Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 68

Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 68
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 207. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Íslensk stúlka slær í gegn í Köben 2. Íslensk ofurpör 3. Rose kom Arnari á óvart 4. Gæti hangið þurr heilan dag »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Leikarinn Björn Thors mun fara með aðalhlutverkið í leiksýningunni Bæng! sem verður frumsýnd á Nýja sviði Borgarleikhússins í apríl á næsta ári. Leikritið er eftir Marius von Mayenburg en hann er eitt þekkt- asta núlifandi leikskáld Þjóðverja. Í Bæng! segir af undrabarninu Hrólfi Bæng sem fæðist fullskapaður, heiltenntur og altalandi og reiðubú- inn til þess að heilla alla upp úr skón- um. Ekkert getur hindrað Bæng í að ná á toppinn, hvorki konur né útlend- ingar, Evrópusamþykktir né almenn velsæmismörk og hann mun breyta heiminum hvort sem fólki líkar það eða ekki. Með önnur hlutverk í sýningunni fara Brynhildur Guðjónsdóttir, Davíð Þór Katrínarson, Halldór Gylfason, Hjörtur Jóhann Jónsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Leikstjóri er Gréta Kristín Ómarsdóttir og þýðandi Hafliði Arngrímsson. Morgunblaðið/Ófeigur Björn leikur Hrólf Bæng í Bæng!  Enska tónlistarkonan Imogen Heap heldur tónleika í Háskólabíói 9. októ- ber næstkomandi ásamt enska tón- skáldinu og tónlistarmanninum Guy Sigsworth sem var á árum áður liðs- maður hljómsveitarinnar Frou Frou. Heap hefur náð langt í tónlistarheim- inum upp á eigin spýtur, hefur nýtt sér möguleika stafrænn- ar tækni og sam- skiptaleiðir netsins og fer léttilega milli tón- listargreina. Hún hef- ur hlotið Grammy- verðlaun og þykir einkar áhugaverð- ur lagahöfundur. Imogen Heap heldur tónleika á Íslandi Á föstudag Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og dálítil rigning á Austfjörðum og suðaustantil, en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 9 til 19 stig, svalast á Vestfjörðum og Ströndum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 13-20 m/s og rigning suðaustantil, en annars 8-13 og rigning með köflum. Snýst í austan og suðaustan 8-13 og rofar til í kvöld. Hiti 8-18 stig, hlýjast syðra. VEÐUR Guðrúnu Brá Björgvins- dóttur úr GK og Haraldi Franklín Magnús úr GR var í gær spáð Íslandsmeist- aratitlunum í golfi 2018 í spá sem birt var á golf.is en mótið hefst í Vestmanna- eyjum eldsnemma í dag. Er þetta í sjöunda sinn sem Ís- landsmótið er haldið í Eyj- um en þar er að finna nokkrar af elstu golf- brautum landsins sem enn eru í notkun. »1,3 Íslandsmótið hefst í Eyjum Fótbolti er dauðans alvara. Þessu fékk landsliðmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson að kynnast þegar lið hans, Levski Sofia frá Búlgaríu, datt út í leik gegn Vaduz frá Liechtenstein í undankeppni Evrópudeildarinnar í síðustu viku. Eftir leikinn var Hólmari og fjölskyldu hans meinaður útgang- ur af reiðum stuðnings- mönnum liðsins. »2 Lokaður með fjölskyld- una inni á vellinum „Það hefur verið talað um það að þeir ætli að styrkja, styrkja og styrkja. En við erum búnir að fá einn framherja núna. En mótið byrjar eftir viku þann- ig að ég veit ekki alveg hvernig þeir ætla að gera þetta,“ segir Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, meðal annars í samtali við Morgunblaðið í dag um stöðu mála hjá liði hans Lokeren í Belgíu. »4 Einn leikmaður bæst við hjá Lokeren í sumar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum og líkamanum. Eftir að ég fór í starfskynningu í sjúkraþjálfun í 10. bekk í grunnskóla kviknaði áhug- inn á sjúkraþjálfun,“ segir Kolbrún Arna Sigurðardóttir, fagdýrahjúkr- unarfræðingur og dýrasjúkraþjálfari á Dýraspítalanum í Garðabæ. „Mér fannst ekki áhugavert að vinna með fólk og leitaði leiða til þess að sameina áhuga minn á dýr- um og sjúkraþjálfun og komst að því að hægt væri að læra dýra- sjúkraþjálfun. Öll kennsla fer fram erlendis og tekur námið tæp sex ár en hluta starfssamningsins gat ég tekið í Dýralæknamiðstöðinni,“ segir Kolbrún sem þurfti fyrst að mennta sig annaðhvort sem dýrahjúkr- unarfræðingur eða dýralæknir. „Ég valdi hjúkrunarfræði vegna þess að sem slík kem ég oft á tíðum meira og oftar að meðhöndlun á dýr- inu en dýralæknir gerir og er í mikl- um samskiptum við dýrið og eiganda þess,“ segir Kolbrún sem er að sögn sú eina á Íslandi sem er sérhæfð í sjúkraþjálfun hunda og katta. „Ég starfa við dýrahjúkrun fyrir hádegi og sinni sjúkraþjálfuninni eft- ir hádegi. Sjúkraþjálfunardeildin tók til starfa haustið 2017 en ég var byrjuð með ráðgjöf fyrr. Við erum að komast yfir vaxtarverkina sem fylgja sívaxandi ásókn í dýra- sjúkraþjálfun. Enn sem komið er er ég eini starfsmaðurinn.“ Dýr í yfirþyngd meðhöndluð Að sögn Kolbrúnar er Dýraspít- alinn í Garðabæ sjúkrahús með skurð- og rannsóknarstofu, heilsu- gæslu, bráðamóttöku og sjúkraþjálf- un fyrir hunda, ketti, nagdýr og fugla. Kolbrún segir að vöntun sé á menntuðum dýraheilbrigðisstarfs- mönnum. „Verkefnin eru fjölbreytt og ég veit aldrei hvað vinnudagurinn ber í skauti sér. Í sjúkraþjálfuninni er ég að meðhöndla dýr sem eru í yfir- þyngd eða með meðfædda galla og þurfa tímabundna eða viðvarandi meðhöndlun. Hunda og ketti sem hafa lent fyrir bíl, slitið krossbönd í hné eða þurfa að læra að nota útlim að nýju eftir slys,“ segir Kolbrún og bætir við að sjúkraþjálfun vegna gigtar hjá hundum og köttum geti aukið lífsgæði þeirra verulega, sér- staklega hjá eldri hundum. „Það erfiðasta við starfið finnst mér að þurfa að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég geti ekki bjargað öllum. Það koma upp tilfelli þar sem búið er að reyna öll úrræðin án ár- angurs og það eina í stöðunni er að svæfa dýrið,“ segir Kolbrún og bæt- ir við að starfið gefi meira en það taki. „Að horfa á dýr sem búið er að fá bót meina sinna og ánægðan eig- anda þess er það sem gefur starfinu gildi.“ Dýrasjúkraþjálfun í Garðabæ  Hundar, kettir, fuglar og nagdýr  Slitin krossbönd Morgunblaðið/Valli Busl Golden retriever-hvolpurinn Þór glímir við liðasjúkdóm og líður vel í sjúkraþjálfun hjá Kolbrúnu Örnu Sigurð- ardóttur. Hann getur ekki beðið eftir að komast í sjúkraþjálfun með eigandanum Jóhönnu Björk Gylfadóttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.