Morgunblaðið - 26.07.2018, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 26.07.2018, Qupperneq 39
UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 lengd fyrir vegfarendur ef þeir hafa lítinn tíma til að forða sér út úr brennandi bifreiðum sínum þegar keyrt er inn í göngin? Fjórða spurn- ing: Vilja yfirmenn Vegagerðarinnar berjast fyrir því að settar verði hér á landi strangar reglur sem takmarka lengd jarðganga við ákveðinn kíló- metrafjölda til að tryggt sé að bíl- stjórum og farþegum takist á sem stystum tíma að flýja út úr göngun- um? Mestu mái skiptir að vegfarend- ur komist tímanlega út úr brennandi ökutækjum. Í norskum jarðgöngum eru tveir eldsvoðar í hverjum mánuði algengir. Þriðjudaginn 11. ágúst 2015 munaði engu að mannskætt slys yrði í Gudvanga-jarðgöngunum í Noregi þegar eldur varð laus í rútu með ferðamenn frá Asíu. Hóteleigandi, sem rekur ferðaþjónustu stutt frá munna ganganna, sýndi mikið snar- ræði þegar honum tókst að bjarga öll- um sem voru í rútunni, 32 ferðamönn- um. Fimm úr hópnum voru fluttir á sjúkrahús. Í Mont Blanc-jarðgöngun- um urðu afleiðingarnar enn verri árið 1999 þegar eldsvoðinn sem þar varð laus kostaði nærri 40 mannslíf. Ákveðum strax ný hliðargöng undir Hvalfjörð. » Þeir sem telja ný hliðargöng undir Hvalfjörð óþörf láta sig öryggi vegfarenda engu varða. Höfundur er farandverkamaður. Fátt ef nokkuð er dýrmætara en að dvelja í núinu í bæn. Að fá að tala við Guð skapara sinn og frels- ara og biðja um áfyll- ingu vonar, friðar og kærleika inn í líf sitt og annarra. Það að biðja Guð um náð og miskunn er ekki merki um van- mátt eða veikleika heldur auðmýkt sem okkur er svo nauðsynlegt og holt að gangast við og gagnast okk- ur best á ævinnar göngu. Þangað er nefnilega styrkinn að sækja sem við flest ef ekki öll þörfnumst og þráum meðvitað og ómeðvitað. Bænin eykur meðvitund Um leið og bænin skerpir á núvit- und þá gerir hún okkur meðvitaðri um okkur sjálf, samferðafólk okkar og umhverfi. Hún fær okkur til að átta okkur á hver við erum og hvert við viljum raunverulega stefna. Ekki veit ég svo sem nákvæm- lega hvernig bænin virkar en ég veit þó það að mér finnst ómetan- lega gott að fá að dvelja í henni og þannig meðtaka friðinn sem henni fylgir. Bænin er æfing í trú, von og kærleika Bænin er hluti af frumþörf mannsins. Dýrmætur arfur, menn- ing, boð um að þiggja það að lifa í tengingu við höfund og fullkomnara lífsins. Bænin er æfing í trú og trausti, von og kærleika. Við nem- um staðar, kyrrð kemst á hugann, hjartað opnast, við sleppum takinu og ger- umst einlæg og heið- arleg um stund. Bænin er kvíðastillandi Bænin er kvíðastill- andi og streitulosandi. Hún skerpir einbeit- ingu og veitir hugan- um ró. Kafað er inn í innsta kjarna, hugs- anir lagðar á borð. Áhyggjur og þrár, væntingar, fram- tíð og líf, lagt á herðar og altari Jesú Krists, sem vill bera þær með okkur, leiða okkur og hjálpa okkur að finna lausnir hverju sinni. Við stingum á kýlum, áhyggjurn- ar taka að líða á braut og friðurinn flæðir inn. Frelsarinn okkar, Jesús Kristur, hvatti okkur til að taka okkur tíma til að biðja og vera reyndar stöðugt á bæn og halda þannig vöku okkar. Bænin mýkir hjartað Bænin mýkir hjartað og auðveld- ar ævigönguna. Hún stillir okkur af svo markmið okkar verða skýrari. Við tökum að sjá Guð, samferða- menn okkar, umhverfið allt og okk- ur sjálf í nýju ljósi. Bænin styrkir fjölskyldubönd, samkennd og virðing vex, umburð- arlyndið eykst og umhyggjan dýpk- ar. Bænin er góð forvörn og besta áfallahjálpin. Hún er sem græðandi smyrsl. Hún líknar og læknar, laðar og leið- ir, uppörvar og hvetur. Hún er ekki spurning um orðalag heldur hjarta- lag. Andardráttur lífsins Bænin er andardráttur lífsins, allt það súrefni sem þarf til þess að komast af. Í bæninni drögum við að okkur kærleikann og fyrirgefning- una og þann frið sem enginn getur gefið annar en Jesús Kristur. Frið sem er æðri öllum skilningi og eng- inn og ekkert megnar frá okkur að taka. Frið sem sprottinn er af ást Guðs. Með bæninni upplifum við fegurð lífsins. Núið og eilífðin Um leið og bænin skerpir á núvit- und færir hún okkur von og eilífa lífssýn. Málið er nefnilega að lifa í núinu og njóta þess í ljósi eilífðar- innar. Því að ég er þess fullviss að ævinnar bestu stundir, dýrmætustu augnablik, fegurstu draumar og ljúfustu þrár, séu rétt eins og for- smekkurinn, aðeins sem forréttur- inn að þeirri himnesku veislu sem lífið raunverulega er og dýrð eilífðarinnar mun hafa upp á að bjóða. Með vonarríkri kærleiks- og frið- arkveðju og í bæn til höfundar og fullkomnara lífsins leyfi ég mér því í auðmýkt að segja. Lifi lífið! Bænin skerpir á núvitund Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Um leið og bænin skerpir á núvitund færir hún okkur von og eilífa lífssýn. Málið er nefnilega að lifa í núinu og njóta þess í ljósi eilífðarinnar. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Fasteignir 20% kynningarafsláttur NÝTT MERKI HJÁ OKKUR! Vogir sem sýna verð á vörum eftir þyngd Löggiltar fyrir Ísland og tilbúnar til notkunar ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum VERSLUNAR- VOGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.