Morgunblaðið - 26.07.2018, Page 11

Morgunblaðið - 26.07.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 Útsala Str. 36-56 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Verðhrun á útsölunni Enn er hægt að gera góð kaup Laugavegi 178 • 105 Reykjavík • Sími 555 1516 (póstsendum) Opið virka daga kl. 11-18 og laugardaga kl. 11-15. Mikið af myndum á facebook Verð 12.900 kr. • Stærð 34-52 • 3 síddir: 76 + 83 + 89 cm • 3 litir: svart, blátt, beinhvítt • 2 litir: mosabrúnt, ljósgrátt = 83 cm • Stretch • Háar í mittið „Betri“ galla- buxurnar Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is STÓRÚTSALA 50-70% afsláttur af fatnaði og skóm Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Nýjar vörur streyma inn Peysukjóll kr. 9.990 Treggings kr. 4.980 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Str. 38-58 af æfingafatnaði frá ZHENZI Ný sending Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Hljómsveitin Guns N’ Roses naut mikillar hylli meðal þeirra 25 þús- und gesta sem sóttu stórtónleika sveitarinnar á þriðjudag. Sýningin var íburðarmikil að sögn Björns Teitssonar, upplýsingafulltrúa Sol- stice Productions. Eldvörpum hafði verið komið fyrir á hinu risavaxna sviði auk þess sem flugeldi var skotið á loft. „Ég hef einungis heyrt jákvæða hluti um tónleikana og fólk skemmti sér vel,“ segir Björn. Þétt og stórt mannhaf myndaðist á vellinum og voru gestir á öllum aldri. Tónleikarnir eru þeir fjöl- mennustu sem hafa verið haldnir á Íslandi frá upphafi. Björn segir að þeir gætu opnað dyr fyrir öðrum heimsþekktum listamönnum. „Þetta sýnir að Ísland getur tekið við þess- um allra stærstu listamönnum sem hafa mögulega verið taldir ófáan- legir til Íslands áður. Ég held að fólk í þessum bransa, t.d. tónleika- haldarar, sé að opna augun fyrir fleiri risatónleikum í framtíðinni.“ Tónleikarnir gengu prýðilega að sögn lögreglu. Margir nýttu sér al- menningssamgöngur til og frá Laugardalsvelli eða fóru fótgang- andi. Umferðin gekk því vel að tón- leikunum loknum. Tiltekt hófst um leið og sýningunni lauk. Risagólfið á vellinum var fjarlægt strax að- faranótt miðvikudags og í gær hélt tiltektin áfram. Björn segir að í dag eigi að taka sviðið í sundur og skila svæðinu eins og tekið var við því. Umfang sýningarinnar var mikið að sögn Björns: „Verkefnið er frábrugðið öðru sem við höfum gert og gríðarlega krefjandi. Margt þurfti að smella saman og það gekk mjög vel. Mikil ánægja var meðal gesta og við fengum já- kvæð viðbrögð, sem er mjög dýr- mætt.“ Aðspurður hvað sjálfum með- limum Guns N’ Roses hafi fundist um tónleikana segir hann þá hafa verið mjög glaða að klára túrinn. „Ég sá það nú bara á brosinu uppi á sviði. Þeir hafa staðið sig vel í vinnunni og geta loksins tekið sér frí og andað léttar.“ Morgunblaðið/Valli Stjarna Söngvarinn Axl Rose kunni vel við sig á stóra sviðinu. Viðstaddir klöppuðu, mynduðu og skemmtu sér vel. Tónleikar Guns N’ Roses fóru vel fram  Ríflega 25 þúsund manns mættu á Laugardalsvöll  Sýningin gekk vel Viðburðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.