Morgunblaðið - 03.08.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018
Aukin lífsgæði
án verkja og eym
Nutrilenk vörurnar fást í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
„Ég er búin að æfa mikið síðustu ár; hlaupa, stöðvarþjálfun, tabata
ofl. og varð alltaf þreytt og aum í liðum og beinum eftir æfingar.
Mér var bent á að prufa Nutrilenk Gold og byrjaði ég á að taka 6
töflur á dag í nokkrar vikur. Ég fann ótrúlega fljótt mun til hins betra
svo ég ákvað að prufa að taka líka 1 töflu af Nutrilenk Active því ég
var enn með verki og eymsl í höndum. Active virkar eins og
smurning fyrir liðina en ég fann mikinn mun á mér og eru verkirnir
nú horfnir.
Í dag tek ég 4 Gold og 1 Active og ekki má gleyma Nutrilenk gelinu
sem ég nota á axlir og hné en það kælir og dregur úr bólgum.
Ég get því hiklaust mælt með öllum Nutrilenk vörunum, án þeirra
gæti ekki hreyft mig eins mikið og ég geri í dag, verkjalaus.“
Erna Geirlaug Árnadóttir, 42 ára innanhúsarkitekt
NUTRILENK
ACTIVE
sla
Síðasta tónleikahelgi Sumartónleika í
Skálholti er um verslunarmannahelg-
ina og verða fyrstu tónleikar þessarar
lokalotu í kvöld, 3. ágúst klukkan 20.
Þar koma fram Sólveig Thoroddsen
hörpuleikari og lútuleikarinn Sergio
Coto Blanco. Efnisskrá þeirra spann-
ar þrjár aldir, elstu verkin frá 14. öld
og höfundarnir ítalskir, enskir og
franskir, en einnig flytja hljóðfæra-
leikararnir eigin útsetningar á ís-
lenskum þjóðlögum. Þessir tónleikar
verða endurteknir laugardaginn 4.
ágúst klukkan 14.
Á laugardaginn klukkan 16 leikur
hinn margverðlaunaði kammerhópur
Nordic Affect efnisskrána Hún. Eru
þeir tónleikar tileinkaðir tónlist
kvenna og verður leikin barokktónlist
á upprunahljóðfæri. Þessi efnisskrá
verður endurtekin á sunnudaginn
klukkan 14. Sama dag klukkan 16 flyt-
ur Nordic Affect efnisskrána Fjórar
fabjúlöss með nýjum verkum eftir
staðartónskáld Sumartónleikanna
þær Báru Gísladóttur og Bergrúnu
Snæbjörnsdóttur, auk verka eftir ví-
etnamska tónskáldið Luong Hue
Trinh og Veronique Vöku frá Kanada.
Starf Nordic Affect einkennist af ný-
stárlegri nálgun og frumleika í verk-
efnavali – en hópinn skipa Halla
Steinunn Stefánsdóttir og Antina
Hugosson fiðluleikarar, Steinunn Arn-
björg Stefánsdóttir sem spilar á selló
og Guðrún Óskarsdóttir á sembal.
Fjölbreytt á Sumartónleikunum í Skálholti
Barokktónlist á upprunahljóðfæri
Kammertónlist Nordic Affect skipa þær Halla Steinunn Stefánsdóttir, Antina
Hugosson, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir.
Ljósmynd/Aðsend
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
A
ndstæður mætast og í
tvö horn tekur þegar
fólk er spurt um sund-
laugar í eftirlæti. Sund-
staðina á höfuðborgar-
svæðinu rómar fólk fyrir þægindin;
það er heita potta, eimböð, leik-
aðstöðu fyrir börn og laugar þar sem
gott er að taka bringusund milli
bakka. Að hinu leytinu koma svo
sterkar inn íburðarlausar laugar í
dreifbýlinu sem eru nánast hluti af
landslaginu og falla vel inn í um-
hverfið sitt.
„Börnunum mínum
finnst skemmtilegast“
„Ég fer daglega í Vesturbæjar-
laugina. Pottarnir eru æðislegir, sér-
staklega kaldi potturinn sem ég er
háður. Gufan er í sérflokki og ekki
skemmir félagsskapurinn fyrir því
laugin er stútfull af frábærum gest-
um,“ sagði einn viðmælenda í óform-
legri könnun Morgunblaðsins.
