Morgunblaðið - 03.08.2018, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 03.08.2018, Qupperneq 36
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 215. DAGUR ÁRSINS 2018  Söngkonan Jóhanna Elísa Skúla- dóttir kemur fram, ásamt hljómsveit, á tíundu tónleikum sumardjasstón- leikaraðar Jómfrúarinnar við Lækj- argötu á morgun kl. 15. Í hljómsveit- inni eru Ingi Bjarni Skúlason á píanó, Sigmar Þór Matthíasson á kontra- bassa og Skúli Gíslason á trommur. Flutt verða lög eftir Jóhönnu auk val- inna djasslaga frá ýmsum löndum. Sumardjass Jóhönnu VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Garðvinna Melaniu vekur athygli 2. Máluðu óvart „crew“ í rútustæðin 3. Hvað varð um Fan Bingbing? 4. Harðorður í garð barnaverndarnefndar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sýningin Color me happy verður opnuð í kvöld kl. 20 í Deiglunni í Listagilinu á Ak- ureyri og er hún haldin í minningu Maureen Patriciu Clark sem lést í fyrra. Sýnd verða ýmis verk sem Clark vann með akrýl- og olíulitum. Sýningin verður einnig opin á morgun og sunnudag kl. 14-17. Clark var bandarísk og lærði iðn- hönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði og olíumálun og leirlist við Mynd- listaskólann í Reykjavík. Hún hélt fjölda sýninga og vann að góðgerð- armálum. Í minningu Clark  Svartalogn nefnist sýning sem fé- lagar úr ARTgallery GÁTT í Kópavogi opna í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag kl. 16. Meðal þeirra sem sýna verk sín eru Anna María Lind Geirs- dóttir, Didda Hjart- ardóttir Leaman, Igor Gaivoroski, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Kristbergur Ó. Pétursson. Svartalogn á Ísafirði Á laugardag Hægviðri og skýjað með köflum, en líkur á síð- degisskúrum, einkum inn til landsins. Hiti 10 til 18 stig að deg- inum, hlýjast sunnan- og vestanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-10 m/s með rigningu sunnan- og vestanlands, annars hægari, skýjað með köflum og stöku skúrir. Dregur úr vindi í kvöld og styttir upp vestan til. Hiti 9 til 18 stig. VEÐUR Valsarar verða einir fulltrú- ar íslenskra liða í Evr- ópudeildinni í knattspyrnu eftir góðan 3:0-sigur á Santa Coloma frá Andorra á Hlíðarenda í gærkvöldi. FH tapaði 1:0 og er úr leik eftir hetjulega frammistöðu gegn Hapoel Haifa frá Ísr- ael. Þá mætti Stjarnan ofjarli sínum í stórliði FC København og tapaði stórt, 5:0, á þjóðarleikvangi Dana. »2 Valsarar standa einir eftir „Ég skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Sandhausen fyrir heims- meistarakeppnina í sumar, er samn- ingsbundinn félaginu til 2020 og ein- beiti mér að því að standa mig vel hérna,“ segir Rúrik Gíslason, lands- liðsmaður í knattspyrnu, meðal ann- ars í samtali við Morgunblaðið í dag en keppn- istímabilið fer að hefjast í Þýskalandi. »4 Rúrik á ekki von á breyt- ingum á sínum högum Helgi Kolviðsson verður ekki áfram í þjálfarateymi karlalandsliðsins í knattspyrnu. Liggur það nú fyrir eftir fundi með forráðamönnum KSÍ að undanförnu en Helgi var aðstoð- arþjálfari Heimis Hallgrímssonar síð- ustu tvö árin. Helgi ræðir við Morg- unblaðið í dag og segist skilja við forráðamenn KSÍ í bróðerni og er afar þakklátur fyrir síðustu tvö ár. »1 Helgi mun ekki starfa með landsliðinu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Árlegur sumarskóli í