Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 Sprenging, sem varð í Skatestraum-jarð- göngunum í Noregi, vekur spurningar um hvort heppilegasta lausnin til að taka á ör- yggismálum Hvalfjarð- arganga í eitt skipti fyr- ir öll sé að grafa frekar ný hliðargöng undir fjörðinn í stað þess að tvöfalda núverandi göng. Nú fullyrða for- svarsmenn Spalar að göngin muni springa 2019 þegar þeir mæla með tvöföldun þeirra, sem verður bara ávísun á stóraukna slysahættu. Fram kemur í umferðarspám að meðalum- ferð ökutækja um Sundabraut verði eftir 10-15 ár 32 þúsund bílar á dag. Tímabært er að forsvarsmenn Spalar svari því strax hvort Hvalfjarðar- göngin þoli þennan heildarfjölda mjög lengi og hvenær álagið sem eykst alltof mikið verði komið að ystu þolmörkum, ef þessar umferðarspár standast. Búið er að leggja fram frumhönnun nýrra hliðarganga sem lagt er til að liggi samsíða núverandi göngum. Þá yrði öryggi vegfarenda enn betur tryggt í stað þess að þre- falda slysahættuna sem tvöföldun ganganna býður upp á. Ég spyr: Er skynsamlegt að sveitarstjórnirnar á Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu láti sig þetta engu varða og horfi að- gerðarlausar á þegar þungaflutning- arnir sem eyðileggja vegina aukast alltof mikið? Þeir sem ákvarðanir taka án þess að standast reikningsprófið eiga mörgum spurningum ósvarað og vita ósköp vel að öryggi vegfarenda verður best tryggt með því að hafa umferðina á þessu svæði í tvennum aðskildum göngum. Eft- ir öðrum leiðum klárast dæmið aldrei. Þeir sem telja ný hliðargöng und- ir Hvalfjörð óþörf láta sig öryggi vegfarenda engu varða, þótt meðal- umferð ökutækja verði síðar meir 50 þúsund bílar á dag. Í norsku Skatestraum-göngunum, sem eru 1.900 metra löng, losnaði tengivagn aftan úr olíuflutningabíl og rakst utan í vegg. Með þessum flutn- ingabíl voru fluttir 16.500 lítrar af eldsneyti þegar óhappið varð. Önnur spurning: Hvað hefðu margir beðið bana í Hvalfjarðargöngum ef þessi sami flutningabíll hefði verið þar á 80- 100 km hraða innan um níu þúsund ökutæki sem meðalumferðin hefur komist í á einum degi? Nítján manns tókst að forða sér út úr göngunum í Noregi án þess að alvarleg slys yrðu. Þó voru sex fluttir á sjúkrahús eftir að hafa andað að sér reyk. Árið 2016 kom upp eldur í flutningabíl sem ekið var inn í 11-12 km löng veggöng í Noregi. Það vekur spurningar um hvort óhjákvæmilegt sé að útbúa flóttaleiðir með eldvarnarhurðum ef ráðist verð- ur í framkvæmdir við 13-14 km löng veggöng undir Fjarðarheiði sem Seyðfirðingar berjast fyrir. Þriðja spurning: Er þetta heppileg ganga- Of mikil slysahætta í Hvalfjarðargöngum Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson Snemma höfðu Ís- lendingar iðgjaldafrítt tryggingakerfi sem var byggt á hlutfalls- legri ábyrgð. Fyrsti varnargarður var hreppur, annar var sýsla, þriðji var lands- fjórðungur og sá síð- asti var landið allt. Hlutfallsleg ábyrgð hefur lengst af haldist eftir að þjóðfélagið þróaðist og fór að safna rekstrarfé með þjóðnýtingu frelsis í einhverri mynd (þ.e. skött- um). Jafnvel hefur verið vilji til að hlífa þeim sem verst eru settir, t. d. með skattaþrepum og jöfnum per- sónuafslætti svo eitthvað sé nefnt. Nýlega virðist hafa orðið stefnu- breyting