Morgunblaðið - 03.08.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.08.2018, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018 kenndi litlum börnum aga með yndislegheitum í krílatímum Tae Kwon Do, hún stofnaði félaga- samtökin Kóder til þess að auka aðgengi forréttindasnauðra krakka að forritun þar sem hún einblíndi á forritunarkennslu fyrir stelpur, hún prjónaði og heklaði föt á börnin sín og vina sinna, hún var sveitastelpa sem bauð vinum í sveitina sína svo börnin þeirra gætu hitt dýrin á bænum. Helga gaf tíma sinn endalaust fyrir þá sem minna mega sín og var drullusama um að vera með gleraugu sem var tjaslað saman með límbandi. Helga hljóp áfram án þess að stoppa og lét hlutina í kringum sig einfaldlega virka. Hennar rödd mun lifa áfram og skal lifa áfram því svona töffari má ekki gleymast. Get ekki ímyndað mér aðra tveggja barna móður í doktorsnámi talandi um að grýta fylgju í andlit fjármála- ráðherra í miðri ljósmæðradeilu. Þetta er ógeðslega ósanngjarnt. Með einlægu þakklæti fyrir að hafa kynnst þessari mögnuðu konu bið ég allar vættir veraldar að vernda Jón, Árúnu Emmu og Sivíu á þessum óskiljanlegu tím- um. Elísabet Ólafsdóttir. Það byrjaði allt í sögutíma ár- ið 2000. Þú sast ein og ég kom til þín. Þú líktist mér, nema hvað þú varst enn meiri proffi en ég. Og þó að mitt kastaníubrúna hafi ekki komist í hálfkvisti við makk- ann þinn rauða þá vorum við báð- ar með spangir. Sama kvöld hittumst við í Norðurkjallara á rokktónleikum. Það voru raunverulegir rokktón- leikar og við komumst að því að tónlistarsmekkur okkar var leið til björgunar úr proffaskap okk- ar. Og þú varst með gaddabelti. Og það voru strákar. Og við fór- um í bæinn. Takk Helga fyrir að bjarga mér gegnum lífið! Ég kunni á gít- ar og þú kunnir að semja ótrúleg ljóð um lífið og dauðann. Og við sömdum lag. Og við fluttum það á tónsmíðakeppni MH. Og við unnum til verðlauna! Því þú söngst svo illa og Setta var svo flott í gullfiskabúningnum. Og við höfðum búið til steikarpönnu úr pappamassa. Svo þegar okkur datt ekki lengur neitt í hug til að gera varð Viðurstyggð til. Við komumst að því að þrátt fyrir kyn okkar gát- um við raunverulega stofnað hljómsveit. Og hún varð fagur- lega mótuð í fullkomnu paunki. Þarna vorum við þrjár – þú, ég og Guðrún – og við vorum full- komnar. Við lærðum að garga, við lærðum að berja, við lærðum að slá. Og þannig verður til paunk. Fullkomið. Paunk. Ég var alltaf aðeins vitlausari og hvatvísari, þangað til í ferð- inni okkar til Barselóna með Guðbjörgu og Guðrúnu að það var einsog við hefðum skipt um persónuleika. Ég var orðin ábyrg og þú tryllt. Þú komst út af kló- settinu og söngst hástöfum When They Kick Out Your Front Door How You Gonna Come??!!! og það var beint í flasið á fullum bar af því ofur svalasta fólki sem nokkurn tímann hefur fyrirfund- ist. Aldrei hef ég séð jafneinlæga gleði með tónlist né heldur neina manneskju jafnskömmustulega á jafnfyndinn hátt! Við fórum út af barnum, þú rauð einsog hárið þitt og við hinar í hláturskasti. Vissirðu að Nonni tjáði okkur vinkonunum á Háskólatorgi miðju svo allir heyrðu hversu skotinn hann væri í þér? Og þið eignuðust hvort annað og þið voruð fullkomin. Það besta var þegar hann bauð þér á þína eigin tónleika og þú komst honum á óvart bak við settið. Því þú komst alltaf á óvart. Framan af gerðum við alltaf allt eins. Við lærðum báðar mannfræði. Við skrifuðum Hugs- andi greinar. Við ferðuðumst báðar um framandi slóðir. Og þegar þú tjáðir mér að þú værir ólétt þá varð ég það líka. Þú hafðir alltaf trú á mér þó ég hafi ekki haft það sjálf, og mér þykir það leitt, því betra sjálfs- traust hefði gert mig að betri vinkonu. Helga! Helga! Helga! Mig langar að kalla nafn þitt af hús- þökum því við sem þekktum þig vissum að þú varst aðeins betri en allt annað fólk. Þú prjónaðir Frozen-dúkkur handa dætrum þínum. Þú kenndir tugum stelpna að spila á trommur. Þú talaðir við eins marga hælisleit- endur og þú mögulega gast. Þú skrifaðir á Stundinni um allt sem skiptir mestu máli. Þú þekktir allt mikilvægasta fólkið. Og þú varst fallegust allra. Þú varst alltaf einsog sól. Þú verður mér alltaf kærust. Þín Katla. Hvernig á að tjá hið ólýsan- lega? Að ung kona í blóma lífsins er fallin frá fjölskyldu sinni, eig- inmanni og tveimur ungum börn- um. Kona sem átti drauma og vildi sjá dætur sínar vaxa og dafna. Helga var og mun alltaf vera í huga okkar einstök ung kona. Dásamleg mamma og baráttu- kona fyrir málefnum þeirra sem enga rödd hafa í samfélaginu. Hún barðist fram á síðustu vikur ævi sinnar fyrir réttindum flótta- manna og var eindreginn nátt- úruverndari. Mótlætið stoppaði Helgu aldrei, hún stóð upp, sagði sína skoðun og var óhrædd því sannfæring hennar var svo sterk. Hún stóð eins og klettur með vinum sínum sem voru dæmdir af sumum í samfélaginu, sá það góða í fólki og lét ekki af- vegaleiða sig af útliti, þjóðerni eða trúarbrögðum. Af hverju Helga, sem setti alltaf aðra í for- gang og átti svo margt ógert? Það er varasöm spurning því við vitum að við munum ekki fá svör við henni né myndum við sætta okkur við þau svör. Sagt er að auðveldara sé að samþykkja dauðann fyrir þau sem eru annaðhvort strangtrúuð eða trúa á ekkert æðra. Flest er- um við einhvers staðar þar á milli; viljum trúa á huggun frá æðsta valdi en erum samt svo ósátt við þær staðreyndir sem blasa við. Réttlæti mun ekki og getur ekki komið fram í þessu – þá verður ósk um huggun eftir. Hvað getur huggað syrgjandi fjölskyldu? Því er erfitt að svara og kannski ómögulegt að ætlast til þess. En í grein eftir Helgu í Stundinni frá mars sl. má finna vísbendingu um hvernig við get- um syrgt hana. Þar skrifar hún af einlægni um vin sinn: „Við skulum ekki gráta Hauk, heldur taka upp málstað hans. Við skul- um aldrei aftur leyfa okkur að horfa í hina áttina.[...] Það þýðir þó ekki að ég sakni hans ekki. Það er svo lýsandi fyrir hans kar- akter að þegar ég hitti hann næst þá hafði hann meiri áhyggjur af mér en sjálfum sér. Ég bjóst ekki við því að hann færi á undan mér yfir um. Ég get ekki verið sorg- mædd yfir falli hans. Hann lifði og dó með hugsjónum sínum og var baráttumaður út í gegn. Þetta var það sem hann vildi og ég er stolt af honum.“ Okkur finnst þessi orð best lýsa Helgu sjálfri! Kannski má leita hugg- unar í þessum orðum hennar?: „Ekki gráta vegna mín, takið upp málstaðinn minn í staðinn. Hlúið að ástvinum mínum til að hjálpa þeim að komast yfir sorg- ina og haldið áfram baráttunni fyrir mannréttindum!“ Þrátt fyrir harða baráttu við sjúkdóminn hélt Helga áfram að berjast fyrir þau sem gátu það ekki sjálf og að hlúa að dætrum sínum og Nonna, hún leitaðist við að létta þeim lífið þó að hún þjáð- ist sjálf. Það er enginn vafi í hug- um okkar að hugur Helgu væri núna með ættingjum hennar sem ganga í gegnum óhugsandi sorg- arferli. Að hún vilji vernda þau og aðra ástvini frá sorginni. Kannski segði hún: „Ekki vera sorgmædd, verið stolt af mér!“ Elsku fjölskylda, það er svo lítið sem við getum boðið annað en að vera til staðar ef þið óskið þess. Að hlusta, ganga með ykk- ur og styðja við bak ykkar, svo að vonandi megi sorgin með tíman- um breytast í stolt af Helgu. Kæru vinir, við vottum ykkur öll- um dýpstu samúð á sorgar- stundum ykkar. Meike Erika Witt og Ralf Duerholt. Anna Sigríður Valdimarsdóttir og Gunnar Sigfús Jónsson. Ég minnist Helgu úr margs konar samhengi. Ég leit alltaf upp til hennar, enda varla annað hægt – hún var svo klár, svo skemmtileg og algjör töffari. Við vorum samtíða í MH en kynnt- umst ekki að ráði fyrr en seinna, meðal annars gegnum starf Stelpur rokka. Ég á erfitt með að hugsa mér betri fyrirmynd en Helgu fyrir ungar stelpur (og fullorðnar konur!) með tónlistar- drauma – Helgu, sem stofnaði pönkhljómsveit af femínískri hugsjón og fór út í uppistand af sömu hugsjón; ekki endilega af því að henni þætti hún svo fyndin – þó að það hafi hún sannarlega verið – heldur fyrst og fremst af því að henni fannst skorta konur í stétt uppistandara. Þannig var Helga. Ekki var nóg með að hún fengi frábærar hugmyndir held- ur fylgdi hún þeim líka eftir. Hún var réttsýn og fylgin sér, sönn fyrirmynd í því að vera aktívisti og manneskja. Hún kenndi mér það litla sem ég kann á trommur, á einni stórkostlegri helgi. Það er óskiljanlegt að eiga að kveðja jafn stórbrotna manneskju og hana. Fjölskyldu hennar votta ég innilega samúð og samhryggð. Erla Elíasdóttir Völudóttir. Fyrst þegar ég hitti Helgu – í teiti með ungum háskólanemum – komumst við að því að við hefð- um verið bekkjarsystur í Flúða- skóla ef ég hefði ekki flutt úr Hrunamannahreppi ellefu ára gömul. Helga átti því alltaf sér- stakan stað í huga mér: Svona „hvað ef“-stað. Hvað ef við hefð- um orðið vinkonur þrettán ára gamlar? Tvær leitandi sálir með útþrá; bókhneigðar, forvitnar og með mikla sköpunarþrá. Við Helga vorum saman í klíku, í sömu senu, tilheyrðum sama menginu. Ég fékk allt barnadótið frá Helgu og kom því svo áfram til næsta barnafólks. Við vorum vinkonur í gegnum kröftugan hóp kvenna sem var með pólitískan usla og kom bylt- ingakenndum verkefnum á fót. Helga kom mér fyrir sjónir sem kletturinn í þessum hópi, vinnu- söm, gagnrýnin og orkumikil. Ég hitti Helgu, Nonna og stelpurnar aldrei eins oft og ég hefði viljað, við vorum svo oft á sitthvorum staðnum. En í hvert sinn sem ég hitti Helgu áttum við í miklum samræðum sem ég tók heim með mér og hugsaði lengi um. Ég dáðist að atorku hennar og hvernig hún gat unnið erfið verk- efni og lesið sér til um erfiðar að- stæður annarra án þess að reyn- ast það yfirþyrmandi og sökkva sér í sjónvarpsgláp eins og ég sjálf. Enda var hún fróð og hafði mikla færni í að greina sögu og samtíma. Helga var ein af fyrirmyndum mínum sem foreldri sem fór sín- ar eigin leiðir. Hún og Nonni gistu í stofunni hjá mér í London með Árúnu nokkurra mánaða, á ferð um Evrópu með bakpoka og espressó-könnu. Að ferðast ódýrt með ungabarn var eins og að drekka vatn fyrir þeim! Síðar þegar ég bar þessa rómantísku sýn mína undir hana var Helga söm sjálfri sér, algerlega niðri á jörðinni og tjáði mér að þetta hefði nú verið frekar erfitt. Þeg- ar við eitthvert sinnið ræddum kvenfrelsi velti Helga fyrir sér muninum á okkar kynslóð og kynslóð mæðra okkar. Þær höfðu barist fyrir sjálfstæði og vinnufrelsi en okkar kynslóð hefði ef til vill minni áhuga á launavinnu og sæi gildi þess að geta verið heima með börnunum án þess að stressast yfir vinnu. Ég er ekki viss um að Helga sjálf hefði fílað það sem ég vil hér segja en Ísland hefur misst eina af sínum bestu manneskj- um. Við höfum misst yndislega móður, dóttur, maka og vinkonu. Við höfum líka misst eina af fróð- ustu, gagnrýnustu og skilnings- ríkustu manneskjum sem ég hef hitt fyrir á þessu skeri. Ég hugs- aði oft með mér, sagði það á fés- bók og við Helgu (sem yppti öxl- um eða hristi kollinn), að ég vildi konu eins og hana í valdamikið starf á Íslandi. Þá hefði ég andað léttar. Hún hefði haldið áfram að gera stórkostlega hluti; hún hef- ur þegar umbylt ótalmörgu. Ég hafði sjálf hugsað um fræðilegt framtíðarverkefni sem ég vildi gera með Helgu. Það er búið að höggva skarð í okkur. Ég veit að í verkefnum framtíðar mun ég spyrja mig: hvað hefði Helga gert? Og hvað ef við hefðum ver- ið þessar vinkonur í Hreppun- um? Hvað ef við hefðum starfað saman í háskólanum í