Morgunblaðið - 03.08.2018, Qupperneq 6
Morgunblaðið/Hari
Ferðamaður Hann hefur vonandi átt góða nótt í húsinu sem almennt er not-
að til fuglaskoðunar. Peningaleysi fékk hann til að gista í fuglahúsinu.
ekkert annað í þessu en að biðja
manninn um að taka tjaldið sitt og yf-
irgefa staðinn.“
Steinunn segir að maðurinn hafi
borið fyrir sig peningaleysi.
„Hann sagði að það hefði staðið illa
hjá sér kvöldið áður, að hann hefði
ekki átt pening eða eitthvað álíka,“
Steinunn kveðst vonsvikin yfir athæf-
inu og er ekki viss um hvort þurfi að
loka skúrnum að næturlagi fram-
vegis. Hann hefur verið opinn allan
sólarhringinn fram til þessa.
„Það verður örugglega skoðað og
tekin ákvörðun um það hjá bænum
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Við göngum út frá því að fólk sé
heiðarlegt og misnoti ekki aðstöðuna
en þarna erum við að reka okkur á að
það sé gert,“ segir Steinunn Árna-
dóttir, garðyrkjustjóri Seltjarnarnes-
bæjar.
Ferðamaður gerði sig heimakom-
inn í fuglaskoðunarhúsi við Bakka-
tjörn á Seltjarnarnesi á miðvikudags-
kvöldið. Starfsfólk bæjarins og
gangandi vegfarandi sendu manninn
á brott í gærmorgun. „Við gerðum nú
Það er leiðinlegt ef þess þarf vegna
þess að sjarminn er að fólk geti farið
þarna inn, opnað hlerann og skoðað
fuglalíf þegar því hentar, án þess að
fuglarnir verði þess varir.“
Ferðamenn tjalda í Plútóbrekku
Hún segir athæfi ferðamannsins
ekki einsdæmi á Seltjarnarnesi.
„Fólk hefur kannski ekki verið að
gista þarna inni en það er alltaf eitt-
hvað um það að fólk gisti á opnum
svæðum hjá okkur eins og annars
staðar. Bara í Plútóbrekkunni og
hvar sem er.“
Ekki hefur verið gripið til sekta
vegna þessa en Steinunn segir að Ís-
lendingar þyrftu að setja skýrari
reglur um það hvar má tjalda og hvar
ekki.
„Við þurfum að herða reglurnar
bæði fyrir okkur og ferðamennina
sem hingað koma. Í öðrum löndum
eru þær oftast nær á fastara formi,
held ég. Það skýrist kannski af því
hvað við erum ung í ferðamanna-
bransanum að við séum svo stutt
komin á þessu sviði. Þetta er alla vega
nýr veruleiki og ekki það sem við eig-
um að venjast.“
Ferðamaður hallar höfði í fuglahúsi
Sagt að taka tjaldið sitt og yfirgefa staðinn Athæfið veldur vonbrigðum
Morgunblaðið/Hari
Farinn Bæjarstarfsmenn og góðborgari af Nesinu sendu manninn á brott
við dagrenningu. Garðyrkjustjóri segir engum sektum hafa verið beitt.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Tveir íslenskir flugfarþegar hafa
loks fengið bætur greiddar frá Pri-
mera Air eftir að vél flugfélagsins á
leið sinni frá Alicante til Keflavíkur
þann 17. október 2017, flugnúmer
6F108, var snúið við skömmu eftir
brottför vegna bilunar í öðrum
hreyfli þotunnar. Önnur vél var síð-
an send út til að sækja farþegana.
Nánast enginn fengið bætur
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru farþegarnir tveir þeir
einu úr sínum ferðahópi, sem taldi á
bilinu 15-25 manns, sem hafa fengið
greiddar bætur. Primera Air viður-
kenndi bótaskyldu í málinu 6. des-
ember 2017 eða tæpum 8 vikum eftir
umrætt atvik. Þegar bótaskylda var
viðurkennd, tilkynnti flugfélagið að
ekki væri unnt að greiða bætur fyrr
en eftir 15 vikur. Greiðsla barst svo
til farþeganna tveggja 12. júní sl.
Að mati lögmanna sem Morgun-
blaðið ræddi við í tengslum við málið
þykir tíminn, sem félagið setti þang-
að til unnt væri að greiða bætur,
vera furðulega langur og veki ýmsar
spurningar um það hve árangursríkt
bótakerfi til flugfarþega sé í raun.
Morgunblaðið leitaði svara hjá Pri-
mera Air í gær um hvers vegna
greiðsla á bótum tæki svona langan
tíma, en ekki var orðið við því.
Í svörum lögmanna sem Morgun-
blaðið ráðfærði sig við segir einnig
að þegar flugfélög viðurkenna bóta-
skyldu sé helsta deilumálinu lokið,
þ.e. ágreiningur sé ekki lengur til
staðar heldur snúist málið nú um
hvenær frekar en hvort bætur verði
greiddar.
Primera Air á sér þó sögu um að
draga greiðslur skaðabóta til far-
þega jafnvel þótt félagið hafi viður-
kennt bótaskyldu. Greint var frá því
í Morgunblaðinu í febrúar sl. þegar
Samgöngustofa beitti sér í slíku máli
eftir að hafa fengið fjölda kvartana
frá flugfarþegum vegna seinkana á
ýmsum flugferðum Primera Air árið
áður. Gaf Samgöngustofa Primera
Air greiðslufrest fyrir hvert flug fyr-
ir sig og væri hann ekki virtur yrði
gripið til dagsekta á flugfélagið.
