Morgunblaðið - 03.08.2018, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018
varst svo hreykin af mér og mér
þótti svo vænt um það.
Ég monta mig reyndar líka
yfir að hafa átt svona æðislega
langömmu við hvern þann sem
vill heyra. Ég var svo heppin að
eiga þig að. Þú hafðir metnað
fyrir mér sama hvað gekk á.
Trúðir að allt myndi ganga upp
á endanum. Þér fannst svo gam-
an að hlusta á mig syngja og ég
elskaði að syngja fyrir þig. Það
var orðin afmælishefð að ég
kæmi í heimsókn til að syngja
fyrir þig lag. Þú hafðir vissulega
þínar skoðanir um hvað þú vildir
heyra og í hvaða tóntegund. Ég
man að þegar þú varðst 101 árs
í desember síðastliðnum söng ég
fyrir þig lagið Hvít jól. Þér lík-
aði vel en baðst mig um að
syngja einum tóni hærra. Ég fór
að sjálfsögðu að ósk þinni en
söng það ekki eins vel. Þú sagð-
ir: „Allt í lagi. Þú æfir þetta síð-
an bara og það verður fullkomið
fyrir næsta afmæli.“ Þannig var
það bara alltaf okkar á milli. Þú
sást eitthvað innra með mér.
Eitthvað sem var gott og fallegt
og þó að ég missti sjónar á því
varst þú þarna til þess að hvetja
mig til dáða. Ég mun sakna þín
sárt en ég veit að þegar sólin
skín brosir þú niður til mín af
himnum og minning þín mun
alltaf hljóma eins og hið feg-
ursta lag í mínu hjarta.
Þín langömmustelpa,
Íris.
Í dag kveð ég elskulega syst-
ur mína eftir farsælt og fjöl-
breytt líf hennar til fjölda ára,
komið var að kveðjustund. Ég
sat á rúmstokknum hjá henni,
faðmaði hana að mér, hlustaði á
hana hvísla að mér ég er svo
þreytt.
Ég þrái svo að hitta hann
Hermann minn og börnin okkar
þrjú sem við misstum, mömmu
og pabba sem fór svo ungur yfir
móðuna miklu frá ungri ekkju
með fimm börn. Ömmurnar voru
báðar fluttar heim til okkar og
lítil fósturdóttir. Foreldrar okk-
ar vildu öllum hjálpa. Alla var
bara 15 ára þegar hann lést frá
barnahópnum sínum, mömmu
svo ungri og ömmum okkar. Líf
okkar breyttist, ekkert var aftur
eins. Allt hafði snúist við, örygg-
ið horfið og stutt var til jóla.
Eftir hálft ár var allt hrifsað af
ungri ekkjunni. Börnunum, 15
ára það elsta og tæplega þriggja
ára það yngsta, var komið fyrir
á nýjum heimilum. En við skul-
um muna eitt Börn gleyma aldr-
ei.
Hann pabbi var svo mikill
hestamaður sagði hún Alla syst-
ir svo oft við mig. Ég bara hlust-
aði og sem lítil stelpa ákvað ég
að hestakona ætlaði ég sko líka
að verða og gefa hestunum mín-
um sem ég ætti eftir að eignast
sömu nöfn og hestarnir hans
pabba hétu.
Stundum nemur tíminn stað-
ar eða hann brunar hratt á
braut á ógnarhraða. Minning-
arnar hrúgast fram allt of hratt
eins og ótaminn hestur, penninn
hefur ekki undan að pára þær
niður.
Alla hlaut viðurkenningu fyrir
verk sín stuttu fyrir andlát sitt
og var henni veitt Fálkaorðan af
forseta Íslands. Kannski voru
þetta síðustu orð hennar til mín
– forsetinn okkar er dásamlegur
maður, svo hlýr og góður.
Sköpunargáfu Öllu og þörf að
skapa lét hana ekki í friði og að
læra eitthvað nýtt. Hún skellti
sér í myndlistarskóla, myndir
eftir hana hanga víða á veggjum.
Hún sneið og saumaði tískufatn-
að, prjónaði úr einspinnu kjóla,
kápur o.fl. Og hélt margar sýn-
ingar.
