Morgunblaðið - 03.08.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.08.2018, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018 Helga Katrín Tryggvadóttir húmornum þínum og æðruleysi fram á síðasta dag. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt stund með þér rétt áður en þú kvaddir. Við ræddum um sveitirnar okkar og um stelpurn- ar þínar. Þú varst glöð að fá snöpp frá Árúnu Emmu úr sveit- inni og þú varst stolt af því hvað það gengi vel hjá henni og Sivíu Láru. Þú varst bjartsýn. Það síð- asta sem við sögðum við hvor aðra er að allt væri nú á uppleið. Við erum mörg sem munum fylgja þínum hjartans hugsjón- um og baráttueldi og vinna að því að allt fari til betri vegar. Þegar við afnemum landamærin og björgum Þjórsá verður það í þínu nafni, vinkona. Umfram allt varstu sterk. Sterka vinkona mín. Ég elska þig. Ég mun segja stelpunum þínum sögur af því hversu ynd- isleg kona þú varst. Ég votta Nonna, Árúnu Emmu, Sivíu Láru, Önnu Maríu, Tryggva, Jóhönnu og Guðnýju mína dýpstu samúð sem og öll- um aðstandendum Helgu. Áslaug Einarsdóttir. Elsku Helga Katrín, það hryggir mig óendanlega að sitja hér og skrifa um þig minningargrein. Það fyllir mig líka reiði. Réttlátri reiði. Sem var einmitt einn af þínum mörgu kostum. Innra með þér brann réttlát reiði, sérstaklega yfir ör- lögum annarra og þú notaðir hana sem, að því er virtist, enda- laust eldsneyti til þess að rétta heiminn af á svo mörgum víg- stöðvum. Beittir henni á hár- beittan, óhræddan og vægðar- lausan hátt. Ég mun aldrei sætta mig við að hafa misst þig svona snemma. Takk fyrir að vera fyr- irmynd um hvernig maður þarf ekki að sætta sig við lífið eins og það er. Takk fyrir að kenna mér eldmóð. Takk fyrir að kenna mér þrjósku og einbeitni. Takk fyrir að reyna að kenna mér að hekla. Takk fyrir alla kaffibollana og gulrótarkökurnar. Takk fyrir stundirnar sem við lágum saman í þynnku. Takk fyrir klaufaskap- inn þinn sem fékk mig alltaf til að hlæja. Takk fyrir stelpurnar þínar sem munu einn daginn sigra heiminn, enda búnar þín- um fallegum eiginleikum. Takk fyrir róttæknina og skörpu sýn- ina þína. Takk, elsku Helga mín, fyrir að vera vinur huga míns. Sjáumst aftur, elsku vinkona, Þín, Valdís Björt Guðmundsdóttir. Leiðir okkar Helgu lágu sam- an fyrir alllöngu þegar við unn- um bæði í Ræktunarstöðinni í Fossvogi. Við kynntumst þó ekki almennilega fyrr en í háskólan- um, jafnvel þó að við höfum bæði farið í MH. Þá var akurinn plægður fyrir þátttöku okkar í róttækri pólitík og þar hafði Helga mikil áhrif á mig og aðra í kringum okkur með rökfestu sinni og réttlátri reiði. Við náð- um vel saman því vopn okkar beggja voru fyrst og fremst staðreyndir umfram áróður og slagorð, bæði trúuð á að mál- staður okkar væri það borð- leggjandi að það þyrfti lítið ann- að til að sannfæra fólk. Hennar aðall í skrifum var að rita á auð- skilinn hátt um flókin mál, oft eftir mikla rannsóknarvinnu. Við vorum líka bæði mátulega böl- sýn, eða öllu heldur raunsæ, hvað varðar breytingar til fram- tíðar. Það hugarfar hefur kannski verið mér fjötur um fót í aktívisma mínum, en aldrei Helgu. Síðast en ekki síst áttum við það sameiginlegt að hafa húmor fyrir sjálfum okkur og okkar