Morgunblaðið - 03.08.2018, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ein helstaferðahelgiársins er nú
að hefjast og margir
reyndar þegar farn-
ir af stað. Að venju
eru víða haldnar há-
tíðir um versl-
unarmannahelgina
og ætlunin er að gera sér glaðan
dag. Hátíðahöldin munu verða
áberandi í fréttaflutningi helg-
arinnar og þá mun oftar en ekki
heyrast spurningin hvort allt
hafi farið vel fram. Undirliggj-
andi er vitaskuld að það er alls
ekki sjálfgefið að allt hafi farið
vel fram. Ofbeldi og nauðganir
hafa því miður fylgt versl-
unarmannahelgum. Því er full
ástæða til að ítreka að hátíða-
höldin eigi að snúast um
skemmtun og gleði og minna á að
sömu siðferðisreglur gilda um
verslunarmannahelgar og aðra
daga.
„Sofandi samþykkir ekkert,“
segir í yfirskrift auglýsingar,
sem lögreglan í Vestmanna-
eyjum, ÍBV, Vestmannaeyjabær
og Heilbrigðisstofnun Suður-
lands hafa gefið út. Í tilkynningu
frá lögreglunni í Vestmanna-
eyjum segir að von þeirra, sem
að útgáfu veggspjaldsins standa,
sé að það veki fólk til umhugs-
unar um þessi alvarlegu brot,
auki skilning á þeim og hafi for-
varnargildi.
Það er ekki hægt að gera of
mikið úr alvarleika nauðgana og
afleiðingum þeirra. Oftar en ekki
eru fórnarlömbin mörkuð alla
ævi. Það er því mikilvægt að
setja þessi skilaboð fram með af-
gerandi hætti.
Um helgina verða fleiri á ferli
á þjóðvegum lands-
ins en endranær.
Vegakerfið er kom-
ið að þolmörkum og
þetta er sennilega
sú helgi, sem mest
reynir á það. Íslend-
ingar fjölmenna á
útihátíðir og bætast
við hefðbundna umferð erlendra
ferðalanga. Það er því nauðsyn-
legt að sýna þolinmæði í umferð-
inni og standast freistinguna til
háskalegs framúraksturs, sem
engan tíma vinnur.
Í Morgunblaðinu hefur í dag
og í gær verið fjallað um vaxandi
ölvun ökumanna. Á þessu ári
hefur ölvunarakstursbrotum
fjölgað um 41% og ávana- og
fíkniefnaakstursbrotum fjölgað
um 53% miðað við sama tímabil í
fyrra. Kallar Guðbrandur Sig-
urðsson, aðalvarðstjóri umferð-
ardeildar lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu, þetta
ógnvænlega þróun í Morg-
unblaðinu í gær. Ískyggilegt er
að lesa um aukninguna á alvar-
legum slysum vegna fíkniefna-
aksturs milli ára í Morgun-
blaðinu í dag. Hún er 124%.
Ökumenn í vímu tefla ekki bara
sínu lífi í hættu, heldur lífum
annarra. Það er því rétt að und-
irstrika mikilvægi þess að aka
ekki af stað fyrr en áfengi og
víma eru horfin úr blóði.
Þessi varnaðarorð kunna að
hljóma eins og þau séu leikin af
bilaðri plötu, en eru samt nauð-
synleg um leið og rétt er að taka
fram að langflestir taka þátt í
hátíðum verslunarmannahelg-
arinnar til að skemmta sjálfum
sér og öðrum án þess að það sé á
kostnað annarra.
Ölvunarakstur og
ofbeldi á ekki heima
í hátíðahaldi versl-
unarmannahelg-
arinnar}
Verslunarmannahelgi
Á nokkrum stöð-um í Reykjavík
hafa myndir af reið-
hjólum verið mál-
aðar á götur. Yfir
reiðhjólunum eru
merkingar, sem gætu átt að
tákna regnhlíf eða jafnvel þak, en
munu eiga að vera pílur. Merk-
ingarnar eru þannig að nærtæk-
ast væri að ætla að um hjólabraut
væri að ræða, en svo er þó alls
ekki. Hjólreiðamönnum hættir þó
til að líta svo á að svo sé og öku-
menn eru ekki vissir hvort þeir
megi leggja bílum sínum eða
ekki.
Þegar Morgunblaðið spurðist
fyrir um þessar merkingar bár-
ust þau svör frá borginni að unnið
sé að hönnunarleiðbeiningum
fyrir hjólreiðar. Þessi tilteknu
merki munu heita hjólavísar og
vera til marks um að þar sé
blönduð umferð akandi og hjól-
andi. Ekki sé frátekið svæði fyrir
hjólreiðar heldur deili þær ak-
braut með vélknúinni umferð.
