist sem við
kvöddum þig á sjúkrahúsinu í
Kungälv áður en við snerum
aftur heim til Íslands. Vitandi
ekki hvað næstu dagar myndu
leiða í ljós. Fimm dögum síðar
kvaddir þú þessa jarðvist.
Þessi tími í Svíþjóð var dýr-
mætur en þar fengum við syst-
ur tíma til að rifja upp minn-
ingar, skoða gamlar ljósmyndir,
hlæja og gráta. Þú varst ein-
lægur og hreinskiptinn og
þreyttist seint á að segja okkur
hversu stoltur þú værir af okk-
ur. Það var því gott að segja
þér frá hverju sinni hvað við
fjölskyldan vorum að gera því
þú gast bæði samglaðst sem og
sýnt samhyggð ef þannig stóð
á. Þú hafðir almennt mikinn
áhuga á fólki og gott innsæi
sem ekki er öllum gefið. Þegar
þú hringdir frá Svíþjóð þá var
það oft engu líkara en að vera
staddur í miðjum spurninga-
þætti og það var varla að mað-
ur kæmist að til að spyrja um
þig og þína hagi. Þetta lýsir vel
þeim einlæga áhuga sem þú
hafðir á fólkinu sem þér þótti
vænt um.
Þú fylgdist með málefnum
líðandi stundar og hafðir
ákveðnar skoðanir á stjórnmál-
um og þeim stjórnmálamönnum
sem voru við völd hverju sinni
og um þau málefni ræddir þú
ekki af léttúð. Þá glitti ekki í
þann mikla húmorista sem þú
varst en þú áttir auðvelt með
að sjá spaugilegu hliðina á líf-
inu og tilverunni og varst
óþreytandi að leika hinu ýmsu
karaktera með tilheyrandi lát-
bragði.
Í seinni tíð fjölgaði ferðum
þínum til Íslands og við það
styrktust tengslin á ný. Þrátt
fyrir tæplega þrjátíu góð ár í
Svíþjóð þar sem hitastigið var
hærra og verðlagið lægra þá
lágu rætur þínar hingað. Nú
ertu kominn heim til hinstu
hvílu.
Við kveðjum þig með sökn-
uði. Minning þín lifir.
Þínar prinsessur,
Erna Rós og Hanna Björk.
Kristinn Ágúst
Jóhannesson
Elsku amma
Sigga.
Við trúum því
varla enn þá að þú
sért farin frá okkur,
við hefðum viljað að hlutirnir
hefðu farið öðruvísi og þú hefðir
fengið fleiri ár í fallega húsinu
þínu og við fleiri ár með þér. En á
sama tíma erum við þakklát úr
því sem komið var að þú hafir
fengið að kveðja og sért komin á
stað þar sem þér líður vel.
Ég var svo heppin að kynnast
Ömmu Siggu fyrir tæpum 11 ár-
um þegar við Björn barnabarn
hennar fórum að vera saman.
Ég kom fyrst á Skagann til
ömmu Siggu þegar við Björn vor-
um bara búin að vera saman í
tvær vikur, þá átti pabbi hans af-
mæli og amma Sigga bauð í kaffi
og þvílíka veislu eins og hefð var
fyrir og ég átti eftir að kynnast
betur. Mér leið strax vel í kring-
um ömmu Siggu og allt yndislega
fólkið hennar, hún var svo dugleg,
klár og skemmtileg.
Það var alltaf svo gott að koma
til þín upp á Skaga, við fjölskyld-
an eigum margar góðar minning-
ar sem við höfum verið að rifja
upp og munum halda áfram að
gera. Við minnumst afmælisdag-
ana þegar þú komst keyrandi í
Hveragerði til þess að vera með
okkur, minnumst þess þegar þú
heimsóttir okkur á spítalann, þeg-
ar þú komst með eða sendir okk-
ur brauðtertur og snickerskökur,
minnumst jólanna þegar þú varst
hjá okkur, jólaboðanna á jóladag
og stundanna á annan í jólum. Við
hugsum um páskaboðin, afmæl-
iskaffi, heita súkkulaðið og góða
kaffið þitt.