Tíminn mjakaðist rólega
áfram, unga fólkið Alla og Her-
mann fann ástina sem entist
þeim allt þeirra líf sem þau áttu
saman. Fyrst norður á Strönd-
um, síðan í Reykjavík. Þau eign-
uðust sjö börn. Sorgin bankaði
vægðarlaust á dyr, hún missti
nýfæddan dreng, síðan eigin-
mann sinn hann Hermann og
dæturnar sínar Guðbjörgu og
Kolbrúnu.
Ég hlakka svo til og þrái að
sjá þær aftur og Hermann minn,
pabba og mömmu og systkini
mín, hvíslaði systir mín að mér.
Ég gat ekkert sagt, faðmaði
hana bara að mér.
Kveðjustundin nálgaðist
hratt, nokkrum dögum síðar
hringdi sonur hennar Guðmund-
ur í mig heim í Borgarfjörðinn,
mamma er farin yfir móðuna
miklu, komin í sumarlandið.
Söknuðurinn er alltaf og verð-
ur sár þeim sem kveðja ástvini
sína, þannig verður það alltaf.
Guð blessi minningu þína,
elsku systir, þú sem veittir svo
mörgum ást, kærleika og styrk.
Tókst að þér yngstu systur þína,
reyndist henni sem besta móðir
þó að hún væri stundum pínulít-
ið óþæg lítil stelpa.
Ég veit að stór fjölskylduhóp-
ur hefur nú tekið á móti þér,
sem elskaði þig og þú saknaðir
svo mikið.
Hvíl þú í friði, Guði falin.
Innilegar samúðarkveðjur til
barna Aðalbjargar og fjölskyldu
þeirra.
Sigurborg Ágústa
Jónsdóttir og fjölskylda.
Þegar ég minnist Aðalbjargar
Jónsdóttur koma upp í hugann
ótal minningar um fjölhæfa
merkiskonu. Konu sem hafði fal-
lega útgeislun og sterka sjálfs-
mynd. Hún var tignarleg kona
sem átti auðvelt með að hrífa
aðra með sér.
Það var „íslenska ullin“ sem
leiddi okkur Aðalbjörgu saman
fyrir nær fjórum áratugum, þeg-
ar haldið var norrænt heimilis-
iðnaðarþing á Íslandi sumarið
1977. Í tengslum við þingið hóf
Aðalbjörg að prjóna undurfína
viðhafnarkjóla úr íslenskri ull
útprjónaða fjölbreyttum mynstr-
um í anda ríkjandi tísku áttunda
og níunda áratugar síðustu ald-
ar. Segja má að það hafi verið
upphafið að glæsilegu útprjón-
uðu kjólunum sem hún varð
þekkt fyrir bæði hérlendis sem
erlendis.
Ég taldi afar mikilvægt að
varðveita þátt Aðalbjargar í
menningar- og tóvinnusögu okk-
ar. Með það í huga falaðist ég
eftir viðtali við hana árið 2008.
Þá var Aðalbjörg komin yfir ní-
rætt.
Hún tók mér fagnandi og
geislaði af krafti sem á yngri ár-
um. Við hófum samtal okkar á
bernskuminningum hennar, ætt
og uppruna og minningum úr
gamla torfbænum á Gestsstöð-
um þar sem hún ólst upp á fjöl-
mennu heimili til fjórtán ára ald-
urs. Þar kynntist hún verklagi
gamla sveitasamfélagsins. Hún
hafði tekið þátt í bústörfum með
föður sínum við að smala og
hirða féð, og hafði lært að meta
gæði íslensku ullarinnar og tó-
skap. Þekkingu og færni sem
hún byggði síðar á við listræna
sköpun sína í prjóni.
Í tilefni aldarafmælis Aðal-
bjargar haustið 2016 og henni til
heiðurs var gefin út bókin:
Prjónað af fingrum fram. Und-
urfínir handprjónaðir viðhafnar-
kjólar úr íslenskri ull. Líf og list
Aðalbjargar Jónsdóttur. Bókin
er byggð á samtölum okkar Að-
albjargar og er helguð íslenskri
ull og fáguðu handverki. Um
vorið 2017 var opnuð sýning á
handprjónuðum kjólum Aðal-
bjargar í Textílsafninu á
Blönduósi.
