Morgunblaðið - 03.08.2018, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018 25
Raðauglýsingar
Tilkynningar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl.
16.15-17. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45.
Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir, s. 535-2700.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar.
Hádegisverður frá kl. 11.30-12.30 og kaffisala alla virka daga frá kl.
14.30-15.30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi fram í miðjan ágúst.
Úti- botsíavöllur verður á torginu í sumar og við minnum á qigong á
Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga kl. 11. Verið hjartanlega vel-
komin. Vitatorg, sími 411-9450
Garðabær Jónshúsi / félags - og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að
panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu
er selt frá kl. 14-15.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, bingó kl. 13.15
og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Opið í dag frá kl. 8.50 til 12.30. Lokað verður eftir
hádegi.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, Leikfimi í salnum Skóla-
braut kl. 11, spilað í króknum kl. 13.30, brids í Eiðismýri kl. 13.30.
Þriðjudaginn 7. ágúst ætlum við í staðinn fyrir pútt að fara í minigolf í
skemmtigarðinum í Grafarvogi, skráning fer fram í síma 8663027
(Thelma) og á blaði frammi á Skólabraut.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Allir velkomnir.
Síminn í Selinu er 568-2586.
Mat á umhverfisáhrifum
Athugun Skipulagsstofnunar
Stækkun fiskeldis Matorku úr 3000 tonnum í
6000 tonn
Matorka ehf. hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummats-
skýrslu um stækkun fiskeldis úr 3000 tonnum í 6000 tonn.
Kynning á frummatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd og
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar
frá 3. ágúst. til 17. september á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofum
Grindavíkurbæjar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frum-
matsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is.
Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt
fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi
síðar en 17. september 2018 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105
Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Rotþrær, heitir pottar
og jarðgerðarílát
Rotþrær – heildarlausnir með
leiðbeiningum um frágang.
Ódýrir heitir pottar – leiðbein-
ingar um frágang fylgjar.
Mjög vönduð jarðgerðarílát til
moltugerðar.
Borgarplast.is,
sími 5612211, Mosfellsbæ.
Sumarbústaðalóðir til sölu
í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með
aðgangi að heitu og köldu vatni í
vinsælu sumarhúsahverfi í landi
Vaðness í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi . Vaxtalaus lán í allt að eitt ár.
Allar nánari upplýsingar gefur Jón í
síma 896-1864 og á facebook síðu
okkar vaðnes-lóðir til sölu.
Ýmislegt
Inntökupróf verður haldið í
læknisfræði í Jessenius Faculty of
Medicine í Martin Slóvakíu í MK í
Kópavogi 24 ágúst nk.
Uppl. kaldasel@islandia.is
og 8201071
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
✝ Kristín Bald-vina Jónsdóttir
fæddist á Akureyri
28. mars 1929. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Lögmannshlíð 27
júlí.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Jónas-
son frá Kjarna, f.
18. janúar 1874, d.
3. september 1935,
og Baldvina Guðlaug Baldvins-
dóttir frá Árgerði í Svarf-
aðardal, f. 14. apríl 1899, d. 27.
apríl 1967.
Hálfsystkini Kristínar sam-
mæðra eru Ottó og Anna, sem
eru látin. Hálfsystkini sam-
feðra eru Ólöf, Hallgrímur,
Lára, Sigríður, Jónas Geir og
Aðalbjörg Guðrún, látin. Al-
systkini Kristínar eru Birna og
Þórhallur sem eru látin, á lífi
er Skjöldur.
Kristín fæddist og ólst upp á
Akureyri og bjó þar alla tíð.
Kristín starfaði meðal ann-
ars við bókband og hjá Útgerð-
arfélagi Akur-
eyringa en lengst
af starfaði hún á
Skjaldarvík við
umönnunarstörf.
Eiginmaður
Kristínar var
Grétar Óttar
Gíslason, d. 14.
október 2015
Börn þeirra eru
Jón Gísli, sem er
látinn, eftirlifandi
kona hans er Anna Kristín
Guðjónsdóttir, Margrét Vala,
gift Jóni Gunnari Guðmunds-
syni, Baldvin Þór, giftur Jó-
hönnu Sigríði Sigurðardóttur,
Kristín Sigrún, gift Herði Má
Guðmundssyni, og Anna María,
gift Erlendi Níels Her-
mannssyni.
Barnabörn Kristínar og
Grétars eru 14, barna-
barnabörn eru 24 og eitt
barnabarnabarnabarn.
Útför Kristínar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, föstu-
daginn 3. ágúst 2018, klukkan
13.30.
Elsku hjartans mamma okkar,
við sitjum hér systkinin og minn-
umst þín. Það er margs að minn-
ast á langri ævi.
Þú varst kletturinn í fjölskyld-
unni, elsku mamma, ólst okkur
fimm systkinin nánast upp ein
þar sem pabbi var langdvölum í
burtu vegna sjómennsku.
Mamma, þú unnir útiveru
sama hvort var vetur eða sumar.
Ófáar ferðirnar á sumrin labb-
andi inn í gróðrarstöð þar sem við
bjuggum í innbænum með teppi
og nesti eða upp í lystigarð og í
minningunni var alltaf svo ynd-
islegt veður.
Skemmtiferðir þar sem siglt
var til dæmis á bátnum hans
pabba yfir í Vaðlaheiði þar sem
farið var í berjamó.
Í einni slíkri ferð var farið í
blíðskaparveðri en þegar fara átti
heim var kominn svo mikill sjó-
gangur að þú neitaðir að fara með
okkur krakkana á bátnum til
baka. Pabbi sigldi því einn yfir og
vorum við sótt á bíl. Við eigum
margar svona dásamlegar minn-
ingar, elsku mamma.