pólitík, nokkuð sem er grátlega sjaldgæft meðal rót- tæklinga. Þessi orð ná samt ekki að lýsa því hversu margar hliðar Helga hafði. Hún var kannski reið, en hún var líka skilningsrík og blíð. Hún gat verið upptekin við rann- sóknir á málefnum flóttafólks yf- ir daginn, en hún gat líka dansað og gert sig að fífli að kvöldi. Hún var hlý og ástrík móðir sem við- urkenndi þó fúslega að hana langaði til að eiga litríkt líf utan heimilisins og gerði það sem hún gat til að samþætta þetta. Hún var fyrirmynd að svo miklu leyti, ekki síst því hún var ekkert alltaf með allt á hreinu heldur var hún tilbúin að kasta sér í óvissuna og lenda í ævintýrum. Hún, Nonni og stelpurnar mynda nokkurs konar heild í huga mínum þar sem hver ein- staklingur hefur fengið að blómstra en samheldnin er rækt- uð. Ferðalög í hjólhýsum, flutn- ingar milli landa, foreldrar sem fá klikkaðar hugmyndir í hverri viku og láta þær svo rætast; það eru einungis sterkustu fjölskyld- urnar sem láta þetta allt virka og það á svona aðdáunarverðan hátt. Það er óbærilegt að hugsa til þess að þau hafi misst Helgu. Mér, og öllum vinum Nonna og Helgu, finnst eins og eitthvað hafi brotnað í lífi okkar sem verður ekki aftur sett saman. Missirinn er svo áþreifanlegur og átakanlegur að ég á erfitt með að hugsa um þetta lengur en nokkrar mínútur í senn. Ég legg til að við reynum að takast á við sorgina með Helgu, ekki án hennar; höldum áfram að tala við hana, spyrja hana ráða, leyfa henni að hugga okkur. Ég sakna hennar og ætla ekki að sleppa henni strax. Ég er ekki trúaður, og ég held að Helgu hefði dauðleiðst í eilífri alsælu og hörpuleik, en ég leyfi mér að ímynda mér, til að gera lífið aðeins bærilegra, að hún og Nonni fái að hittast aftur ein- hvern tíma og lenda í alls konar rugli saman. Ef ég gerðist sjálfur svo heppinn að rekast á hana í ei- lífðinni myndi ég faðma hana og segja henni hvað mér fannst hún skemmtileg, fyndin, góður félagi og yndisleg manneskja, því ég sagði henni það alveg örugglega ekki nógu oft í lifanda lífi. En hún hefði líka bara sagt mér að hætta þessu bulli. Finnur. Helga var alltaf tilbúin til að bjarga málunum. Hún lánaði mér ullarpeysu þegar ég mætti í lokapróf í glimmerkjól frá kvöld- inu áður og hún sótti grýlukerti út um gluggann til að setja í glös- in okkar þegar það var ekki til klaki. Stundum dæsti hún yfir vit- leysisganginum í okkur hinum, en hún var fljót að finna lausnir og hlæja, stundum að okkur, en oftast með okkur. Um stund bjó Helga í her- bergi í kjallara fjölbýlishúss. Rýmið var lítið og Helga átti engan ísskáp en hún var úrræða- góð og lausnamiðuð og stakk uppá að ég kældi bjór í vaskinum á salerni frammi í sameigninni. Ég lét kalt vatn renna á bjórinn og næst þegar við áttum erindi fram flæddi vatn eftir öllum ganginum í sameigninni. „Úbbs“. Helga dæsti. Við moppuðum vatn af ganginum í sparifötun- um, flissandi, og Helga fyrirgaf allt. Hún fyrirgaf líka þegar Katla sullaði naglalakki í gólf- teppið, því hvað var annað í stöð- unni en að ráðast á slysið með naglalakkleysi og drífa sig svo á ball. En þó Helga hafi verið bjarg- vætturinn okkar og rödd skyn- seminnar fékk hún einnig frjóar og klikkaðar hugmyndir og var til í