Morgunblaðið - 26.07.2018, Síða 39

Morgunblaðið - 26.07.2018, Síða 39
UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 lengd fyrir vegfarendur ef þeir hafa lítinn tíma til að forða sér út úr brennandi bifreiðum sínum þegar keyrt er inn í göngin? Fjórða spurn- ing: Vilja yfirmenn Vegagerðarinnar berjast fyrir því að settar verði hér á landi strangar reglur sem takmarka lengd jarðganga við ákveðinn kíló- metrafjölda til að tryggt sé að bíl- stjórum og farþegum takist á sem stystum tíma að flýja út úr göngun- um? Mestu mái skiptir að vegfarend- ur komist tímanlega út úr brennandi ökutækjum. Í norskum jarðgöngum eru tveir eldsvoðar í hverjum mánuði algengir. Þriðjudaginn 11. ágúst 2015 munaði engu að mannskætt slys yrði í Gudvanga-jarðgöngunum í Noregi þegar eldur varð laus í rútu með ferðamenn frá Asíu. Hóteleigandi, sem rekur ferðaþjónustu stutt frá munna ganganna, sýndi mikið snar- ræði þegar honum tókst að bjarga öll- um sem voru í rútunni, 32 ferðamönn- um. Fimm úr hópnum voru fluttir á sjúkrahús. Í Mont Blanc-jarðgöngun- um urðu afleiðingarnar enn verri árið 1999 þegar eldsvoðinn sem þar varð laus kostaði nærri 40 mannslíf. Ákveðum strax ný hliðargöng undir Hvalfjörð. » Þeir sem telja ný hliðargöng undir Hvalfjörð óþörf láta sig öryggi vegfarenda engu varða. Höfundur er farandverkamaður. Fátt ef nokkuð er dýrmætara en að dvelja í núinu í bæn. Að fá að tala við Guð skapara sinn og frels- ara og biðja um áfyll- ingu vonar, friðar og kærleika inn í líf sitt og annarra. Það að biðja Guð um náð og miskunn er ekki merki um van- mátt eða veikleika heldur auðmýkt sem okkur er svo nauðsynlegt og holt að gangast við og gagnast okk- ur best á ævinnar göngu. Þangað er nefnilega styrkinn að sækja sem við flest ef ekki öll þörfnumst og þráum meðvitað og ómeðvitað. Bænin eykur meðvitund Um leið og bænin skerpir á núvit- und þá gerir hún okkur meðvitaðri um okkur sjálf, samferðafólk okkar og umhverfi. Hún fær okkur til að átta okkur á hver við erum og hvert við viljum raunverulega stefna. Ekki veit ég svo sem nákvæm- lega hvernig bænin virkar en ég veit þó það að mér finnst ómetan- lega gott að fá að dvelja í henni og þannig meðtaka friðinn sem henni fylgir. Bænin er æfing í trú, von og kærleika Bænin er hluti af frumþörf mannsins. Dýrmætur arfur, menn- ing, boð um að þiggja það að lifa í tengingu við höfund og fullkomnara lífsins. Bænin er æfing í trú og trausti, von og kærleika. Við nem- um staðar, kyrrð kemst á hugann, hjartað opnast, við sleppum takinu og ger- umst einlæg og heið- arleg um stund. Bænin er kvíðastillandi Bænin er kvíðastill- andi og streitulosandi. Hún skerpir einbeit- ingu og veitir hugan- um ró. Kafað er inn í innsta kjarna, hugs- anir lagðar á borð. Áhyggjur og þrár, væntingar, fram- tíð og líf, lagt á herðar og altari Jesú Krists, sem vill bera þær með okkur, leiða okkur og hjálpa okkur að finna lausnir hverju sinni. Við stingum á kýlum, áhyggjurn- ar taka að líða á braut og friðurinn flæðir inn. Frelsarinn okkar, Jesús Kristur, hvatti okkur til að taka okkur tíma til að biðja og vera reyndar stöðugt á bæn og halda þannig vöku okkar. Bænin mýkir hjartað Bænin mýkir hjartað og auðveld- ar ævigönguna. Hún stillir okkur af svo markmið okkar verða skýrari. Við tökum að sjá Guð, samferða- menn okkar, umhverfið allt og okk- ur sjálf í nýju ljósi. Bænin styrkir fjölskyldubönd, samkennd og virðing vex, umburð- arlyndið eykst og umhyggjan dýpk- ar. Bænin er góð forvörn og besta áfallahjálpin. Hún er sem græðandi smyrsl. Hún líknar og læknar, laðar og leið- ir, uppörvar og hvetur. Hún er ekki spurning um orðalag heldur hjarta- lag. Andardráttur lífsins Bænin er andardráttur lífsins, allt það súrefni sem þarf til þess að komast af. Í bæninni drögum við að okkur kærleikann og fyrirgefning- una og þann frið sem enginn getur gefið annar en Jesús Kristur. Frið sem er æðri öllum skilningi og eng- inn og ekkert megnar frá okkur að taka. Frið sem sprottinn er af ást Guðs. Með bæninni upplifum við fegurð lífsins. Núið og eilífðin Um leið og bænin skerpir á núvit- und færir hún okkur von og eilífa lífssýn. Málið er nefnilega að lifa í núinu og njóta þess í ljósi eilífðar- innar. Því að ég er þess fullviss að ævinnar bestu stundir, dýrmætustu augnablik, fegurstu draumar og ljúfustu þrár, séu rétt eins og for- smekkurinn, aðeins sem forréttur- inn að þeirri himnesku veislu sem lífið raunverulega er og dýrð eilífðarinnar mun hafa upp á að bjóða. Með vonarríkri kærleiks- og frið- arkveðju og í bæn til höfundar og fullkomnara lífsins leyfi ég mér því í auðmýkt að segja. Lifi lífið! Bænin skerpir á núvitund Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Um leið og bænin skerpir á núvitund færir hún okkur von og eilífa lífssýn. Málið er nefnilega að lifa í núinu og njóta þess í ljósi eilífðarinnar. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Fasteignir 20% kynningarafsláttur NÝTT MERKI HJÁ OKKUR! Vogir sem sýna verð á vörum eftir þyngd Löggiltar fyrir Ísland og tilbúnar til notkunar ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum VERSLUNAR- VOGIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.