Morgunblaðið - 03.08.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018
VINNINGASKRÁ
14. útdráttur 2. ágúst 2018
65 8637 19605 34088 42969 52866 60154 68519
125 8686 20983 34565 43144 53031 60238 69031
472 8995 21941 34834 43479 53209 60294 69926
533 9131 22078 34920 45207 53421 60530 70235
656 10271 22200 35102 45419 53682 60572 70266
721 10376 22300 35260 45769 53704 60612 70352
767 10433 22432 35298 46245 53718 60761 71129
968 10465 22757 35453 46403 54116 61348 71431
1392 10761 22956 35722 46615 54285 61581 72657
1951 11044 23021 36287 46738 54711 62316 72912
2364 11053 23338 36298 46769 55093 62383 72988
2420 11252 23495 36406 46837 55156 62535 73092
3358 11304 23671 36426 47162 55284 63170 73207
3382 11408 24250 36703 47481 55524 63172 73943
3598 11842 24285 36756 47643 55663 63309 74384
3878 11845 24502 37078 47787 55751 63313 74965
4095 11905 24511 37114 48030 55790 63347 75673
4203 13603 24936 37357 48445 55908 63408 75790
4274 14500 26050 38039 48660 55921 63745 76145
4415 14747 26447 38137 49115 55936 64108 76269
4658 14783 27620 38320 49124 55943 64110 76556
4970 14810 28087 38659 49394 56256 64302 76751
5182 15072 28218 39314 49407 56280 64846 76778
5455 16012 28617 39519 49456 56348 65101 77086
5493 16147 29363 39683 49599 56827 65115 78236
5561 16246 30891 39782 50093 56992 65268 78330
5766 16379 30937 39872 50515 57110 65333 78879
5843 16761 31093 40257 50773 57438 65730 78978
6144 16793 31223 40285 51168 57477 66078 79380
6190 16841 31666 40318 51956 57572 66398 79384
7033 17046 32383 40421 52053 57663 66455 79753
7055 17730 32688 41352 52282 58078 66840
7140 18803 32852 41427 52286 58279 66977
7429 18862 33118 41642 52332 58394 67209
7601 19127 33370 42370 52450 59370 67384
7819 19340 33395 42412 52790 59610 67579
8526 19546 33542 42686 52835 59899 68048
2463 15411 24572 36916 43083 53569 64103 71449
4012 15423 24577 37135 44092 54678 65313 72030
4829 16695 24677 37426 44199 55132 66601 72765
4865 16943 26855 37452 44509 57191 66859 72974
6034 17997 27113 37774 46009 57605 67333 73256
6498 19044 28877 38865 46269 58731 67571 73317
7346 19518 29241 39068 46368 59017 68234 73667
10770 19656 30370 39739 46490 60726 68645 75596
10934 20940 32210 40863 46964 60908 69465 76809
12853 21439 32343 41158 48398 62249 69736
14415 22330 33616 41747 49743 62531 70656
14740 23177 34399 42175 52575 62851 70958
15405 23649 35175 42772 53281 63928 71410
Næstu útdráttir fara fram 9., 16., 23. & 30. ágúst 2018
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
2781 8437 20324 49102
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
8296 14943 17668 40032 45578 63786
10998 15246 26659 41572 46523 64839
11129 17095 28234 42426 46611 65580
12277 17540 31850 42606 48242 78610
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
4 0 7 2 0
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Apple er fyrsta fyrirtækið á almenn-
um hlutabréfamarkaði til að verða
þúsund milljarðar dollara að mark-
aðsvirði.
Gengi hlutabréfa félagsins náði
207,05 bandaríkjadollurum í við-
skiptum dagsins í gær, og félagið
hefur farið langt fram úr öðrum
tæknirisum á borð við Microsoft,
Amazon og Alphabet. Talið er að
þakka megi velgengni Apple öflugri
sölu á iPhone og mikilli arðsemi eigin
fjár félagsins.
Tuttugu árum eftir að Steve Jobs
sneri aftur til Apple til að bjarga því
frá gjaldþroti, hefur fyrirtækið
blómstrað, þökk sé röð vel heppn-
aðrar vöruþróunar og þjónustu.
Hlutabréf í Apple hafa hækkað um
50 þúsund prósent síðan fyrirtækið
var fyrst skráð á almennan hluta-
bréfamarkað árið 1980, á meðan
meðalhækkun annarra hlutabréfa á
S&P hefur verið um tvö þúsund pró-
sent yfir sama tímabil, greinir
Breska ríkisútvarpið frá.
Efasemdir um forystu Cook
Tim Cook, forstjóri Apple, sem
staðið hefur frammi fyrir endurtekn-
um efasemdum um forystu sína síð-
an hann tók við störfum af Jobs, sem
lést úr krabbameini árið 2011, getur
nú andað rólegar.
„Hlutabréfaverð er afleiðing, en
ekki árangur í sjálfu sér. Fyrir mig
snýst reksturinn um vörur og fólk,“
var haft eftir Cook fyrr á árinu.
Þó að Apple hafi enn ekki náð að
toppa hinn ellefu ára gamla iPhone,
sem færir fyrirtækinu tvo þriðju ár-
legra tekna þess, með nýsköpun,
hefur Cook tekist að auka verðmæti
Apple með því að byggja upp safn
stuðningsvara og -þjónustu, allt frá
AirPod þráðlausum heyrnartólum til
nýrrar tónlistarveitu.