handrita- fræðum hófst í Árnagarði á miðviku- dag. Alþjóðlega námskeiðið er haldið annað hvert ár í Danmörku en er haldið í Reykjavík í sumar. Mikil að- sókn hefur verið á námskeiðin undan- farin ár og komust færri að en vildu, 62 nemendur sækja námkeiðið í ár. Stofnun Árna Magnússonar í íslensk- um fræðum og Den Arnamagnæ- anske Samling í Kaupmannahöfn standa fyrir námskeiðinu í samstarfi við Landsbókasafn Íslands. ,,Okkar miðaldabókmenntir eru mjög sérstakar og bókmenntaarfur okkar Íslendinga er mjög óvenju- legur og spennandi,“ segir Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun. „Fáir vita að þegar við fengum handritin heim frá Dan- mörku þá varð helmingurinn af hand- ritum Árna Magnússonar eftir í Kaupmannahöfn. Þau handrit sem komu heim voru þau handrit sem tengjast Íslandi beinlínis, t.d. allar Ís- lendingasögurnar.“ Námskeiðið var vel sótt af náms- mönnum sem leggja stund á norræn fræði en þó komu margir sem höfðu lítið lært um fræðin en sóttu nám- skeiðið af áhuga. ,,Fólk sem sækir námskeiðin hefur áhuga á norrænum fræðum og hefur e.t.v. lært um þau í sínu heimalandi en það koma líka margir sem eru menntaðir í bók- menntafræði eða málfræði. Þau þurfa ekki að vera menntuð í norrænum fræðum,“ segir Margrét. Þegar blaðamann Morgunblaðsins bar að garði voru margir þátttakend- ur mættir í Árnagarð, flestir af er- lendu bergi brotnir. Þeir Miguel Diogo Andrade og João Maria Carvalho frá Portúgal voru nýkomnir til landsins og að gefnu tilefni spenntir fyrir námskeiðinu. Miguel vinnur nú að meist- araverkefni í íslenskum mið- aldabókmenntum. „Ég tók áfanga fyrir þremur árum í Háskólanum í Lissabon og þá komu kennarar frá Ítalíu að kenna norræn miðaldafræði en það stóð bara í tvær vikur. Svo ég kom hingað til þess að hella mér í norrænu menninguna og goðafræð- ina,“ segir Miguel. João hefur hins vegar ekki áður setið námskeið í norrænum fræðum en hefur hins vegar mikinn áhuga á þeim. „Ég hef ekki verið að læra neitt um norræn fræði en á síðasta ári var ég í litlum vinnuhóp í Háskólanum í Lissabon þar sem við lögðum stund á að læra frumnorrænu.“ Aðspurðir hvernig þeim litist á námskeiðið sögðu félagarnir það lofa góðu. „Við erum bara búnir að sitja einn tíma en þetta er mjög áhuga- vert,“ segir Miguel. Spenntir fyrir handritunum  Mikil aðsókn á sumarnámskeið í handritafræðum Morgunblaðið/Hari Handritafræðingar Þeir João og Miguel hafa báðir áhuga á norrænum miðaldafræðum. Sumarskólinn í hand- ritafræðum fer fram í Árnagarði og voru 62 þátttakendur skráðir á námskeiðið sem hófst á miðvikudag. Íslendingasögur eru þekktustu miðaldabókmenntir Íslendinga. Þær eru um 40 talsins. Flestar þeirra eru ritaðar í kringum aldamótin 1200 en sagnaritunar- tímabilið stóð yfir þar til um 1350. Íslend- ingasögur eru frá- brugðnar öðrum mið- aldabók- menntum. Þær eiga það sameig- inlegt að þær eru veraldlegar frásagnir sem snúast að miklu leyti um heiður og sæmd Íslend- inga. Í þeim eru deilur og átök sem leiða til mannvíga og kalla á sátt eða hefnd. Auk þess er sögumaður gjarnan hlutdrægur. Talið er að sögurnar hafi gengið í munnmælum lengi áður en þær voru ritaðar og þess vegna eru skiptar skoðanir um sannleiks- gildi þeirra. Sérstaða Íslendingasagna ÍSLENDINGASÖGUR Í MUNNLEGRI GEYMD

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.