Morgunblaðið - 03.08.2018, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018
AF ROKKHETJU
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hversu gamall ertu eigin-lega?!“ gall í samstarfs-konu minni þegar ég sagði
henni að ég væri að fara á tónleika
gamla rokkhundsins Billy Idol í
Laugardalshöll. Ég kunni ekki al-
veg við tóninn og hvað þá glottið
sem fylgdi spurningunni!
Þessi ágæta kona hafði, nota
bene, skemmt sér ágætlega á tón-
leikum Axl Rose og félaga í Guns N’
Roses og ekki eru þeir nú nein ung-
lömb, farnir að drekka te og stunda
jóga í rasssíðri ellinni. Þeir voru
upp á sitt besta fáeinum árum eftir
að Billy Idol sigraði heiminn með
sínu fræga glotti, ljósu strípum og
sveitta, stælta búk. Feður og mæð-
ur læstu dætur sínar inni þegar
Billy fór að skaka sig á MTV.
Maðurinn var – og er enn – ein
allsherjar rokkklisja; leðurklædd-
ur, sveittur og ögrandi, kvenna-
ljómi og vandræðagepill sem hellti
sér auðvitað á kaf í rokklífernið á
sínum tíma, setti alls konar ofan í
sig og rétt lifði af, ef rétt er skilið.
Og varar nú unga fólkið við fíkni-
efnum og er það vel.
Ógurlegur töffari
Hversu gamall er ég? Ég er 43
ára og var því níu ára þegar Billy
(ég tek mér það bessaleyfi að nota
fornafnið því við Billy erum gamlir
vinir) sló í gegn með rokksmell-
inum „Rebel Yell“ af samnefndri
plötu. Ég man að mér þótti þessi
gaur alveg svakalega töff, sprang-
andi um hálfber og ógurlegur. Sem
var auðvitað rosalega töff í augum
ungra drengja.
Fimm árum síðar, árið 1988
þegar ég var á fjórtánda aldursári,
keypti ég „best of“ plötuna Idol
Songs: 11 of the Best. Á henni má
finna ellefu smelli með Billy sem
hafa staðist tímans tönn misvel.
Þarna eru t.d. „Rebel Yell“, „Hot in
the City“, „White Wedding“, „Eyes
Without a Face“, „Sweet Sixteen“
(hvað er þetta annars með rokkara
og sextán ára stelpur?) og „Dancing
with Myself“. Þetta eru allt hin fín-
ustu lög eða er ég orðinn eins og
pabbinn með kallakókið í lagi
Bjartmars um týndu kynslóðina,
sem setur Stones á fóninn og fer í
ferðalag aftur í tímann? Jagger
varð 75 ára um daginn og rokkar
enn. Megi sá gamli rokka sem
lengst.
Miðaldra, hvítir karlmenn
„Er ég orðinn svona gamall?“
hugsaði ég með mér þegar ég
mætti í Laugardalshöll með eigin-
konunni sem mér tókst með klækj-
um að plata á tónleikana. Þar voru í
algjörum meirihluta miðaldra hvít-
ir karlmenn og eldri, margir í hóp-
um, gamlir vinir að sletta úr klauf-
unum og berja augum rokkhetju
unglingsára sinna. Sumir réðu sér
vart fyrir kæti, eins og kýr að vori,
þegar Billy mætti á svið. Það þurfti
enga vímugjafa í því nostalgíu-
trippi.
William Michael Albert Broad,
fæddur 30. nóvember árið 1955, er
auðvitað ekki lengur sá sperrti og
„Hversu gamall ertu eiginlega?!“
Morgunblaðið/Arnþór
Kraftlítill Billy Idol á tónleikunum í Laugardalshöll í fyrrakvöld. Hann söng heldur illa og var kraftlítill framan af en óx ásmegin þegar leið að lokum.
kraftmikli spjátrungur sem birtist á
MTV á sínum tíma og það er því
miður lítið eftir af söngröddinni.
