Morgunblaðið - 03.08.2018, Side 2

Morgunblaðið - 03.08.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Morgunblaðið/Eggert Fellt Ákvörðunin var tekin í apríl. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Kærunefnd útlendingamála felldi ný- verið úr gildi ákvörðun Útlendinga- stofnunar um að vísa hollenskri konu, að nafni Mirjam Foekje van Twuij- ver, úr landi. Hún var dæmd í 8 ára fangelsi árið 2016 fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning. Útlendingastofnun ákvað í apríl að konunni skyldi vísað úr landi. Ákvað stofnunin einnig að Twuijver ætti að sæta 20 ára endurkomubanni til Ís- lands. Útlendingastofnun byggði brottvísun Twuijver á lögum um út- lendinga sem veitir heimild til að vísa EES- eða EFTA-borgurum úr landi ef það er nauðsynlegt með skírskotun til allsherjarreglu og almannaöryggis en samkvæmt lögunum er heimilt að ákveða brottvísun með þessum hætti ef framferði viðkomandi felur í sér raunverulega, yfirvofandi og nægi- lega alvarlega ógn gagnvart grund- vallarhagsmunum samfélagsins. Í úr- skurði kærunefndar útlendingamála, sem Morgunblaðið hefur undir hönd- um, kemur fram að kærunefndin tel- ur Twuijver ekki líklega til að fremja brot að nýju þrátt fyrir fyrri afbrot. „Þótt brot kæranda hafi falið í sér nægilega alvarlega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélags- ins verður einnig að leggja mat á hvort af henni stafi raunveruleg og yfirvofandi ógn í skilningi síðast- nefnds ákvæðis [2. mgr. 95. gr. laga um útlendinga] og hvort um sé að ræða háttsemi sem geti gefið til kynna að hún muni fremja refsivert brot á ný [...] er það mat kærunefndar að háttsemi kæranda gefi ekki til kynna að hún muni fremja refsivert brot á ný. Framferði hennar feli því ekki í sér raunverulega og yfirvofandi hættu gagnvart grundvallarhags- munum samfélagsins.“ Í ákvörðun Útlendingastofnunar var bent á að innflutningur á fíkniefn- um væri brot sem beindist gegn al- mannahagsmunum. „Í ljósi hins stórfellda fíkniefna- lagabrots kæranda, sem og þess mikla magns sterkra fíkniefna sem um hafi verið að ræða, var það mat Útlendingastofnunar að til staðar væru nægilega alvarlegar ástæður fyrir brottvísun hennar með skírskot- un til almannaöryggis.“ Í kæru Twuijver til kærunefndar- innar er bent á að refsilagabrot ein og sér dugi ekki til þess að brottvísun sé beitt og að enginn greinarmunur eigi að vera gerður á stuttum og löngum fangelsisdómum. „Því sé það ólög- mætt og ómálefnalegt sjónarmið að byggja á því að fangelsisdómur kær- anda sé langur [...] bendir kærandi á að samkvæmt 2. mgr. 95. gr. laganna skuli brottvísun ekki byggjast á al- mennum forvarnarforsendum. Í ákvörðun Útlendingastofnunar sé þó aðeins byggt á því að baráttan gegn fíkniefnum sé mikilvægt þjóðfélags- sjónarmið. Að mati kæranda dugi al- menn sjónarmið um að fíkniefni séu óæskileg ekki til.“ Grundvallarhagsmunir undir Kærunefndin telur ljóst að brot Twuijver hafi lotið að grundvallar- hagsmunum íslensks samfélags þ.e. meðal annars þeirra hagsmuna að vernda einstaklinga og þjóðfélagið gegn skaðsemi ávana- og fíkniefna og vísar nefndin í dóm EFTA-dómstóls- ins sem viðurkennir að refsikennd viðurlög geti haft þýðingu við að sýna fram á að tiltekin háttsemi sé nægi- lega alvarlegs eðlis til að réttlæta tak- markanir á rétti ríkisborgara ann- arra EES-ríkja. Telur kærunefndin Twuijver það til tekna að hún hafði hvorki aðkomu að skipulagningu brotsins né hafði henni verið ætlað það hlutverk að annast sölu efnanna hér á landi. Eftir að upp komst um brotið hafi kærandi verið samvinnufús við lögreglu og m.a. tekið þátt í lögregluaðgerð í því skyni að upplýsa málið frekar. Þá tel- ur nefndin að framferði hennar eftir að hún hóf afplánun renni stoðum undir það mat að hún sé ekki ógn fyr- ir samfélagið og felldi því ákvörðun um brottvísun og endurkomubann í 20 ár úr gildi. Ekki náðist í Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlend- ingastofnunar, né Þórhildi Ósk Haga- lín upplýsingafulltrúa við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir blaðamanns. Brottvísun „burðardýrs“ óheimil  Kærunefnd útlendingamála fellir úr gildi brottvísun hollenskrar konu  Konan var dæmd árið 2016 fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning  Konan ekki ógn við samfélagið, segir kærunefnd útlendingamála Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Algengi vikulegra verkja hefur auk- ist meðal ungmenna á aldrinum 11- 16 ára hér á landi. Guðrún Kristjáns- dóttir, prófessor í hjúkrunarfræði, hefur rannsakað algenga verki hjá unglingum í tæp þrjátíu ár en hún hóf að rannsaka efnið árið 1988. Hún segir að algengi verkjanna hafi auk- ist töluvert í gegnum árin. „Nýjar rannsóknir sýna að börn eru að koma oftar inn vegna verkja en áður. Ein helsta ástæða komu barna til skólahjúkrunarfræðinga utan hefðbundinna skoðana eru verkir,“ segir Guðrún en hefur hún aðallega miðað við algenga verki á við höfuð-, maga- og bakverki. Að sögn Guðrúnar leika lífstíls- tengdir þættir stórt hlutverk þegar kemur að verkjum. „Það er margt sem spilar þarna inn í, t.a.m. lífstíll barnanna, hreyfing, mataræði og svefn. Svo sjáum við að þetta hefur keðjuverkandi áhrif, börn sem upp- lifa slíka verkjaklasa eru líklegri til að líða illa andlega og öfugt.