Sigríður
Guðjónsdóttir
✝ Sigríður Guð-jónsdóttir
fæddist 3. apríl
1932. Hún lést 3.
júlí 2018. Útför Sig-
ríðar fór fram 13.
júlí 2018.
Aron minnist
þess hvað þú varst
alltaf dugleg að
spila við hann og
Björn talar líka um
hvað þið spiluðuð
mikið þegar hann
var lítill.
Ég minnist þess
þegar ég kom til þín
að fylgjast með þér
græja kalkúninn til
ein jólin, því mig
langaði að geta eldað kalkún al-
veg eins og þú því hann var sá
besti sem ég hafði smakkað. Ég
skráði niður hvert einasta skref
svo ég myndi nú ekki klikka á
neinu og hann yrði vonandi jafn-
góður og hjá þér. Mér tókst
ágætlega til og þori ég aldrei að
bregða frá einu einasta skrefi
svo ekkert klikki.
Það var alltaf gaman að heyra
í þér og gott að tala við þig, við
eigum eftir að sakna þess að
geta ekki hringt í þig og spjallað.
Þú varst alltaf svo góð við okkur
Björn og barnabarnabörnin þín
og fyrir það erum við þakklát,
við munum sakna þín mikið en
minningin um yndislegustu
Ömmu í heimi lifir í hjörtunum
okkar, þangað til við hittumst
næst.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Guðrún Björg, Björn
Aron, Aron Eðvarð,
Björgvin Steinn og
Karen Lilja.
Elsku Linda mín
er farin, búin að
kveðja okkur. Yfir-
gefa „pleisið“. Ég á
svo erfitt með að
trúa því. Þegar ég lít til baka
finnst mér svo stutt síðan við vor-
um öll saman, ég, þú, Palli og
Árni. Í Köben, Hraunbúðum, á
Suðurgötunni, verslunarmanna-
helgarnar, Hrísey, matarboðin,
veislurnar, afmælin eða bara
notalegar stundir í spjalli. Nú ert
þú farin líka. Ég hefði aldrei get-
að trúað því að bæði þú og Árni
færuð frá okkur, langt fyrir aldur
fram. Þá missti Palli sinn besta
vin og nú hefur þú kvatt líka.
Ég er þakklát fyrir þann tíma
sem ég átti með þér. Þakklát fyr-
ir fimmaurabrandarana sem þú
sendir mér sem voru ógeðslega
fyndnir sama hvað allir aðrir
segja. Þessi var í miklu uppáhaldi
hjá okkur:
„Það var einu sinni selur sem
elskaði svo rosalega mikið sinnep
að vinir hans kölluðu hann Selinn
Dijon“ (Celine Dion). Ég er líka
þakklát fyrir talið okkar um
dauðann. Að þú hafir treyst mér
Linda Mjöll
Andrésdóttir
✝ Linda MjöllAndrésdóttir
fæddist 18. janúar
1979. Hún lést 27.
júní 2018.
Útför Lindu fór
fram 9. júlí 2018.
fyrir þínum hugsun-
um og leitað í minn
reynslubanka. Þú
varst raunsæ og
vildir horfast í augu
við hlutina. Plana
vel og skapa minn-
ingar. Þú minntir
mig á vin þinn Árna,
hvernig þú tókst á
við þessar stað-
reyndir. Þvílíka
æðruleysið og hug-
rekkið. Þið voruð bæði tvö stórar
manneskjur, hreint magnaðar.
Elsku Linda ég á eftir að
sakna þín svo sárt, það huggar
mig að vita til þess að góður vinur
þinn hefur tekið vel á móti þér.
Umvafið þig kærleika og hlýju.
Skálar við þig í Muga og segir þér
svarta brandara og þú fimmaur-
ana á móti.
Hugur minn er hjá Palla og
krökkunum. Ég mun gera allt
sem ég get gert til að styðja við
bakið á þeim. Ég hugsa líka til
mömmu þinnar og Hildar og
hennar fjölskyldu sem hafa misst
svo mikið á stuttum tíma. Hugsa
til allra vinkvenna þinna og
tengdaforeldra sem sakna þín
svo sárt.
Ég sendi ykkur öllum mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Góða ferð elsku vinkona, þú lif-
ir áfram í okkur öllum.
Þín,
Ína.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar