Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 12

Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Krónan mælir með! 599 kr.pk. Fylltir hamborgarar, 2x120 g 149 kr.pk. Gestus snakk, 175 g Gott með borgaranu m Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is A uður Finnbogadóttir er útskrifuð úr American Academy of Dramatic Arts og starfar sem leik- kona í Los Angeles í Bandaríkjunum undir listamannsnafn- inu Audi Finn. Nýlega vann hún til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Festi- gious sem besta leikkonan í óháðri (e. indie) kvikmynd. Myndin, No Sur- prises, hlaut þrenn verðlaun á fyrstu hátíðinni sem hún tók þátt í. Auður segir að nú bíði teymið sem kom að myndinni eftir niðurstöðum frá fleiri kvikmyndahátíðum. „Kærastinn minn, sem býr líka hérna úti, skrifaði hand- ritið og aðalhlutverkið fyrir mig og gaf mér í Valentínusargjöf. Myndin kom svo vel út að við ákváðum að senda hana inn á nokkrar kvikmyndahátíðir. Vonandi koma bara fleiri verðlaun í hús.“ Hörð barátta í LA Auður hefur fengið mörg tæki- færi í skemmtanabransanum og eru nú þegar tveir sjónvarpsþættir búnir að ráða hana í áframhaldandi hlutverk. „Einn þátturinn er nornaþáttur sem heitir WitchHaven og hinn heitir The Let Down og er um fyrrverandi her- menn.“ Mikil samkeppni er í leiklistar- bransanum í Los Angeles og segir Auður að mikilvægt sé að sækja um sem flest hlutverk. „Helsta vinnan er að sækja um hlutverk, alla daga. Fara í prufur, fara á alls konar námskeið og víkka tengslanetið. Þetta er stöðug vinna. Stundum fær maður fullt af prufum og er að vinna alla daga en svo koma dagar þegar ekkert er að gerast. Þess vegna er mikilvægt að búa til sín eigin tækifæri líka.“ Auður bætir við að starfið sé mjög krefjandi og snúist mikið um að vera réttur maður á réttum stað. Dugnaður í að sækja um hlutverk gæti stundum vegið þyngra en leiklist- arhæfileikar og þá þurfi að hafa mik- inn sjálfsaga. „Það er stöðug vinna að sækja um næstu verkefni. Þetta er samt svo ótrúlega gaman, því þegar maður fær hlutverk á maður það svo innilega skilið, eftir að hafa lagt helj- arinnar vinnu á sig.“ Kvikmyndir og bíómyndir eru ekki eina viðfangsefni Auðar, en hún landaði nýlega hlutverki í söngleik sem verður sýndur víða. „Við munum ferðast með sýninguna um Bandaríkin og Bretland, miðað við hvernig giggin okkar eru. Þetta verður svaka ævin- týri.“ Söngleikurinn, Bombshells, fjallar um kvenímyndir í skemmt- anabransanum og nokkrar af fræg- ustu leik- og söngkonum samtímans, þar má nefna Beyoncé, Donnu Summer og Tinu Turner. „Þá erum við að taka frægustu lögin þeirra. Allar stelpurnar sem eru með mér eru bún- ar að vera á Broadway og fleira og eru þvílíkar dívur, það er því mjög mikill heiður að fá að vinna með þeim.“ Sýningin er komin í sölu og stiklan væntanleg. „Þetta er hlutverkið mitt“ Fjöldi leikkvenna sótti um aðal- hlutverkin í Bombshells og var sam- keppnin hörð. Auður ákvað að skella sér í prufurnar. „Leikstjórinn sagði að verið væri að leita að dívum og súperstjörnum. Þetta kveikti í ein- hverju hjá mér og þannig fór ég í gegnum fyrstu prufurnar og komst áfram. Svo fór ég til Íslands að heim- sækja fjölskylduna mína og fékk þá símtal um að ég hefði komist í loka- prufu. Sex stelpur komust í hana en einungis þrjár þeirra áttu að fá hlut- verk, þannig að það voru helmings- líkur á að ég dytti í lukkupottinn. Lokaprufan átti að vera þremur tím- um áður en ég lenti aftur í LA. Ég til- kynnti leikstjóranum það og hann ákvað að breyta dagsetningunni og færði lokaprufuna aftur um einn dag, fyrir mig. Þegar hann gerði það vissi ég að ég ætti þetta hlutverk. Ég ákvað að fara í prufuna og hugsa: þetta er hlutverkið mitt.“ Viðhorfið skilaði sér greinilega og hreppti Auður hlut- verkið, ásamt tveimur öðrum leik- konum. Auður er vel kunn leikhúsinu og lék t.a.m. í Borgarbörnum og öllum Verzlóleikritunum á meðan hún stund- aði nám þar. Aðspurð segir hún leik- hús og kvikmyndaleik vera mjög ólík svið. „Í leikhúsi eru allir áhorfendur með þér um stund og þá þarf að sjá til þess að allir í leikhúsinu heyri og sjái til manns en í kvikmyndum fá áhorf- endur að sjá leikarana í nærmynd. Þá er mikilvægt að tjá sig í gegnum aug- un og smækka líkamstjáningar og vera náttúrulegri. Svo þarf líka að sjá til þess að maður gerir sömu hreyf- ingar frá öllum sjónarhornum sem eru tekin upp svo að tökurnar passi saman þegar myndin er klippt.“ Frábært í sólinni Lífið í Los Angeles er sannarlega frábrugðið lífinu á Íslandi að sögn Auð- ar. „Þetta er allt öðruvísi og var í raun- inni algjört menningarsjokk að koma hingað. Auðvitað sakna ég Íslands en það er alveg frábært að vera hérna í sólinni. Ég er ekki í venjulegri 9 til 5 vinnu þannig ég þarf algjörlega að sjá til þess að ég setji mér markmið fyrir hvern dag og stjórna hvenær og hversu mikið ég vinn daglega. Flestir vinir mínir eru útskrifaðir úr sama skóla og ég og vill svo til að við búum flest öll í sömu blokk. Við stelpurnar deilum íbúð og strákarnir búa fyrir ofan okkur, við förum saman í kaffi, tökum tölvurnar með og förum að vinna. Svo förum við á ströndina þegar við eigum það skilið. Sem stendur er ég að reyna að taka eins mismunandi hlutverk að mér og ég get til þess að sýna fjölbreyti- leika. Ég get í hreinskilni bara verið mjög ánægð með það að geta lifað af því að leika.“ Lifir á leiklistinni í Los Angeles Auður Finnbogadóttir býr í Los Angeles og starf- ar þar sem leikkona. Hún hefur tekið að sér ýmis hlutverk í sjónvarps- þáttum og kvikmyndum en nýlega vann hún verð- laun fyrir leik sinn í kvik- myndinni No Surprises. Efnileg Auður hlaut verðlaun á hátíðinni Festigious fyrir leik sinn í kvikmyndinni No Surprises. Hún gengur undir listamannsnafninu Audi Finn í Los Angeles.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.