Á vettvangi fyrirtækisins hefur
Cook barist fyrir mannréttindum og
friðhelgi einkalífsins, málum sem
hafa þjappað starfsfólki Apple sam-
an, jafnvel þótt hlutabréfaverðið hafi
sveiflast mikið á undanförnum árum.
Hann hefur varið fyrirtækið fyrir
frekum hluthöfum og lagalegum
áskorunum og ákvað að greiða hlut-
höfum út mestallan arð eftir nýju
skattareglunum í Bandaríkjunum,
sem hefur vakið hrifningu langtíma-
fjárfesta á borð við Warren Buffet.
Markaðsvirði Apple þús-
und milljarðar dollara
Ekkert fyrirtæki á hlutabréfamarkaði áður svo verðmætt
Líkmenn úr bandaríska hernum bera kistur sem taldar
eru innihalda bein bandarískra hermanna sem féllu í
Kóreustríðinu á árunum 1950-53. Stjórn Norður-Kóreu
afhenti Bandaríkjamönnum hinar um 65 ára gömlu lík-
amsleifar eftir að Kim Jong-un og Trump áttu fund þar
sem hinn fyrrnefndi samþykkti að það yrði gert.
Líkamsleifar bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu komnar heim
AFP
Lagðir til hinstu hvílu í heimalandinu
Stýrivextir í Bretlandi hafa verið
hækkaðir um 0,25 prósentustig, eða
úr 0,5% í 0,75% – sem er hæsta
stýrivaxtastig Englandsbanka frá
því í mars 2009, og aðeins önnur
hækkunin í áratug.
Mark Carney, bankastjóri Eng-
landsbanka, gaf sterklega til kynna
að frekari vaxtahækkana mætti
vænta ef hagkerfi landsins tæki
frekar við sér. Hins vegar yrði
bankinn viljugur til að draga vaxta-
hækkunina til baka ef útganga
Bretlands úr Evrópusambandinu
myndi reynast hagkerfinu mót-
dræg.
Englandsbanki spáir áfram hóf-
legum hagvexti, um 1,4% á þessu
ári og aukningu í 1,8% á næsta ári.
Bankinn áætlar að það dragi enn
úr atvinnuleysi sem sé nú 4,2% og
gerir ráð fyrir að laun hækki og
verðbólga lækki aftur í 2%.
Suren Thiru, hagfræðingur í
breska viðskiptaráðinu, sagði
ákvörðunina illa ígrundaða sé mið-
að við hve máttlaus hagvöxtur í
Bretlandi sé þessa stundina:
„Þrátt fyrir að 0,25% hækkun
hafi kannski takmörkuð lang-
tímaáhrif á flest fyrirtæki, þá veld-
ur það hættu á að draga úr sjálfs-
trausti á tímum verulegrar
pólitískrar og efnahagslegrar
óvissu.“
ernayr@mbl.is
Hækkar stýrivexti í
annað sinn á áratug
Englandsbanki spáir 1,4% hagvexti í ár
AFP
Englandsbanki Hækkar stýrivexti.
Emmerson
Mnangagwa úr
ZANU-PF-
flokknum í Sim-
babve verður að
öllum líkindum
kjörinn forseti
landsins.
Þegar Morg-
unblaðið fór í
prentun í gær-
kvöldi voru nið-
urstöður komnar í 9 af 10 kjör-
dæmum landsins og var
Mnangagwa með ríflega 2,1 millj-
ón atkvæða að baki sér meðan
helsti keppinautur hans taldist
með 1,9 milljónir atkvæða.
Moshonaland West var eina
kjördæmið þar sem talning at-
kvæða stóð enn yfir en fylgi
ZANU-PF er talið töluvert í kjör-
dæminu. Um er að ræða fyrstu
lýðræðislegu forsetakosningar
Simbabve frá því að Robert Mu-
gabe var steypt af stóli. Nelson
Chamisa úr MDC-flokknum var
helsti mótherji Mnangagwa en
stuðningsmenn MDC halda því
fram að brögð hafi verið í tafli í
forsetakjörinu.
Mnangagwa með
forystu í forsetakjöri
Emmerson
Mnangagwa
Aðeins áratug eftir dauða hans,
segjast ungir Rússar hafa litla
þekkingu á rithöfundinum Alex-
ander Solzhenítsyn, sem hlaut Nób-
elsverðlaunin í bókmenntum árið
1970 og skrásetti hryllinginn í Gú-
lag-fangabúðum Sovétríkjanna.
AFP-fréttastofan greinir frá þessu.
Sumir hafi aðeins heyrt um hann
frá foreldrum sínum, og haft er eft-
ir Olgu Majevskaja, kennara í rúss-
nesku og bókmenntum, að nauðsyn-
legt sé að lesa verk Solzhenítsyn nú
þar sem sífellt fleiri tilraunir séu
gerðar til að afneita skelfilegum at-
burðum og kúgun Stalínstímabils-
ins.
ernayr@mbl.is
RÚSSLAND
Unga fólkið þekkir lítið til Solzhenítsyn