Aðalbjörg var við opnun sýn-
ingarinnar og talaði blaðlaust
við það tækifæri. Á þjóðhátíð-
ardaginn 17. júní 2018 var Aðal-
björg sæmd heiðursmerki hinn-
ar íslensku fálkaorðu af forseta
Íslands, Guðna Th. Jóhannes-
syni, við hátíðlega athöfn á
Bessastöðum. Hún var afar
þakklát og hrærð fyrir þann
heiður sem henni og íslensku
handverki var sýndur.
Það var yndislegt að fá að
fylgja Aðalbjörgu í gegnum sögu
hennar, líf og list. Fyrir það er
ég þakklát. Ég votta börnum
hennar og fjölskyldum þeirra
innilega samúð. Blessuð sé
minning hennar.
Kristín Schmidhauser
Jónsdóttir.
Ef meta á gæði milli heima
er margt sem okkur setur skorður.
Þótt hér sé ljúft að liggja og dreyma
lóan flýgur alltaf norður.
(Ingi St. Gunnlaugsson)
Hann var orðinn langur lífs-
þráður hennar Aðalbjargar
Jónsdóttur.
Upphaf hans var á Heiðarbæ
í Kirkjubólshreppi þann 15. des-
ember 1916. Hann teygði sig
víða, fíngerður og fagur og vakti
aðdáun og athygli meðal annars
á sýningum víða um heim um
langt skeið.
Á sumardaginn fyrsta árið
1939 opinberuðu þau trúlofun
sína Aðalbjörg og Hermann
Guðmundsson frá Bæ á Sel-
strönd. Hófu þau búskap sinn í
Hamarsbæli á Selströnd í sam-
býli við Matthildi systur Her-
manns og Halldór Magnússon
fósturforeldra mína, en þar stóð
hugur til að efla útgerðarstöð.
Stunduðu þeir sjósókn og út-
gerð.
En margt fer öðruvísi en ætl-
að er. Eftir stuttan stans á
Drangsnesi fluttu þau suður árið
1947. Það fluttu allir suður,
meira að segja Vestmannaeying-
ar fóru suður, þó að kompásinn
segi hánorður. Hermann og Alla
byggðu sér heimili í Mávahlíð-
inni. Mér fannst það langt fyrir
utan borgina. Síðar við Skipa-
sundið og Sólheima. Alls staðar
var heimili þeirra jafn hlýlegt,
glaðvært og gott heim að sækja.
Og þarna voru átakakaflarnir
í lífi þeirra. Hermann stundaði
sjóinn og varð síðan verkstjóri
hjá sjóklæðagerðinni Max. Alla
annaðist heimilið, setti þar upp
saumastofu og framleiddi mjög
eftirsótta samkvæmiskjóla.
Börnunum fjölgaði og umfang
heimilisins jókst sífellt, en þau
voru samhent hjónin, listræn,
vinsæl og hvers manns hugljúfi.
Þau tóku virkan þátt í safnaðar-
starfi Langholtssóknar og sungu
lengi í kór kirkjunnar og bæði
voru þau í kór Átthagafélags
Strandamanna. Alla var í söng-
sveitinni Fílharmóníu í 15 ár,
saumaði og málaði. Er þá ótalið
það sem hún var þekktust fyrir:
handprjónuðu kjólarnir úr ís-
lensku ullinni. Ekki er ég fær
um að lýsa þeim en bendi á bók-
ina Líf og list Aðalbjargar Jóns-
dóttur. Prjónað af fingrum fram,
eftir Kristínu Schmidhauser
Jónsdóttur. Útgefandi: Sæ-
mundur 2016.
Það er falleg bók og raunsönn
lýsing á listfengri konu.
Haraldur Bessason frv. pró-
fessor í Winnipeg og háskóla-
rektor segir svo á einum stað:
„Því er svo farið um tilteknar
listgreinar að í grennd þeirra
eru orð með öllu óþörf eða þeim
er ofaukið.“
Þannig var það með kjólana
hennar Öllu. Og þegar öllu er á
botninn hvolft er spurningin
þessi: Var Alla ekki mesta lista-
verkið sjálf, þar sem orðum er
ofaukið eða þau óþörf með öllu?
