Morgunblaðið - 03.08.2018, Side 8

Morgunblaðið - 03.08.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Margar gerðir af innihurðum Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Margar gerðir af innihurðum Styrmir Gunnarsson setur framathyglisverðar hugleiðingar á vefsíðu sinni: „Maður að nafni Nana Akufo-Addo, sem er forseti Ghana, hefur orðið eins konar „æði“ á You- Tube vegna ræðu, sem hann flutti í desember á síðasta ári á sameiginlegum blaðamannafundi hans og Macron, for- seta Frakklands í Accra, höfuðborg Ghana.    Ræðan, sem var svar við spurn-ingu frá blaðamanni á fund- inum vekur upp spurningar um, hvort tími hefðbundinnar þróun- araðstoðar vestrænna ríkja við Afr- íkuríki sé að renna sitt skeið á enda.    Nana Akufo-Addo, sagði að þaðværi kominn tími til að Afr- íkuríkin breyttu huglægri afstöðu sinni (e. mindset) til eigin uppbygg- ingar, hættu að byggja á „aðstoð“ frá skattgreiðendum á Vestur- löndum en legðu áherzlu á þróun samfélaga sinna á eigin forsendum. Hann benti á þær miklu auðlindir, sem væri að finna í Afríku, gjöfult land og sagði að Afríkuríkin ættu að standa á eigin fótum.    Ræðan hefur ekki sízt leitt tilvakningar meðal ungs fólks í Afríku og í fréttum um hana hefur m.a. komið fram, að Danir, Norð- menn og Hollendingar muni hætta þróunaraðstoð við Ghana innan tveggja ára.    Forseti Ghana var í raun að segjavið forseta Frakklands: Við þurfum ekki á ölmusu að halda. Ætli þessi ræða hafi farið fram hjá þeim, sem marka stefnuna um þróun- araðstoð Íslands við önnur lönd?    Kannski þarf líka að breyta hug-lægri afstöðu Vesturlanda- þjóða.“ Nana Akufo-Addo Tími „þróunarað- stoðar“ liðinn? STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.8., kl. 18.00 Reykjavík 11 alskýjað Bolungarvík 11 alskýjað Akureyri 12 rigning Nuuk 8 rigning Þórshöfn 12 heiðskírt Ósló 24 heiðskírt Kaupmannahöfn 25 heiðskírt Stokkhólmur 27 léttskýjað Helsinki 28 heiðskírt Lúxemborg 31 heiðskírt Brussel 29 heiðskírt Dublin 24 skýjað Glasgow 20 rigning London 28 heiðskírt París 32 heiðskírt Amsterdam 25 heiðskírt Hamborg 29 heiðskírt Berlín 31 heiðskírt Vín 27 skúrir Moskva 27 heiðskírt Algarve 31 heiðskírt Madríd 25 heiðskírt Barcelona 32 heiðskírt Mallorca 32 léttskýjað Róm 30 þrumuveður Aþena 31 léttskýjað Winnipeg 17 léttskýjað Montreal 25 alskýjað New York 24 heiðskírt Chicago 25 léttskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:42 22:27 ÍSAFJÖRÐUR 4:27 22:52 SIGLUFJÖRÐUR 4:09 22:36 DJÚPIVOGUR 4:06 22:01 Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Við finnum fyrir töluverðri eftir- spurn eftir húsnæði. Margir eru í húsnæðisvanda og við sjáum það á þeim sem eru að leita eftir húsnæði á áfangaheimilum en hafa í raun engar forsendur til að komast þang- að miðað við þær reglur sem við vinnum með.“ Þetta segir Guð- mundur G. Sigurbergsson, fjár- mála- og rekstrarstjóri Samhjálpar. Samhjálp heldur úti fjórum áfangahúsum, meðferðarheimili og kaffistofu. Áfangahúsin eru hús- næði sem ætluð eru fólki í áfeng- ismeðferð en Samhjálp hefur fengið margar fyrirspurnir um húsnæði frá fólki sem tilheyrir ekki þeim hópi. Þá er algengt að fyrirspurnir um húsnæði komi frá fólki sem glímir við geðræn veikindi. „Sá hóp- ur sem ég held að hafi það einna verst eru þeir sem eiga í geðrænum vanda. Það eru lítil úrræði fyrir það fólk.“ Heimilislausum hefur fjölgað um 95% í Reykjavík á fimm ára tíma- bili, frá 2012 til 2017. Í júní 2017 voru samanlagt 349 einstaklingar skráðir utangarðs eða heimilislaus- ir. Þetta eru niðurstöður nýlegrar rannsóknar á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Þar kemur einnig fram að karlar séu í meiri- hluta meðal heimilislausra eða um 68%. Þá höfðu 33% verið heimilis- laus lengur en í tvö ár. Kaffistofa Samhjálpar býður upp á fríar máltíðir fyrir þá sem eiga um sárt að binda. Heimsóknum þangað hefur ekki fækkað en hóp- urinn hefur breyst, að sögn Guð- mundar. „Maður myndi ætla að heimsóknum á kaffistofur færi fækkandi, þar sem talað er um vel- megun í þjóðfélaginu. Það er ekki raunin, en hópurinn hefur breyst. Við sjáum töluvert af erlendu fólki hjá okkur. Íslendingunum hefur fækkað.“ Guðmundur segir að al- gengt sé að hælisleitendur og flótta- fólk nýti sér hjálpina. „Svo er þetta líka fólk sem er félagslega einangr- að. Einhverjir sem eiga kannski bíl og eru með vinnu en eiga enga fjöl- skyldu og engan að, þeir koma til okkar. Það þarf líka að hjálpa slíku fólki því það á líka erfitt.“ Morgunblaðið/Eggert Kaffistofan Á kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni er boðið upp á morgun- mat og heitan mat í hádeginu. Færri Íslendingar sækja þangað en áður. Færri Íslending- ar á kaffistofu Samhjálpar  Stöðug eftirspurn eftir húsnæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.