Það kom berlega í ljós strax í fyrsta
lagi, „Shock to the System“, því
fyrsta af mörgum leiðinlegum þetta
kvöld. Sem betur fer kom í kjölfarið
þekkt lag, „Dancing with Myself“,
en það var að sama skapi sungið af
miklu kraftleysi og engu líkara en
Billy væri eitthvað illa fyrirkall-
aður. Gítarleikarinn Steve Stevens
var það hins vegar ekki og stal sen-
unni af Billy þetta kvöld með hröð-
um sólóum og riffum og hápunktur
kvöldsins, fyrir mér og eiginkon-
unni, var óvænt gítarsyrpa þar sem
Stevens kom víða við, meðal annars
í flamenkói og Led Zeppelin. Gestir
Hallarinnar létu þá vel í sér heyra
og fögnuðu gítarhetjunni hárprúðu
ákaft.
Betri undir lokin
Áður en lengra er haldið verð
ég að viðurkenna að ég vissi ekki að
Billy væri enn á lífi þegar tilkynnt
var um tónleika hans hér á landi
(fyrirgefðu, Billy). Ég hef nefnilega
lítið fylgst með honum eftir að ég
hætti að hlusta á smellaplötuna
góðu, sem var þó býsna lengi á fón-
inum, svo það sé á hreinu. Og auð-
vitað lifir maðurinn á fornri frægð,
það er deginum ljósara. Eða hver
kann lag af plötunum Devil’s
Playground og Kings & Queens of
the Underground, þeim einu sem
hann hefur gefið út á þessari öld
fyrir utan kostulega jólaplötu? Lík-
lega ekki margir aðrir en Billy
sjálfur. Og þó, kannski karlarnir í
Laugardalshöll í fyrrakvöld?
En það er óþarfi að núa Billy
plötuleysinu um nasir, frammistaða
hans í Höllinni er það sem máli
skiptir. Og hún var ekki upp á
marga fiska þó að ég efist ekki um
að Billy hafi gert sitt besta. Hljóð-
færaleikararnir voru ágætir með
Stevens fremstan í flokki og sem
betur fer tók Billy nokkra smelli,
m.a. „Eyes Without a Face“ sem
hann söng að vísu illa en fór mun
betur með „Rebel Yell“ sem kom
fólki í mikið stuð. Og flutningur
Billy og félaga á „White Wedding“
var líka góður og lagið stendur enn
fyrir sínu.
Eitt undarlegasta augnablik
tónleikanna var án efa óvæntur
flutningur Stevens á þemalaginu úr
kvikmyndinni Top Gun (!) eftir Har-
old Faltermeyer sem tónleikagestir
fögnuðu ákaft. Hann lék víst á
gítarinn í laginu og kannski vissu
allir í Höllinni það nema ég. Það
kæmi mér svo sem ekki á óvart.
» Þar voru í algjör-um meirihluta mið-
aldra, hvítir karlmenn
og eldri, margir í hóp-
um, gamlir vinir að
sletta úr klaufunum og
berja augum rokkhetju
unglingsáranna.
Senuþjófur Steve Stevens (vinstra megin) með Billy Morrison. Stevens
lék á als oddi og gaf Billy Idol tækifæri á að hvíla sig og skipta um föt.
Stuð Billy á sér greinilega marga aðdáendur hér á landi sem eru flestir á
miðjum aldri. Þeir mættu í Laugardalshöll og virtust skemmta sér vel.
ICQC 2018-20
Skólar & námskeið
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 17. ágúst
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
UGLÝSINGA:
nn 14. ágúst.
SÉRBLAÐ
jallað um þá
em í boði er
að auka við
ærni í haust
og vetur
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
PÖNTUN A
fyrir þriðjudagi
Í blaðinu verður f
fjölbreyttu valkosti s
fyrir þá sem stefna á
þekkingu sína og f