Ásvallalaug í Hafnarfirði er
einnig nefnd; þar er stór innivaðlaug
með rennibraut fyrir börnin. Við hlið
hennar eru heitir pottar, þar sem
foreldrarnir geta látið fara vel um sig
og fylgst með börnunum busla.
„Börnunum mínum finnst skemmti-
legast og best að fara í Laugardals-
laug. Aðstaðan er góð þó að hressa
mætti upp á steinapottinn. Einu
sinni komu bunur út úr steinunum
þar eins og gosbrunnar en nú er það
bilað. Því þarf að kippa í liðinn,“
sagði sundgestur við Morgunblaðið.
„Árbæjarlaug ber af öðrum
laugum á höfuðborgarsvæðinu.
Snyrtilegir úti- og inniklefar, inni-
laug, fjöldi heitra potta og stórt
svæði þar sem hægt er að vera í sól-
baði eða slappa af,“ sagði annar
sundlaugargestur sem Morgun-
blaðið ræddi við. Þá tiltóku ýmsir
Sundhöllina við Barónsstíg í Reykja-
vík og vel lukkaðar endurbætur á
henni, svo sem byggingu útilaugar.
En lítum nú út á land. Krossnes-
laug í Árneshreppi á Ströndum er í
grýttri fjöru í einstæðri náttúru.
Myndir af lauginni hafa á seinni ár-
um flogið víða um netheima, sem
auðvitað er það sem mest munar um
þannig að aðsóknin er mikil.
Svo er það Seljavallalaug undir
Eyjafjöllum, sem stendur undir
hárri klettahlíð sem myndar einn út-
vegginn. Það gerir sundlaugina eitt
eftirtektarverðasta mannvirki lands-
ins.
Vatnið vinnur á sjúkdómum
Í Stykkishólmi er fín 25 metra
löng sundlaug og rennibraut, vað-
laug og tveir heitir pottar, en í þeim
er vatn sem þykir vinna vel til dæmis
á exemi, psoriasis og stoðkerfis-
vanda. Á Patreksfirði er sundlaug
sem margir róma, en hún stendur
þar sem er frábært útsýni yfir bæ og
fjörð. Sundlaugar á Hrafnagili í
Eyjafjarðarsveit og á Dalvík koma
sterkar inn hjá viðmælendum
Morgunblaðsins, svo og sundlaugin á
Akureyri eitt af helstu kennimörkum
bæjarins.
Á Suðurlandi eru nærri 20 al-
menningslaugar; ólíkar eins og þær
eru margar. Á Selfossi er stór og góð
sundlaug sem var endurbætt mikið
fyrir fáum árum og nýir búnings-
klefar byggðir. Í Þorlákshöfn er fjöl-
skylduvæn sundlaug sem er hluti af
íþróttamiðstöð. Þá er Laugaskarð
við Hveragerði paradís líkast. Laug-
in þar, sem nú er verið að endur-
bæta, er í skjólsælum og sólríkum
brekkuhvammi svo að þar verður
mjög hlýtt ef vel viðrar.
Náttúrulaugar á hálendinu
Ónefndar eru hér ýmsar
náttúrulaugar í nágrenni hvera-
svæða, þá einkum inni á hálendinu.
Þar má nefna heita lækinn í Reykja-
dal inni af Hveragerði, pottinn við
gamla sæluhúsið á Hveravöllum,
Landmannalaugar og stóra laug við
Laugafell, sem er við Eyjafjarðar-
legg Sprengisandsleiðar.
Synt í sælu
Sjálfsagt ætla margir í sund á ferðalögum um versl-
unarmannahelgina. Hér segir af laugum landsins sem
eru á annað hundrað, ólíkar eins og þær eru margar.
Morgunblaðið/Valli
Reykjavík Árbæjarlaug þykir framúrskarandi. Snyrtilegir klefar, innilaug, fjöldi heitra potta og stórt útisvæði.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stykkishólmur Góð sundlaug og í kaupbæti er vatn
sem er efnaríkt og heilsubætandi á marga lund.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Dalvík Skemmtilegur arkitektúr Fanneyjar Hauks-
dóttur setur svip sinn á íþróttamannvirki bæjarins.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eyjafjöll Klettahlíð myndar einn útvegg Seljavalla-
laugar, eins athyglisverðasta mannvirkis landsins.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hveragerði Laugin, sem er ein af þeim elstu á land-
inu, er í skjólsælum hvammi sem snýr mót suðri.