Morgunblaðið - 26.07.2018, Page 10

Morgunblaðið - 26.07.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Mix & Match sundföt Kringlunni 4c – Sími 568 4900 ÚTSALA 50% afsláttur af öllum útsöluvörum SUMAR Skoðið LAXDAL.is Skipholti 29b • S. 551 4422 ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR MEIRI OG MEIRI AFSLÁTTUR DimmalimmReykjavik.is Útsala Útsala Enn meiri afsláttur DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 50-60% afsláttur Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Venus NS, skip HB Granda, vinnur að löndun á rúmum 600 tonnum af makríl á Vopnafirði. Er það öllu minni afli en veiddist fyrir viku, en þá var makrílaflinn upp á 750 tonn. Fengust tonninn 600 hjá Venusi í fimm hollum og er fiskurinn af sömu stærðargráðu og áður, eða á bilinu 420-440 grömm. „Það var svona blettótt veiði og minna að sjá,“ sagði Kristján Þorvarðarson, skipstjóri á Venusi NS, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær og var þá verið að vinna að löndun. Aðspurður segir Kristján að fisk- urinn virðist vera að færast austur með kantinum. Jóna Eðvalds SF, skip Skinn- eyjar-Þinganess, kom að höfn í gærnótt með 550 tonn af makríl, sem fékkst í tveimur hollum, sagði Sigurður Bjarnason, skipstjóri á Jónu Eðvalds SF, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Þetta var annar túr skipsins á makrílveið- unum í sumar, en í fyrsta túr feng- ust 600 tonn. Stefnir skipið aftur út á miðin síðdegis í dag, segir Sig- urður aðspurður. Í gær var Ásgrímur Halldórsson SF, skip Skinneyjar-Þinganess, við veiðar suðaustur af landinu og Kap VE, skip Vinnslustöðvarinnar, var við veiðar sunnan Vestmannaeyja. Þá stefndi Hoffell SU, Loðnuvinnsl- unni, að heimahöfn á Fáskrúðsfirði. 600 tonna afli hjá Venusi NS Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Vertíð Venus NS, skip HB Granda, hefur veitt vel á fyrstu vikum makríl- veiðanna. HB Grandi er með um 20.000 tonna aflaheimild til makrílveiða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.