Með láti Aðalbjargar eru nú
fallin frá öll Bæjarsystkinin 13
ásamt mökum. Um leið og ég
þakka 80 ára vináttu og löng
kynni af einstakri konu sendi ég
og fjölskylda mín börnum Öllu,
ættingjum og vinum einlæga
samúðarkveðju.
Ég kveð með upphafslínum úr
ljóði eftir Hermann, sem hann
orti við lát Halldórs Magnússon-
ar fóstra míns árið 1966:
Hún streymir elfan, árin líða hjá.
Hver askur hnígur þegar kallað er.
Það styttist gangan, vinir falla frá,
við foldarbeðinn þinn nú stöndum vér.
Björn H. Björnsson
Andlát vinar
míns Þorsteins
Ingólfssonar kom
óvænt og alls óundirbúið, en
minnti okkur á hverfulleika
lífsins.
Kynni okkar Þorsteins hóf-
ust fyrir rúmum þremur ára-
tugum þegar hann var yfirmað-
ur varnarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins. Hann
var þá í lykilhlutverki fyrir
hönd íslenskra stjórnvalda og
þurfti m.a. að sjá til þess að
framkvæmdir við Helguvík og
Keflavíkurflugvöll tryggðu
bættar varnir gegn olíumengun
vegna starfsemi varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli. Síðar þegar
hann var ráðuneytisstjóri utan-
ríkisráðuneytisins og seinna
fastafulltrúi Íslands hjá Sam-
einuðu þjóðunum í New York
áttum við margvíslegt samstarf
um umhverfismál og sjálfbæra
þróun á alþjóðavettvangi. Nú
síðast lágu leiðir okkar saman í
Norðurskautsráðinu en þá var
Þorsteinn fulltrúi Íslands í
embættismannanefnd ráðsins.
Það var mjög ánægjulegt að
vinna með Þorsteini, en ekki
síður lærdómsríkt að kynnast
vinnubrögðum hans. Mér varð
þannig fljótlega ljóst hversu
öflugur og góður starfsmaður
Þorsteinn var fyrir íslensku
utanríkisþjónustuna.
Þessi kynni leiddu til ein-
lægrar vináttu og ánægjulegra
samverustunda utan vinnu og
hlökkuðum við hjónin til að
eiga fleiri ánægjustundir með
þeim Fríðu og Þorsteini á kom-
andi árum, en eigi má sköpum
renna.
Á sl. fimm árum höfum við
einnig hist reglulega í stærri
hópi fyrrverandi samstarfs-
manna og maka. Við fráfall
Þorsteins er nú skarð fyrir
skildi í þeim ágæta félagsskap.
Þorsteinn hafði einstaklega
hlýtt viðmót og ávann sér fljótt
virðingu þeirra sem hann þurfti
að eiga samskipti við. Hann var
mjög glöggur á hagsmuni Ís-
lands og Íslendinga og því af-
burðagóður fulltrúi landsins í
samskiptum við önnur ríki.
Hann var góður félagi og hrók-
ur alls fagnaðar á gleðistumd-
um.
Við Ragnheiður sendum
Fríðu, börnum þeirra og öðrum
ástvinum hugheilar samúðar-
kveðjur. Minning um heil-
steyptan góðan dreng mun
fylgja okkur alla tíð.
Magnús Jóhannesson.
Þau voru full trega tíðindin
sem færa þurfti starfsfólki ut-
anríkisþjónustunnar, heima og
erlendis, að Þorsteinn Ingólfs-
son, vinur okkar og náinn sam-
starfsmaður, væri allur svo
skömmu eftir að hann lauk
störfum í utanríkisþjónustu Ís-
lands.
Alla setti hljóða en flestir
höfðu sögu að segja um þennan
góða dreng, atgervismanninn
sem með ákveðni og þraut-
seigju vann til verðlauna í
sundíþróttinni á yngri árum og
þess sem mætti fólki með þéttu
handtaki og andlitsdráttum
mörkuðum af alúð, hlýju og
hvatningu.
