Morgunblaðið - 03.08.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Miklu meira en bara ódýrt!
Lyklahús
Sláttuorf
3.495
5.495
rrulás
1.995
1.995
7.995
4.995
3.995
3.995
Kerrulás
Hjólastandur
á bíl
1.995
Tjaldstæðatengi
Tengi
12v í 230v
Hraðsuðuketill 12v
USB 12v tengi
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú er ekki langt í það að þú fáir að
njóta árangurs erfiðis þíns. Tækifæri bíða
handan hornsins en vandaðu val þitt.
20. apríl - 20. maí
Naut Af einhverri ástæðu ertu í sviðsljós-
inu í dag. Vertu því vel undirbúinn og
hafðu öll þín mál á hreinu. Starfsfélagar
þínir munu reynast þér vel við lausn á erf-
iðu verkefni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ekki láta þér bregða þótt þér
finnist þú verða að leysa upp margt af því
sem þú hefur byggt upp síðustu árin.
Breytingar sem þú gerir munu verða til
hins betra.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Samstarfsmaður þarf á aðstoð
þinni að halda við lausn á snúnu verkefni.
Dugnaður þinn skilar þér vel áfram og það
er þægileg tilfinning sem þú skalt njóta.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það þarf visst hugrekki til þess að
taka af skarið þegar mál eru tvísýn. Taktu
þér tíma til að undirbúa þig og árangurinn
lætur ekki á sér standa.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur lagt þig fram í starfi og
árangur þinn vakið athygli yfirmanna
þinna. Sýndu umburðarlyndi í umgengni
við aðra.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert reiðubúinn að aðstoða starfs-
félaga í dag einfaldlega vegna þess að það
veitir þér ánægju að gera það.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Mikilvægar ákvarðanir bíða
þín í starfi. Gakktu ákveðinn fram í að fá
hlutina á hreint svo að ekki skapist leið-
indi.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Finnist þér of miklar kröfur
vera gerðar til þín gæti það reynst þér
nauðsynlegt að komast í burtu um tíma.
Nýttu tækifærið og skoðaðu framandi
slóðir.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Í dag færðu ótal tækifæri en
fæst eru þess virði að þú lítir við þeim svo
þú skalt vanda valið. Komdu einhverju í
verk sem þú hefur frestað.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Segðu því aðeins skoðun þína
að þér finnist efnið þess virði að sinna því.
Gerðu greinarmun á skoðunum og stað-
reyndum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ekki láta sannfæra þig um að gera
eitthvað gegn vilja þínum. Einhverjir
öfundarmenn þínir hafa sig í frammi en þú
hristir þá bara af þér.
Guðrún P. Helgadóttir var frá-bær kennari. Hún kenndi
okkur í landsprófsdeild að skilja
og meta ljóð Björns Halldórssonar
„Ævitíminn eyðist“ svo að það er
eitt af uppáhaldsljóðum mínum
síðan og tauta oft fyrir munni
mér:
Ævitíminn eyðist,
unnið skyldi langtum meir.
Síst þeim lífið leiðist
sem lýist þar til út af deyr.
Þá er betra þreyttur fara að sofa,
nær vaxið hefur herrans pund
en heimsins stund líði í leti og dofa.
Eg skal þarfur þrífa
þetta gestaherbergi,
eljan hvergi hlífa
sem heimsins góður borgari.
Einhver kemur eftir mig sem hlýtur.
Bið ég honum blessunar,
þá bústaðar
minn nár í moldu nýtur.
Því er þetta rifjað upp að „ævi
manns“ var efni Vísnahorns á
þriðjudag og á Boðnarmiði hefur
sá vísnaleikur haldið áfram. Ing-
ólfur Ómar Ármannsson yrkir:
Ævi manns er ekkert grín
að ýmsu mætti finna.
Ellin gæti orðið fín
ef ég drykki minna.
Friðrik Dagur Arnarson:
Fimleg æskan frá mér þaut,
ég fáu næ að sinna
en ellin samfeld yrði þraut
ef ég drykki minna.
