Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 4

Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 Laugavegi 77 | 101 Reykjavík | Sími: 551 3033 Flottir í fötum Ný sending af glæsilegum jakkafötum frá Frábært úrval! B E C K U O M O Elínrós Líndal elinros@mbl.is Fjórir íslenskir íþróttamenn hafa tekið höndum saman með stuðningi Toyota á Íslandi undir yfirskriftinni „Start your impossible“. Er mark- mið þeirra að komast á ólympíumót fatlaðra í Tókýó í Japan árið 2020. Íslensku íþróttamennirnir eru Arna Sigríður Albertsdóttir (hand- hjólreiðar), Már Gunnarsson (sund), Stefanía Daney Guðmundsdóttir (400 metra hlaup & langstökk) og Patrekur Andrés Axelsson (100 og 200 metra spretthlaup). Samstarfssamningur Toyota á Íslandi undirritaði á dögunum samstarfssamning við Íþróttasamband fatlaðra, einn þann viðamesta sem fyrirtækið hefur tekið þátt í síðustu áratugi. Samkvæmt upplýsingum frá Toyota tekur fyrirtækið þátt í þessu verkefni vegna þess að ól- ympíuviðburðir snúast um hreyf- anleika, burtséð frá aðstæðum og líkamlegu atgervi þeirra íþrótta- manna sem þar keppa, og markmið ólympíuhugsjónarinnar – að nýta íþróttir í þágu samlyndrar framþró- unar mannkyns. Þetta slái sameig- inlegan tón með markmiðum og gildum Toyota. Íþróttafólkinu fylgt eftir Morgunblaðið mun fylgja þessum fjórum íþróttamönnum eftir næstu árin, meðal annars með viðtölum við þau og fréttum á samfélags- miðlum, í Morgunblaðinu og á mbl.is. Eins verða sýnd myndbönd sem gefa dýpri innsýn í heim íþróttamannanna og hvernig þeim gengur að ná þeim markmiðum sem þau stefna að. Ætla á ólympíumót í Japan  Fjórir fatlaðir íþróttamenn „stefna að hinu ómögulega“ í Tókýó árið 2020  Viðamikill samstarfssamningur Íþróttasambands fatlaðra og Toyota á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Ætla á ÓL Íþróttafólkið Már Gunnarsson, Patrekur Andrés Axelsson, Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Arna Sig- ríður Albertsdóttir, sem stefna að þátttöku í ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í Japan eftir tvö ár. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mannanafnanefnd samþykkti um- sóknina og ég er alsæll,“ segir Sæmi Rokk. Hann hét lengst Sæ- mundur og er Pálsson en nú hefur breyting orðið. Í kringum áttræðis- afmælið fyrir tveimur árum lét hann að áeggjan góðra vina á reyna hvort breyta mætti nafni sínu. Fyr- ir lá úrskurður mannanafnanefndar frá 2014 sem heimilaði nafnið Sæmi. Þar með var málið hálfnað. Tvistaði til þess að gleyma Við yfirferð nefndarinnar síðasta haust reyndist ekkert því til fyrir- stöðu að heimila nafnið Rokk, enda félli það að íslenskri málhefð og beygingarreglum sem er frumskil- yrði samþykktar og skráningar í mannanafnaskrá. Niðurstaða: Sæmi Rokk Pálsson. En fyrst örlítið um manninn. Fyrir sextíu árum eða svo, þegar rokktónlistin fór að hljóma, sté Sæmi sporin svo aðdáun vakti. Dansparið Sæmi rokk og Didda, Jónína Karlsdóttir, voru stjörnur síns tíma. Þá fór orð af því að þeg- ar lögregluþjónninn Sæmi mætti á vettvang hefði lauflétt danssýning með nokkrum rokkskrefum stund- um gjörbreytt andrúmsloftinu og róað mannskapinn. Þá sést Sæma bregða fyrir í Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu hvar hann hét reyndar Óliver Tvist sem sagðist tvista til þess að gleyma. Breytt í Þjóðskrá Þessu til viðbótar er Sæmi bygg- ingameistari að hundruðum húsa á höfuðborgarsvæðinu en þó best þekktur sem fylgdarmaður og líf- vörður skáksnillingsins Bobby Fisc- her í heimsmeistaraeinvíginu í skák árið 1972. Þá myndaðist með þeim vinátta sem lengi varði. Átti Sæmi mikinn þátt í því að frelsa Fischer úr fangelsi í Japan en forsenda þess var íslenskur ríkisborgara- réttur. „Já, fólk var alltaf að stinga að mér að ég ætti að láta breyta nafn- inu enda þekkja mig flestir sem Sæma Rokk,“ segir hann. „Þegar til kom reyndist þetta ekki vera neitt mál og það var gaman að fá jákvætt bréf frá mannanafnanefnd. Nú fer þessi breyting inn í Þjóð- skrána og þá breytist nafnið í öllum formlegum pappírum. Raunar hafa margir í minni fjölskyldu látið breyta nafninu sínu, svo sem dætur mínar tvær; Sigríður bætti við nafninu Arna, Hildur heitir nú Vera að millinafni og Júlía dóttir hennar setti til viðbótar inn nafnið Hera.