Þorsteinn átti langan og afar
farsælan starfsferil í utanrík-
isþjónustunni allt frá því að
hann hóf þar störf árið 1971 að
Þorsteinn
Ingólfsson
✝ Þorsteinn Ing-ólfsson fæddist
9. desember 1944.
Hann lést 19. júlí
2018.
Útför Þorsteins
fór fram frá Foss-
vogskirkju 1. ágúst
2018.
loknu laganámi við
Háskóla Íslands
sama ár og þar til
hann kvaddi þann
starfsvettvang fyr-
ir aldurs sakir
sumarið 2015.
Hann gegndi
margvíslegum
ábyrgðar- og trún-
aðarstörfum heima
og erlendis, meðal
annars sem ráðu-
neytisstjóri, sendiherra, fasta-
fulltrúi Íslands hjá Atlantshafs-
bandalaginu, aðalfulltrúi
Norðurlanda- og Eystrasalts-
ríkja í stjórn Alþjóðabankans
og í forystu Íslands á vettvangi
Norðurskautsráðsins. Í öllum
störfum sínum ávann hann sér
einstakt traust, og orðsporið
var ávallt á sömu nótum og get-
ið er hér að framan. Vits er
þörf þeim er víða ratar.
Enginn þekkir störf manns
betur en sá sem tekur við af
honum. Það var á stundum erf-
itt verk að fylla skarð hans en
um leið gefandi að njóta verka
Þorsteins og því góða búi og
vandlega vörðuðu leið sem
hann skildi eftir sig. Honum
tókst það sem fáum er gefið, að
kunna vel til verka sem dipló-
mati og góður lögfræðingur, en
halda í hugmyndaflugið og feta
ekki alltaf troðnar slóðir þegar
betur fór á því að hugsa utan
reita. Þorsteinn lagði mikla
rækt við hvaðeina sem hann
tók sér fyrir hendur, menn og
málefni, og í löngum og tíðum
störfum sínum sem yfirmaður
varð hann í senn vinur og sam-
herji undirmanna sinna. Hann
var opinskár og ákveðinn en
lagði alltaf áherslu á að sjón-
armið annarra nytu sín. Með
þessum hætti var einatt mál-
efnalega tekið á hlutum og allr-
ar sanngirni gætti í niðurstöð-
um.
Þannig náði hann árangri í
eigin störfum og þeirra sem
störfuðu með honum og aldrei
stóð á hvatningu hans og að-
stoð í ólíklegustu málum, oftar
en ekki erfiðum. Engum duldist
að Þorsteini var sérstaklega
umhugað um velferð samstarfs-
fólks síns og viðkvæðið var, eft-
ir að leiðir okkar á starfsvett-
vangi skildu og fundum bar
saman, að hann spurði fyrst um
hagi þess sem fyrir hitti.
Að leiðarlokum er margs að
minnast og margt að þakka.
Þorsteinn Ingólfsson lifir í
verkum sínum og í minningum
okkar allra sem bárum gæfu til
að kynnast honum í leik og
starfi.
Við minnumst með hlýju,
þakklæti og virðingu atgervis-
mannsins, hins ráðagóða sam-
starfsmanns og vinar. Hugur
okkar allra er hjá ekkju hans,
Hólmfríði Kofoed-Hansen, syni
hans og dóttur, og fjölskyldu.
Við sameinumst í innilegri sam-
úð með þeim öllum á þessari
sorgar- og kveðjustund og biðj-
um um Guðs styrk þeim til
handa og blessunar hans yfir
minningu Þorsteins Ingólfsson-
ar.
Sturla Sigurjónsson,
ráðuneytisstjóri.
Góður vinur, Þorsteinn eða
Steini eins og við skólafélag-
arnir kölluðum hann, varð
bráðkvaddur 19. þ.m. Vinátta
okkar Steina hófst þegar við
hófum nám við Verzlunarskóla
Íslands fjórtán ára að aldri og
framundan beið okkar sex ára
nám við skólann. Steini var hár
og myndarlegur og það sópaði
að honum, en hann var ætíð
vinnusamur, vandvirkur og
ósérhlífinn.