Kristjana Sigríður Vagnsdóttir
gat þess að hún hefði ort í Belgíu
fyrir nokkrum árum um „Grát-
viðinn“:
Grátviðurinn er guggin á brá,
gleymast ei eldgömul sárin .
Drýpur hann höfði, dapur af þrá,
drjúpa af greinunum tárin.
Hér verður að hlaupa hratt yfir
sögu. Sigrún Haraldsdóttir orti:
Ellin gaf mér frið og festu,
fjárhag betri, gigt og spik,
hart er þó ég hef að mestu
hætt að gera asnastrik.
Dagbjartur Dagbjartsson svar-
aði:
Margar nætur Sigrún svaf,
síðan reis og orti;
„Þetta stafar eflaust af
asnastrikaskorti“.
Sigurlín Hermannsdóttir á síð-
asta orðið:
Ævi mín er glens og grín
gráum kvíði’ ei hárum.
Sigurlín mun veita vín
á vistheimilisárum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ævitíminn eyðist
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG VAR AÐ FLYTJA INN Í HÚSIÐ VIÐ HLIÐINA.
HVAR GEYMIRÐU SLÁTTUVÉLINA ÞÍNA?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar það er aldrei of
seint að sættast.
LEIKHLÉ!
ER ÞETTA EKKI
ÞÆGILEGT?
HVAÐ ER AÐ TEFJA
RÁNIÐ?
MISTILTEINN!
Í dag leggur Víkverji af stað í ferða-lag. Hann keyrir sjálfviljugur út í
umferðarteppuna sem einkennir
þessa stærstu ferðahelgi ársins,
dregur djúpt andann og þurrkar
svitann af enninu. Þrátt fyrir ungan
aldur heldur Víkverji sig oftast nær
heima um verslunarmannahelgina.
Þetta árið fékk hann óumbeðið frí og
því allskostar ómögulegt fyrir hann
að afsaka sig frá ferðalögum.
x x x
Ferðinni er ekki heitið til Vest-mannaeyja þrátt fyrir að lögmál
náttúrunnar geri ráð fyrir því í til-
fellum einstaklinga á þrítugsaldri.
Nei, ferðinni er heitið austur. Ekki
austur fyrir fjall heldur Austur á
land. Á Hæglætishátíðina í Havarí.
x x x
Það er í raun svolítið þversagna-kennt og jafnvel siðlaust að setja
þessi þrjú orð saman. Orðinu hæg-
læti sem skipar sér í flokk með orð-
unum rólyndi og hógværð er skellt
saman við orðin hátíð og havarí. Þá
er seinna orðið öllu verra, havarí.
Uppnám og uppþot, háreysti og
múgæsingur. Hvernig getur rólyndi
verið á þeim stað sem slíkt við-
gengst?
Þegar Víkverji hugsar sig betur
um þá gæti verið að þetta væri allt
saman blekking. Hæglyndið sem
hann bjóst við að finna fyrir austan
er þá jafnvel ekkert betra en marg-
mennið í Vestmannaeyjum.
x x x
Víkverji þarf aftur að þurrka svit-ann af enninu.Hann hefur samt
enn tíma til að ákveða sig. Landeyja-
höfn er hvort eð er í leiðinni Austur.
Hann hefur tök á að smygla sér í
Herjólf svo lítið beri á ef tilhugsunin
um Havarí ber hann ofurliði.
x x x
Það er nú reyndar spáð bestu veðrifyrir Norðan. Hugsanlega gríp-
ur hann sér bara eina með öllu og
fær sól í kaupbæti. Ætti hann
kannski að þjóta Vestur og velta sér
um í drullunni? Víkverji vissi að
þetta myndi gerast, valkvíðinn tekur
yfir huga hans eins og alltaf á þess-
um tíma árs. Kannski er best að fara
bara á Innipúkann. vikverji@mbl.is
Víkverji
Hjá Guði er hjálpræði mitt og veg-
semd, minn örugga klett og athvarf
mitt hef ég í Guði.
(Sálmarnir 62.8)