Morgunblaðið - 26.07.2018, Page 16

Morgunblaðið - 26.07.2018, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 „Við reyndum við þetta í júní en hættum svo,“ segir Gunnar Berg- mann Jónsson, framkvæmdastjóri IP útgerðar sem gerir út bátinn Hrafnreyði KO á hrefnuveiðar. Sex hrefnur veiddust áður en veiðunum var hætt en Hafrannsóknastofnun telur óhætt að veiða 217 dýr á ári. Gunnar segir að stækkun á frið- uðu svæði á Faxaflóa geri hrefnu- veiðimönnum erfitt fyrir. „Við þurf- um að sækja miklu lengra út en áður. Til þess þurfum við fleiri réttinda- menn um borð og það eykur kostn- aðinn,“ segir Gunnar um ástæður þess að veiðum var hætt. Hann segir að núverandi sjávarútvegsráðherra virðist ekki ætla að breyta friðunar- svæðinu sem forveri hans stækkaði. „Það er erfitt að vera í eltingarleik við annan hvern ráðherra sem sest inn í ráðuneytið. Það er þreytandi að þurfa alltaf að synda á móti straumn- um,“ segir Gunnar og vísar til þess að friðunarsvæðið hafi áður verið stækkað. Gunnar segir að kjötið af 6 dýrum dugi ekki lengi á markaðnum hér og segir að til greina komi að halda áfram innflutningi frá Noregi. Útgerðin er að huga að öðrum verkefnum fyrir Hrafnreyði. Aðeins sex hrefn- ur veiddar í sumar  Dýrt að sækja út fyrir Faxaflóa Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hrafneyður Möguleikinn á að gera skipið út á sæbjúgu og skel er í athugun. Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma innbyggðum gufugleypi SpAnhellubORðmeð Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is lOSnAðu Við hÁfinn Þýska hönnunarfyrirtækið BORA hefur unnið til margra verðlauna fyrir BORA spanhelluborðin sem eru með innbyggðum gufugleypi. Sparaðu pláss njóttu hreins lofts þegar þú eldar og losnaðu við fitu sem sest um allt eldhús sem fylgir eldamennskunni. ÞÝSK VeRðlAunAhönnun Sjámyndbönd á friform.is 5 ára ábyrgð á öllum raftækjum fRÁbÆR nÝjung enginn hÁfuR eKKeRtVeSen Opið: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Lokað á laugardögum í sumar að framleiða kindakjöt fyrir erlenda markaði. Skýrsluhöfundar telja mikilvægt að koma á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar kindakjöts og nefna að skoða þurfi leiðir til að minnka framleiðsluna. Útttektin nær til virðiskeðjunnar „frá bónda í búð“. Það þýðir að fjallað er um flutning sláturfjár, slátrun, vinnslu kjöts, dreifingu og birgða- hald. Hin eiginlega sauðfjárrækt er þar fyrir utan sem og heildsala og smásala afurðanna. Niðurstöðurnar benda til að arð- semi afurðastöðva sé óásættanleg. Þannig var afkoma fimm fyrirtækja af sjö neikvæð árið 2016. Í fyrra batn- aði staðan eitthvað og var við núllið hjá þeim afurðastöðvum sem skilað hafa ársreikningum. Skýrsluhöfundar segja að margt bendi til að sláturhús séu of mörg og þeim þurfi að fækka til að auka hag- ræði í greininni. Fækkun afurða- stöðva gæti aukið arðsemi ef slátur- húsin sem eftir verða hefðu svigrúm til að auka sjálfvirkni í framleiðsl- unni. Úrelding styrkt Sá möguleiki er nefndur að stjórn- völd stuðli að hagkvæmni með ein- hvers konar ívilnunum, til dæmis úreldingarstyrkjum. Ef ríkið hjálpaði til við fækkun væri skynsamlegt að huga að landfræðilegri legu slátur- húsanna til að flutningur sláturgripa verði ekki óhóflegur. Þá er vakin athygli á miklum kostnaði við birgðahald. Einnig er getið um það að skoða mætti sam- starf milli afurðastöðva um útflutning til að hámarka verð, líkt og Skotar hafa gert. Áður en farið verði að framleiða til útflutnings þurfi að komast á jafnvægi á milli framleiðslu- kostnaðar og þess verðs sem fæst á erlendum mörkuðum. Borgar sig ekki að flytja út kjöt Morgunblaðið/RAX Kjötvinnsla Þörf er talin á því að fækka sláturhúsum til að hagræða í slátr- un og vinnslu og skapa svigrúm til að auka sjálfvirkni og fækka starfsfólki.  Í úttekt ráðgjafarsviðs KPMG á virðiskeðju kindakjötsframleiðslunnar kemur fram að mikilvægt er að draga úr framleiðslu  Lagt er til að sláturhúsum verði fækkað til að auka hagræði í greininni BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framleiðslukostnaður kindakjöts hér á landi er hærri en fæst fyrir vör- una á erlendum mörkuðum að meðal- tali. Því borgar sig ekki að framleiða kjöt til útflutnings. Þetta kemur með- al annars fram í niðurstöðum úttekt- ar ráðgjafarsviðs KPMG á afurða- stöðvum í sauðfjárrækt. Úttektin var gerð fyrir atvinnuvegaráðuneytið. Talið er mikilvægt að minnka fram- leiðsluna og auka framleiðni, meðal annars með fækkun sláturhúsa. Fram kemur í skýrslunni að ástæða offramleiðslu í greininni sé bæði aukin framleiðsla á kindakjöti og minnkandi neysla á hvern íbúa landsins. Umframframleiðslu hefur verið mætt með auknum útflutningi. Það er ekki talið hagkvæm starf- semi. Miðað við meðalverð í útflutn- ingi og kostnað við flutning, slátrun og greiðslur til bænda borgi sig ekki Stjórnvöld munu fylgja því eftir að hagræðing náist í virðiskeðj- unni, að sögn Kristjáns Þórs Júl- íussonar landbúnaðarráðherra, enda beri skýrslan með sér að mikil tækifæri séu til hagræð- ingar. Niðurstöður skýrslunnar verða notaðar við endurskoðun búvörusamninga. Ráðherra segir að leita þurfi leiða til að ná jafn- vægi á milli framboðs og eftir- spurnar kindakjöts. Fylgt eftir LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.