“ Dansar og fer í sund Sæmi verður 82 ára eftir nokkra daga og er enn í fullu fjöri. Dansar, spilar bridds og golf og fer í sund. Á næstunni eru þau Ásgerður Ás- geirsdóttir kona hans svo á leiðinni til Alicante á Spáni, „Þar höfum við lengi átt sumarhús og ætlum nú að vera þar fram undir jól,“ segir Sæmi Rokk að lokum. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Sveifla Sæmi Rokk stígur dansspor á stofugólfinu heima. Lífsgleðin skín úr augunum og það er engin leið að hætta. Hann heitir Sæmi Rokk  Mannanafnanefnd gaf jákvætt svar  Lífvörður Fischer og þjóðþekktur dansari fær nýtt nafn  82 ára í góðu formi Síminn hf. hefur lagt inn frekari gögn til Samkeppniseftirlitsins í tengslum við auglýsingasölu RÚV í kringum HM í sumar. Eins og Morgunblaðið greindi frá fyrr í þessum mánuði sendi RÚV auglýs- ingasamningspakka á fyrirtæki þar sem þeim var boðið að kaupa „að lágmarki“ auglýsingar fyrir 10 millj- ónir króna í júní og júlí. Síminn kvartaði af þeim sökum til Sam- keppniseftirlitsins þar sem hann taldi RÚV hafa brotið lög um aug- lýsingasölu. Í kjölfarið sendi Samkeppniseft- irlitið frá sér frummat þar sem kom fram að RÚV hefði ekki gerst brot- legt við samkeppnislög. Símanum var þó gefið færi á því að leggja fram frekari gögn í málinu sem hann hefur nú gert. Meðal gagna sem fyr- irtækið leggur fram eru tölvupóstar, sölugögn RÚV og auglýsingasamn- ingar. Þá bendir Síminn einnig á það að RÚV hafi það sem af er ári nýtt sér sérhvern „stórviðburð“ til að skilyrða um lágmarkskaup auglýs- inga. Nefnir Síminn í því samhengi EM í handbolta í janúar, Eurovision og HM í knattspyrnu. Magnús Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs hjá Síman- um, segist ekki eiga von á öðru en að Samkeppniseftirlitið úrskurði Sím- anum í hag enda sé málið að hans mati fullsannað. „Það sem við lögðum einna helst áherslu á voru sölugögn RÚV þar sem kemur mjög skýrt fram hvernig þeir þvinga fram lágmarkskaup aug- lýsinga frá fyrirtækjum. Það á ekki einungis við um HM í sumar heldur alla þeirra stórviðburði,“ segir Magnús. aronthordur@mbl.is Hafa lagt fram frekari sannanir  Síminn kvartar undan háttsemi RÚV Búið var að fella 35 hreintarfa í fyrradag frá því að veiðar hófust 15. júlí. Sex veiðimenn voru á veiði- slóð í gær en ekki hafði frést hvern- ig þeim hafði gengið þegar rætt var við Jóhann G. Gunnarsson, sérfræð- ing Umhverfisstofnunar á Egils- stöðum, í gær. Hann er daglega í sambandi við leiðsögumenn með hreindýraveiðum og skráir veiðitöl- ur sem lesa má á vefnum hrein- dyr.is. Veiðin fyrstu daga veiðitímans er svipuð nú og undanfarin ár, að sögn Jóhanns. Yfirleitt hefur viðrað ágætlega til veiða það sem af er þótt aðeins hafi orðið vart við þoku. Hreindýrin virðast vera vel haldin og 1-2 af törfunum sem búið er að veiða eru yfir 100 kg að fallþyngd. Heimilt er að veiða allt að 1.450 hreindýr á þessu ári, 1.061 kú og 389 tarfa. Veiði á hreinkúm hefst 1. ágúst og stendur almennt til 20. september. Leyft verður að veiða 40 kýr af kvótanum á svæði 8 í nóv- ember. Jóhann segir mikilvægt að þeir sem eru með leyfi fyrir hreinkú nýti tímann vel og dragi það ekki lengi að fara á veiðar. gudni@mbl.is Búið að fella 35 hreintarfa  Almennt hefur viðrað vel til veiða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.