að taka þátt í misgáfulegum gjörningum, svo lengi sem það var á hennar forsendum. Hún hljóp nakin með okkur Kötlu og Þórdísi yfir tjaldstæðið við Selja- landsfoss og laumaðist með mér í bakherbergi á ónefndum skemmtistað þar sem við fundum dollur fullar af dularfullu brúnu efni. Við vorum sannfærðar að um eiturlyf væri að ræða! Lík- lega var þetta nú aðeins prótein- duft. Og svo urðum við fullorðnar, eða svona næstum, og brjálaðir gjörningar leituðu í farveg aktív- isma og baráttu fyrir betra sam- félagi. Helga hélt áfram að fá stórkostlegar hugmyndir og kom þeim raunverulega í fram- kvæmd. Helga var aktívisti, hún benti á óréttlæti og var óhrædd við að rugga bátnum. Hún var mér fyr- irmynd, ég hafði trú á henni og leit upp til hennar og ég sagði henni það aldrei. Elsku Helga. Ég ætla að segja svolítið væmið. Þú ert mögnuð og ég veit ekki hvort þú veist það en ég lít svo upp til þín. Þú ert flottasti aktívisti sem ég þekki, þú ert beitt og sannfærandi. Heimurinn er raunverulega tómlegri án þín. Setta María. Orðin „Refugees Welcome“ blasa við okkur á fésbókarsíðu Helgu Katrínar Tryggvadóttur. Í tilviki Helgu var þessi yfirlýs- ing miklu meira en orðin tóm en hún barðist af elju og óeigingirni fyrir réttindum þeirra sem minna máttu sín. Nú er þessi unga hugsjónakona farin frá okkur en Helga dó á Landspít- alanum við Hringbraut 26. júlí sl. eftir erfið veikindi. Sjálf kynntist ég Helgu í gegnum dætur mínar en hún var góð vinkona þeirra beggja. Hún var samferða eldri dóttur minni í gegnum menntaskóla og háskóla og bjó um tíma með yngri dóttur minni. Þær hafa deilt veigamikl- um hluta ævi sinnar og lífs- reynslu með Helgu. Helga var einstök, hún var eldklár, fljót að hugsa, gagnrýnin, en umfram allt hlý og góða manneskja. Hún beitti sér í mannúðarmálum, var eldheitur umhverfissinni og vann með ýmsu móti gegn neyslu- hyggju samtímans. Hún var í senn heimsborgari og sveita- stelpa en þrátt fyrir flakk og tímabundna búsetu erlendis voru heimahagarnir í Gnúpverja- hreppi henni alltaf jafnkærir. Þar dvaldi hún oft langdvölum með Nonna og dætrum þeirra. Ég nýt þeirra forréttinda að hafa fengið að vinna með Helgu. Áður en ég hóf störf við Háskóla Íslands veitti ég um nokkurra ára skeið mannfjöldadeild Hag- stofu Íslands forstöðu. Líkt og margir aðrir háskólanemar vann Helga þá meðfram mannfræði- náminu sem spyrill við gagna- söfnun hjá Hagstofunni. Á þeim tíma unnum við í mannfjölda- deildinni að því að undirbúa gerð gagnagrunns um innflytjendur og eftir samræður við Helgu yfir allmörgum kaffibollum varð úr að við sóttum um styrk í nýsköp- unarsjóð fyrir hana til verkefn- isins. Hún sýndi fljótt hversu frá- bær liðsmaður hún var, hún var úrræðagóð, skörp og skemmtileg í samvinnu. Samvinna okkar Helgu hélt áfram eftir að ég hóf störf við háskólann en þá naut ég oft ómetanlegrar aðstoðar henn- ar við gagnavinnslu. Fyrir rúmum tveimur árum hóf Helga doktorsnám í mann- fræði en þá dró óhjákvæmilega úr samvinnu okkar. Frá upphafi var ljóst að í Helgu var góður fræðimaður á ferð. Viðfangsefni doktorsverkefnisins kom þeim sem þekktu Helgu ekki á óvart en rannsóknin snýr að flótta- mönnum á Íslandi. Helga hefur fylgst með og tekið viðtöl við