Morgunblaðið - 03.08.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 03.08.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018 Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum eða fyrirtækinu. Ertu að byggja, breyta eða bæta? Endilega kynntu þér málið. Snjalllausnir – nútíma raflögn Með sjálfbærni að leiðarljósi Finnsk innanhússhönnun 02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is Innblásið af Aalto Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Niðurrif bygginga Sementsverk- smiðjunnar á Akranesi er á áætlun og er stefnt að því að verkinu ljúki fyrir 1. október nk. eins og samið var um við verktakann Work North. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Steinari Adolfs- syni, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Akraneskaupstaðar. Eftir að niðurrifi er lokið þarf að koma steypubrotum í sandgryfju og hreinsa þau af steypustyrktarjárni. Verktaki hyggst koma brotmálm- um í skip í áföngum og er fyrsta skipið væntanlegt fyrri part ágúst- mánaðar. Sementsverksmiðjan tók til starfa á Akranesi árið 1958. Hún lauk hlutverki sínu fyrir nokkrum árum og var starfsemi hætt árið 2012. Ákvörðun var tekin um það af bæjaryfirvöldum að mannvirki verksmiðjunnar myndu víkja fyrir íbúðabyggð. Niðurrifið er gríðar- legt verk en alls verða rifin 17 mannvirki, yfir 140 þúsund rúm- metrar. Sementstankarnir stóru munu standa áfram. Einnig voru hug- myndir um að sementsstrompurinn, 68 metra hár, fengi að standa. Hins vegar samþykktu 94% íbúa Akra- ness í kosningu að strompurinn skyldi felldur. „Varðandi niðurrif á strompi er málið í skipulagsferli sem gengur út á að heimilt verði að taka mann- virkið niður. Gangi sú breyting eftir má áætla að niðurrif hefjist í september/október næstkomandi. Reiknað er með að sú vinna geti tekið a.m.k. einn mánuð,“ segir Steinar Adolfsson. Alls bárust 12 tilboð í niðurrif Sementsverksmiðjunnar á Akra- nesi, en tilboð voru opnuð í sept- ember 2017. Lægsta tilboðið var frá Work North ehf., 175 milljónir, og gekk Akraneskaupstaður til samn- inga við fyrirtækið um verkið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Niðurrif Stór hluti verksmiðjubygginganna hefur fallið fyrir stórvirkum vinnuvélum. Niðurrif Sementsverk- smiðjunnar á áætlun  Skip væntanlegt í mánuðinum til að taka brotamálm úr Sementsverksmiðjunni  Stefnt að verklokum í september Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Sýknudómur Héraðsdóms Reykja- ness í máli stuðningsfulltrúa Barna- verndar Reykjavíkur vekur spurn- ingar um hvort og hvernig hægt sé að sakfella í mál- um þar sem börn eru beitt kyn- ferðisofbeldi, að mati Guðrúnar Jónsdóttur, tals- manns Stíga- móta. „Eins og svo oft áður fyllist ég vanmætti að lesa þennan dóm um gróf kynferðis- brot gagnvart fimm börnum sem standa yfir í langan tíma,“ segir Guðrún. Síst til þess fallinn að kæra „Þessi dómur er síst til þess fall- inn að hvetja börn sem verða fyrir kynferðisofbeldi til að kæra brotin þegar þau verða fullorðin. Trúverð- ugur framburður nægir ekki og ég spyr hvað þarf til þess að sanna brot, myndir og upptökur?