Hann var keppnismaður í
sundi og vann til margra verð-
launa. Þá var Steini traustur og
kappsamur og tilbúinn til þess
að taka þátt í að móta fé-
lagsstarf skólans auk þess sem
hann var góður í mannlegum
samskiptum. Við Steini vorum
kosnir í stjórn Málfundar-
félagsins, Steini ritstjóri skóla-
blaðsins Viljans, ég formaður
og þrír meðstjórnendur. Við
unnum saman sem einn maður
að skemmtilegum verkefnum
með það að markmiði að byggja
upp öflugt félagsstarf. Við
efndum til fjölmarga málfunda
sem og skemmtana af ýmsu
tagi, einnig skipulögðum við
ferðalög og sáum um útgáfu
skólablaðsins. Þetta voru tíma-
frek verkefni en ákaflega gef-
andi og sannarlega eftirminni-
legur tími æskuáranna.
Við Steini vorum afar sam-
hentir á þessum árum. Fyrir
mikilvæg próf lásum við saman
í notalegu herbergi hans á
Bergþórugötunni og bar það
góðan árangur. Móðir hans
færði okkur jafnan brauðmeti
og hressingu. Minnisstæð er
mér gönguferð okkar í Þórs-
mörk þar sem við óðum Krossá
og önnur mikil vatnsföll. Á
sumrin unnum við að lagfær-
ingum gatna borgarinnar, mal-
bikun og skyldum verkefnum,
svo ekki sé minnst á afleys-
ingastörfin hjá slökkviliðinu.
Aldrei féll skuggi á vináttu
okkar Steina sem einkenndist
af væntumþykju og virðingu.
Að loknu námi við Verzlun-
arskólann tók við hjá okkur fé-
lögunum sex ára laganám við
Háskóla Íslands, en eftir það
hvarf Steini til starfa við utan-
ríkisþjónustuna og gegndi þar
mörgum trúnaðarstörfum, þar
á meðal starfi sendiherra.
Hann var svo sannarlega verð-
ugur fulltrúi lands og þjóðar.
Stúdentabekkurinn okkar VÍ
65 er sérstaklega traustur og
samhentur vinahópur. Nú hefur
því miður enn fækkað í hópnum
okkar.
Við höfum hist ásamt mökum
einu sinni í mánuði yfir vetr-
artímann. Þá hefur hópurinn
undanfarna áratugi farið árlega
í ferðalög, ýmist innanlands eða
utan. Steini var söngmaður
góður og naut vinahópurinn
þess á góðum stundum. Fyrir
mánuði hittist hópurinn og
ræddi meðal annars fyrirhug-
aða ferð til Þýskalands um
miðjan september. Á þessum
fundi hvarflaði það ekki að
nokkrum manni að Steini vinur
kæmi ekki með okkur.
Ég þakka Steina fyrir ljúfa
og trygga vináttu alla tíð og
yndislegar stundir. Við Stein-
unn sendum Fríðu, börnunum
og fjölskyldum þeirra hugheilar
samúðarkveðjur.
Már Gunnarsson.
Með Þorsteini Ingólfssyni er
genginn einn mesti mannkosta-
maður sem ég hef kynnst á lífs-
leiðinni.
Leiðir okkar lágu saman í líf-
inu frá unglingsárum og með
okkur tókst traust og góð vin-
átta þar sem aldrei bar skugga
á. Starfsferill okkar í utanrík-
isþjónustunni var eðlilega
þannig að einhver ár liðu án
þess að við hittumst oft en jafn-
framt gerðist það að leiðir okk-
ar lágu saman og tími var til að
rækta betur vináttu okkar
Hebu við Fríðu og Þorstein.
Á starfsferli sínum voru Þor-
steini falin ábyrgðarfyllstu
störf á vegum utanríkisþjónust-
unnar sem hann leysti ávallt af
stakri prýði. Eðliskostir hans
voru slíkir að hann naut trausts
og virðingar allra sem kynntust
honum.
Hann skilur eftir sig stórt
skarð í hópi vina og samstarfs-
manna. Guð blessi minningu
þessa góða drengs.
Ég votta Fríðu og fjölskyldu
hans innilega samúð mína.
Helgi Ágústsson.