hvað þetta varðar þegar sett var nýtt framfærslugólf fyrir aldraða og að ég hygg öryrkja líka. Það lítur út fyrir að allir þeir sem viðkomandi hópum tilheyra hafi um leið verið skuldfærðir fyrir sömu upphæð og rétturinn veitti þeim. Jafnframt virðast öll uppsöfnuð réttindi sömu tegundar hafa verið þjóðnýtt neðan frá að svipaðri upp- hæð sem jafngildir að sjálfsögðu flötum nefskatti (þ.e. ríkir borga sömu tölu og flestir hinna). Þegar kemur svo að þeim sem ekki eiga uppsafnaðan rétt fyrir skuldinni en hyggjast bæta stöðu sína með tekjuöflun keyrir þó fyrst um þverbak. Upphefst þá innheimta svo svívirði- leg að hátekjuskattur þingmanna og ráðherra og annarra ofdekaðra hálaunamanna bliknar í samanburði og virðist hjóm eitt. Við, sem höfum haldið því fram að það sé varasamt að hafa skatta of háa af því að það dragi úr verð- mætasköpun og auki undanskot og jafnvel talið að oft geti skattalækk- un aukið tekjur ríkisins, hljótum þess heldur að hafna því að sjálfs- bjargarviðleitni þeirra, sem mest þurfa á henni að halda, sé drepin með miklu hærri hlutfallslegum álögum en nemur hæsta tekju- skattsþrepi. Auk þess eru álögurnar oft svo háar að þegar kostnaður vegna vinnuþátttöku bætist við er ávinningurinn af laununum enginn. Það sjá allir að þetta getur aðeins leitt af sér þrennt, þ.e. iðjuleysi, svarta vinnu og þrælahald. Ekkert þessara atriða telst til bóta fyrir þjóðfélagið og vil ég því gefa þeim sem hönnuðu og komu þessu kerfi á falleinkunn. Næst þegar hátekju- maður eða við hin vörum við of háum sköttum munu margir hafa í huga að þar geti verið á ferðinni of- launuð afæta að verja hagsmuni sína. Svo lengi lærir sem lifir. Í samfélagi sem nýlega gekk í gegn um efnahagslegt hrun og valdi að endurlífga gjaldþrota banka með flóknum og kostnaðarsömum sér- meðferðum ... í samfélagi sem lét seðlabanka sinn skapa dúnmjúkar sérleiðir til að endurheimta fé sem fjárhirðarnir fluttu úr landi í ferða- töskum rétt fyrir hrun ... í samfélagi sem tók sér fyrir hendur að leiðrétta svonefndan forsendubrest þeirra eignamanna sem uppvakningar bankanna voru taldir hafa hlunn- farið .... í samfélagi sem ætlar að setja arðinn af orkuauðlindum sín- um í sjóð sem einhver hugvitssamur á eflaust eftir að hnupla í framtíðinni ef að líkum lætur ... í samfélagi sem telur sig ekki þurfa að nýta sinn verðmætasta fiskistofn nema á hálf- um afköstum – hlýtur að vera til svigrúm til að halda uppi mannsæm- andi tryggingargólfi án þess að grípa til þeirra bolabragða sem hér hefur verið lýst. Lifið heil. Skuldfært og þjóðnýtt Eftir Sveinbjörn Jónsson Sveinbjörn Jónsson » Það sjá allir að þetta getur aðeins leitt af sér þrennt, þ.e. iðju- leysi, svarta vinnu og þrælahald. Höfundur er skipstjóri og ellilífeyrisþegi. svennij@simnet.is Hlífar og undirföt Angóruhlífarnar veita léttan stuðning við auma vöðva á þrengja of mikið að. Angóran sér um að halda líkamanu og hlýjum án þess að valda kláða. Hlífarnar eru tilvaldar til hvers kyns útivista og eins og hjólreiða, útihlaupa eða í golfið. Úlnliðshlífar Langerma bolur Olnbogahlífar Hnéhlífar Mjóbakshlíf Axlastykki Y L F A ANGÓRA Einnig fáanlegt í netverslun: www.lyfja.is n þess að m þurrum íþrótta, Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.