fjölda hælisleitenda enda hafði hún kynnst mörgum þeirra áður en hún byrjaði í doktorsnámi. Helgu sóttist námið óvenju vel og, þrátt fyrir veikindin, var hún nálægt því að ljúka við doktors- verkefnið sitt á þessum stutta tíma. Nú þegar eru ýmist útkomnar eða í útgáfuferli nokkrar fræði- greinar sem áttu að mynda upp- stöðuna í doktorsritgerð hennar. Mannfræðin hefur misst frábær- an liðsmann í Helgu. Á þessari erfiðu stundu er hug- ur minn hjá Nonna og stelpunum, foreldrum Helgu, systrum henn- ar, systrabörnum og öðrum ást- vinum. Litlu skotturnar þeirra Nonna, þær Árún Emma og Sivía Lára, hafa misst yndislega mömmu. Ég veit að Nonni, fjölskyldur þeirra Helgu og vinir eiga eftir að rækta með þeim minninguna um þessa góðu manneskju og frá- bæru fyrirmynd. Öllum þeim sem um sárt eiga að binda sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ólöf Garðarsdóttir. Helga var ein af stofnendum samtakanna Stelpur rokka! og lagði ómetanlegan tíma og orku í samtökin frá fyrsta degi. Hún var fremst í flokki í að láta rokkbúð- irnar verða að veruleika árið 2012 og kom inn í rýmið með kröftuga pönkorku sem efldi okkur allar samstarfskonurnar, bæði hvað varðaði starfið sem og önnur lífs- viðhorf. Þegar Helga var tvítug gekk hún inn í tónlistarbúð og keypti sér trommusett til að spila á og stofnaði hljómsveitina Viður- styggð, með Kötlu vinkonu sinni. Hún talaði oft um að eitt það skemmtilegasta sem hún gerði væri að spila á trommur og vera í hljómsveit. Í rokkbúðum Stelpur rokka! kenndi hún fjölmörgum stelpum og konum á trommur og sýndi þeim í verki hvernig stelpur geta gert allt sem þær vilja. Hún kenndi þeim að taka pláss, hafa hátt, mistakast og spila af gleði og orku. Pönkkraftur og persónuleiki Helgu var innblástur fyrir okkur sem unnum með henni. Við minn- umst þess hvernig hún gekk í hlutina og tók af skarið, hvernig brosið hennar og húmor smitað úti frá sér og hvernig hún minnti okkur á að þora og láta ekkert halda okkur niðri. Okkur er mjög minnistætt þegar hún kom í rokk- búðirnar með Sivíu Láru hálfs árs gamla en nokkrar af okkur sáu um barnapössun á meðan að mamma kenndi á trommur. Þar með var hún fyrirmynd fyrir okk- ur öll, umsjónarfólk, þátttakend- ur og dætur sínar og sýndi að konur geta tekið þátt, spilað á hljóðfæri og pönkast á sama tíma og þær sinna börnum sínum. Helga trúði á áhrifamátt tón- listar til að breyta samfélaginu. Hún var baráttukona af lífi og sál og til að nefna brotabrot af henn- ar baráttuverkum skipulagði hún tónlistarhátíðina Þjórshátíð fyrir verndun Þjórsár og styrktartón- leika til stuðnings hælisleitend- um. Helga hugsaði mikið um hvernig Stelpur rokka! gætu val- deflt konur af erlendum uppruna og efnaminni stelpur og studdi rokkbúðahljómsveitir til að koma fram á mótmælum. Við kveðjum Helgu með mikl- um söknuði. Við verðum ævinlega þakklátar fyrir allt sem hún gaf af sér og kenndi okkur í Stelpur rokka! Við sendum innilegar sam- úðarkveðjur til fjölskyldunnar. „Þegar heimurinn allur er hljóður, er kraft að finna í jafnvel einum rómi“ (Malala Yousafzai) Fyrir hönd sjálfboðaliðasam- takanna Stelpur rokka! Áslaug Einarsdóttir, Ingibjörg Elsa Turchi og Sunna Ingólfsdóttir. Okkur langar í