Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 1

Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 1
 Íbúð sem kostaði 25 milljónir sumarið 2015 kostar nú um 33 milljónir króna  Sala á dýrari eignum hefur margfaldast 25 millj. á höfuðborgarsvæðinu. Til samanburðar seldust 1.940 slíkar eignir frá apríl 2014 til mars 2015. Samhliða seljast fleiri dýrar eign- ir. Þannig seldist 31 eign á yfir 90 milljónir frá apríl 2014 til mars 2015 en 194 eignir frá mars 2017 til febrúar 2018. Það er sexföldun. „Vegna aldursdreifingar þjóðar- innar eru margir fyrstu kaupendur að koma á markaðinn. Þá er mikill aðflutningur erlendra ríkisborgara. Hvort tveggja ýtir undir eftirspurn eftir ódýrari íbúðum. Það birtist í því að eftirspurnin er að færast úr miðbæ Reykjavíkur yfir á svæði eins og Kópavog og Helgafellslandið,“ segir Magnús Árni um áhrifin af litlu framboði ódýrari íbúða. »22 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íbúðir fyrir fyrstu kaupendur hafa hækkað mikið í verði síðustu ár. Íbúðir sem kostuðu 25 milljónir króna fyrir þremur árum kosta nú 33 milljónir. Lægri vextir og meiri kaupmáttur skýra þessar verðhækk- anir að hluta. Þetta segir Magnús Árni Skúla- son, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, og vísar til greiningar sinnar á markaðnum. Bendir hún til þess að frá mars 2017 til febrúar 2018 hafi selst 113 fasteignir á undir Vitnar um hækkanir » Verðlag hækkaði um 5,8% frá júlí 2015 til júlí 2018. » Miðað við hækkun vísitölu íbúðaverðs hefur 25 milljóna króna íbúð hækkað um 32%, í 33 milljónir, á sama tímabili. Fyrstu kaup mun dýrari F I M M T U D A G U R 2 6. J Ú L Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  174. tölublað  106. árgangur  LIFIR Á LEIKLIST Í HARÐRI SAMKEPPNI HURÐARÁS UM AXL HARLEY MILLI STEINS OG SLEGGJU GUNS N’ ROSES 58 VIÐSKIPTAMOGGINN Mannanafnanefnd veitti Sæmundi Pálssyni, fyrrverandi lögregluþjóni og best þekktum sem lífverði Bobby Fischer, nýlega heimild til þess að breyta nafni sínu í Sæmi Rokk, eins og hann hefur verið kallaður síðan á unglingsárum þegar hann vakti athygli sem rokkdansari. Nafnið Sæmi fékk samþykki nefndarinnar fyrir nokkrum árum og nú í vetur, þeg- ar Sæmi sótti um Rokk sem auka- nafn, þar sem það uppfyllti öll skil- yrði og reglur varðandi málhefð og beygingarreglur íslenskrar tungu, varð nefndin við beiðni hans þar um. „Það var mjög gaman að fá já- kvætt bréf frá mannanafnanefnd, segir Sæmi Rokk sem verður 82 ára eftir nokkra daga en er enn í fullu fjöri; dansar, spilar og syndir. Hann segir að nú verði nafni sínu á öllum formlegum pappírum breytt; Sæmundur verður Sæmi og Rokk er hljómmikið millinafn. »4 Sæmi Rokk heitir hann  Mannanafnanefnd samþykkti umsóknina Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Rokkdansarinn Undir nýju nafni og er orðinn 82 ára gamall.  Nýverið sett- ist Jóhanna Bárðardóttir í stjórn félagsins Einstakar mæð- ur. Það gerði hún eftir að hafa eignast soninn Bárð Breka. Í félag- inu eru konur sem valið hafa að eignast börn upp á eigin spýt- ur, með tæknifrjóvgun eða í gegnum ættleiðingu einar síns liðs. Í viðtali í Morgunblaðinu í dag ræðir Jóhanna um aðdraganda þess að hún eignaðist barnið sem hún hafði svo lengi látið sig dreyma um, en það ferli fólst meðal annars í því að velja sæðis- gjafa í samnorrænum gagna- grunni. »46 Lét drauminn rætast Jóhanna Bárðardóttir AUDI FINN Í LOS ANGELES 12 Mannbjörg varð þegar eldur kom upp í strandveiðibátnum Sólu GK-36 um átta sjómílur norður af Kögri á Vest- fjörðum í gærmorgun. Skipstjóri bátsins, Reynir Gunn- arsson, var einn í bátnum á handfæra- veiðum og hafði samband við Land- helgisgæsluna um klukkan 9.40 og tilkynnti að kviknað hefði í bátnum. Að sögn Halldórs Óla Hjálmars- sonar, hjá svæðisstjórn Slysavarna- félagsins Landsbjargar á svæði 7, fór björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði að flakinu, en þá hafði Reynir náð að koma sér í gúmmí- björgunarbát. Honum hafði verið bjargað þaðan um borð í strandveiði- bátinn Smára ÍS-144 sem hafði verið á handfæraveiðum um eina sjómílu frá slysstaðnum, en nærstaddir bátar voru beðnir um að halda þegar á stað- inn. Auk þess voru björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar kölluð út ásamt þyrlu Landhelgis- gæslunnar. Að sögn Reynis var báturinn orð- inn alelda áður en björgunarskipið kom og sökk þegar tilraun var gerð til að reyna að slökkva í flakinu. Hann kveðst telja, í samtali við Morgun- blaðið, að eldurinn hafi kviknað í stýr- ishúsi bátsins, en lítill tími hafi gefist til að hugsa því eldurinn hafi breiðst hratt út. Ekki gafst tími til að klæða sig í flotgalla, en honum tókst að losa og komast í gúmmíbjörgunarbátinn þar sem hann náði að hringja úr far- síma sem hann hafði haft í brjóstvas- anum. Ljósmynd/Björgunarsveitin Ernir Bolgungarvík Eldurinn breiddist hratt út  Mannbjörg varð þegar strandveiðibáturinn Sóla GK 36 brann norður af Kögri á Vestfjörðum  Komst í björgunarbát  Sökk þegar reynt var að slökkva eldinn Bruni Reynir Gunnarsson bjargaðist. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.