framtíð- inni? Allir þessir mögulegu heimar munu búa með mér sem og lifandi minning um þessa fal- legu, ótrúlegu konu með mikla djúprauða hárið. Nanna Hlín Halldórsdóttir. Helga, elsku vinkona mín, Ég er svo þakklát fyrir að leiðir okkar lágu saman í mann- fræðinni fyrir 13 árum og að við höfum ræktað fallega vináttu alla tíð síðan. Ég tók upp pönktónleikana þína, gjörninga og uppistönd. Við plöntuðum trjám fyrir vest- an og fórum til Danmerkur á COP 15 mótmælin með Önnu. Við unnum saman í Stelpur rokka! og áttum svo margar góð- ar stundir í alls konar ævintýr- um saman og með vinkonunum okkar. Við Nick og þið Nonni áttum yndislegar stundir saman í Reykjavík, í Hlíð og í Reykja- lundi. Þú yfirleitt búin að elda ruslaðan mat eða súpukjöt og reiða fram súkkulaðimússið sem við elskuðum. Við drukkum heimabruggaða bjórinn ykkar Nonna, spiluðum og plönuðum endalaust; húsasmíðar og rækt- un í sveitunum okkar, ferðalög, nám og framtíðar-rannsóknar- leiðangrana þína út um heim. Það var pönk-sprengikraftur í þér sem var alkunnur. Mottóið þitt var: Gerum þetta! Þú varst alltaf að skrifa, prjóna, plana, tromma, styðja, skapa, gera súra sketsa. Ég leit svo mikið upp til þín og ég reiddi mig á visku þína og sér- þekkingu. Mér fannst þú einfald- lega oftast vita best. Innsæið þitt var áttaviti fyrir mig og fyrir svo marga aðra sem þú veittir innblástur til að lifa fallegu og réttlátu lífi. Engin sóun, glingur og plast. Bara fræ, plöntur og það sanna, rétta og fallega. Þú gafst stelpunum þínum kær- leiksríkt uppeldi til framtíðar. Þú varst baráttuleiðtogi og lagðir líf þitt og sál í svo mörg verkefni; í umhverfisverndina, hælisleitendamálin, femínískt starf og margvíslegar andkapí- talískar hreyfingar. Frá þér streymdu snilldarlega vel skrif- aðar fræðigreinar og pistlar. Þú stofnaðir byltingarblaðið Róst- ur, skipulagðir mótmæli, styrkt- artónleika og tónleikahátíðina Þjórshátíð og stofnaðir samtökin Kóder með Nonna. Þetta er ekki nema brot af þínum góðu verkum. Þú varst langt komin í doktorsnáminu og lést veikindin ekki stoppa þig. Þú varst alltaf ósérhlífin og hélst Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar ÞORMARS SKAFTASONAR, Laugarbökkum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks og gjörgæslu- og lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akureyrar. Edda Stefáns Þórarinsdóttir og fjölskylda Karl Gunnar Þormarsson og börn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTDÍS JÓHANNA STEFÁNSDÓTTIR, Ytra Hrauni, Landbroti, Kirkjubæjarklaustri, lést á heimili sínu laugardaginn 28. júlí. Jarðarförin fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu miðvikudaginn 8. ágúst klukkan 13:00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Björgunarsveitina Kyndil á Kirkjubæjarklaustri. Arnar Eysteinn Sigurðsson Sigurður Arnarsson Guðrún Þorsteinsdóttir Guðrún Arnarsdóttir Þorkell Arnarsson Sigríður Sveinsdóttir Guðni Arnarsson Aðalbjörg Runólfsdóttir Steinunn Ósk Arnarsdóttir Gunnar Örn Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR ÓLAFSSON, Arnarsmára 2, Kópavogi, lést á Landspítalanum, Fossvogi, miðvikudaginn 1. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Birna Þóra Vilhjálmsdóttir Ólafur S. Vilhjálmsson Sigrún Steingrímsdóttir Þórður Örn Vilhjálmsson Jóhanna Ólafsdóttir Sigurlaug Vilhjálmsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR JÓN JÓNSSON bóndi á Teygingalæk, sem lést laugardaginn 28. júlí, verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju á Síðu, föstudaginn 10. ágúst, klukkan 14. Sveinbjörg G. Ingimundardóttir Valgeir Ingi Ólafsson Kristín Anný Jónsdóttir Margrét Ólafsdóttir Ingi Kristinn Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar SJÁ SÍÐU 24

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.