nokkrum orð- um að kveðja Helgu Katrínu, sem leiðbeinendur hennar í doktors- námi í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarverkefni Helgu Katrínar snéri að einu af stóru málum samtímans, flóttamönn- um á Íslandi, þar sem hún skoð- aði meðal annars fordóma sem þeir verða fyrir og móttöku þeirra af hálfu íslenska ríkisins. Verkefnið byggðist m.a. á ótal viðtölum við fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi og á djúpri þekkingu Helgu Katrínar á málaflokknum eftir að hafa kynnst mörgum flótta- mönnum og aðstæðum þeirra. Hún hlaut þriggja ára styrk til að vinna að doktorsrannsókn sinni í gegnum öndvegisverk- efnið Hreyfanleiki og þverþjóð- leiki á Íslandi. Eftir að Helga Katrín lauk BA námi í mann- fræði hélt hún áfram námi við deildina og lauk mastersnámi í þróunarfræði. Síðan hefur hún unnið sem aðstoðarmaður við rannsóknir og kennslu við námsbraut í mannfræði. Sem nemandi og í öllum hennar störfum var Helga Katr- ín skipulögð og öguð í vinnu- brögðum. Hún hafði einstakt lag á því að nálgast fólk með hlýju og virðingu sem skipti lykilmáli í þeim viðtölum sem hún tók, jafnframt því að vera sterk í megindlegri tölfræðigreiningu og geta unnið með stór gagna- söfn. Hún hafði djúpa ástríðu fyrir félagslegu réttlæti og rétt- indum þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Samhliða átti hún auðvelt með að hlusta á andstæð sjónarmið og færði rök fyrir máli sínu með festu og virðingu. Þrátt fyrir veikindi sín vann Helga af krafti að doktors- verkefninu og eftir hana liggur nú útgefin fræðigrein og kláruð drög að öðrum sem munu varpa mikilvægu ljósi á aðstæður flóttafólks á Íslandi. Auk vinnunnar að doktors- verkefninu hefur hún verið ötul við tjá sig um málaflokkinn á opinberum vettvangi. Við eigum einstaklega góðar minningar frá samstarfi okkar við Helgu Katrínu. Hún var ein- staklega hlý manneskja sem gaf mikið af sér í öllum samskipt- um. Hún kom með þekkingu, kraft og góða orku í allt sam- starf sem hún tók þátt í bæði hér heima og erlendis. Fráfall hennar er mikill miss- ir fyrir fræðasamfélagið og mannfræðina á Íslandi. Fyrst og fremst er hugur okkar þó hjá fjölskyldu Helgu og þeim mikla missi sem hún þarf nú að ganga í gegnum. Við viljum að fjöl- skyldan viti að hún getur verið stolt af framlagi Helgu Katrínar til íslenskrar mannfræði. Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir. Kveðja frá No Borders Iceland Sú harmafregn barst í vik- unni að fallin væri frá Helga Katrín Tryggvadóttir, baráttu- kona og aktívisti með meiru, að- eins 34 ára að aldri. Á skömmum tíma hafa stór skörð verið hoggin í raðir þeirra sem berjast fyrir tilverurétti og mannréttindum flóttamanna hér á landi. Fyrr á þessu ári barst sú hörmulega fregn að Haukur Hilmarsson, einn stofn- enda No Borders á Íslandi, væri talinn af. Það er ekki ofmælt að segja að Helga hafi verið sérfræðing- ur í málefnum flóttamanna. Hún skipulagði og tók þátt í ótal aðgerðum, mótmælum, greinar- skrifum og fundum þeim til stuðnings. Margir þeirra áttu hana að vini. Hún hafði rannsakað og kynnt sér málaflokkinn í eigin persónu frá öllum hliðum og var langt komin með doktorsritgerð um efnið, við mannfræðideild Háskóla Íslands. Ósjaldan