Morgunblaðið - 03.08.2018, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 3. Á G Ú S T 2 0 1 8
Stofnað 1913 181. tölublað 106. árgangur
STEVENS
STAL
SENUNNI
RÓMAÐAR LAUGAR
UPPLESTUR ÚR
BRÉFUM UNGA
FÓLKSINS
EINS ÓLÍKAR OG ÞÆR ERU MARGAR 12 GJÖRNINGUR 30TÓNLEIKAR BILLY IDOL 33
Samanlagður hagnaður viðskipta-
bankanna þriggja nam 23,7 millj-
örðum króna á fyrri helmingi ársins
og dróst hann nokkuð saman miðað
við sama árshluta í fyrra, þegar
hann nam 31,2 milljörðum króna.
Tveir bankanna birtu afkomutöl-
ur sínar í gær og nam hagnaður
Arion banka 5,0 milljörðum króna á
fyrstu sex mánuðum ársins, miðað
við 10,5 milljarða í fyrra. Hagnaður
Íslandsbanka var 7,1 milljarður
króna en fyrir ári var hann 8,0
milljarðar. Landsbankinn, sem til-
kynnti afkomu sína í síðustu viku,
hagnaðist um 11,6 milljarða króna
fyrstu sex mánuðina, en til sam-
anburðar var hagnaðurinn 12,7
milljarðar á fyrri helmingi síðasta
árs.
Arion banki greindi frá því í af-
komutilkynningu sinni í gær að
stjórn bankans leggur til að greidd-
ir verði 10 milljarðar króna til hlut-
hafa í arð í haust, sem liður í að
lækka eiginfjárstöðu bankans í
skrefum. Jafnframt hefur bankinn
ráðið ráðgjafa til þess að meta
framtíðareignarhald á dótturfélag-
inu Valitor. »16
Minni hagnaður bankanna
Afkoman 7,5 milljörðum króna lakari á fyrsta ársfjórðungi
Afkoma Hagnaður bankanna nam
23,7 milljörðum á fyrri árshelmingi.
Einn vinsælasti frisbígolfvöllur landsins fyrirfinnst
á Klambratúni en frisbígolf eða „folf“ hefur stimpl-
að sig rækilega inn í frístundir landsmanna. Létt-
klæddir frisbígolfspilarar fjölmenntu á túnið á
dögunum þegar sólin skein skært í Reykjavík og
þ.á m. þessi einbeitta kona sem náði prýðiskasti
þegar ljósmyndari smellti af henni mynd í miðjum
leik.
Alls má finna yfir fimmtíu frisbígolfvelli af öllum
stærðum og gerðum vítt og breitt um landið, þar
af yfir tíu á höfuðborgarsvæðinu. Verða þeir vafa-
laust vel sóttir um komandi verslunarmannahelgi.
Morgunblaðið/Hari
Diskakast á Klambratúni
Sumardagar í Reykjavík
Ófremdarástand horfir við vegna stórfjölg-
unar slysa af völdum fíkniefnaaksturs.
Þetta segir Þórhildur Elínardóttir, sam-
skiptastjóri Samgöngustofu, en ef fram fer
sem horfir gæti fjöldi alvarlega slasaðra
eða látinna orðið nærri tuttugu áður en ár-
ið er úti. Alls slös-
uðust 47 vegna
fíkniefnaaksturs á
fyrstu fjórum
mánuðum ársins.
Fjölgunin frá
sama tímabili á
síðasta ári nemur
124%.
Guðbrandur
Sigurðsson, aðal-
varðstjóri umferð-
ardeildar lög-
reglunnar á
höfuðborgarsvæð-
inu, andmælir því
sem fram kom í
máli Helga Gunn-
laugssonar, pró-
fessors í fé-
lagsfræði við HÍ og afbrotafræðings, í
gær, að tölur um aukinn akstur undir
áhrifum vímuefna kunni að helgast af
auknu eftirliti lögreglu.
Miða við vímuefni við óhöpp og slys
Guðbrandur segir að ekkert orsaka-
samhengi sé milli lítils eða mikils eftirlits
lögreglu og talna um slysafjölda.