Morgunblaðið hafði einnig
samband við lögregluna í Reykja-
vík til að grennslast
fyrir um þessar
merkingar. Guð-
brandur Sigurðsson,
aðalvarðstjóri um-
ferðardeildar Lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu,
hefur mál sitt með diplómatískum
hætti, en svarið er afdráttarlaust.
„Við eigum mikið og gott sam-
starf við sveitarfélögin, en þau
fara stundum fram úr sér, t.d.
með að nota yfirborðsmerkingu
sem stjórnvöld hafa ekki sam-
þykkt eða skilgreint,“ segir hann.
Guðbrandur telur að merk-
ingin geti valdið misskilningi,
enda sé hún hvergi skilgreind í
umferðarlögum eða í reglugerð
um umferðarmerki og hafi því
ekkert gildi í lögum eða fyrir
dómi. Bætir aðalvarðstjórinn því
við að á meðan þetta sé svona
„gæti fólk lagt hvaða skilning
sem því dettur í hug“ í merking-
arnar.
Merkingar verða að hafa
merkingu því að annars eru þær
merkingarlausar. Eru borgaryf-
irvöld að spila með borgarbúa?
Eru borgaryfirvöld
að spila með
borgarbúa?}
Merkingarlausar merkingar
Þ
annig hljómar fyrirsögn auglýs-
ingar frá lögreglunni í Vest-
mannaeyjum, ÍBV, Bleika fílsins
og öðrum samstarfsaðilum fyrir
verslunarmannahelgina sem nú er
að ganga í garð. Verslunarmannahelgin er ein
mesta ferðahelgi ársins, Íslendingar flykkjast
um allt land, flestir með fellihýsi eða tjald og
góða skapið í eftirdragi. En þrátt fyrir að
stærstur hluti Íslendinga skemmti sér kon-
unglega, bæði fallega og kurteislega, virðast
alltaf vera einhverjir sem ekki geta virt mörk í
samskiptum, beita ofbeldi og valda varanlegu
tjóni á lífi einstaklinga eftir helgina.
Skilaboðin sem koma frá Vestmannaeyjum
eru skýr og fræðandi og gefa fólki tækifæri til
að opna á umræðu um nauðganir og hvar
mörkin liggja. Enn eru of margir sem átta sig
ekki á því hvar línan er dregin og að samræði
við sofandi fólk er ekki kynlíf heldur refsiverð nauðgun.
Allt að helmingur tilkynntra nauðgana er brot gegn
rænulausu fólki sem ekki getur spornað við verkn-
aðinum. Hvar sem við erum er fátt mikilvægara en að
fólk virði samskiptareglur svo að við getum skemmt okk-
ur saman. Þær mega ekki falla úr gildi þegar inn í tjaldið
er komið frekar en annars staðar.
Druslugangan var gengin víðs vegar um landið fyrir
örfáum dögum. Druslugangan er einfaldlega samstöðu-
og mótmælaganga sem hefur það markmið að uppræta
fordóma varðandi klæðaburð kvenna og ástand þeirra
sem verða fyrir kynferðisofbeldi en ekki síst
til að minna á að gerendur eru þeir sem bera
fulla ábyrgð á kynferðisofbeldi. Þar finna þol-
endur fyrir miklum stuðningi og samstöðu
þúsunda manna gegn hvers kyns ofbeldi.
Fjöldi fólks á enn erfitt með að skilja mik-
ilvægi göngunnar, kannski fyrst og fremst
því að orðið drusla er almennt neikvætt og
ekki talið orð sem þú átt að nota um sjálfa
þig. En það er einmitt sá hugsunarháttur
sem er verið að reyna uppræta, að brand-
arinn um að það sé ekki hægt að nauðga laus-
látri konu (druslu) hætti að vera fyndinn og
að við sjáum öll sem eitt að það er á ábyrgð
gerandans að virða ekki mörk, að beita of-
beldi og nauðga.
Við skulum fara inn í helgina með hugann
við hvað eru eðlileg samskipti og hvar mörkin
liggja. Við eigum að þora að ræða þessa hluti,
vera vakandi yfir velferð og ástandi hvert annars og um-
fram allt bera ábyrgð á hegðun okkar. Allir þurfa að vita
hvar mörkin liggja og það á að vera alveg kristaltært að
enginn samþykkir neitt sofandi.
Lífið er yndislegt og við eigum að geta fylgst að í því
ferðalagi á meðan hjörtun slá í takt. Við skulum vinna
saman í því að tryggja að svo verði áfram.
aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Sofandi samþykkir ekkert
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar
og ritari Sjálfstæðisflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Allnokkrar stöður grunn- ogleikskólakennara á höf-uðborgarsvæðinu á eftirað manna fyrir næsta
skólaár. Öll sveitarfélög á svæðinu
auglýsa eftir kennurum í leik- og
grunnskóla þessa dagana. Staðan
virðist betri þetta haustið en á sama
tíma í fyrra þegar Morgunblaðið
kannaði málið.