var leitað til hennar til viðtals og þátttöku í pall- borðsumræðum og málþingum um efnið. Barátta við ómanneskjulegt og flókið hæliskerfi, sniðið til þess að halda sem flestum frá, er hvorki einföld né auðveld. Mannslíf eru í húfi og klukkan tifar. Sú ríka réttlætiskennd, hug- rekki, baráttuþrek, skarp- skyggni, vinnusemi og kærleikur sem einkenndi Helgu í öllu starfi hennar og framgöngu, allt fram á síðustu stund var okkur sam- herjum hennar innblástur og hvatning að láta ekki deigan síga. Við óbærilega tregafull leið- arlok vottum við kærri vinkonu okkar dýpstu virðingu, með þakklæti fyrir samfylgdina. Engin þjóðríki! Engin landa- mæri! Ekki fleiri brottvísanir! Fyrir hönd No Borders Ice- land, Grímur. Helga var kær vinkona mín, nágranni minn í sveitinni og koll- egi í fræðistarfi. Hún veitti mér stöðugt innblástur til að byggja rannsóknarstörf mín á samband- inu milli fólks og íslenskrar nátt- úru, ekki síst í heimasveit henn- ar í Þjórsárdal. Það hefur verið ómetanlegt að njóta leiðsagnar Helgu til að skilja betur flókin sambönd á milli fólks og heimasvæða þess. Hún lýsti því af næmni hve erfitt það getur verið að lifa af landinu og vernda það á sama tíma. Hugsjónir Helgu byggðu á þeim ófrávíkjanlegu sannindum að bæði menn og náttúra hafi gildi í sjálfu sér. Hún tjáði hug- sjónir sínar andspænis valdinu af miklu öryggi og af staðföstum heilindum. Hún lifði eftir því grundvall- arlögmáli að allt hefði virði í sjálfu sér og þessi djúpi skiln- ingur Helgu á lífinu skein í gegn í verkefnum hennar, í fjölskyldu- lífinu og í samskiptum við fólk almennt. Ásetningur Helgu var að stíga eins varlega til jarðar og hægt var, að taka aðeins það sem nauðsynlegt var svo að hægt væri að deila allsnægtum þess- arar eyju með þeim fjölda fólks hvaðanæva úr heiminum sem hingað leitar í skjól og líf með reisn. Hún lifði og starfaði sam- kvæmt sinni heildrænu sýn á heiminn og naut til ýtrasta þeirra ómetanlegu verðmæta sem felast í vinum, fjölskyldu og hlátri. Í sinni sveit hvatti hún fólk til að hugsa um árnar, fjöllin og mýrarnar í dalnum sem einstaka og trausta vini, sem áttu skilið virðingu fyrir sína ósegjanlegu eiginleika og staðföstu viðveru í stuttum mannsævum, vini sem brúa bilið milli kynslóða sem deila sameiginlegri reynslu af þessum stöðum. Hún krafðist þess að við gerð- um pláss í samfélagi okkar fyrir þau sem vilja fátt annað en að mætast á jafningjagrundvelli, að fá að lifa í ást og réttlæti og vera virt viðlits sem einstaklingar sem bíða eftir tækifæri til að leggja sitt af mörkum. Þegar við tökum minna frá jörðinni geta fleiri deilt gæðum hennar. Helga beitti sinni takmarka- lausu sýn og ástríðu fyrir rétt- látu samfélagi í aragrúa verka og verkefna; á sviði vistfræði og umhverfisverndar, baráttu fyrir réttlæti og samúð með hælisleit- endum, og í femínískri baráttu. Þar af leiðandi tók hún alltaf að sér meiri vinnu en nokkur einn ræður við. Helga hafði heildstæða sýn á jafnrétti, reisn og réttlæti, og í þeim anda munum við halda arf- leifð hennar á lofti, með því að halda áfram þrotlausri vinnu hennar. Ég votta fjölskyldu Helgu mína dýpstu samúð. Nicholas Robinson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.