Morgunblaðið - 03.08.2018, Side 31

Morgunblaðið - 03.08.2018, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018 ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Frá móður til dóttur – frá dóttur til móður er yfirskrift sameiginlegrar sýningar mæðgnanna Jóníar Jóns- dóttur og Sigurlínu Jóhannsdóttur sem opnuð verður í dag í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni, sem stendur til 7. september, gefur að líta verk sem tengja þær mæðgur við minningar þeirra úr fortíðinni – eða eins og haft er eftir Jóníu í til- kynningu frá Listasalnum: „Við spinnum þræði og gerum af okkur sjálfsmyndir, leikum okkur og tengj- umst hvor annarri í gegnum það sem sameinar okkur utan blóðsins, listina.“ Jóní er fædd árið 1972 og býr og starfar í Reykjavík. Hún nam mynd- list við skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Hún hefur haldið fjölmargar listsýn- ingar og unnið við leik- og danssýn- ingar. Jóní er einn af stofnendum Gjörningaklúbbsins sem hefur undanfarin 22 ár unnið með flesta miðla á sviði myndlistar. Sigurlína, móðir Jóníar, er fædd árið 1952 og býr og starfar í Mosfellsbæ. Sigurlína er fimm barna móðir, hefur unnið á fjölmörgum stöðum í Mosfellsbæ og er þar þekkt andlit. Sýningin er tileinkuð henni. Sýningin Frá móður til dóttur – frá dóttur til móður er opin á virkum dögum kl. 12-18 og á laugardögum kl. 13-17. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Móðir Sigurlína Jóhannsdóttir. Listamæðgur sýna verk minninganna Dóttir Jóní Jónsdóttir. » Söngkonan, fiðluleikarinn og lagasmiðurinn Unnur Birna Björnsdóttirkom fram í tónleikaröðinni Freyjujazz í Listasafni Íslands í gær ásamt Sig- urgeiri Skafta Flosasyni bassaleikara og Birni Thoroddsen gítarleikara. Á efnisskránni voru uppáhaldsdjasslög Unnar og frumsamin tónlist. jazzi í Listasafni Íslands í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Djasstónleikar Unnur Birna Björnsdóttir ásamt Birni Thoroddsen (t.v.) og Sigurgeiri Skafta Flosasyni. höfum á tímabili oftar skrifað bréf en við vöskuðum upp,“ skýtur Adolf Smári inn í. – Var eitthvað í fari eða umgengni annars sem pirraði hitt? „Það pirraði mig kannski ekki beint, en mér fannst mjög undarlegt hversu Brynhildur horfði mikið á raunveruleikaþáttinn The Bachelor,“ játar Adolf Smári. Og Brynhildur að stundum hafi farið smá í taugarnar á sér að hann væri ekki búinn að vaska upp eða að fötin hans héngu á snúr- unni þegar hún ætlaði að hengja sín upp. „Bara svona eins og gengur og aldrei neinn stórágreiningur.“ „Þótt við séum bæði gamlar sálir, lentum við aldrei í að fara að rífast eins og gömul hjón,“ segir Adolf Smári. Skyndilega tekur Brynhildur við sér og rifjar upp rifrildi og eina dramað í sambúðinni. „Mér fannst fyrir neðan allar hellur þegar hann leyfði vini sínum að gista í sófanum og var sjálfur ekki heima. Vinurinn var að vísu mikið prúðmenni, en við Dolli tókumst á og hann skrifaði mér afsökunarbréf, sem er í bókinni. Þar er líka bréf um pínlega uppákomu, sem var í stuttu máli á þá leið að fljót- lega eftir að við fluttum inn læsti ég mann inni, sem var í heimsókn hjá mér. Ég fór út en hann ætlaði að sofa lengur, nema hvað að ég kunni ekki á lásinn, sem læstist bæði að innan og utan, og læsti hann því óvart inni í hálfan dag,“ segir Brynhildur. – Hann hefur væntanlega ekki komið aftur í heimsókn? „Jú, reyndar, en löngu seinna.“ Óhreina tauið og allt – Hvers vegna fenguð þið þá hug- mynd að gefa bréfin út í bók og fylgja henni eftir með gjörningi? „Okkur langaði að kveðja þennan tíma, sem hefur verið okkur mjög minnisstæður og viðburðaríkur í lífi beggja.“ – Með trega, eða hvað? „Aðskilnaðurinn er vissulega svo- lítið tregablandinn, en okkur fannst áhugavert og um leið svolítið fyndið að opinbera okkur með þessum hætti, svona eins og við værum hjón að skilja og gera búið upp fyrir fram- an fólk – berskjölduð um okkar hjart- ans mál, óhreina tauið og allt,“ svarar Brynhildur. – Ætlið þið þá ekki að taka til áður en gestirnir koma? „Jú, jú. Við verðum líka með heitt á könnunni og smáveitingar.“ Adolf Smári tekur í sama streng og Brynhildur varðandi tregann og segist ábyggilega eiga eftir að sakna samleigjandans og fyrstu íbúðar- innar sinnar eftir að hann fluttist úr foreldrahúsum. „Draumkenndur og ljóðrænn tími,“ segir skáldið. Eftir veruna í útlöndum hittast þau aftur og klára BA-gráðurnar sín- ar í LHÍ. Þangað til ætla þau að skrifast á – skrifa alvöru sendibréf, frímerkt og póstlögð upp á gamla móðinn. Uppvaskið Meiningin er að vaska upp og taka vel til fyrir gjörninginn. Mitt eða þitt? Hengt til þerris, en hvurs er hvað og hvað er hvurs? Bókarkápa Sigrún Gyða Sveins- dóttir hannaði bókarkápuna. » „Þegar öllu er ábotninn hvolft erum við í bréfunum að greina samtímann og með bókaútgáfunni að skapa sagnfræðilega heimild framtíðarinnar. Annars er bókin hálfpartinn aukaafurð gjörningsins þar sem fólk hlustar á upplestur á vettvangi atburðanna.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.