Morgunblaðið - 26.07.2018, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 26.07.2018, Qupperneq 58
AF MÁLMI Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Síðast þegar ég sá Guns N’ Roses voru þeir aukanúmer á stórri tón- leikahátíð í Bretlandi; stigu á svið í Donington-garði laust eftir há- degi, þokkalega brattir og hituðu upp fyrir Megadeth, David Lee Roth, Kiss og eftirlæti heima- manna á þeim tíma, Iron Maiden. Þetta var fyrir réttum þrjátíu ár- um, í ágúst 1988, og hefði einhver sagt mér þá að öllum þessum ár- um síðar ætti bandið eftir að taka strauið hingað norður í fásinnið og efna til stærstu tónleika Íslands- sögunnar hefði ég rekið viðkom- andi kinnhest og sagt honum að taka sér tak í þessu lífi. Ekki svo að skilja að Guns N’ Roses hafi verið með allt lóðbeint niðrum sig á Donington; þeir stóðu sig alveg hreint prýðilega. Það voru bara svo mörg málm- bönd á þessum tíma sem voru margfalt líklegri til að sigra heim- inn og halda flösufeykjum við efn- ið næstu ár og áratugi. Þetta eft- irmiðdegi mun þó aldrei deyja en hluti myndbandsins við Paradise City var tekið þarna upp; seinni parturinn sem er í svart/hvítu, fyrir þá sem þekkja til. Ef vel er að gáð má meira að segja sjá und- irritaðan í mannhafinu, sautján ára og sveittan. Nei, látið mig ekki bulla í ykkur! Hvað hefur gerst? Hinir listamennirnir sem nefnd- ir voru hér að framan eru allir í fullu fjöri, líka þýska sprett- málmbandið Helloween, sem kom á undan Guns N’ Roses á Don- ington-hátíðinni. Enginn þeirra kæmist þó nálægt því að draga á þriðja tug þúsunda Íslendinga í Laugardalinn á drungalegu sum- arkvöldi árið 2018. Iron Maiden gæti mögulega skrapað saman átta þúsundum á góðum degi og sagan hefur kennt manni að van- meta ekki Kiss. Helloween, Mega- deth og David Lee Roth myndu rúmast í Fólkvangi á Kjalarnesi; ef Dagmar húsvörður myndi þá nenna að hleypa þeim inn. Fyrst yrðu þeir alla vega að taka af sér skóna. En hvað hefur eiginlega átt sér stað í millitíðinni? Hvers vegna gnæfir Guns N’ Roses yfir öll önn- ur málmbönd á því herrans ári 2018, nema mögulega Metallica? Stutta svarið er einfalt: Ekkert! Alltént ef horft er til sköp- unarmáttar og afkasta. Tvískífan Use Your Illutions kom raunar út 1991, með óhemjumörgum lögum og einhverjum smellum, einkum ballöðum, en síðan hefur af- skaplega fátt verið að frétta. Ein pönkábreiðuplata löðrandi í hveiti- lengjum og ein með frumsömdu efni eftir lengstu meðgöngu tón- listarsögunnar. Þá voru allir upp- runalegu meðlimirnir raunar rokn- ir burt, flestir með hurðaskellum, nema söngvarinn sjálfur, W. Axl Rose. Sú ágæta skífa, Chinese De- mocracy, sem fagnar tíu ára af- mæli sínu í ár, sneiddi raunar hjá öllum nema grjóthörðustu aðdá- endum bandsins. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn hafi stefnt skónum í Dalinn í fyrrakvöld sér- staklega út af því efni. Ef þetta er ekki uppskrift að af- dönkun, veit ég ekki hvað. Sam- kvæmt öllum lögmálum rokksins ætti Guns N’ Roses að vera horfin í gleymskunnar dá eða í besta falli tóra sem fölnaður spéspegill af sjálfri sér. Svo er ekki. Og býsna langt frá því. Kemur þar einkum tvennt til. Annars vegar hefur frumburður bandsins og erkiafurð, Appetite for Destruction, elst betur en nokkur maður þorði að vona – og eftir atvikum efni af Use Your Ill- utions líka. Hins vegar er það þessi frægasta illdeila rokksög- unnar; á milli W. Axl Rose og gít- arleikarans Slash sem eyddu ekki prívat orði hvor á annan í tvo ára- tugi. Skyrptu bara slími og drullu í fjölmiðlum. Það er engin tilviljun að túrinn sem rann sitt skeið á Laugardalsvelli í fyrrakvöld er kallaður Ekki í þessu lífi (Not In This Lifetime). Allir og meira að segja amma þeirra, sem þó er vel- viljuð og friðelsk að upplagi, voru löngu búnir að gefa upp alla von um að þeir kumpánar myndu nokkurn tíma slíðra sverðin. Svo gerðist það óvænt fyrir rúmum tveimur árum og heimsbyggðin sprakk úr áhuga og eftirvæntingu. Morgunblaðið/Valli Skraut Þessi ágæti skriðdreki, ellegar skrúðdreki, þandi sig í upphafi. 58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 Hurðarás um Axl Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Varmadælur Hagkvæmur kostur til upphitunar Verð frá aðeins kr. 155.000 m.vsk Midea MOB12 Max 4,92 kW 2,19 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,44) f. íbúð ca 60m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Hægt að fá WiFi sendi svo hægt sé að stjórna dælunni úr GSM síma Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Ryðfrí festing eðaWifi búnaður fylgir með öllum varmadælum til ágúst loka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.