“ Guðrún vinnur nú að rannsókn um lyfjanotkun barna en rannsóknir gefa til kynna að börn séu að taka verkjalyf við verkjum í auknum mæli. „Skólahjúkrunarfræðingar geta ekki gefið verkjalyf nema for- eldrarnir hafi beðið um það. Það er tregða til að gefa börnum verkjalyf en þó sjáum við þessa þróun.“ Þá sé mikilvægt fyrir börn að læra að bregðast við eðlilegum einkenn- um á við verki að mati Guðrúnar. „Verkir eru náttúruleg fyrirbæri, þeir eru ekki sjúklegir. En það er mikilvægt að takast á við verki, líkt og annars konar vanlíðan, þó að sjúkdómur liggi ekki að baki.“ Hún telur lausnina felast í því að þjálfa börnin í að takast á við verki, hvernig taka eigi verkjalyf og hvernig sé hægt að láta sér líða betur. „Algengt er að börn taki verkjalyf til þess að geta farið á æfingar og virðast verkjalyfin vera að koma í staðinn fyrir hvíld.“ Algengi verkja meðal unglinga eykst  Börn kunna verr að takast á við vanlíðan, segir prófessor í hjúkrunarfræði  Segir að ungmenni noti verkjalyf í meira mæli í stað nauðsynlegrar hvíldar Á miðvikudag átti sér stað sögu- legur atburður í Vestmannaeyjum þegar dæla, sem notast var við í glímunni við hraun í Heimaeyj- argosinu 1973, var ræst við tákn- ræna athöfn. Meðan á gosinu stóð var notast við fjölda dæla sem sprautuðu bæði vatni og sjó á glóandi hraunið í til- raun til að kæla það og stöðva rennslið. Er talið að dælurnar hafi átt sinn þátt í því að ekki fór verr í Eyjum en raun bar vitni og var ár- angurinn vel sýnilegur. Það var Theódór Theódórsson sem kom gripnum í gang á Básaskers- bryggju en þar voru dælurnar stað- settar í gosinu afdrifaríka. Tilefnið var gerð heimildamyndar um þá sem stóðu vaktina meðan á gosinu stóð, kallaðir „Bunustokksgengið“. Að myndinni standa Gísli Páls- son, prófessor og rithöfundur, Ari Trausti Guðmundsson og kvik- myndagerðarmennirnir Valdimar Leifsson og Ragnar Th. Sigurðsson. Meðal viðstaddra á bryggjunni var hluti af Bunustokksgenginu er sést hér á mynd. Frá vinstri: Svavar Steingrímsson, Páll Zófóníasson, Ólafur Óskarsson og Hávarður Sig- urðsson. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson Ræstu sögulega vatnsdælu Aðalheiður Borg- þórsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri Seyð- isfjarðarkaup- staðar. Aðalheið- ur hefur m.a. unnið fyrir LungA og sinnt markaðsmálum fyrir Seyðisfjarð- arhöfn. Meirihluti bæjarstjórnar lagði fram tillögu um ráðningu Aðalheiðar á bæjarstjórn- arfundi í fyrradag og var tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa L-listans sem hefur meiri- hluta í sveitarstjórn. Minnihlutinn í bæjarstjórn sendi frá sér fréttatil- kynningu í gærkvöldi þar sem ráðn- ingarferlið er gagnrýnt í ýmsu tilliti. Segir þar m.a. að nauðsynleg gögn hafi ekki borist til fulltrúa fyrir fund- inn og því ómögulegt fyrir viðstadda að taka upplýsta ákvörðun. „Það er því niðurstaða minnihlutans að ekki sé sýnt umsækjendur hafi fengið sanngjarna málsmeðferð í ferlinu,“ segir í tilkynningunni. mhj@mbl.is Nýr bæj- arstjóri á Seyðisfirði  Aðalheiður ráðin Aðalheiður Borgþórsdóttir Guðrún segir mikilvægt að for- eldrar hlusti á börnin sín og geri ekki lítið úr því þegar kvartað sé undan verkjum. Þá sé einnig mikilvægt að kenna börnunum að læra á líkama sinn og tak- markanir hans. Uppsafnað álag og langvarandi verkir geti t.d. leitt til vöðvagigtar sem hefur aukist meðal bæði barna og fullorðinna. Hunsi ekki verki MIKILVÆGI FORELDRANNA Sigurður Ingi Jó- hannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnar- ráðherra, hefur ráðið Sigtrygg Magnason sem nýjan aðstoð- armann sinn. Kemur hann í stað Ágústs Bjarna Garð- arssonar sem hverfur frá störfum. Sigtryggur hefur starfað á vett- vangi auglýsingastofunnar Hvíta hússins og þar áður hjá Íslensku auglýsingastofunni. Hann var að- stoðarmaður Katrínar Jakobs- dóttur, mennta- og menningar- málaráðherra, á árunum 2009-2010. Þá hefur hann verið rit- stjóri dægurmálaútvarps Rásar 2, umsjónarmaður helgarblaðs DV, ritstjóri Sirkuss Reykjavík og skrif- að pistla í Morgunblaðið. Sigurður Ingi ræður nýjan aðstoðarmann Sigtryggur Magnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.