„Við notum mæld vímuefni við
umferðaróhöpp og slys sem mælaborð því
það er algjörlega óháð eftirliti lögreglu,“
segir hann. „Lögreglumenn hafa sýnt mik-
inn dug og dugnað í að sinna þessu, þrátt
fyrir mikinn fjölda verkefna. Þessi mál eru
alltaf á forgangslista. Þetta eru ógnvæn-
legar tölur og ef ég gæti skýrt þetta með
auknu eftirliti lögreglu, þá væri ég ró-
legri,“ segir hann. jbe@mbl.is
Slysum
fjölgaði
um 124%
Blikur á lofti vegna
fíkniefnaaksturs
Fíkniefna-
akstur
» 47 slösuðust
á fyrstu fjórum
mánuðum ársins
vegna fíkniefna-
aksturs.
» Alvarleg slys
hafa tvöfaldast
milli ára.
» Samgöngu-
stofa og lögregla
efna til átaks.
Ferðamaður var í gærmorgun
rekinn út úr húsi við Bakkatjörn á
Seltjarnarnesi sem notað er til
fuglaskoðunar. Hann hafði gert
sig heimakominn og tjaldað í hús-
inu.
„Ég vænti þess að hann hafi
verið þarna alla vega næturlangt,“
segir Steinunn Árnadóttir, garð-
yrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar.
Hún er vonsvikin með athæfið.
„Sjarmi hússins er fólginn í því að
fólk geti komið og skoðað fuglana
þegar það vill án þess að valda
þeim ónæði. Það væri leiðinlegt að
þurfa að loka þarna á næturnar,“
segir Steinunn en húsið er opið
allan sólarhringinn.
Ferðafólk hefur tjaldað á opn-
um svæðum á Seltjarnarnesi eins
og annars staðar. „Bara í Plútó-
brekkunni og hvar sem er.“ »6
Ferðamaður tjaldaði
í fuglahúsi á Nesinu
Hraðferð Hann þaut burt um morguninn.
Færri stöður grunn- og leikskóla-
kennara eru auglýstar til umsóknar
hjá sveitarfélögum á höfuðborg-
arsvæðinu en á sama tíma í fyrra.
Kópavogur er eina sveitarfélagið
sem auglýsir fleiri stöður til um-
sóknar en fyrir ári.
Í heildina eru rúmlega 84 stöður
leik- og grunnskólakennara aug-
lýstar. Í Reykjavík er staðan tals-
vert betri en í fyrra ef mið er tekið
af auglýstum stöðum á vef borg-
arinnar. Auglýstar eru stöður 12
grunnskólakennara og 22 stöður
leikskólakennara. Í fyrra voru aug-
lýst 44 stöðugildi leikskólakennara
og 12 stöðugildi grunnskólakenn-
ara í Reykjavík. »18
Betri staða í leik-
og grunnskólum
MFíkniefnaneysla vaxandi vandi »4
Veðurstofa Íslands áætlar að Skaft-
árhlaup hefjist í nótt. Sérfræðingar
Veðurstofunnar urðu varir við hreyf-
ingar í Eystri-Skaftárkatli í Vatna-
jökli í gærnótt sem gefur vísbending-
ar um að hlaup sé í vændum. Er
áætlað að hlaupið hefjist í nótt og nái
hámarki á sunnudagsmorgun. Að
sögn náttúruvársérfræðings hjá Veð-
urstofunni er erfitt að áætla fyrir
fram umfang og vöxt hlaupsins en
gert er ráð fyrir að það muni ekki ná
niður að þjóðvegi fyrr en á sunnudag.
Síðasta Skaftárhlaup varð árið
2015 og var það stærsta hlaup sem
mælst hefur í ánni. Íssjármælingar
Veðurstofunnar frá því í júní sýndu að
u.þ.b. 180 gígalítrar af vatni höfðu
safnast fyrir undir jöklinum og gætu
þar hafa bæst við 10 gígalítrar síðan
þá. Til samanburðar mældust 240
gígalítrar í stóra hlaupinu árið 2015.
Út frá því má áætla að hlaup þetta sé
ekki af sömu stærðargráðu og hlaupið
sem þá varð.
Almannavarnir eru í viðbragðs-
stöðu og reiðubúnar að hækka við-
búnaðarstig ef þörf þykir.
Gera ráð fyrir
Skaftárhlaupi í nótt