Morgunblaðið - 03.08.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 03.08.2018, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018 Unnur Birna Björnsdóttir kom fram í Freyju Glaðar Anna Sólveig, Ásta Magnúsdóttir og Laufey Vilhjálmsdóttir. Góðir gestir Margrét Sigursteinsdóttir, Ragnhildur Jóhannesdóttir og Sveinn Sigurkarlsson á tónleikunum í Listasafni Íslands í gær. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Á sama tíma og sendibréf heyra nán- ast sögunni til hafa listnemarnir Adolf Smári Unnarsson, rithöfundur, og Brynhildur Karlsdóttir, söngkona pönksveitarinnar Hórmóna, átt í reglulegum bréfaskiptum sín á milli í hartnær tvö ár. Samt eru þau bara 24ra og 23ja ára. Og enn skrýtnara er að þegar þau skrifuðust hvað ákafast á bjuggu þau saman í lítilli kjall- araíbúð, sem þau höfðu tekið á leigu á Bergstaðastræti 57. Því skal og hald- ið til haga að þau voru og eru ekki kærustupar, þekktust raunar næst- um ekki neitt þegar þau fyrir tilviljun fluttu saman. Þá helguðust bréfa- samskiptin ekki af því að þau töl- uðust ekki við. Þvert á móti, enda bestu vinir. Í haust fara þau svo hvort í sína áttina. Hún tekur eina önn á sviðs- höfundabraut við listaskóla í Prag. Hann fer í álíka langt skiptinám í myndlist í Konunglega listaháskól- anum í Stokkhólmi. Áður en leiðir skilja og þau flytja úr Bergstaða- strætinu ætla þau að efna til gjörn- ings á heimili sínu kl. 15 til 18, laug- ardaginn 4. ágúst, og lesa upp úr bréfunum. „Uppgjör við tíma okkar saman,“ segja þau. Bréfin eru meira en eitt hundrað blaðsíður og koma einnig út í bók, Bréf frá Bergstaða- stræti 57, sem Lús forlag gefur út og verður seld á meðan sambýlingarnir flytja gjörninginn. Bollaleggingar um ástina „Bréfin hverfast um lífið og listina, krúttlega ketti og bilaða reykskynj- ara, en kannski þó mest um mis- heppnað ástarlíf hvors okkar um sig. Þar sem við hittumst sjaldan heima byrjuðum við að skrifa skilaboð á miða og setja þá hér og þar um íbúð- ina; á ísskápinn, klósettskálina eða óhreinatauskörfuna. Sum bréfin eru tölvuútprent, önnur handskrifuð og stundum allt að sex A4 blaðsíður,“ segir Adolf Smári. Öfugt við það sem ætla mætti voru fyrstu bréfin að sögn Brynhildar yf- irleitt ekki bara stuttar orðsendingar um praktíska hluti. „Við vorum merkilega fljót að demba okkur í ástamálin,“ segir hún. – Svona ókunnugar manneskjur? „Ég held að við séum bæði sveim- hugar með þörf fyrir að tjá okkur,“ svarar Brynhildur og lætur þess get- ið að þau Dolli, eins og hún kallar hann, hafi að vísu þekkst pínulítið þegar þau unnu saman verkefni á sviðshöfundabraut í Listaháskóla Ís- lands. – Er ástin kannski efst á baugi hjá fólki á ykkar aldri? „Akkúrat. Bollaleggingar um ást- ina voru að minnsta kosti ákveðinn snertiflötur í okkar sambandi.“ Í því ljósi er Brynhildur spurð út í bersögli bréfanna. Hún segir lítið um slíkt, aftur á móti hafi Dolli einu sinni verið á ystu nöf. „Ég las bréfið nátt- úrlega áður en hann yfirstrikaði það viðkvæmasta með svörtu, enda pöss- um við upp á að ekkert í bréfunum komi illa við fólk. Að öðru leyti eru bréfin ekki ritskoðuð.“ Heimildir fyrir framtíðina – Hvað annað virðist helst brenna á ykkur samkvæmt bréfunum? „Við erum með voða svipaðar pæl- ingar, kannski svolítinn hrærigraut um hvað það er að vera ung mann- eskja og listnemi á Íslandi,“ svarar Adolf Smári og kinkar kolli þegar hann er spurður hvort bréfin spegli kannski sama veruleika og hann lýsir í sinni fyrstu skáldsögu, Um lífsspeki Abba & Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme). „Raunar fjallar hún um veruleika og hugmyndaheim ungra list- hneigðra og ástsjúkra stráka,“ segir hann og heldur áfram: „Bréf okkar Brynhildar bera merki þess hver við erum. Ég tel mig vera rithöfund og hún er pönksöngkona með allt annan stíl og sjónarhorn en ég. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við í bréf- unum að greina samtímann og með bókaútgáfunni að skapa sagn- fræðilega heimild framtíðarinnar. Annars er bókin hálfpartinn auka- afurð gjörningsins þar sem fólk hlustar á upplestur á vettvangi at- burðanna.“ Mesta dramað Þeim ber saman um að sambúðin hafi gengið ljómandi vel. „Við sáumst auðvitað lítið,“ segja þau hlæjandi og ítreka að einmitt þess vegna hafi þau farið að skrifast á. „Mig grunar að við Húslestur úr bréfum unga fólksins  Í bókinni Bréf frá Bergstaðastræti 57 eru bréf sem Adolf Smári Unnarsson og Brynhildur Karls- dóttir skrifuðu hvort öðru þegar þau leigðu saman  Flytja gjörning á fyrrnefndum stað annað kvöld Morgunblaðið/Valli Þröngt mega sáttir búa Lofthæð íbúð- arinnar er slík að Adolf Smári þarf að fara í keng inn um allar dyr, en Bryn- hildur kemst hnar- reist í gegn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.