Morgunblaðið - 26.07.2018, Page 43

Morgunblaðið - 26.07.2018, Page 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 8.997 Verð áður 14.995 ECCO KNOXVILLE HERRASKÓR Brenndur brie 1 stk. brie 3 cl viský Efsta lagið af brie-ostinum er skorið eins þunnt af og hægt er. Síðan er hann settur á disk/form sem þolir 180°C. Síðan er viskýinu hellt yfir og kveikt í. Balsamico-hindber 1 box hindber 150 ml vatn 150 ml hvítt balsamik-edik 200 gr. sykur Nokkur rósapiparkorn Soðið upp á vatninu, balsamikinu og sykrinum. Þá eru rósapip- arkornin mulin út í. Látið kólna al- veg niður áður en hindberin fara út í. Best er að láta þau liggja í 4-5 klst. Stökkt brauð 1 stk. Ciabatta-brauð 1 dl sítrónuolía Brauðið er skorið í örþunnar sneiðar, best er að gera það með ör- lítið frost í brauðinu. Þá er það penslað með sítrónuolíunni á báð- um hliðum og bakað í ofni á 160°C í um það bil 7 mínútur, eða þar til það er gullinbrúnt og stökkt. Jarðarberja- og appelsínusulta 3 bollar jarðarber 2 stórar appelsínur 3 bollar sykur ½ tsk. xanthan gum Jarðarberin skorin, appelsínan zestuð og síðan djúsuð, sett í pott með sykrinum. Soðið niður á lágum hita þar til hún er farin að þykkna vel. Í lokin er xanthan gum bætt út í og sultan maukuð. Djúpsteikur brie 2 stk. brie-ostur – því trúðu mér einn ostur er ekki nóg! 4 msk. fíkjusulta Hveiti Egg Panko-raspur Brie-osturinn er tekinn og gat skorið í miðjuna á honum, gatið er síðan fyllt með fíkjusultunni. Ost- urinn er þá frystur í minnsta kosti 3 tíma. Þegar osturinn er frosinn er hann tekinn og panneraður, en best er að fara aðeins öfuga leið á hann til að fá sem stökkasta húð á hann. Byrjað er á smá eggi, síðan hveiti, síðan aftur egg og svo panko. Ost- urinn er síðan djúpsteikur á 190°C þar til hann er gullinbrúnn, en ost- urinn þarf helst að vera frosinn þegar hann fer ofan í djúpsteiking- arpottinn því annars er séns á að hann leki í gegnum raspinn út í pottinn. Fíkjusulta 400 gr. fíkjur 250 gr. sykur 150 ml vatn Nokkrir dropar af hvítu balsamik- ediki. Fíkjurnar eru skornar smátt og settar í pott með sykrinum og vatn- inu, soðið niður á lágum hita vel og lengi, sultan á að vera vel þykk. Í lokin er edikið sett út í og látið malla með í ca. 2 mínútur. Síðan er sultan maukuð og kæld. Ananas-salsa 1 stk. ananas ½ stk. rauðlaukur 1 stk. rauður chili 1 dl kóríander 1 stk. lime-zest og safi Salt Ananasinn er skorinn smátt, þá er hann steiktur á pönnu með örlítilli olíu, en bara rétt aðeins til að ná fram sætunni í honum, hann á ekki að verða brúnn eða svartur að lit. Ananasinn er kældur aðeins niður og á meðan er laukurinn, chili-inn og kóríander skorið mjög smátt. Síðan er öllu blandað saman og smakkað til með lime-zesti, safanum og salti. Eldbakaður ostur Meistarakokkurinn Aníta Ösp Ingólfsdóttir, sem jafnframt er yfirmatreiðslumeistari á RIO Reykjavík, galdrar hér fram fyrir okkur tvo einfalda rétti sem eru vísir til að létta lundina í annars grámyglulegu sumarskammdeginu. Brie bragðast sérstaklega vel í rigningu, ekki síst þegar búið er að flambera hann eftir kúnstarinnar reglum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eldmeistarinn Aníta Ösp Ingólfs- dóttir flamberar osta eins og enginn sé morgundagurinn. Djúpsteikt dá- semd Það er fátt sem toppar þennan dásemdarrétt. Bráðinn brie Bræðir bragðlaukana. Djúsí súkkulaðikaka 2 bollar hrásykur eða venjulegur 1¾ bolli hveiti ¾ bolli ósætt kakó 1½ tsk. lyftiduft 1½ tsk. matarsódi 1 tsk. salt 2 egg 1 bolli mjólk ½ bolli olía (ég notaði kókosolíu) 2 tsk. vaniludropar 1 bolli soðið vatn Forhitið ofninn í 175 gráður. Smyrjið kökumótið með smjöri eða olíu. Annaðhvort má gera eina væna tertu eða setja deigið í tvö minni mót og hafa hana tveggja laga. Í stóra skál skal blandað saman sykri, hveiti, kakói, matarsóda, lyfti- dufti og salti. Hrærið þurrefnunum saman. Næst fara eggin, mjólk, olían og vanillan saman við. Hrærið þessu vel saman. Að lokum fer vatnið saman við. Deigið verður nokkuð þunnt. Hellið deiginu í formið eða formin og bakið 30-35 mínútur eftir þykkt tertunnar. Gott er að nota prjón eða tannstöngul til að stinga í tertuna. Hún er tilbúin þegar prjóninn kem- ur deiglaus út. Kælið kökuna í 10 mínútur áður en kakan er fjarlægð úr mótinu. Lát- ið tertuna kólna alveg áður en krem- ið er sett á en það má nota nánast hvaða kremuppskrift sem er. Athugið að ef það er einn stór botn bakaður þarf að baka hann 10- 15 mínútum lengur. Krem 350 g smjör 350 g flórsykur 250 g rjómaostur 100 g kakó 200 g brætt suðursúkkulaði 2 msk. kaffi, líkjör eða vatn eftir tilefni. 1 tsk. salt 1 msk. rjómi 1 dl saltkaramellusósa – tilbúin eða heimagerð. Aðferð: Þeytið smjörið vel upp (hafið það við stofuhita þegar þið hefjist handa). Sáldrið flórsykrinum rólega sam- an við. Bætið rjómaostinum (við stofu- hita) saman við og þeytið vel. Takið einn þriðja af kreminu frá. Bætið við eftirstöðvarnar kakói, bræddu súkkulaði og vökva. Kremið sem tekið var frá fær svo smáaðstoð frá vini sínum salt- karamellunni. Bætið sósunni varlega við með sleikju og bætið við salti ef ykkur finnst vanta. Þetta krem fer svo á milli botnanna tveggja. Samsetning: Gætið þess að kökubotnarnir hafi kólnað alveg. Það má vel gera þá með dags fyrir og pakka þeim inn í plastfilmu eða loftþéttan poka/box til að tryggja að botnarnir þorni ekki upp. Setjið saltkaramellukremið á milli botnanna. Athugið að þeir eru mjög þykkir og þola vel af kremi. Því næst er kakan hulin með súkku- laðikreminu og skreytt með sköp- unargáfu og gleði! Auðvelt leið er að skella glitrandi pappastjörnum á kökukrúttið. Vinsæl og veit af því Vinsælasta súkkulaðiterta matarvefjarins 2017 heldur áfram frægðarför sinni. Dyggur lesandi sendi okkur þessa fallegu mynd af tertunni í delux-afmælis- útgáfu með súkkulaði og saltkaramellukremi. Morgunblaðið/TM B-O-B-A Þessi kaka er algjör bomba enda var hún vin- sælasta kakan á Marvefnum í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.