Reykjavíkurborg rekur flesta
leikskóla eða 62 og 36 grunnskóla. Í
Reykjavík vantar flesta kennara,
eins og gefur að skilja, en auglýstar
er stöður 12 grunnskólakennara og
22 stöður leikskólakennara á vef
borgarinnar.
Í fyrra voru auglýst 44 stöðu-
gildi leikskólakennara og 12 stöðu-
gildi grunnskólakennara í Reykja-
vík. Því verður að segjast að staðan í
leikskólamálum borgarinnar virðist
nokkuð betri en fyrir ári síðan.
Verri staða í Kópavogi
Í Kópavogi eru 12 stöður
grunnskólakennara auglýstar og
jafn margar stöður leikskólakenn-
ara. Kópavogsbær rekur 19 leik-
skóla og 9 grunnskóla. Því er staðan
þar hlutfallslega verri en í Reykja-
vík. Fyrir ári síðan voru 15 stöður
leikskólakennara auglýstar lausar til
umsóknar í Kópavogi en einungis
tvær stöður grunnskólakennara.
Í nágrannabæ Kópavogs,
Garðabæ, er staðan góð, að sögn
Katrínar Friðriksdóttur, forstöðu-
manns fræðslu- og menningarsviðs
Garðabæjar. „Öll börn sem hafa
fengið úthlutaða dvöl munu hefja
nám á leikskólum í haust og okkur
hefur gengið mjög vel að innrita
börn sem eru fædd árið 2017.“ Hún
segir þó ekki fullmannað en að
mönnunin gangi ágætlega. „Við
myndum gjarnan vilja hafa fleiri
menntaða leikskólakennara starf-
andi hjá leikskólum bæjarins en það
er vandi sem öll sveitarfélögin glíma
við.“
Á heimasíðu Garðabæjar er
ekki auglýst eftir neinum grunn-
skólakennurum en auglýst er eftir
um það bil sjö leikskólakennurum.
Jafnmörg störf leikskólakenn-
ara voru auglýst fyrir ári síðan en þá
var einnig auglýst eftir tveimur
grunnskólakennurum.
Staðan betri í Hafnarfirði
Í Hafnarfirði er staðan mun
betri en í fyrra. Þar voru auglýstar
tólf stöður leikskólakennara fyrir ári
síðan og sex stöður grunnskólakenn-
ara. Í ár eru auglýstar stöður 5
grunnskólakennara og rúmlega 6
stöður leikskólakennara.
Hvað Mosfellsbæ varðar eru á
vef bæjarins auglýstar rúmlega fjór-
ar stöður grunnskólakennara og
rúmlega þrjár stöður leikskólakenn-
ara. Linda Udengård, fram-
kvæmdastjóri fræðslu- og frí-
stundasviðs Mosfellsbæjar, segir
þau hjá bænum nokkuð bjartsýn.
„Við erum búin að ráða í mjög
margar stöður og það liggja fyrir
umsóknir um allmargar af þeim
stöðum sem á eftir að manna.“
Fyrr í vikunni greindi Morg-
unblaðið frá því að alvarleg staða
ríkti í leikskólamálum á Seltjarn-
arnesi þar sem 30 börn kæmust ekki
í aðlögun á tilsettum tíma. Húsnæði
undir starfsemina er ekki tilbúið
en skortur á starfsfólki er
stærsta vandamálið, að sögn
Baldurs Pálssonar, fræðslu-
stjóra Seltjarnarnesbæjar.
Átta stöður við leikskólann
eru lausar. Á vefsíðu Sel-
tjarnarnesbæjar er aug-
lýst eftir tveimur leik-
skólakennurum og einum
grunnskólakennara.
Tugi kennara vantar
enn til starfa í haust
Morgunblaðið/Ómar
Börn Leik- og grunnskólar landsins ættu að vera betur mannaðir en í
fyrrahaust ef taka má mark á fjölda auglýstra staðna hjá sveitarfélögum.
Í heildina er rúmlega 81 kenn-
arastaða auglýst til umsóknar
á höfuðborgarsvæðinu þetta
haustið. Ef litið er til úttektar
Morgunblaðsins á sama máli
fyrir ári síðan þá eru það tals-
vert færri en í fyrra.
Þar er ekki tekið fram
hversu margar kennarastöður
hafi verið auglýstar í Mos-
fellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Samt sem áður voru þær stöð-
ur sem þar voru auglýstar 99.
Ef þær stöður sem auglýstar
eru nú á Seltjarnarnesi og í
Mosfellsbæ eru dregnar frá
heildarfjölda auglýstra
staðna í ár þá eru þær
75. 24 færri stöður eru
því auglýstar en á sama
tíma í fyrra. Talsvert
fleiri leikskólakennara
vantar en grunnskóla-
kennara.
Færri stöður
en í fyrra
FLEIRI LEIKSKÓLA-
KENNARA VANTAR
Leikskólinn Akur
Kátir krakkar