Þar sem Primera Air viðurkenndi
bótaskyldu í flugi 6F108 þá fór málið
ekki til Samgöngustofu, en flugfar-
þegum er unnt að senda inn kvörtun,
t.d. ef flugi seinkar verulega, til Sam-
göngustofu, ef flugfélög viðurkenna
ekki bótaskyldu. Samkvæmt Evr-
ópureglum eiga farþegar rétt á
skaðabótum ef flugi þeirra seinkar
meira en þrjár klukkustundir og
seinkunin flokkast ekki undir óvið-
ráðanlegar aðstæður.
Fá kvartanir vegna seinagangs
Í svari frá Samgöngustofu við fyr-
irspurn blaðamanns segir að borið
hafi á því að farþegar kvarti einnig
til stofunnar ef greiðsla á bótum frá
flugfélagi, sem hefur viðurkennt
bótaskyldu, berst seint eða dregst á
langinn. Heildarfjöldi kvartana frá
flugfarþegum til Samgöngustofu það
sem af er ári var 892 1. ágúst sl, segir
í svari Samgöngustofu.
Flestar kvartanir eru vegna WOW
air, eða 406. Því næst eru kvartanir
vegna Primera Air, alls 190. Þá hafa
102 kvartað til Samgöngustofu
vegna Icelandair. Búist er við því að
fjöldi kvartana í lok árs verði svip-
aður eða ívið hærri en í fyrra, segir
enn fremur í svari Samgöngustofu. Í
fyrra barst 1.121 kvörtun.
Bótagreiðsla barst seint og um síðir
Atvik í flugi Primera Air frá 17. október 2017 Primera Air viðurkenndi bótaskyldu Tveir farþeg-
ar fengu bætur loks í júní sl. Ef bótaskylda er ekki viðurkennd er hægt að kvarta til Samgöngustofu
Morgunblaðið/ÞÖK
Seinkanir Atvikið átti sér stað þegar bilun kom upp í hreyfli. Fjöldi Íslend-
inga var meðal farþega en fáir virðast hafa fengið skaðabætur greiddar.
Umsókn Storm Orku ehf. um upp-
setningu á þremur möstrum til
vindmælinga í landi Hróðnýjarstaða
hefur verið samþykkt. Skessuhorn,
fréttaveita Vesturlands, greinir frá
þessu. Umsóknin var samþykkt af
sveitarstjórn Dalabyggðar en ekki
samþykkt einróma. Sveitarstjórnin
samþykkti umsóknina með fjórum
atkvæðum gegn þremur.
Leyfið er veitt til tveggja ára og
er forsvarsmönnum fyrirtækisins
gert að leggja fyrir byggingafull-
trúa nákvæm kort með staðsetn-
ingum vegslóða og staðsetningum
mastranna áður en ráðist verður í
framkvæmdir. Umsóknin hafði áður
verið til umfjöllunar á sveitarstjórn-
arfundi Dalabyggðar en þá var kall-
að eftir betri gögnum, uppdrætti
með nákvæmri staðsetningu veg-
slóða og mastra.
Storm orka áformar að reisa
vindorkugarð, með 28 til 40 vind-
myllum, á allt að 600 hektara iðn-
aðarsvæði í landi Hróðnýjarstaða.
Hámarks afkastageta vind-
orkugarðsins yrði um 100 til 130
mW.
Eins og Morgunblaðið hefur áður
greint frá á vindorkugarðurinn að
vera 2-3 kílómetra frá næstu lögbýl-
um og níu kílómetra frá Búðardal.
Þannig á lítil truflun að verða vegna
hljóðs frá vindorkugarðinum.
ragnhildur@mbl.is
Mæla vind fyrir
vindorkugarð
Þrjú möstur munu rísa í Dalabyggð
Búist er við því að miðlunarlón
Landsvirkjunar fyllist um eða eftir
verslunarmannahelgi. Rigningartíð-
in í sumar hefur valdið miklu inn-
rennsli til lónanna sem hafa ekki
yfirfyllst svo snemma frá því árið
2010, að sögn Magnúsar Þórs Gylfa-
sonar, yfirmanns samskiptasviðs
Landsvirkjunar.
Hágöngulón fylltist fyrr í sumar
og vantar lítið upp á að Þórisvatn
fyllist einnig. Í Hálslóni, sem er miðl-
unarlón fyrir Fljótsdalsstöð, hefur
vatnsyfirborð hækkað um rúmlega 3
metra og vantar nú aðeins 80 cm upp
á að það fari í yfirfall. Samanlagt
nær yfirborð lónsins 625 metrum yf-
ir sjávarmál. Í þessum lónum er
vatnsstaðan mun hærri en á sama
tíma í fyrra. Þegar Hálslón fyllist
myndast fossinn Hverfandi við vest-
ari enda Kárahnjúkastíflu sem
steypist 90-100 metra niður í Hafra-
hvammagljúfur, segir í fréttatil-
kynningu. Fossinn getur orðið
vatnsmeiri en Dettifoss, sem er afl-
mesti foss landsins.
ninag@mbl.is
Miðlunar-
lónin að
fyllast
Fyllast snemma
vegna vætutíðar