“ Guðrún bætir við að ákveðins skilningsleysis á eðli kynferðisbrota gæti í dómnum. „Það er notað gegn þeim sem kærðu að langur tími hafi liðið frá því að meint brot áttu sér stað og þangað til þau sögðu frá. Það er einnig notað gegn þeim að þau skuli hafa tekið sér tíma til þess að ræða við fjölskyldu sína áður en þau tóku það stóra skref að kæra,“ segir Guð- rún, sem bendir á að það taki börn ár eða áratugi að finna kjarkinn til að stíga fram og leita sér hjálpar eða að aðstæður komi upp til þess að opna málin. Hún segir að miðað við niðurstöðu dómsins verði þol- endur að kæra strax og þeir opni málið en eðlilega taki það þolendur oft langan tíma að taka ákvörðun um að kæra. „Hvað þarf til að sanna brot?“  Skilningsleysi á eðli kynferðisbrota Guðrún Jónsdóttir Í dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli stuðningsfulltrúa Barna- verndar Reykjavíkur kemur fram að lögreglan hafi haft samband við ýmsa ein- staklinga, sem dvalið höfðu hjá ákærða, til að kanna hvort þeir hefðu orðið vitni að einhverju saknæmu á heimili hans og í tengslum við rannsóknina hafi fleiri einstaklingar lagt fram kæru. Fleiri kærur við rannsókn STIGU FRAM Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Læðan, Suzuki-bifreið, sem lék stórt hlutverk í Nætur-, Dag og Fanga- vaktinni, gamanþáttaröðum frá ár- unum 2007 til 2009, fékk nýtt hlut- verk um síðustu helgi þegar keppt var í „Læðutogi“ á hátíðinni Reyk- hóladögum í Reykhólahreppi. Keppt var um að draga Læðuna í kaðli til- tekna vegalengd á sem stystum tíma. Fram til þessa hefur Læðan stað- ið á stalli við Hótel Bjarkalund þar sem Dagvaktin var tekin upp. Tind- ur Ólafur Guðmundsson 15 ára, frá Litlu-Grund, er nú eigandi bílsins og lagfærði hann ýmislegt í honum fyr- ir hátíðina ásamt föðurbóður sínum, Unnsteini Hjálmari Ólafssyni. „Þau í Bjarkalundi vildu losna við hana og ég tók við henni. Það voru brotnir í henni stólarnir og ég púsl- aði þeim saman. Vélin var heil, en við þurftum að hreinsa blöndunginn, laga bensíntankinn, leiðslur og ann- að. Framrúðan brotnaði þegar húddið flaug upp við Bjarkalund þannig að ég keypti nýja rúðu,“ seg- ir Tindur Ólafur. Aðspurður segir hann að Læðunni verði fundinn góð- ur staður svo sem flestir geti notið hennar. Læðutogið komið til að vera Jóhanna Ösp Einarsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir að hátíðin hafi gengið vel og Læðu- togið mælst vel fyrir. Karnival var haldið fyrir börnin auk hæfi- leikakeppni, brekkusöngur einnig, ball og dráttarvélakeppni meðal annars. Veðrið var ekki sem best verður á kosið allan tímann, en þeir fjölmörgu sem mættu létu það ekki á sig fá. „Læðutogið heppnaðist mjög vel og er komið til að vera, held ég,“ segir Jóhanna Ösp. Sigur í toginu hafði Ágúst Már Gröndal, Kristján Rafn Jóhönnuson var næstur og í þriðja sæti var Stefán Brimar. Einn meginviðburða Reykhóla- daga er dráttarvélakeppnin, en að sögn Jóhönnu Aspar er stærstur hluti dráttarvélanna frá Litlu-Grund og Seljanesi. „Það er alveg dásam- legt þegar hersingin kemur gegnum þorpið og fólk fylgist með á götu- hornunum,“ segir hún. Læðan dregin í taumi á hátíð Reykhólahrepps  15 ára eigandi bílsins lagfærði hann fyrir Reykhóladaga Ljósmynd/Birna Norðdahl Læðutog Þátttakendur kepptust við að draga Læðuna ákveðna vegalengd á sem stystum tíma. Keppnin mæltist vel fyrir og er líklega komin til að vera. Ljósmynd/Sveinn Ragnarsson Eigandi Tindur Ólafur Guðmunds- son, sáttur við stýri Læðunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.