Þið pabbi voruð mjög dugleg
að ferðast saman, bæði innan-
lands og erlendis. Var víða farið,
fyrst með tjaldvagn, síðan eign-
uðust þið hjólhýsi sem meðal
annars var farið með til útlanda,
alla leið til Ítalíu.
Árið 1988 eignuðust þið pabbi
bústað yfir í Vaðlaheiði og elsk-
aðir þú að vera þar. Þú elskaðir
náttúruna og gróðurinn, enda
gróðursettuð þið pabbi helling af
trjám yfir í bústað.
Á sumrin var bústaðurinn sá
staður sem við fjölskyldan kom-
um saman á, fannst þér ekkert
skemmtilegra en þegar við systk-
inin komum með börnin okkar í
heimsókn og var þá heldur betur
glatt á hjalla. Maður gat gengið
að því vísu að alltaf var búið að
baka og brasa, því aldrei féll þér
verk úr hend.
Elsku mamma, þú varst ekki
nema rétt um 14 ára gömul þegar
þú tókst að þér að sjá um heimili
ykkar systkina vegna veikinda
ömmu Baldvinu. Þarna sýnir sig
hversu mikill skörungur þú hefur
alltaf verið og dugnaðarforkur.
Það var þér mikið kappsmál að
halda fjölskyldunni saman.
Elsku mamma, þú varst okkur
yndisleg móðir, góðhjörtuð en
ákveðin og barst ávallt hag okkar
fyrir brjósti.
Þú varst vel liðin af vinnufélög-
um og samferðarfólki, ávallt sam-
viskusöm og vildir öllum vel.
Við kveðjum þig, elsku hjart-
ans mamma, með söknuð í hjarta
en vitum að það hafa verið fagn-
aðarfundir hjá ykkur pabba og
Jóni Gísla bróður og huggum
okkur við það.
Við elskum þig eins og þú elsk-
aðir okkur.
Margrét Vala, Baldvin
Þór, Kristín Sigrún og Anna
María.
Kristín Baldvina
Jónsdóttir
Kær vinkona
mín og skólasystir,
Helga Guðmunds-
dóttir, er látin.
Mér finnst eins og ég hafi
alltaf þekkt Helgu, þó að ég
hafi verið komin á unglingsár
þegar fundum okkar bar saman
fyrst. Helga ólst upp á kristnu
heimili á Njálsgötunni hjá for-
eldrum sínum og systkinum.
Ég kynntist Helgu vel, því við
vorum bekkjarsystur í Verzl-
unarskólanum og í mörg ár
saman í saumaklúbb með 7 öðr-
um skólasystrum. Nú hittumst
við allar skólasysturnar sem
hafa getu til. Oftast mætti
Helga, þar til hún fótbrotnaði
fyrir nokkru síðan.
Helga
Guðmundsdóttir
✝ Helga Guð-mundsdóttir
fæddist 22. júní
1929. Hún lést 21.
júlí 2018.
Útförin var gerð
frá Fossvogskirkju
30. júlí 2018.
Helga sótti sam-
komur hjá KFUK
og áttum við marg-
ar góðar stundir
hjá því góða félagi,
t.d. þegar við fór-
um, ásamt fleiri
vinkonum, á mót í
Vatnaskógi sumar-
ið 1950. Við nutum
þess svo innilega,
sváfum í tjaldi og
lékum okkur við
lækinn í yndislegu veðri. Þarna
var líka orð Guðs talað og mik-
ill söngur. Ennþá minnist ég
þessarar ferðar með þakklæti.
Eitt sinn þegar það vantaði
ritara á skrifstofuna í Áburð-
arverksmiðjunni í Gufunesi, var
leitað til okkar á skrifstofunni.
Það þurfti að vanda valið, því
þetta var starf einkaritara for-
stjóra og við á skrifstofunni
unnum allar mjög vel saman.
Mér datt strax Helga í hug,
hvort hún vildi þetta starf.
Þetta gekk upp. Helga fór í við-
tal og var strax ráðin, enda sér-
staklega vandvirk og heil-
steypt. Þarna vann Helga
næstu árin.
En þarna var nefnilega líka
ungur, efnilegur piltur, efna-
verkfræðingurinn Gunnar Óla-
son, og felldu þau Helga og
Gunnar hugi saman og giftu sig
fljótlega. Þau voru yndisleg
saman. Dóttir þeirra er Þóra
Guðrún, gift Grétari Sölvasyni,
og eiga þau tvær dætur. Því
miður féll Gunnar frá árið 1992.
Mér finnst vera kraftaverk
hvað Helga náði sér eftir mikið
bílslys fyrir mörgum árum.
Aldrei heyrði ég hana barma
sér á nokkurn hátt, þó hún hafi
ekki átt afturkvæmt á sitt fal-
lega, gamla heimili. Skógarbær
var heimili hennar og samdi
hún sig mjög vel að öllu þar.
Helga naut þeirrar blessunar
að vera á góðu hjúkrunarheim-
ili, þar sem henni leið vel, og
eiga góða fjölskyldu og vini, og
sérstaklega yndislega yngri
systur, sem annáluð var fyrir
kærleikann sem hún sýndi eldri
systur sinni.
Nú bíðum við þess að hittast
á ný, þegar okkar ástkæri Jes-
ús Kristur kemur að sækja sinn
lýð.
Hvíl í friði, elsku vinkona,
Margrét Jóhannsdóttir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systk-
ini, maka og börn. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar