Morgunblaðið - 03.08.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Ferðalög og útihátíðir heilla lands-
menn á mestu ferðahelgi sumarsins,
verslunarmannahelginni.
Ljósmyndarar Morgunblaðsins
fönguðu stemninguna við undirbún-
ing hátíðanna og ferðalangar lögðu
land undir fót í gær til þess að kom-
ast í tæka tíð á áfangastað.
Samkvæmt veðurspá um miðjan
dag í gær er búist við einhverjum
skúrum eða rigningu á landinu í dag.
Á morgun er búist við hægviðri og
skýjuðu með köflum, 10 til 18 stiga
hita og líkur eru á síðdegisskúrum
inn til landsins. Á sunnudag er spáð
10 til 19 stiga hita og rigningu síð-
degis á sunnanverðu landinu. Á
mánudag er spáð austlægri átt og
rigningu milli klukkan 10 og 15 syðst
á landinu.
Hringinn í kringum landið er há-
tíðir að finna og má þar m.a. nefna,
Flúðir um versló, Norðanpaunk á
Laugarbakka í Vestur-Húnavatns-
sýlsu, Kotmót Hvítasunnukirkjunnar
í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, Sælu-
daga í Vatnaskógi, Neistaflug á Nes-
kaupstað, Lifandi tónlist á Torginu á
Siglufirði, Hæglætishátíð í Havarí á
Djúpavogi og Innipúkann í miðborg
Reykjavíkur. Það er líka í boði að
fara í útilegu fjarri glaumi og gleði
eða njóta þess að vera heima.
Morgunblaðið/Jón Sigurmundsson
Landsmót Unglingalandsmót UMFÍ verður formlega sett í Þorlákshöfn í
kvöld. Fjöldi gesta var mættur á svæðið í gær þegar dagskrá hófst með
kvöldvöku. Skráðir keppendur eru 1300 og keppnisgreinarnar eru 20.
Morgunblaðið/Hari
Stemning Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö var á leið í flug til Eyja á sína aðra þjóðhátíð á 32 árum. Hann fór árið 1986
og prýddi þá forsíðu Morgunblaðsins. Hann er annar frá vinstri í grænni skyrtu á myndinni til vinstri.
Morgunblaðið/Valli
Undirbúningur Innipúkinn verður í Reykjavík í Kvosinni við Húrra og
Gaukinn. Kvosin verður þökulögð og skreytt yfir hátíðina um helgina.
Ljósmynd/ Óskar Pétur Friðriksson
Þjóðhátíð Fólk á öllum aldri kom með Herjólfi til Vestmannaeyja í gær á leið á Þjóðhátíð sem hófst með Húkkara-
balli í gærkvöldi. Stemningin var góð á bryggjunni og í Herjólfsdal þar sem heimamenn settu upp hvítu tjöldin.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Bolungarvík Völlurinn er mjög blautur eins og hann á
að vera fyrir Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri Dagskrá Fjölskyldu- og íþróttahátíðarinnar
Einnar með öllu og Íslensku sumarleikarnir hófust í gær.
Lífleg verslun-
armannahelgi
Hátíðir hafnar og ágætis veðurspá
Morgunblaðið/Júlíus